Monthly Archives: October 2014

The Settlement of Iceland

03 Landnám Kristjan og Nikola.003
—o—

Kristján Árnason

The Language in the Settlement

Thursday November 6, 2014, at 16.30
Oddi 101

Kristjan Arnason
Kristján Árnason

This talk will address questions concerning the language of the people who settled Iceland and the roots of Icelandic language culture from a sociolinguistic perspective. Which language(s) or dialects were spoken in Iceland in the first decades following the settlement?

Icelandic is a Norwegian immigrant language and the common opinion is that it arose as a mixture of the different varieties of Norwegian spoken by settlers from different areas in Norway. Moreover, the view is frequently expressed that in the settlement era Iceland was a multicultural society with a substantial Irish population and this gave rise to a flourishing literary production.

Yet there are no signs of linguistic pidginization which frequently takes place where different languages and cultures come in contact. At the beginning of the literary era there are no indications of any debate about which linguistic variety should be employed for committing the laws for writing or the saga literature or for translations of Latin texts.

The creation of a written norm is inherently a complicated process where different norms tend to compete (as, for instance, in the history of English and German in the late Middle Ages or Norwegian in the 19th and 20th centuries). Such competition of different norms appears not to have taken place in Iceland or Norway at the beginning of the literary period in the 12th century. The stability of the Norse written language, in particular the Icelandic one, in the late Middle Ages does not suggest a linguistic “chaos” of any sort; on the contrary, it indicates that there was a relatively clear linguistic norm right from the beginning. The oral transmission of poetry and the law undoubtedly contributed to this stability. In the late Middle Ages, this Norse language, later referred to as Icelandic, was the language of the Norwegian kingdom and its colonies.

Kristján Árnason is a professor of Icelandic linguistics at the University of Iceland. In his research, Kristján has worked on the phonology of Icelandic and Faroese from a historical and sociolinguistic perspective. He has also done research on metrics and poetics of Old Icelandic as well as language planning and language cultivation.

— o —

Nikola Trbojević

Investigating the Icelandic Landnám deforestation through agent-based modelling

Fimmtudaginn 6. nóvember 2014 kl. 16.30
Odda 101

Nikola Trbojevic 01
Nikola Trbojević

The process of settlement in Iceland in the late 9th and early 10th centuries was followed by an enormous rate of deforestation caused by the needs of the settler population for new arable land, pastures, fuel and building material. The clearance of woodlands, frequently unavoidable, resulted in significant and long-term consequences for the island’s fragile environment. Various research results have confirmed the drastic loss of woodlands and serious degradation of the environment in the period shortly after the settlement, and it is well known that lowlands in some parts of the country were completely deforested already by AD 920. More than a century of academic studies on the subject so far has produced a variety of descriptions of this environmental impact. However, the existing research has failed to offer a detailed account of the deforestation process in terms of its quantification, timing, complexity and dynamics.

The use of agent-based simulation models can amend this unfortunate situation and can improve our understanding of how and why the deforestation started, what the rate, timing and spatial distribution of the deforestation was, but also how the needs and concerns of individual settlers overlapped and affected the state of the forests during this period.

This paper dissertates the structure and outcomes of the series of spatially explicit agent-based models of the Icelandic Landnám deforestation and offers a closer description of what is today recognized as one of the most significant changes that the natural environment of Iceland underwent during the Holocene.

Nikola Trbojević is an archaeologist and a PhD student at the University of Iceland. He is currently completing a project which investigates, by means of spatially-explicit agent-based modelling, the Icelandic Landnám deforestation. His main research interests are human-environment interactions of the past, agent-based modelling and system dynamics.

Strengleikar

Steinunn J. Kristjánsdóttir

Leitin að klaustrunum

Fyrstu niðurstöður rannsókna

Fimmtudaginn 30. október 2014 kl. 16.30
Odda 101

Steinunn J. Kristjánsdóttir
Steinunn J. Kristjánsdóttir

Leitin að klaustrunum fjórtán sem rekin voru á Íslandi á miðöldum hefur nú staðið yfir í hálft annað ár. Leitað er í skjölum, örnefnum og munnmælum en einnig í efnislegum leifum þeirra úti á vettvangi. Farið var í vettvangsferðir á fimm klausturstaði á nýliðnu sumri og gagna aflað með jarðsjármælingum og töku könnunarskurða eftir yfirferð heimilda, korta og ljósmynda. Í fyrirlestrinum verður greint frá helstu áherslum í leitinni, vandamálum sem upp hafa komið og fyrstu niðurstöðum úr henni.

Steinunn J. Kristjánsdóttir lauk doktorsprófi í fornleifafræði árið 2004 og gegnir nú starfi prófessors við Háskóla Íslands og Þjóðminjasafn. Steinunn hefur lagt stund á rannsóknir á klaustrum og klausturhaldi og stjórnaði um árabil uppgrefti á Skriðuklaustri í Fljótsdal. Sem stendur vinnur hún að rannsókn á klausturhaldi almennt á Íslandi á miðöldum.

Strengleikar

Jonas Wellendorf

No Need for Mead

Bjarni Kolbeinsson’s Jómsvíkingadrápa and the Skaldic Tradition

Þriðjudaginn 28. október 2014 kl. 16.30
Árnagarði 422

Jonas Wellendorf
Jonas Wellendorf

At the turn of the thirteenth century, the position of the traditional art form of the skalds was becoming increasingly precarious at the Scandinavian courts. Skalds faced competition from, one the one hand, jugglers and jesters, and, on the other, the written word. One skaldic response to these challenges was to attempt to increase the prestige of their craft through academization. Formal skaldic poetry became an art form cultivated by men who had received schooling and clerical ordination. At the same time, skalds turned their attention from the praise of kings of the present or the near past towards subjects of the more distant past in the new genre of the sagnakvæði, ‘historical poems’, as well as to religious themes.
Jómsvíkingadrápa by the Orcadian bishop and poet Bjarni Kolbeinsson is a prime example of these new developments. In ‘No need for Mead’ it will be argued that Bjarni, in composing about the traditional matter of the Jómsvíkings, brushed aside the Odinic mead hailed by former skalds and preferred to apply techniques of poetic composition that he had learned through the formal study of Latin poetry. His tongue-in-cheek rejection of the entire skaldic tradition and his a sensibility for love poetry enabled him to compose a poem that not only rejected the past but also (as we can see from our vantage point) pointed towards the future.

Jonas Wellendorf is assistant professor of Old Norse studies at the University of California, Berkeley. He takes a particular interest in the Latin/vernacular interface, learned literature (broadly defined), mythography, skaldic poetry of the Old Norse renaissance around 1200, and treatises on grammar and poetics. He received his PhD from the University of Bergen, Norway, in 2007.

The Settlement of Iceland

03 Landnám Audur og Emily
 
 

—o—

Auður Ingvarsdóttir

Forn fræði og ættartölur: sönn tíðindi eða goðsögur?

Heimildargildi Landnámabókar

Fimmtudaginn 23. október 2014 kl. 16.30

Odda 101

Audur Ingvarsdottir
Auður Ingvarsdóttir

Margir nútímamenn hafna Landnámu sem heimild um atburði fortíðar og raunverulega landnámstíð en telja að hún geti aðeins nýst sem heimild um ritunartímann og samfélagslega háttu samtímamanna ritarans. Sögulegar frásagnir Landnámu hafa þannig jafnvel verið afskrifaðar sem „goðsögur og uppspuni“. Aðrir taka ekki eins djúpt í árinni og telja Landnámu geti nýst sem heimild um forna atburðasögu. Jón Jóhannesson telur t.d. að Landnámabók sé „aðalheimildin um byggingu Íslands“. Ekki voru allar frásagnir Landnámu þó jafn merkilegar því að hægt væri að skipta textanum í frumtexta og síðari viðbætur og innskot. En að hans mati var nauðsynlegt fyrir hvern þann sem vildi nota Landnámabók sem sögulega heimild „að kappkosta að komast svo nálægt frumtextanum sem unnt er“. Hvernig er hægt að komast að frumtextanum? Hvaða fílólógísk mælitæki eru möguleg til þess að grafa upp frumtextann? Jón Jóhannesson var áhrifamikill fræðimaður og skoðun hans endurómar í ritum síðari tíma fræðimanna. Jakob Benediktsson, sem var einn helsti Landnámufræðingur um langt árabil, segir t.d. að „allri varúð verði að beita við heimildargildi hennar, þó einkum í þeim köflum sem sannanlegt er eða líklegt að breytt hafi verið verulega í yngri gerðunum“. Hér liggur að baki ákveðinn skilningur á tilurð Landnámu og þróun og á því hvers konar rit hún hafi verið í upphafi. Var Landnáma upphaflega hugsuð sem fjölbreytilegt sagnarit um landnámsmenn og afkomendur og fyrstu byggð í landinu eða var hér um að ræða nytsama skrá höfðingjum landsins til hagræðis?

Auður Ingvarsdóttir er sjálfstætt starfandi sagnfræðingur við Reykjavíkurakademíuna. Rannsóknir hennar lúta einkum að Landnámu.

— o —

Emily Lethbridge

Landnám in the Íslendingasögur

Some Digital Mapping Perspectives

Fimmtudaginn 23. október 2014 kl. 16.30

Odda 101

emily_lethbridge
Emily Lethbridge

In this lecture I propose to introduce and then put to use the digital resource I have been developing (the Icelandic Saga Map) to explore certain motifs and narrative structures associated with the claiming and naming of land as represented in the Íslendingasögur.

Unsurprisingly, the opening chapters of sagas (or those describing the arrival of new settlers in Iceland) often have dense clusters of explanatory place-name anecdotes, e.g. „Fundu þeir þar andir margar og kölluðu Andakíl en Andakílsá er þar féll til sjávar“ (Egils saga, ch. 28). But why is it that some sagas — Egils saga, Harðar saga, and Laxdæla saga to name three examples — have such a high proportion of these place-name anecdotes whilst other sagas make use of this device much less frequently? In my paper, I will analyse the distribution of places around Iceland whose names are given specific narrative explanations in the opening chapters of many sagas. I will use the Icelandic Saga Map to identify variation from one saga to another, and to visually represent the extent to which discernible regional variation exists. Observations made by Þórhallur Vilmundarson (e.g. 1991) regarding the relationship between place-names and the origins of the sagas will be re-evaluated in light of the new perspectives offered by this spatial visualisation of place-name/anecdote trends or patterns in the sagas.

Finally, I will reflect on some of the advantages of developing and using digital resources such as the Icelandic Saga Map in conjunction with more traditional methods of edition/manuscript-based scholarly analysis of the Íslendingasögur.

Emily Lethbridge er nýdoktor við Miðaldastofu Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar lúta einkum að varðveislu Íslendingasagna, bæði í handritum og í landslagi í gegnum landslag og örnefni. Jafnframt hefur Emily verið stundakennari við Háskóla Íslands.

Strengleikar

 

Þórgunnur Snædal

Þúsund ár á 35 mínútum

Um sögu og þróun rúnaletursins á Íslandi 900–1900

Fimmtudaginn 16. október 2014 kl. 16.30

Árnagarði 201

Þórgunnur Snædal
Þórgunnur Snædal

Fyrirlesturinn fjallar um 1000 ára sögu rúnaletursins á Íslandi. Enginn vafi leikur á um að rúnir voru í notkun frá upphafi landnáms, enda sennilega í daglegri notkun í Noregi á þessum tíma. Í Noregi lagðist rúnanotkun að mestu af á 16. öld en hér á landi héldu menn áfram að nota rúnir eða afbrigði af rúnaletrinu langt fram á 19. öld og safna og skrifa upp ýmsan fróðleik um rúnir. Í þessu 1000 ára ferli þróaðist og breyttist rúnaletrið að sjálfsögðu og einnig hvenær og hvernig þær voru ristar eða höggnar, á kefli, stein, málm og annað. Á fyrstu öldum Íslandsbyggðar er algengast að finna rúnaristur á gripum, en um 1300 er farið að höggva rúnir á legsteina, líklega að norskri fyrirmynd. Elstu þekktu skrif um rúnir hér á landi eru frá því um 1500, en þegar líða tekur á aldirnar verða þau stöðugt algengari, yfir 100 handrit þess efnis, þau yngstu frá því um 1900, eru varðveitt í handritadeild Landsbókasafns og víðar. Þegar kemur fram á 16. öld verða ristur á gripum algengari og tölvert safn af lárum, trafakeflum, prjónastokkum, að ógleymdum Grundarstólnum frá 1551, er varðveitt í Þjóðminjasafni og víðar.

Þórgunnur Snædal nam norræn fræði við Stokkhólmsháskóla og lauk doktorsprófi 2002 frá Uppsalaháskóla. Þórgunnur starfaði í nærri 37 ár við Riksantikvarieämbetet í Svíþjóð þar sem hún hafði umsjón með hinum fjölmörgu sænsku rúnaristum. Í mörg ár hefur hún rannsakað notkun rúna á Íslandi og birt greinar um þær, m.a. í Árbók Hins íslenzka fornleifafélags.

The Settlement of Iceland

02 Landnám Helgi og Orri.003

— o —

Helgi Þorláksson

Fimmtíu ár forgefins?

Daufar undirtektir við fræðilegri gagnrýni á heimildargildi Landnámu

Fimmtudaginn 9. október 2014 kl. 16.30
Odda 101

Helgi Þorláksson
Helgi Þorláksson

Nokkru fyrir og um 1970 settu allmargir fræðimenn fram gagnrýni á heimildargildi Landnámu. Í röðum sagnfræðinga sem fást við miðaldir telst þessi gagnrýni fullgild og þeir nota Landnámu almennt ekki sem heimild um persónur og atburði á landnámstíma. En utan hóps sagnfræðinga, og nokkurra fræðimanna í skyldum greinum, ber ekki mikið á slíkri tortryggni og Landnámu er sums staðar hampað sem einstakri heimild um landnámið og landnámsmenn. Fjallað verður um mismunandi hugmyndir af þessu tagi, ljósi varpað á gagnrýnina og hún metin. Settar verða fram ábendingar um sinnuleysi víða í ritum og á sýningum við gagnrýninni og hugleiðingar um það hvernig á þessum dauflegu undirtektum kunni að standa.

Helgi Þorláksson er prófessor í sagnfræði við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands.

— o —

Orri Vésteinsson

Hvers vegna var Ísland numið í lok 9. aldar?

Fimmtudaginn 9. október 2014 kl. 16.30
Odda 101

Orri Vesteinsson 2010
Orri Vésteinsson

Í erindinu verður gefið yfirlit yfir afrakstur fornleifarannsókna um landnám Íslands síðastliðinn aldarfjórðung. Augum verður einkum beint að þróun hugmynda um gang landnámsins og skipulag byggðarinnar í öndverðu. Nýlegar rannsóknir á Norðurlandi gefa tilefni til ályktana um hvers konar hagsmunir lágu að baki skipulagningu byggðarinnar og á grundvelli þeirra má setja fram tilgátur um ástæðurnar fyrir landnámi Íslands.

Orri Vésteinsson er prófessor í fornleifafræði við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands. Rannsóknir hans lúta einkum að landnámi Íslands og samfélagsþróun við Norður-Atlantshaf á miðöldum.

— o —