Monthly Archives: October 2015

Strengleikar

Anders Winroth

Canon Law in Iceland and in Europe

Tuesday November 3, 2015, at 16.30
Oddi 101

Anders Winroth
Anders Winroth

The medieval church regulated its internal affairs through canon law, which also claimed jurisdiction over many matters that today are thought of as thoroughly secular, such as sexual mores, marriages, and the law of war. The same rules were applied all over western Europe, including Iceland. The two episcopal sees in Skálholt and Hólar owned many canon law books, and I will argue that they possessed the essential works that were needed for the operation of the courts that over which each bishop presided. Other preserved sources allow us to observe at least snapshots of the practice of canon law in those courts, and I will compare that practice to how courts ran on the European continent. I will argue that the practice of Icelandic courts, insofar as we are able to reconstruct it, very well fits the European context.

The lecture will be delivered in English.

Anders Winroth is a Professor of History at Yale University. After studies in Stockholm, Anders Winroth earned his PhD at Columbia University, New York, in 1996. He is the Forst Family Professor of History at Yale University since 1998 and was a John D. and Catherine T. MacArthur Fellow, 2004-2008. He is secretary of the Institute of Medieval Canon Law. His current research concerns medieval law and the history of the Vikings.

The Age of the Sturlungs

03 Sturlunga Helgi og Jan.004

Helgi Þorláksson

Friður, völd og vandræði

Fimmtudaginn 29. október 2015 kl. 16.30
Öskju 132

Helgi Þorláksson
Helgi Þorláksson

Fyrirlesari fer yfir kenningar og tilgátur sem settar hafa verið fram um valdasamþjöppun á þjóðveldistíma, hvenær hún muni hafa byrjað og náð hámarki. Hann fer líka orðum um ástæður sem dregnar hafa verið fram fyrir þessari þróun og til hvers hún leiddi að mati fræðimanna. Meginatriðið er að kynna eigin kenningu um þetta en hún snýst um að ósk eftir friði og hugmynd um að „sterkir menn“ gætu tryggt hann hafi átt hljómgrunn í kringum 1200. Dæmi um þetta verða rakin og grafist fyrir um ástæður, ekki síst áhrif kirkjunnar og vandræði sem tengdust fæðardeilum. Loks verður fjallað um það af hverju valdasamþjöppun leiddi ekki til aukins friðar heldur þvert á móti.

Helgi Þorláksson er prófessor emeritus í sagnfræði við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands.

—o—

Jan Alexander van Nahl

Mun engi maðr öðrum þyrma

Thoughts on Universality and Contingency in Heimskringla

Fimmtudaginn 29. október 2015 kl. 16.30
Öskju 132

Jan Alexander van Nahl
Jan Alexander van Nahl

One of the most significant concepts in Gylfaginning and Ynglinga saga is the idea of a kraptr fylgjandi, distinguishing successful rulers in a mythical era. In the context of the intensive use of kraptr in Old Norse theological treatises, mostly serving as a translation of Latin virtus, the depiction of these early rulers can be read as contributing to a Christian theology of history. This idea of a divine predetermination allows for the establishment of a meaningful history of mankind, but also restrains people from questioning the world order.

In Heimskringla, this order is closely linked to kingship, and the numerous genealogies are a hint towards the idea of a continuity of history, too. However, quite often, this royal descent is displayed both as stirring heavy quarrel among relatives and confederates and as being affected by mere coincidence. In these cases, the idea of a meaningful continuity of history competes against more rational explanations of historical development, centring on disruption. In other words: history is experienced as contingent, and its alleged unity and universal meaning thus have to prove itself over and over again.

Given Heimskringla’s composition during Sturlungaöld, this fundamental questioning of traditional orders can be interpreted as a new stage in Northern historiography, arising from and contributing to societal and political agitation in 13th-century Iceland. The close reading of important passages in Heimskringla sheds further light on this thesis which contributes to a new understanding of possible intentions behind the Kings’ sagas.

The lecture will be delivered in English.

Jan Alexander van Nahl studied in Bonn and Uppsala, and holds a Dr. phil. from the university of Munich. He is currently a postdoctoral fellow at the University of Iceland and the Árni Magnússon Institute for Icelandic Studies. Jan has published on Old Norse literature, History of Science, Theology, Modern Literature, and the Digital Humanities.

The Age of the Sturlungs

02 Sturlunga Sverrir og Gunnar takatvoe.003.003

Sverrir Jakobsson

Gissur, Hrafn og Brandur

Konungstaka Íslendinga 1262–1264

Þriðjudaginn 27. október 2015 kl. 16.30
Háskólatorgi HT-102
**Athugið nýjan tíma og nýjan stað**

Sverrir Jakobsson
Sverrir Jakobsson

Þrír Íslendingar voru í lykilhlutverki þegar Íslendingar gengust undir vald Noregskonunga á árunum 1262–1264. Einn var Gissur Þorvaldsson sem fékk bændur í þeim landshlutum sem þegar höfðu gengist undir vald konungs, á Norðurlandi og í Árnesþingi, til þess að fallast á að greiða honum skatt. Það gerði Gissur þó ekki fyrr en honum var orðið það ljóst að konungur myndi styðja aðra höfðingja gegn honum ef hann efndi ekki það sem konungur taldi hann hafa heitið sér. Annar var Hrafn Oddsson sem gerðist konungsfulltrúi árið 1261 án mikils aðdraganda. Ekki einungis var stuðningur konungs við Hrafn til þess að þrýsta á Gissur heldur réð Hrafn úrslitum um það að bændur í Vestfirðingafjórðungi játuðust undir konung. Þriðji maðurinn var Brandur Jónsson biskup sem fékk frændur sína á Austfjörðum til að játast undir konungsvald árin 1263–1264. Í þessu erindi verður hlutur hvers og eins veginn og metinn.

Sverrir Jakobsson er prófessor í miðaldasögu við Háskóla Íslands. Hann hefur m.a. rannsakað heimsmynd og íslenskt þjóðerni, friðarviðleitni kirkjunnar og valdamiðstöðvar, m.a. í Breiðafirði.

—o—

Gunnar Karlsson

Átti Noregskonungur sök á Sturlungaöld?

Þriðjudaginn 27. október 2015 kl. 16.30
Háskólatorgi HT-102
**Athugið nýjan tíma og nýjan stað**

Gunnar Karlsson
Gunnar Karlsson

Fram yfir miðja 20. öld héldu fræðimenn að afstaðan til Noregskonungs hefði verið meiri háttar ágreiningsefni meðal Íslendinga 13. aldar og vilji konungs til að auka Íslandi við ríki sitt hefði átt stóran þátt í ófriði Sturlungaaldar. Gegn þessu réðst Sigurðar Líndal árið 1964 í eftirminnilegri grein um utanríkisstefnu Íslendinga á 13. öld. Aðalatriði Sigurðar var að hugmyndin um fullveldi ríkja hefði verið lítt eða ekki kunn á þessum tíma og því ástæðulaust að ætla að Íslendingar hefðu litið á sjálfstæði þjóðarinnar sem keppikefli. Síðan hefur ríkt sterk tilhneiging meðal sagnfræðinga Vesturlanda til að gera sem minnst úr pólitískri þjóðernishyggju á fyrri öldum. Sú tilhneiging hefur náð vel til Íslands, en þetta mál hefur verið lítið rætt og ógert er að kanna skipulega hvaða vitnisburðir eru í heimildum um andúð Íslendinga á að gerast og vera þegnar Noregskonungs og hvað er réttast að lesa úr þeim.

Fyrirlesturinn verður ágripskennd aðför að þessu efni og niðurstaðan væntanlega sú að víst hafi Íslendingar verið tregir að gangast undir konungsvald; það tók Noregskonung meira en 40 ár að fá þá til að taka við sér sem þjóðhöfðingja. En af hverju stafaði tregða Íslendinga? Sjálfstæðisvilja þjóðarinnar? Nísku á skattgreiðslu til konungs? Vantrú á að konungsveldi væri betra stjórnarform en íslenska goða- og smáhöfðingjaveldið? Við þetta verður glímt í fyrirlestrinum og í framhaldi af því leitast við að svara því hvort ásælni konungs hafi átt þátt í að magna ófrið Sturlungaaldar — eða hefta hann og stöðva.

Gunnar Karlsson, prófessor emeritus, er upphaflega íslenskufræðingur með Íslandssögu sem kjörsvið. Hann var lektor í sagnfræði við Háskóla Íslands 1976–80 og prófessor í sömu grein til starfsloka 2009. Hann hefur skrifað margt um Íslandssögu, meðal annars íslenska miðaldasögu, og vinnur nú að bók um landnám Íslands.

—o—

Strengleikar

Lísabet Guðmundsdóttir

Lækjargata hin eldri

Leifar af skála frá 10. eða 11. öld

Fimmtudaginn 22. október 2015 kl. 16.30
Öskju 132

Lísabet Guðmundsdóttir
Lísabet Guðmundsdóttir

Síðastliðið vor hófst fornleifauppgröftur á lóð Lækjargötu 10–12 vegna fyrirhugaðra framkvæmda. Í fyrirlestrinum verður fjallað um fornleifarannsóknina í sumar og helstu niðurstöður kynntar. Þess ber þó að geta að úrvinnsla er skammt á veg komin.

Lóðin ásamt svæðinu í kring var áður hluti af Austurvelli sem var tún Víkurbænda. Austurvöllur var lengi votlendur og því óhentugur til bygginga. Þar var þó Dómkirkjunni valinn staður árið 1787. Suðaustan við Dómkirkjuna reisti Einar Valdason tómthúsmaður torfbæinn Kirkjuból sem síðar var nefnur Lækjarkot. Lækjarkot var rifið árið 1887 og var þá byggt timburhús á lóðinni, Lækjargata 10a. Við fornleifarannsókn komu báðar þessar byggingar í ljós en minjarnar höfðu raskast verulega við ýmiss konar framkvæmdir í gegnum tíðina. Undir 18. og 19. aldar minjunum voru ummerki um eldra mannvirki. Varðveitt lengd mannvirkisins var 22 m en skorið hefur verið á bygginguna að sunnan- og norðanverðu. Breidd var um 4–5 m að innanmáli. Torfveggir voru strenghlaðnir og var landnámsgjóska í strengjum. Í norðurenda var mikill langeldur, 5,2 m á lengd. Í mannvirkinu voru að minnsta kosti fjögur rými og hefur mismunandi starfsemi átt sér stað í hverju rými fyrir sig. Starfsemin hefur svo tekið breytingum í gegnum tíð og tíma og byggingin þá löguð að því. Talsvert af gripum fannst við rannsóknina og má þá helst nefna snældusnúða, sörvistölur, brýni og ýmsa járngripi. Út frá gripasamsetningu og afstöðu gjóskulaga er talið að byggingin sé frá 10. eða 11. öld.

Lísabet Guðmundsdóttir er með MA-gráðu í fornleifafræði frá Háskóla Íslands. Hún starfar sem fornleifafræðingur hjá Fornleifastofnun Íslands. Hennar meginrannsóknarsvið er viðargreining og viðarnýting til forna.

The Age of the Sturlungs

02 Sturlunga Sverrir og Gunnar.006

 

Sverrir Jakobsson

Gissur, Hrafn og Brandur

Konungstaka Íslendinga 1262–1264

Fimmtudaginn 15. október 2015 kl. 16.30
Öskju 132

Sverrir Jakobsson
Sverrir Jakobsson

Þrír Íslendingar voru í lykilhlutverki þegar Íslendingar gengust undir vald Noregskonunga á árunum 1262–1264. Einn var Gissur Þorvaldsson sem fékk bændur í þeim landshlutum sem þegar höfðu gengist undir vald konungs, á Norðurlandi og í Árnesþingi, til þess að fallast á að greiða honum skatt. Það gerði Gissur þó ekki fyrr en honum var orðið það ljóst að konungur myndi styðja aðra höfðingja gegn honum ef hann efndi ekki það sem konungur taldi hann hafa heitið sér. Annar var Hrafn Oddsson sem gerðist konungsfulltrúi árið 1261 án mikils aðdraganda. Ekki einungis var stuðningur konungs við Hrafn til þess að þrýsta á Gissur heldur réð Hrafn úrslitum um það að bændur í Vestfirðingafjórðungi játuðust undir konung. Þriðji maðurinn var Brandur Jónsson biskup sem fékk frændur sína á Austfjörðum til að játast undir konungsvald árin 1263–1264. Í þessu erindi verður hlutur hvers og eins veginn og metinn.

Sverrir Jakobsson er prófessor í miðaldasögu við Háskóla Íslands. Hann hefur m.a. rannsakað heimsmynd og íslenskt þjóðerni, friðarviðleitni kirkjunnar og valdamiðstöðvar, m.a. í Breiðafirði.

—o—

Gunnar Karlsson

Átti Noregskonungur sök á Sturlungaöld?

Fimmtudaginn 15. október 2015 kl. 16.30
Öskju 132

Gunnar Karlsson
Gunnar Karlsson

Fram yfir miðja 20. öld héldu fræðimenn að afstaðan til Noregskonungs hefði verið meiri háttar ágreiningsefni meðal Íslendinga 13. aldar og vilji konungs til að auka Íslandi við ríki sitt hefði átt stóran þátt í ófriði Sturlungaaldar. Gegn þessu réðst Sigurðar Líndal árið 1964 í eftirminnilegri grein um utanríkisstefnu Íslendinga á 13. öld. Aðalatriði Sigurðar var að hugmyndin um fullveldi ríkja hefði verið lítt eða ekki kunn á þessum tíma og því ástæðulaust að ætla að Íslendingar hefðu litið á sjálfstæði þjóðarinnar sem keppikefli. Síðan hefur ríkt sterk tilhneiging meðal sagnfræðinga Vesturlanda til að gera sem minnst úr pólitískri þjóðernishyggju á fyrri öldum. Sú tilhneiging hefur náð vel til Íslands, en þetta mál hefur verið lítið rætt og ógert er að kanna skipulega hvaða vitnisburðir eru í heimildum um andúð Íslendinga á að gerast og vera þegnar Noregskonungs og hvað er réttast að lesa úr þeim.

Fyrirlesturinn verður ágripskennd aðför að þessu efni og niðurstaðan væntanlega sú að víst hafi Íslendingar verið tregir að gangast undir konungsvald; það tók Noregskonung meira en 40 ár að fá þá til að taka við sér sem þjóðhöfðingja. En af hverju stafaði tregða Íslendinga? Sjálfstæðisvilja þjóðarinnar? Nísku á skattgreiðslu til konungs? Vantrú á að konungsveldi væri betra stjórnarform en íslenska goða- og smáhöfðingjaveldið? Við þetta verður glímt í fyrirlestrinum og í framhaldi af því leitast við að svara því hvort ásælni konungs hafi átt þátt í að magna ófrið Sturlungaaldar — eða hefta hann og stöðva.

Gunnar Karlsson, prófessor emeritus, er upphaflega íslenskufræðingur með Íslandssögu sem kjörsvið. Hann var lektor í sagnfræði við Háskóla Íslands 1976–80 og prófessor í sömu grein til starfsloka 2009. Hann hefur skrifað margt um Íslandssögu, meðal annars íslenska miðaldasögu, og vinnur nú að bók um landnám Íslands.

—o—

Strengleikar

Mikael Males

Vellekla, Snorri, and Óðinn in the Tree

Is This the Right Chronological Order?

Thursday October 8, 2015, at 16.30
Askja 132

Mikael Males
Mikael Males

The stanzas in Hávamál describing how Óðinn is hanging in a wind-blown tree have been subject to much debate. Historians of religion find them particularly valuable since this is one of the rare instances where a ritual of sorts is described. Others have found them suspicious because of the many—or rather too many—parallels between these stanzas and the Passion of Christ. Needless to say, these two positions cannot easily be reconciled.

In this talk, I wish to reassess the evidence, but more importantly, I shall introduce a new and quite different argument into the debate. A semantic analysis of the word Óðrørir/Óðrerir will show that these stanzas have been affected by Snorri’s reinterpretation of Vellekla, and that the Christian parallels must therefore in all likelihood be understood as, indeed, Christian.

I will attempt to strike a middle ground between the two opposing schools of interpretation. Skaldic poetry shows us that Óðinn had been associated with hanging—indeed his own hanging—for a long time, and while he may not have been wounded by a spear before, the Passion suggested such a use of the weapon, the spear itself had been his all along. Óðinn’s lack of food or drink and his resurrection, by contrast, are probably pure borrowings. Even so, the analysis will show that Christian composition need not imply that an ostensibly traditional motif lacks all foundation in pre-Christian tradition.

Mikael Males is a postdoctoral fellow of Old Norse Philology at the University of Oslo. He specializes in skaldic poetry and Icelandic grammatical literature. His main focus lies on medieval reception of the native tradition and on the interplay Latin learning and local poetics.

The lecture will be delivered in English.