Centre for Medieval Studies Lecture Series

Aðalheiður Guðmundsdóttir

Rafurlogar og vafurlogar

Um norðurljós í íslenskum heimildum

Thursday, January 18, 2018, at 16.30
Lögberg 101

Aðalheiður Guðmundsdóttir

Fyrir Íslendingum eru norðurljósin hluti af hinum hversdagslega reynsluheimi en fyrir erlendum ferðamönnum sem falla í stafi og jafnvel bresta í grát við það eitt að sjá norðurljós í fyrsta skipti — þegar sá áralangi draumur rætist — eru þau ný og ævintýraleg upplifun; þau eru töfrum gædd. En þótt e.t.v. megi segja að erlendir ferðamenn hafi beint athygli Íslendinga að norðurljósunum hin síðari ár, er ekki þar með sagt að þau hafi ekki verið okkur hugleikin hingað til. Með þessum aukna áhuga ferðamanna vakna þó eðlilega spurningar. Hversu algeng voru norðurljósin hér áður fyrr? Tóku Íslendingar eitthvað frekar eftir norðurljósunum við aðrar aðstæður en nú, þegar áreitið var minna og myrkrið dýpra? Skildu þeir eftir sig sögur um norðurljós og bera slíkar sögur þá e.t.v. vott um hjátrú sem tengjast þeim?

Íslenskar heimildir um norðurljós eru af ólíku tagi, hvort sem um er að ræða náttúrulýsingar, þjóðtrúarsagnir eða rómantískar náttúrumyndir í skáldskap. Í fyrirlestrinum verður gerð grein fyrir eðli þessara heimilda allt frá síðari hluta 16. aldar, þegar Oddur Einarsson Skálholtsbiskup lýsti norðurljósunum með eftirminnilegum hætti í riti sínu Qualiscunque descriptio Islandiae. Meðal annars verður dvalið við þjóðtrúarsagnir, þar sem norðurljósin voru talin fyrirboðar veðrabrigða, ógæfu og jafnvel dauða. Eftir það verður athyglinni beint að miðaldaheimildum, þar sem leitast verður við að draga fram og varpa ljósi á valda texta. Hingað til hafa menn einkum stuðst við hina norsku Konungsskuggsjá, sem var skrifuð á bilinu 1250–60 og segir frá norðurljósum yfir Grænlandi. Frásögnin er því hvorki íslensk né beinlínis heimild um norðurljós yfir Íslandi. En þótt aðrar miðaldaheimildir séu um margt óljósari en frásögn Konungsskuggsjár, má túlka goðsögur og sögur með goðfræðilegu ívafi sem svo að þar sé bústöðum goða, vætta og valkyrja líkt við norðurljós.

Í fyrirlestrinum verður því haldið fram að norðurljósasögur og trúarhugmyndir þeim tengdar hljóti að teljast hefðbundnar á Íslandi, þótt heimildir séu eðlilega fleiri eftir því sem nær dregur nútímanum. Ýmiss konar hjátrú tengist norðurljósunum sérstaklega, og vera má að þau hafi verið innblástur goðsagna og tengd guðunum jafnt sem yfirnáttúrlegum öflum. Um elstu heimildirnar verður ekki fullyrt, en víst er að erlendir ferðamenn líkja þeim enn þann dag í dag við töfra og töfraheima, og að með þeim hætti tengjast gamlar hugmyndir og nýjar.

Aðalheiður Guðmundsdóttir er prófessor í íslenskum bókmenntum fyrri alda við Háskóla Íslands. Í rannsóknum sínum hefur hún einkum fengist við miðaldabókmenntir með áherslu á fornaldarsögur Norðurlanda og tengingu þeirra við samevrópska sagnamenningu, munnlega hefð, rímur og fornminjar.

The talk will be delivered in Icelandic. All are welcome to attend.

Centre for Medieval Studies Lecture Series

Jón Karl Helgason, Sigurður Ingibergur Björnsson og Steingrímur Kárason

Kálfskinn og kósínus-delta

Spurt og svarað um stílmælingar á íslenskum miðaldafrásögnum

Thursday, January 11, 2018, at 16.30
Lögberg 101

Jón Karl Helgason
Sigurður Ingibergur Björnsson
Steingrímur Kárason

Á liðnum áratugum hafa bókmenntafræðingar og stærðfræðingar nýtt sér tölvutækni og stærðfræðilegar aðferðir til að bera kennsl á persónuleg stíleinkenni ólíkra höfunda. Meðal þeirra aðferða sem hafa skilað marktækum niðurstöðum er stílmæling þar sem beitt er svonefndum deltamælingum og er kósínus-delta aðferðin afkastamikil útfærsla. Deltamælingar byggja á þeirri forsendu að hlutfallsleg tíðni algengustu orða í tilteknum texta myndi óumdeilanlegt „fingrafar“ viðkomandi höfundar. Hugmyndin er, með öðrum orðum, sú að hvert og eitt okkar hafi ekki aðeins persónulegan orðaforða heldur sé virkni þessa orðaforða líka persónubundin. Fyrirlesarar beittu þessari aðferð við rannsóknir sem kynntar voru í greininni „Fingraför fornsagnahöfunda“ í hausthefti Skírnis 2017. Í fyrirlestrinum munu þeir ræða vítt og breitt um hverjir séu helstu kostir og ókostir þessarar aðferðar þegar miðaldahandrit eru annars vegar.

Jón Karl Helgason er doktor í samanburðarbókmenntum frá University of Massachusetts og prófessor í íslensku sem öðru máli við Háskóla Íslands. Hann hefur m.a. fengist við rannsóknir á viðtökum íslenskra fornbókmennta. Sigurður Ingibergur Björnsson er MBA frá Heriot-Watt University og starfar við hugbúnaðarþróun tengda málvísindum. Steingrímur Kárason er doktor í vélaverkfræði frá Massachusetts Institute of Technology og er sjálfstætt starfandi ráðgjafi.

The talk will be delivered in Icelandic. All are welcome to attend.

Centre for Medieval Studies Lecture Series

Steinunn Kristjánsdóttir

Leitin að klaustrunum

Klausturhald á Íslandi í fimm aldir

Wednesday, December 6, 2017, at 16.30
Lögberg 101

Steinunn Kristjánsdóttir

Árið 2013 var ráðist í umfangsmikla leit að efnismenningu íslensku klaustranna. Meira fannst en nokkurn hafði órað fyrir en leitinni lauk síðla árs 2016. Í fyrirlestrinum verður sagt frá henni og niðurstöðum nýútkominnar bókar um hana. Við leitina kom fram að klaustrin voru öflugustu stofnanir kaþólsku kirkjunnar á Íslandi á miðöldum, næst á eftir biskupsstólunum. Þau urðu alls 14 hérlendis, hið fyrsta stofnað árið 1030 og hið síðasta 1493. Klausturhaldið nær þannig yfir ólík tímaskeið Íslandssögunnar, allt frá bjartsýnisárum til falls kaþólsku kirkjunnar með innleiðingu lúterskunnar við siðaskiptin 1550. Klaustrin hófust í fyrstu til vegs og virðingar en hnignaði samfara langvarandi deilum íslenskra ættarvelda við páfavaldið í Róm, áður en ný gullöld þeirra rann upp um og eftir aldamótin 1300 og stóð í 250 ár. Eftir siðaskiptin um miðja 16. öld urðu eigur klaustranna ein helsta stoðin í veldi Danakonungs en kaþólsk trú var bönnuð til ársins 1874. Klausturhús voru rifin, rústir sukku í jörð og gripir glötuðust. Nýr veruleiki blasti einnig við almenningi þegar klausturspítölum og skólum var lokað og eignarhald klausturjarðanna, sem voru hátt á sjötta hundrað við siðaskiptin, færðist til konungs og umboðsmanna hans sem oft bjuggu í gömlu klausturhúsunum. Valdið færðist um leið til þeirra, einnig vald til þess að refsa fólki með limlestingum eða aftöku en áður gat það bætt fyrir syndir sínar með góðum verkum eða gjöfum í þágu kirkju og samfélags. Það var af sem áður var en svo virðist sem að almúgafólk hafi farið einna verst út úr þeim byltingarkenndu breytingum sem urðu við siðaskiptin er klausturhald lagðist af.

Steinunn Kristjánsdóttir er fædd á Patreksfirði 1965. Hún nam fornleifafræði við Gautaborgarháskóla og lauk þaðan doktorsprófi 2004. Steinunn hefur einkum fengist við rannsóknir á Austurlandi en lengst af á Skriðuklaustri í Fljótsdal. Steinunn er prófessor í fornleifafræði við Háskóla Íslands og Þjóðminjasafn Íslands.

The talk will be delivered in Icelandic. All are welcome to attend.

Centre for Medieval Studies Lecture Series

Matthew Driscoll

Writing in the twilight

The manuscripts of Magnús í Tjaldanesi

Thursday, November 30, 2017, at 16.30
Lögberg 101

Matthew Driscoll

Magnús Jónsson í Tjaldanesi (1835–1922), an ordinary farmer with no formal education, was one of the most prolific scribes of late pre-modern Iceland, producing in the course of his lifetime a vast number of manuscript copies of texts, the majority of them romances of one kind or another—fornaldarsögur, riddarasögur, translations of chapbooks etc.—which he collected into a huge anthology, 20 volumes in all, to which he gave the title Fornmannasögur Norðurlanda (‘Sagas of the ancient men of the north’). There are multiple copies of most of the volumes, and it appears that he copied the entire collection at least four times. Of the 46 manuscripts in Magnús’s hand known to me, 36 are dated, the earliest to 1874, the latest to 1916; the ten remaining are undated but appear mostly to be earlier than the dated volumes. Magnús’s manuscripts contain, in total, texts of nearly 200 individual sagas – essentially everything that was in circulation in late 19th-century Iceland.

All Magnús’s manuscripts are identical in size and format: short, squat quartos each of exactly 800 pages, written in a highly idiosyncratic script. In terms of their design, the manuscripts clearly show influence from printed books, incorporating features such as title-pages, tables of contents and running titles. In about half of Magnús’s manuscripts there are prefaces, another print-feature. In these he typically discusses his exemplar, how he acquired it, by whom it had been written, when and where, and the nature of the text in relation to other copies he has seen. On the basis of all this he speculates on the saga’s age, assuming, not unreasonably, that the more widely disseminated a saga is, the older it is likely to be. Taken together, these prefaces provide a wealth of information on scribal culture in late 19th-century Iceland, a culture which, as Magnús well knew, was fast disappearing.

In my presentation I will examine the nature of the material in Magnús’s collection and his treatment of it, and will try to assess what may have been his intentions with this monumental undertaking, and how it has fared in comparison with the official Icelandic canon which was being forged at roughly the same time.

Matthew Driscoll (Cand.mag., DPhil (Oxon.)) is Professor of Old Norse Philology at the University of Copenhagen. His publications include articles and books on various aspects of late pre-modern Icelandic literature, as well as editions and translations of a number of medieval and post-medieval Icelandic works.

The talk will be delivered in English. All are welcome to attend.

Centre for Medieval Studies Lecture Series

Marie-Louise Coolahan

‘Of Female Poets who had names of old’

Reputation, Reception and the Circulation of Early Modern Women’s Writing

Thursday, November 23, 2017, at 16.30
Lögberg 101

Marie-Louise Coolahan

This paper emerges from the research of the team working on the RECIRC project (The Reception and Circulation of Early Modern Women’s Writing, 1550-1700), funded by the European Research Council (2014-2019) and led by Marie-Louise Coolahan. The RECIRC project is essentially a study of intellectual impact. Its fundamental research questions include: Which women were read? How, where, and by whom were they read? RECIRC is structured around four interlinking ‘work packages’, each of which takes a specific entry point in order to amass quantitative data relating to the reception and circulation of women’s writing between 1550 and 1700. The first of these posits the Catholic religious orders as transnational channels by which devotional and polemical texts were translated and transmitted; it investigates the martyrologies and bibliographies of the various religious orders, as large-scale compendia of texts that included female-authored works. The second ‘work package’ examines scientific correspondence networks; the wealth of data to be found in the scriptorium operated through Samuel Hartlib has meant we have focused specifically on this circle. The third approach aims to rebalance the bias of digitization projects toward print culture by harvesting data from early modern manuscripts. It does so by focusing solely on the category of the manuscript miscellany (a compilation of miscellaneous materials) in order to assess the contexts for excerpting and transcribing women’s writing. It differs from the Folger Shakespeare Library’s Early Modern Manuscripts Online (EMMO) initiative, which is a full-text transcription project, in its harvesting and structuring of data relating specifically to reception and circulation. The fourth RECIRC approach is concerned with early modern library catalogues; it captures data on the proportion of female-authored items in order to facilitate statistical analysis relating to the gendering of such book collections.

RECIRC, then, is testing these methodological approaches for understanding the ‘big picture’ of textual transmission, reception and circulation of women’s writing in the English-speaking world during the sixteenth and seventeenth centuries. This includes writers who were read in Ireland and Britain as well as authors born and resident in Anglophone countries The focus on women’s writing enables investigation of the routes to impact that were exploited by early modern women, as well as of the ways gender inflected the construction of writerly reputation. It also delimits the corpus, facilitating our testing of methodologies for studying the circulation of non-elite, non-canonical writing in the period.

Marie-Louise Coolahan is Professor of English at the National University of Ireland, Galway. She is the author of Women, Writing, and Language in Early Modern Ireland (Oxford University Press, 2010). She is currently Principal Investigator of the ERC-funded project, RECIRC: The Reception and Circulation of Early Modern Women’s Writing, 1550-1700 (www.recirc.nuigalway.ie).

The talk will be delivered in English. All are welcome to attend.

Centre for Medieval Studies Lecture Series

Kristján Árnason

Upphaf íslenskrar tungu

Formvandi og stöðuvandi á norrænum miðöldum

Thursday, November 16, 2017, at 16.30
Lögberg 101

Kristján Árnason

Menn hafa lengi haft og hafa enn áhyggjur af dauða íslenskrar tungu. Frægt er kvæði Eggerts Ólafssonar Um sótt og dauða íslenskunnar, en samkvæmt því dó tungan úr iðrakvefi sem rekja mátti til lélegs málfars þeirra sem hana notuðu; það sem nú er helst talið ógna er það sem kallað hefur verið stafrænn dauði. Hugsjónin um varðveislu tungunnar virðist þó lifa, a.m.k. opinberlega. Ég vil leiða hugann að hinum enda þess „lífs“ sem vernda skal, þ.e. hvernig tungan varð til.

Flestum myndi þykja eðlilegt að miða upptök tungunnar við þróun sérstakrar menningar hér á landi á miðöldum. En hvaðan kom tungunni og menningunni nauðsynlegur og nægilegur kraftur og stuðningur til þess að „verða til“? Hvaða hugsjónir eða hugmyndafræði (ef einhver) bjó að baki? Ég mun ræða þessa þætti á grundvelli þess sem lesa má út úr íslenskum miðaldaritum sem fjalla beint um tungumálið og bókmenntirnar, málfræði og skáldskaparfræði. Helstu rit í þeim flokki eru Snorra-Edda og málfræðiritgerðirnar fjórar í Wormsbók. Einnig mun ég leiða hugann að félagslegum, pólitískum og málformlegum forsendum þess að það ritmálsviðmið, sem við (í vissum skilningi) búum enn við, náði þeim þroska sem raunin ber vitni. Hvað studdi og hvað ógnaði þessu nýja „lífi“, sem kannski var þó ekki nýtt, heldur enn eldra? Latína var alþjóðamál þess tíma, og spurning er að hve miklu leyti hún ógnaði heimamálinu eins og enska gerir nú. Hér er fróðlegt að huga að því hvers vegna Noregskonungasögur voru ritaðar á norrænu, en saga Dana á latínu.

Spurningarnar eru stórar, en ég mun ræða þær í ljósi nútíma málvísinda, þeirra sem fást við stöðlun og þróun og eftir atvikum „dauða“ tungumála. Ekki síst verður vitnað til kenningasmiðanna Einars Haugens og Heinz Kloss, en mér sýnist að þeir hafi ýmislegt gagnlegt til málanna að leggja. Með sínum hætti voru Snorri Sturluson, Ólafur hvítaskáld og aðrir málfræðingar tólftu, þrettándu og fjórtándu aldar að bregðast við formvanda og stöðuvanda tungunnar, og almennt séð átti sér stað merkilegur vöxtur og efling (e. elaboration) málsins þegar það tókst á við nýjar hugmyndir utan úr heimi. Og það er allt á sinn hátt hliðstætt málræktarstarfi 20. aldar.

Kristján Árnason er prófessor emeritus í íslenskri málfræði. Hann lauk kandídatsprófi í íslenskri málfræði frá Háskóla Íslands 1974 og doktorsprófi í almennum málvísindum frá Edinborgarháskóla 1977. Rannsóknir hans og kennsla hafa beinst að hljóðkerfisfræði, bragfræði og skáldskaparfræði, málsögu og félagsmálfræði. Hann sat um árabil í Íslenskri málnefnd og var formaður hennar 1989–2001.

The talk will be delivered in Icelandic. All are welcome to attend.

Centre for Medieval Studies Lecture Series

Anne Mette Hansen

“Fragment af en Papistisk Bönnebog”

Medieval Danish prayer books in the Arnamagnæan Collection

Thursday, November 9, 2017, at 16.30
Lögberg 101

Anne Mette Hansen

The extant Danish private prayer books all originate from the period between late 1400 and the time of the Reformation in Denmark in 1536. The standard edition includes about 30 manuscript books, 12 of which were acquired by Árni Magnússon, and two collections of fragments. The quote above is written by Árni in his notes on the acquisition of the manuscript at the auction of the library of another book collector, Frederik Rostgaard, in 1726. On this occasion, in fact, Árni bought several prayer books for his collection including some of other European provenance. In the lecture, I will present my work on Danish prayer books, addressing, among others, the following issues: the use of the books, the meaning of the physical appearance, and the transposition from text-bearing artefact to scholarly edition.

Anne Mette Hansen (PhD, University of Copenhagen) is Associate Professor in Old Norse Philology at the Arnamagnæan Institute, Department of Nordic Studies and Linguistics, University of Copenhagen. Her research covers a number of areas within manuscript studies and textual and literary scholarship, such as codicology and palaeography, history of books, scholarly editing and the history of edition. Her approaches are material and cross-disciplinary. Current research projects include artefactual and textual studies of late medieval and post-reformation private prayer books in Danish and research on script and language of charters from the archive of St Clara convent at Roskilde. She is also working on the digital editions of these documents.

The talk will be delivered in English. All are welcome to attend.

Centre for Medieval Studies Lecture Series

Chip Robinson

An Open Secret of Icelandic Otherworldly Communication

Thursday, November 2, 2017, at 16.30
Lögberg 101

Chip Robinson

In this talk, it will be argued that supernatural references in medieval Icelandic literature can be approached in the light of modern Icelandic practice of otherworldly communication. Literary motifs are not merely story elements; rather, they reflect a type of experience for participants and perform a social and cultural function in historical and geographical context, then and now. What is examined is how Icelanders interact with the other world, that is, the deceased, guardian spirits, and nature beings through prophetic dreams, mediums, and direct experience in landscape and in community. Recent multidisciplinary research is considered along with current folk practice, that is, scholarly and popular aspects. Supernatural phenomena are mediated in numerous ways, not just by mediums but also by media, nature, clergy, dreams, guardian spirits, folklore, and medieval literature, to arrive at what is termed an ethnography of the other world. Syncretic traditions are taken into account as they conceal parallel spiritual experiences and practices in Icelandic society including in the beyond, or hinum megin. As a comparative study on an island over time there is cultural durability in such concepts as spáfólk, álagablettir, að vitja nafns, berdreyminn, and bænahringir—an open secret of Icelandic otherworldly communication.

Chip Robinson holds a PhD in Germanic Languages from the University of California Los Angeles 2017, MA in Medieval Icelandic Studies from the University of Iceland 2015, MA in Scandinavian from the University of California Los Angeles 2013, as well as MS in Library and Information Science from Simmons College Boston 2004. He worked as librarian in Acquisitions, Cataloging, and Technical Services in the Germanic Division of Harvard College Library 1995–2010.

The talk will be delivered in English. All are welcome to attend.

Three events this week

Daniel Sävborg

The Formula in the Icelandic Family Saga

Miðvikudaginn 25. október 2017 kl. 16.30
Lögbergi 101

Daniel Sävborg

It is well known that Icelandic saga prose contains formulas, but very little thorough research has been devoted to them so far. The attempts to analyze them precisely as formulas have usually taken their starting point in the so-called Oral-Formulaic Theory and the theories of Milman Parry and Albert Lord. But in the Oral-Formulaic Theory, the formula as a phenomenon was closely connected with the metrical form and the rapidity of the improvized oral performance in verse, two features without relevance to the prose genre of Íslendingasögur, which stands in focus for my research. In my analysis of the saga formulas, I will rather connect with modern linguistic theory on formulaic language and to folkloristic theory on oral tradition. The lecture will discuss the function, meaning and form of the formulas in the Íslendingasögur. A selection of saga formulas will be discussed, such as X hét maðr; tókusk með þeim góðar ástir; and X vanði kvámur sínar til Y. In the lecture, I will argue that the formula use in the Íslendingasögur is of fundamental importance for the stylistic/literary character of the genre and that a lack of understanding of the saga formulas several times has led to misinterpretations of central saga episodes.

Daniel Sävborg is Professor of Scandinavian Studies at the University of Tartu since 2010; before that he held research positions at Uppsala University and Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. He has background in studies of Classical Greek and Comparative literature and holds a Ph.D. from Stockholm University with a dissertation on grief and elegy in Eddic heroic poetry. He has published on on topics such as love and emotions in Old Norse literature, the Uppsala Edda and its relation to the other Snorra Edda versions, the supernatural in Old Norse literature, folkloristic approaches to the saga literature, courtly style vs. saga style in the riddarasögur, Old Norse and Old Swedish sources to medieval Swedish history, oral tradition behind medieval Nordic historiography, tradition and originality in the post-classical Íslendingasögur, and the importance of the conversion in Njáls saga.

The talk will be delivered in English. All are welcome to attend.

—o—

Fornaldarsögur Norðurlanda á dönsku

Nýjar þýðingar kynntar í hádegismálstofu

Fimmtudaginn 26. október 2017 kl. 12–13
Lögberg 204

Hinn íslenski sagnaflokkur fornaldarsögur Norðurlanda kemur um þessar mundir út í nýjum dönskum þýðingum. Þetta er fyrsta heildarþýðing fornaldarsagna á dönsku. Þótt sögurnar fjalli um fornkonunga á Norðurlöndum — og ekki síst í Danmörku — hefur um helmingur þeirra aldrei áður komið út á dönsku. Snemma á 19. öld þýddi Carl Christian Rafn úrval fornaldarsagna og gaf út í þremur bindum (1821–1826; aukin endurútgáfa 1829–1830) en hann undanskildi listrænar perlur eins og Gautreks sögu, Hrólfs sögu Gautrekssonar, Egils sögu einhenda og Ásmundar berserkjabana og Bósa sögu, enda fannst honum að fornaldarsögur „fra den poetiske Side betragtede, [ikke] have nogen besynderlig Fortrinlighed“. Sögurnar sem Rafn sleppti hafa fram að þessu aldrei komið út á dönsku, þótt sumar þeirra hafi verið þýddar á allt að tíu önnur tungumál.

Nýju dönsku þýðingarnar koma út í átta bindum hjá danska forlaginu Gyldendal, fyrstu fjögur bindin hafa þegar birst og afgangurinn er væntanlegur á næstu tveimur árum. Annette Lassen ritstýrir verkinu, og danski listamaðurinn Peter Brandes myndskreytir og hannar útlit bókanna, en þýðendur eru auk ritstjóra Peter Springborg, Erik Skyum-Nielsen, Rolf Stavnem og Kim Lembek. Aðalheiður Guðmundsdóttir og Gottskálk Jensson veita fræðilega ráðgjöf en danski rithöfundurinn Merete Pryds Helle er bókmenntalegur málfarsráðunautur.

Í stuttum hádegiserindum mun Annette Lassen fyrst segja frá þessari nýju heildarþýðingu og hugmyndunum að baki, Kim Lembek mun ræða vandann að þýða fornaldarsögur í samanburði við þýðingar Íslendingasagna; þá fjallar Rolf Stavnem um þýðingar sínar á eddukvæðum í fornaldarsögum, og loks mun Peter Springborg skemmta áheyrendum með upplestri úr þýðingu sinni á Örvar-Odds sögu.

Erindin verða flutt bæði á dönsku og íslensku.

—o—


Mikael Males

Snorri and the Sagas

Medieval Icelandic authors and their methods

Thursday, October 26, 2017, at 16.30
Lögberg 101

Mikael Males

The use of Icelandic sources to bolster the historical pedigree of the Scandinavian states from the seventeenth century onwards has been relatively well studied. In the case of Sweden, the seventeenth century saw the rise of the Swedish political star at the expense of the Danes, and the Icelandic sources provided the Swedes with a welcome opportunity to match the present state of affairs with a respectable historical background. These sources were used to show how old and excellent the Swedish nation was, and in our present era of Western self-criticism, such practices have attracted much attention in Scandinavia, Germany and elsewhere. Less interest has been accorded to the fact that the Icelandic sources were so readily useful for later nationalistic purposes, and why this might have been the case. This must be explained through recourse to the texts themselves, and this book focuses on the methods and interests of the medieval Icelandic authors in presenting their own cultural history and that of the Scandinavian realms.

There can be little doubt that medieval Icelanders took their role as transmitters of Nordic history seriously, but it is equally clear that their own past as pagan Vikings was often as fascinating and exotic to them as it was to many in later periods, and still is. Their way of transmitting the past was therefore an active and often a creative one. Awareness of this fact has, at least since the early twentieth century, led to a long debate regarding whether the Icelandic texts can be trusted as historical witnesses, and many studies have focused on to what extent the sagas are right or wrong. Others have opted for solving the problem by treating the sagas as literature without taking their diachronic value into account. This book aims for an intermediate solution, namely that of focusing on the methods of the authors in presenting their past, and how this conditioned the nature of the literary corpus. It argues that an analysis of their methods and interests, preferably on a case-by-case basis, may be a fruitful approach to Old Icelandic texts as witnesses to history.

Mikael Males is Associate Professor of Old Norse Philology at the University of Oslo, specializing in skaldic poetry and grammatical literature.

The talk will be delivered in English. All are welcome to attend.

Centre for Medieval Studies Lecture Series

Ármann Jakobsson

Að sjá tröll

Um yfirnáttúrulegar skynjanir á miðöldum

Thursday, October 19, 2017, at 16.30
Lögberg 101

Ármann Jakobsson

The Troll Inside You: Paranormal Activity in the Medieval North kom út í sumar hjá Punctum-forlaginu í Bandaríkjunum sem einkum sérhæfir sig í ritum undir áhrifum póstmódernisma. Í bókinni er fengist við rammann utan um hugmyndir og rannsóknir á yfirnáttúrulegum verum og atburðum með íslenska frásagnartexta á miðöldum sem þungamiðju. Þannig er meginefnið hin yfirnáttúrulega reynsla, hvernig henni er komið í orð og tengsl hennar við aðra þætti samfélagsins, þ.e. hvernig tröllskapur er vitnisburður um hvers konar samfélagslegan núning og vandamál. Í erindinu mun höfundurinn kynna þetta verk, rannsóknina sem það grundvallast á og forsendur verksins. Eins mun hann ræða hugmyndafræði verksins og gildi hinnar hugvísindalegu nálgunar þar sem verkið er öðrum þræði í viðræðu við langa rannsóknarhefð tengd þjóðfræðilegum efnum og yfirnáttúrulegri reynslu.

Ármann Jakobsson er prófessor í íslenskum bókmenntum fyrri alda við Háskóla Íslands. Hann hefur áður gefið út bækurnar Illa fenginn mjöður (2009), Nine Saga Studies (2013) og A Sense of Belonging (2014) og ritstýrt The Routledge Research Companion to the Medieval Icelandic Sagas (2017).

The talk will be delivered in Icelandic. All are welcome to attend.