Monthly Archives: February 2014

Three talks

The Centre for Medieval Studies sponsors three talks on March 4–6, 2014:

  • Tuesday, March 4, 2014, at 16.30 in Árnagarður 311

Hélène Tétrel: The different versions of Breta sögur. On the Old Norse translation of Geoffrey of Monmouth

  • Wednesday, March 5, 2014, at 16.30 in Árnagarður 311

John Hines: The heathen Norse in England. A runic inscription from Saltfleetby, Lincolnshire

  • Thursday, March 6, 2014, at 16.30 in Árnagarður 311

Steinunn J. Kristjánsdóttir: Klaustrin á Íslandi kortlögð — ný rannsókn

For more, see below.

—o—

Hélène Tétrel

The different versions of Breta sögur

On the Old Norse translation of Geoffrey of Monmouth

Tuesday March 4, 2014, at 16.30
Árnagarður 311

Hélène Tétrel
Hélène Tétrel

In this presentation I will discuss my research on Breta sögur, the Old Norse translation of the Historia regum Britannie by Geoffrey of Monmouth. I will give a brief account of the different manuscripts and their relation to each other, discuss the difference between what is usually considered as the two existing versions of the Breta sögur, transmitted in Hauksbók and AM 573 4to, and the content of the text in comparison to other known Galfridian adaptations in Europe.

Hélène Tétrel is associate professor of medieval studies at Université de Bretagne Occidentale, Brest, France. She specializes in the Norse translations of French medieval literature, in particular the romances (the chansons de geste), the Breton material in the sagas of chivalry and pseudo-historical texts, including Karlamagnúss saga og Breta sögur.

—o—

John Hines

The heathen Norse in England

A runic inscription from Saltfleetby, Lincolnshire

Wednesday March 5, 2014, at 16.30
Árnagarður 311

John Hines
John Hines

Although Late Anglo-Saxon Christian writers automatically refer to the Norse Vikings as ‘heathens’, evidence for the religious ideas and practices of these people in Britain is practically non-existent, and the speed and thoroughness with which they assimilated to Anglo-Saxon culture and converted to Christianity in England is much disputed. A spindle whorl from a coastal site at Saltfleetby in Lincolnshire found in 2010 is small but provides important new information and insight. It invokes Óðinn, Heimdallr and a þalfa (Þjálfa?); it can be dated to around the early 11th century. This paper will present refined, and discuss the archaeological, runological, linguistic and historical aspects of its significance, with reference particularly to the wider history of the runic tradition in Britain in the Viking Period and the survival and use of the Norse language.

John Hines, FSA, MA, DPhil (Oxon) is Professor in the School of History, Archaeology and Religion of Cardiff University, Wales. He specializes in the material life, literature and languages of medieval northern Europe, and has focussed research on the integrated (‘interdisciplinary’) study of archaeology, the history of language, and literature.

—o—

Steinunn J. Kristjánsdóttir

Klaustrin á Íslandi kortlögð — ný rannsókn

Thursday March 6, 2014, at 16.30
Árnagarður 311

Steinunn J. Kristjánsdóttir
Steinunn J. Kristjánsdóttir

Kaþólsk trú hefur verið lítt sýnileg í íslensku samfélagi frá því að lúterskri kirkjuskipan var komið á um miðja 16. öld. Í dag eru áþreifanlegar minjar um íslensku miðaldaklaustrin fáar og minni um þau oft afbökuð eða gleymd. Í fyrirlestrinum verður greint frá nýhafinni rannsókn sem miðar að því að kortleggja og skrá minjar, gripi, örnefni, munnmæli og ritaðar heimildar um þau. Vonast er til að hægt verið greina umsvif þeirra hérlendis og áhrif á þróun og skipan stjórnarfars- og samfélagsmála fram að siðaskiptum. Rannsóknin hófst sumarið 2013 með leit að minjum í Hítardal á Mýrum og á Bæ í Borgarfirði. Greint verður frá niðurstöðum úr þessum fyrstu tveimur vettvangsferðum en þær skiluðu meiri árangri en vonir stóðu til í fyrstu.

Steinunn J. Kristjánsdóttir er prófessor í fornleifafræði við Háskóla Íslands og Þjóðminjasafn Íslands. Hún er með doktorspróf í fornleifafræði frá Háskólanum í Gautaborg og hefur undanfarin ár stundað rannsóknir á Skriðuklaustri og klausturmenningu hérlendis en einnig á kristnivæðingunni við upphaf miðalda.

Strengleikar

Alaric Hall

Fornaldarsögur, terrorism, and the 2008 financial crisis

Thursday February 27, 2014, at 16.30
Árnagarður 311

Alaric Hall 2
Alaric Hall

This paper arises from a survey of a dozen or so Icelandic novels which respond more or less directly to the 2008 financial crisis. Iceland’s medieval past appears in most of them—predictably, given the prominence of medievalism in the Icelandic national self-image and the widespread image of the banker as an útrásarvíkingur. Sometimes this medievalism is in a fairly traditional nationalistic form, referencing the Íslendingasögur as a touchstone for Icelandic values. But by reaching out to the fornaldarsögur and riddarasögur, genres which were rejected by National-Romantic thinkers, Bjarni Bjarnason’s Mannorð and Bjarni Harðarson’s Sigurðar saga fóts develop creative critiques of Icelandic culture.

More surprisingly, however, the more literary of the novels tend also to allude to the Middle East and Islamic terrorism, particularly Sigurðar saga fóts and Kári Tulinius’s Píslarvottar án hæfileika. These bring traditional Icelandic nationalist medievalism into an intriguing collision with post-9/11 American medievalism, which presents (parts of) the Islamic world as ‘still medieval’: as acting with medieval barbarity and deserving the same treatment in return; and as representing a ‘neo-medieval’ world-order where states do not have full sovereignty, but have to use whatever means they can to exercise power amidst overlapping and competing sovereignties.

The paper will explore how nationalist and Orientalist medievalisms interact in Icelandic financial crisis novels to interrogate or construct Icelandic identity in the wake of the kreppa—and consider what this means for us as medievalists.

Alaric Hall studied at Cambridge, Glasgow and Helsinki and is a lecturer in medieval literature at the University of Leeds. He has researched popular belief, multilingualism, and romances in medieval Scandinavia, and is presently in Iceland to learn the art of ethnography.

Ísland í átökum stórvelda 1400–1600

Miðaldastofa og Alþjóðamálastofnun/Rannsóknasetur um smáríki

Ísland í átökum stórvelda 1400–1600

Þriðjudaginn 25. febrúar 2014 kl. 16:30
Lögbergi 101

Um tveggja alda skeið, á tímabilinu 1400–1600, var Ísland í hringiðu átaka milli nokkurra stórra áhrifaafla á Norður-Atlantshafssvæðinu. Kalmarsambandið, Danakonungar, þýskar verslunarborgir, Hansaveldið og Englendingar áttu í erjum og jafnvel styrjöldum sín á milli vegna hagsmunaárekstra á Íslandi. Hver var staða Íslands á þessu tímabili? Var hér pólitískt tómarúm og verslunarstríð eða naut landið skjóls af hálfu stærri nágranna? Miðaldastofa og Alþjóðamálastofnun/Rannsóknasetur um smáríki efna til málþings um þessar spurningar þriðjudaginn 25. febrúar 2014 kl. 16.30 í stofu 101 í Lögbergi. Helgi Þorláksson, Baldur Þórhallsson og Sverrir Jakobsson flytja þar erindi.

Helgi Þorláksson

Englendingar, völd og verslun á 15. öld

Helgi Þorláksson
Helgi Þorláksson

Því hefur iðulega verið haldið fram að konungsvald hafi verið afar veikt á Íslandi á 15. öld, jafnvel svo veikt að myndast hafi valdatóm um skeið. Það á einmitt að hafa gerst þegar Englendingar færðu sig upp á skaftið sem kaupmenn og buðu landsmönnum vörur á kjörum sem þeir gátu ekki staðist. Enska öldin hóf innreið sína af fullum þunga á bilinu 1430–50. Hvað merkir valdatóm í þessu samhengi? Losnaði Íslandi þá að mestu úr tengslum við dansk-norska konungsvaldið? Réðu Englendingar því sem þeir vildu ráða á Íslandi og voru höfðingjar þeim auðsveipir og þakklátir fyrir vöruflutninga þeirra til landsins?

Helgi Þorláksson er prófessor í sagnfræði við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands. Hann hefur meðal annars rannsakað verslunarsögu og fæðardeilur fyrir 1700.

Baldur Þórhallsson

Alþjóðasamskipti Íslendinga frá 1400 til siðaskipta

Efnahags- og menningarlegt skjól frá Englendingum og Þjóðverjum í pólitísku tómarúmi Danaveldis

Baldur Þórhallsson
Baldur Þórhallsson

Kenningar smáríkjafræða og alþjóðasamskipta gera ráð fyrir að smáríki njóti jafnan skjóls af hálfu stærri eininga í alþjóðakerfinu. Þær kenningar hafa fyrst og fremst miðast við ríkjakerfi nútímans, en hér er tekin upp sú nýbreytni að beita þeim á tímabilið frá 1400 til siðskipta og spyrja hvort Ísland hafi notið skjóls af hálfu nágranna sinna á því tímabili? Helstu niðurstöður eru þær að Ísland hafi notið efnahagslegs og félagslegs skjóls af hálfu Englendinga og Þjóðverja á tímabilinu en að pólitískt skjól hafi verið lítið í reynd, enda Danakonungur ófær um að beita sér að verulegu leyti á Íslandi fyrr en undir siðaskipti.

Baldur Þórhallsson er prófessor í stjórnmálafræði og Jean Monnet Chair í Evrópufræðum við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Rannsóknir hans eru á sviði Evrópufræða og smáríkjafræða og lúta meðal annars að mikilvægi alþjóðasamskipta í sögu Íslands.

Sverrir Jakobsson

Ríkisvald á Íslandi á 15.öld: Stjórnleysi eða stefnufesta?

Sverrir Jakobsson
Sverrir Jakobsson

Nokkrar breytingar urðu á skipulagi og ráðstöfun sýslumannsembætta í Breiðafirði frá og með miðri 15. öld og má tengja þær við stefnu Björns Þorleifssonar sem hirðstjóra og æðsta umboðsmanns konungs á Íslandi. Í þessu erindi er ætlunin að greina stefnu Björns í samhengi við stöðu konungsvalds á Íslandi og rótgrónar hugmyndir um að fyrri hluti 15. aldar hafi einkennst af stjórnleysi eða „alveldi Englendinga“.

Sverrir Jakobsson er lektor í miðaldasögu við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands. Hann hefur m.a. rannsakað heimsmynd og íslenskt þjóðerni, friðarviðleitni kirkjunnar og valdamiðstöðvar, m.a. í Breiðafirði.

—o—

Cloisters and Culture in Iceland and the North 
in the Middle Ages

Haki Antonsson

The Monastery of Þingeyrar and Early Saga Writing

Thursday February 20, 2014, 16.30
Árnagarður 311

Haki Antonsson
Haki Antonsson

The proposed paper will examine the earliest writings associated with the Benedictine monastery of Þingeyrar. There, around the turn of the twelfth century, the monks Gunnlaugur Leifsson and Oddur Snorrason composed sagas about King Ólafur Tryggvason and various hagiographic writings in honour of the first Icelandic saints, Bishops Þorlákur Þórhallsson and Jón Ögmundarson, while the abbot of Þingeyrar Þingeyrar, Karl Jónsson, wrote a biography of King Sverrir Sigurðsson of Norway. But arguably the most peculiar of the texts attributed to Þingeyrar monks is the so-called Yngvars saga víðförla that recounts two expeditions to the East spear­headed by Swedish Vikings, Yngvar and his son Sveinn. It will be argued that a key theme in this uncategorizable work, which can with some degree of certainty be attributed to Oddur Snorrason, is the problem of salvation and the role of penance, as well as heartfelt contrition in attaining this goal. A similar theme is noticeably present in what survives of the sagas that Oddr Snorrason and Gunnlaugur Leifsson wrote about King Ólafur Tryggvason. Further, it will be argued that this theme, which is central to some of the earliest surviving sagas, relates to broader social and political developments in Iceland around the year 1200.

Haki Antonsson is a historian and senior lecturer in medieval scandinavian studies at University College London. His research focuses on the history and literature of Scandinavia in the 12th and 13th centuries.

Strengleikar

Jesse Byock

An Update on the Findings of the Mosfell Archaeological Project

Thursday February 13, 2014, at 16.30
Árnagarður 311

Jesse Byock
Jesse Byock

This talk discusses the findings of the Mosfell Archaeological Project (MAP). It focuses on the excavations at Hrísbrú, the farm of the Mosfell Chieftains in Mosfellsdalur. The finds provide a wealth of new information about life in landnám and Viking Age Iceland, including the presence of a mixed pagan and Christian community. The assemblage of newly discovered and well-preserved sites, all within a single valley, is providing a nuanced picture of a dynamic political, religious, and economic landscape. For background information on MAP see http://www.viking.ucla.edu/mosfell_project/

Jesse Byock is Professor at UCLA’s Cotsen Institute of Archaeology and Professor in UCLA’s Scandinavian Section. He is Director of the Mosfell Archaeological Project and affiliate professor in the Department of History and the Viking and Medieval Norse Studies Program at Háskóli Íslands.