Monthly Archives: March 2014

Cloisters and Culture in Iceland and the North 
in the Middle Ages

Gunnar Harðarson

Viktorsklaustrið í París og norrænar miðaldir

Fimmtudaginn 3. apríl 2014 kl. 16.30
Árnagarði 301

gunnar_agust_hardarson618596282_90x120
Gunnar Harðarson

Klaustur heilags Viktors, sem var staðsett rétt utan borgarmúra Parísar, var á 12. öld eitt helsta lærdómssetur síns tíma. Það var stofnað í kjölfar þess að Vilhjálmur af Champeaux, kennari við dómkirkjuskólann í París, beið lægri hlut í rökræðum við heimspekinginn Abélard um eðli almennra hugtaka og dró sig í hlé í gamla klaustursellu. Vilhjálmur var þó ekki lengi í gömlu sellunni, heldur gerðist biskup í Chalons, en klaustrið sem hann stofnaði varð á skömmum tíma víðfrægt fyrir góða lærimeistara og þangað sóttu síðar menn á borð við Pétur Comestor sem skrifaði Historia Scholastica sem var vel þekkt á Íslandi og Pétur Langbarða sem samdi Sentensíubók þá sem lengi vel var lögð til grundvallar guðfræðikennslu í háskólum 13. og 14. aldar. Viktorsklaustrið var kanúkaklaustur og sameinaði lifnaðarhætti klausturbræðra og lærdómsiðkun og laut sérstakri reglu sem Gilduin, fyrsti ábóti þess, samdi. Klaustrið vék sem helsta miðstöð lærdómsiðkunar eftir því sem háskólinn í París efldist en starfaði óslitið fram að frönsku byltingunni. Á miðöldum höfðu bæði Íslendingar og Norðmenn nokkur tengsl við klaustrið: Eiríkur og Þórir erkibiskupar voru reglubræður í klaustrinu og hugsanlegt er að Þorlákur helgi hafi dvalist þar, auk þess sem Helgafellsklaustur er sagt lúta Viktorsreglu á síðmiðöldum. Hvert var aðdráttarafl Viktorsklaustursins, hver er saga þess á 12. öld og hverjir voru helstu meistarar sem kenndu þar? Hvernig var tengslum Norðmanna og Íslendinga við klaustrið háttað og hvaða heimildir eru til um þau tengsl? Í fyrirlestrinum verður reynt að ræða þessar spurningar með það fyrir augum að gera sér heildarmynd af sambandi klaustursins við Noreg og Ísland.

Gunnar Harðarson er prófessor við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands. Rannsóknir hans lúta einkum að íslenskri heimspekisögu, listheimspeki og miðaldafræðum.

Old Norse Editorial Philology

Thursday March 27, 2014, at 16.30
Árnagarður 311

Scholars in the field of Old Norse studies rely on accurate editions of medieval texts. Even if the editing of pre-modern texts is based on a long-standing philological tradition, it continues to present us with new challenges. The field has also been revolutionized in the last few years with the rapid development of digital media. The Centre for Medieval Studies is pleased to present two of the leading scholars in the field of Old Norse editorial philology, Odd Einar Haugen of the University of Bergen and Alex Speed Kjeldsen of Copenhagen University, who will be discussing different aspects of Old Norse editorial philology.

Odd Einar Haugen

Documentary and Eclectic Editions

A case study of Konungs skuggsjá

Odd Einar Haugen
Odd Einar Haugen

Konungs skuggsjá is arguably the most important work conceived and written in Norway in the Middle Ages. It has been preserved in a large number of manuscripts, the earliest being Norwegian while the younger manuscripts are Icelandic. In spite of this, not one of the 15 manuscripts is complete. The primary manuscript is the Norwegian AM 243 b a fol (ca. 1275), which once contained 86 leaves, but now has 68 leaves extant. In other words, it is 80% complete, but even so is regarded as the obvious Leithandschrift for any edition of the text. Since there are many other manuscripts of the work, it is possible to piece together a complete text, as has been done in the eclectic edition by Keyser, Munch and Unger (1848). They present the whole work in the orthography of the main Norwegian manuscript throughout the whole text, even when the text is based on younger Icelandic manuscripts. The approach of Ludvig Holm-Olsen in his 1945 documentary edition is the opposite one: he records the text of the main manuscript as far as it goes, and supplies the rest of the text from various Icelandic manuscripts, especially the 16th century AM 243 e fol. As a consequence, the orthography switches from Norwegian 13th century to Icelandic 16th century language, often in the middle of a sentence. This talk will discuss the problems of editing texts with a considerable degree of fragmentation: should the edition be eclectic or documentary?

Odd Einar Haugen is professor of Old Norse Philology at the University of Bergen. He has published in a number of areas, including textual criticism, editorial philology and text encoding. He has also published an Old Norse grammar and edited Handbok i norrøn filologi (2nd ed. 2013).

Alex Speed Kjeldsen

The Dynamic Aspects of Electronic Editions

A presentation of a forthcoming edition of the oldest original Icelandic charters

Alex Speed Kjeldsen
Alex Speed Kjeldsen

One of the most interesting characteristics of the electronic edition is its dynamic aspect. This is apparent in both the edition as such and in the way we—as editors and philologists—work with the text prior to publication. In my talk I will focus on how the editor as well as the end user can benefit from this. The point of departure will be my own work on a forthcoming edition of the oldest Icelandic charters (c1300–1450). I will include a practical demonstration of a prototype of this edition which will include multiple levels of transcription (with linguistically annotated text) combined with tagged digital images, advanced search interfaces, KWIC concordances and linking to external resources, e.g. dictionaries and digital maps. I will try to show how the combination of such features can make the edition more interesting to a larger target audience.

Alex Speed Kjeldsen holds a postdoctoral position at The Arnamagnæan Institute (Copenhagen University). He has edited Old Icelandic texts and published within the field of palaeography and language history. He is working on an electronic edition of the oldest Icelandic charters along with an investigation of their language and writing.

—o—

Cloisters and Culture in Iceland and the North 
in the Middle Ages

Guðbjörg Kristjánsdóttir

Bókagerð í klaustri: Samstarf teiknara og skrifara

Fimmtudaginn 20. mars 2014 kl. 16.30
Árnagarði 311

Guðbjörg Kristjánsdóttir
Guðbjörg Kristjánsdóttir

Í Stjórnarhandritinu AM 227 fol. frá miðri fjórtándu öld eru íslenskar þýðingar nokkurra bóka Gamla testamentisins. Handritið er fagurlega lýst. Átta síður eru skreyttar sögu­stöfum og spássíumyndum og efni þeirra er jafnan tengt textanum að einhverju marki. Auk stóru sögustafanna eru flestar síður handritsins skreyttar smærri upphafsstöfum við kaflaskipti. Á þeim má greina hand­bragð þriggja teiknara. Á Stjórnarhandritinu eru tvær skrifarahendur, A og B. A-höndin er þekkt í tólf handritum og handritahlutum og greinilegt að þessi handrit hafa orðið til fyrir samstarf allmargra manna. Verka­skipting af því tagi sem sjá má í handritum með A-hendi Stjórnar bendir til að þau séu upprunnin á ritstofu þar sem bókagerð var umtalsverð. Það sem vitað er um feril með A-hendi Stjórnar bendir til norðlensks uppruna og sterkar líkur benda til að handritið hafi verið skrifað í Þingeyraklaustri. Í fyrirlestrinum verður fjallað um skreytta upphafsstafi í handritum með A-hendi Stjórnar, stafgerð og handbragð einstakra teiknara í því skyni að varpa ljósi á bókagerð á ákveðnu svæði.

Guðbjörg Kristjánsdóttir er listfræðingur frá Sorbonne-háskóla í París. Hún hefur rannsakað bæði íslenska myndlist á 20. öld og íslenska miðaldalist en þar ber hæst rannsóknir hennar á Íslensku teiknibókinni, handriti frá 1350-1500 með myndefni sem listamenn miðalda nýttu sér við myndskreytingar handrita, og hlaut Guðbjörg íslensku bókmenntaverðlaunin 2014 fyrir bók sína um Íslensku teiknibókina. Guðbjörg hefur verið forstöðumaður Gerðarsafns frá stofnun safnsins 1994.