Mánaðarskipt færslusafn fyrir: október 2016

Fyrirlestrar Miðaldastofu 2016–2017

Guðrún Ingólfsdóttir

„Fögur þykir mér hönd þín“

Skrifkúnst kvenna fyrr á tíð

Þriðjudaginn 1. nóvember 2016 kl. 16.30
Lögbergi 101

gudrun-ingolfsdottir
Guðrún Ingólfsdóttir

Í fyrirlestrinum verður fjallað um bókmenningu kvenna á fyrri öldum, bækur sem konur lásu, bækur sem konur áttu og bækur sem konur skrifuðu. Lengi framan af stóð konum ekki til boða að verma skólabekk. Lærðu þær þrátt fyrir það að lesa og skrifa? Hvað segja sögulegar heimildir? Má finna spor eftir konur á spássíum handrita? Skrifuðu þær handrit? Þjálfaðan skrifara þurfti til slíks, voru þær færar um að skrifa bréf? Hafi konur mundað fjöðurstafinn, hvaða tilgangi þjónaði þá ritfærni þeirra? Í fyrirlestrinum fæst nasasjón af efni nýútkominnar bókar, Á hverju liggja ekki vorar göfugu kellíngar. Bókmenning íslenskra kvenna frá miðöldum fram á 18. öld.

Guðrún Ingólfsdóttir Ph.D. er sjálfstætt starfandi fræðimaður með aðsetur á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Guðrún hefur einkum fengist við rannsóknir á handritamenningu, miðaldabókmenntum og bókmenntum 18. aldar. Bók hennar, Á hverju liggja ekki vorar göfugu kellíngar. Bókmenning íslenskra kvenna frá miðöldum fram á 18. öld, kemur út hjá Háskólaútgáfunni nú í október.

Fyrirlesturinn verður fluttur á íslensku og er öllum opinn.

Heimur í brotum: GKS 1812 4to og alfræði miðalda

Heimur í brotum: GKS 1812 4to og alfræði miðalda

Viðey
20.–21. október 2016

gks_1812_4to_0002r___4_360Ráðstefnan er haldin í tilefni af því að öld er liðin frá því að íslenskir alfræðitextar frá miðöldum voru gefnir út undir heitinu Alfræði íslenzk I–III. Bindin þrjú komu út á árunum 1908–1918 á vegum Samfund til udgivelse for gammel nordisk litteratur. Það var danski fræðimaðurinn Kristian Kålund sem bar hitann og þungann af útgáfunni en við útgáfu annars bindis (1914–16) — þar sem einkum eru prentuð rímtöl — naut hann fulltingis Svíans Natanaëls Beckman. Eitt mikilvægasta handritið sem þeir Kålund og Beckman notuðu við útgáfuna er GKS 1812 4to og á ráðstefnunni verður sjónum beint sérstaklega að því. Handritið var um langt skeið varðveitt í Konungsbókhlöðu í Kaupmannahöfn en var afhent Íslendingum árið 1984 í samræmi við samkomulag sem gert var um lausn handritamálsins.

GKS 1812 4to er eitt af merkari alfræðihandritum íslenskum sem varðveist hafa frá miðöldum. Færð hafa verið rök fyrir því að það hafi einhvern tímann verið í Viðeyjarklaustri. Handritið er samtals 36 blöð og eru þau leifar af a.m.k. þremur skinnbókum. Elsti hluti handritsins er frá því um 1190–1200. Í þessum hluta er m.a. að finna íslenskt-latneskt orðasafn, ritgerðir um tímatalsfræði, kafla úr Íslendingabók, og latnesk-íslenskar glósur. Næst elsti hlutinn eru fjögur blöð úr handriti frá öðrum fjórðungi 13. aldar. Þessi hluti hefur m.a. að geyma landakort, teikningar heimsfræðilegs efnis, calendarium og aðra tímatalsfræði. Yngstu hlutarnir eru leifar af handriti frá 14. öld. Þessir hlutar innihalda einkum stjörnufræði og tímatalsfræði, m.a. teikningar af níu merkjum dýrahringsins og skiptingu heimspekinnar.

Ráðstefnan er haldin í Viðey dagana 20.–21. október 2016. Til hennar er boðið 13 fyrirlesurum af ólíkum sviðum miðaldafræða — handritafræði, listfræði, latínu, heimspeki, stærðfræði, stjörnufræði og landafræði — til þess að fjalla um handritið og efni þess frá ólíkum sjónarhornum.

Skráning á ráðstefnuna

Dagskrá

Thursday, 20 October 2016

9.30–10.15 The Edition

 • Ragnheiður Mósesdóttir (University of Copenhagen) – Icelandic encyclopaedic literature in the hands of Kristian Kålund & Natanael Beckmann

10.15–10.30 Coffee

10.30–11.45 The Manuscript

 • Svanhildur Óskarsdóttir (Institute of Árni Magnússon) – Fragments United: The Codicology of GKS 1812 4to
 • Haraldur Bernharðsson (University of Iceland) – GKS 1812 4to: Scribes and scribal practice

12.00–12.45 Latin Glosses

 • Åslaug Ommundsen (University of Bergen) – Latin memory aids in GKS 1812 4to

13.00–14.00 Lunch

14.15–15.30 Computus and Astronomy

 • Þorsteinn Vilhjálmsson (University of Iceland) – Indigenous Observations or Imported Texts: The Origins of Medieval Icelandic Manuscripts on Science
 • Christian Etheridge (University of Southern Denmark) – From Carolingian star maps to Arabic astronomical instruments: Assessing the different types of astronomy represented by the hands of GKS 1812 I 4to and GKS 1812 II 4to

15.30–16.00 Coffee

16.00–17.15 Medieval Mathematics

 • Abdelmalek Bouzari (École normale supérieure, Algiers) – Le Calculus dans al-Khwârizmî (d. 850): une example de circulation.
 • Kristín Bjarnadóttir (University of Iceland): Algorismus – Hindu-Arabic arithmetic in GKS1812 4to

17.30–18.15 Icelandic Astronomers in the Middle Ages

 • Marteinn H. Sigurðsson (Íslenzk fornrit) – The Homecoming of Sæmundr and Stjörnu-Oddi’s Dream: Star-gaziong Lore in Medieval Iceland

18.30 Reception and conference dinner

Friday, 21 October 2016

9.30–10.45 Mapping the World

 • Alfred Hiatt (Queen Mary University of London) – Time and the map
 • Dale Kedwards (Centre for Medieval Literature, SDU) – An Icelandic world map and the Ark treatises of Hugh of Saint Victor

10.45–12.00 Fragments of Medieval Learning

 • Gunnar Harðarson (University of Iceland) – Medieval Encyclopedias and Icelandic Manuscripts
 • Guðrún Nordal (Institute of Árni Magnússon) – The long shadow of Ari Þorgilsson: The learned context of the earliest sections of GKS 1812

12.00–13.00 Lunch

Conference closing

Conference program (pdf)

Fyrirlestrar Miðaldastofu 2016–2017

Guðmundur J. Guðmundsson

Íslenskir innflytjendur í Englandi 
1438 til 1524

Fimmtudaginn 13. október 2016 kl. 16.30
Lögbergi 101

gudmundur-j-gudmundsson-2016-02
Guðmundur J. Guðmundsson

Í Englandi hefur á undanförnum árum verið byggður upp gríðarmikill gagnagrunnur yfir þá erlendu innflytjendur sem settust að á Englandi á síðmiðöldum og fram á árnýöld og heimildir finnast um í gögnum The National Archives. Í þessum gagnagrunni er að finna upplýsingar um um það bil 155 Íslendinga sem fluttu til Englands á árunum 1438–1526. Í þessum fyrirlestri verður fjallað um þennan Íslendingahóp eftir því sem heimildir leyfa, greint frá hvar þeir bjuggu, hvað þeir fengust við í nýjum heimkynnum og hvernig þeim vegnaði þar. Stærstu Íslendingahóparnir settust að í Hull og nágrenni og svo í verslunarborginni Bristol en kaupmenn og sæfarar frá báðum þessum borgum voru áberandi í Íslandssiglingum á Ensku öldinni sem svo hefur verið nefnd. Íslendingahóparnir í Hull og Bristol verða síðan bornir saman við tvo aðra hópa innflytjenda sem einnig hösluðu sér völl á sömu slóðum, franska og hollenska innflytjendur.

Guðmundur J. Guðmundsson er cand. mag. í sagnfræði frá Háskóla Íslands og kennari við Menntaskólann í Reykjavík. Helstu rannsóknarsvið hans í sagnfræði eru samtímasaga, einkum þorskastríð Íslendinga og Breta, og svo íslensk miðaldasaga. Hann hefur einnig fengist við fornleifafræði og rannsakað manngerða hella og önnur neðanjarðarmannvirki, svo sem námur. Hann er einnig höfundur kennslubóka í Íslands- og mannkynssögu fyrir grunn- og framhaldsskóla.

Fyrirlesturinn verður fluttur á íslensku og er öllum opinn.

Fyrirlestrar Miðaldastofu 2016–2017

Patricia Pires Boulhosa

The Writing of the Icelandic Laws ca. 1250–1300 or Scribes as Law-Makers

Þriðjudaginn 11. október 2016 kl. 16.30
Lögberg 101

patricia-boulhosa
Patricia Pires Boulhosa

The famous account in Íslendingabók of how Hafliði Másson and other ‘learned men’ had the laws written down in a book for the first time in 1117 has often supported the idea that Icelandic laws were, to some extent, codified earlier on, and that the numerous and variant texts of the laws recorded in the thirteenth century were ‘private’ books. These law-books did not have the firm authority of Hafliði’s book, which would have remained the main textual reference to all agents involved in law-making. Variance in the Icelandic laws is often seen as problematic: Peter Foote, for instance, speaks of the “legal confusion caused by the number of written sources with competing claims to authority”. Icelanders, according to this view, would have striven to preserve the unity and synthesis of their laws, which was presumably inherent to Hafliði’s laws.

The recording of the Icelandic laws in ca. 1250-1300, including the production of the two best known manuscripts of Grágás (GkS 1157 fol and AM 334 fol), has complex connections to the submission to the Norwegian king. The recording was an effort not only of unity and synthesis, but also a desire to display that unity and synthesis. However, the nature of the Icelandic laws (and I think specially of the way the laws were created) made this effort difficult to realize. This difficulty, I will argue, can be seen on the pages of the manuscripts.

In this lecture, I will explain how a comparison of different Grágás texts and the material evidence of their manuscripts (initials, page layout, revisions, corrections) allows us to understand the nature of Icelandic laws and how they were made. I would also like to question whether the legal texts make claims to authority, and if they do, how this is visible on the written page. I will discuss how people gathered and wrote texts, decorated and displayed them, and how these acts made the scribes and those involved in the making of manuscripts into law-makers too.

Patricia Pires Boulhosa is Honorary Research Associate in the Department of Anglo-Saxon, Norse and Celtic, University of Cambridge. She works on medieval Icelandic law, its social, economic and historical circumstances, its immediate material circumstance — the manuscript — and the interpretative context of scribes and their readers.

Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og er öllum opinn.