Monthly Archives: November 2016

Centre for Medieval Studies Lecture Series 2016–2017

Sveinbjörn Rafnsson

Um Snorra Eddu og Munkagaman

Nokkur atriði úr menningarsögu íslenskra miðalda

Thursday December 1, 2016, at 16.30
Lögberg 101

Sveinbjörn Rafnsson
Sveinbjörn Rafnsson

Rætt verður um Snorra Eddu sem talin er meðal höfuðrita íslenskrar menningar á miðöldum, texta hennar, hugmyndir um erkirit og gerðir hennar og innskot úr sögum í þeim. Þá verður drepið á byggingu Gylfaginningar og Skáldskaparmála í Eddu og heimildir sem ekki eru beinlínis nefndar í textum þeirra. Áður hefur verið bent á Trójumanna sögu og Elucidarius, en miklar líkur eru til þess að þar sé stuðst við fleiri rit sem tínd verða til, meðal annars Jórsalaferð Karlamagnúsar, Leiðarvísi Nikulásar ábóta, Munkagaman (Joca monachorum) og Þiðreks sögu af Bern.

Forsendur Eddu virðast einnig vera í fornri rím- og stjörnufræði. Rímbegla frá 12. öld er höfuðrit í fornum íslenskum tímatalsreikningi. Fornar þýðingar úr stjörnufræðiritum, sem verið hafa heimildir Rímbeglu, sýna að að dýrahringurinn (zodiacus) og grísk-rómverskar goðsögur hans hafa verið vel kunnar á 12. og 13. öld. Þá eru Trójumanna sögur og grísk-rómverskar goðsögulegar heimildir þeirra órækur vitnisburður um latínulærdóm og goðsögulega þekkingu. Allt sýnir þetta, ásamt Eddu sjálfri, að meðal forsendna hennar eru grísk-rómverskar goðsögur. Í Eddu virðast m.a. vera skopstældar (paródískar) goðsögur af norrænum og suðrænum toga, gerðar undir ægishjálmi kristindóms.

Munkagaman (Joca monachorum) virðist vera ein af mörgum ónefndum heimildum Eddu. Það er safn gátna eða fróðleiks frá ármiðöldum í gátuformi, um heiminn, sköpun hans og náttúru, viðburði í ritningunni og trúarleg og siðferðileg efni. Íslensk gerð Munkagamans, þýdd úr latínu á miðöldum, er til í ungum handritum, sem lítillega verður rætt um.

Sveinbjörn Rafnsson er prófessor emeritus í sagnfræði frá Háskóla Íslands. Hann hefur ritað margt um forna íslenska sögu, m.a. bækur um Landnámu, forna sagnaritun og fornar minjar auk fjölda greina um sama efni, íslenskar miðaldaheimildir og forn lög.

The talk will be delivered in Icelandic. All are welcome to attend.

Centre for Medieval Studies Lecture Series 2016–2017

Sverrir Jakobsson

Gerendur í pólitísku rými Sturlungaaldar

Thursday November 24, 2016, at 16.30
Lögberg 101

Sverrir Jakobsson
Sverrir Jakobsson

Stjórnmálasaga Íslands á 12. og 13. öld er dramatísk og hefur gegnt miklu hlutverki í sögulegu minni þjóðarinnar. Í aðdraganda lýðveldisstofnunar var algengt að vitnað væri í Sturlungu í þingræðum og mikill áhugi var á þeim kringumstæðum sem leiddu til endaloks sjálfstæðis Íslendinga á 13. öld. Undanfarna áratugi hefur almennur áhugi á þessu tímabili farið minnkandi. Orðræða þjóðfrelsisbaráttunnar er úr sögunni en í stað hennar hefur ekki myndast ný söguskoðun. Samtímis hefur þetta tímabil fengið mikla athygli erlendra fræðimanna þannig að Íslandssaga miðalda er orðin alþjóðleg fræðigrein. Gjá virðist ríkja á milli fræðilegrar orðræðu og almennrar söguskoðunar.

Hér er ætlunin að ræða þessa sögu með nýjum hætti með áherslu á pólitíska gerendur. Valdabarátta höfðingja byggðist á klókindum, hörku og forsjálum ákvörðunum í hjónabandsmálum. Ástir og ættartengsl blönduðust inn í pólitíska refskák og blóðsúthellingar. Að lokum stóðu fáir eftir sem sigurvegarar við nýjar aðstæður. Þetta er spennandi atburðarás og oft ekki síður æsileg heldur en í skáldsögum.

Rætt verður hvernig hægt er að meta pólitíska þróun á þessu tímabili í ljósi eftir- eða síð-þjóðernishyggju (post-nationalism). Meðal þess sem verður til umræðu er hvernig íslenskt samfélag þróaðist frá upptöku tíundar 1096 sem leiddi af sér nýja hugsun um vald. Reynt verður að rýna í upphaf og þróun valdasamrunans og hvernig átök höfðingja við kirkjuna í upphafi 13. aldar tengdust honum. Sérstaklega verður litið á átök Sturlungaaldar og þá m.a. fjallað um hvernig varðveittar heimildir sýna þau í vissu sjónarhorni þar sem framgangur sumra einstaklinga og fjölskyldna verður fegraður. Einnig verður rýnt í hvernig konur hafa verið skrifaðar út úr þessari sögu og bent á hvernig þær voru virkir þátttakendur í pólitísku plotti og átökum.

Sverrir Jakobsson er prófessor í miðaldasögu við Háskóla. Hann hefur rannsakað og ritað um heimsmynd Íslendinga á miðöldum, samskipti Íslendinga við konungsvald, orðræðu um rými og vald og átakasögu Sturlungaaldar, auk ótal annarra efna.

The talk will be delivered in Icelandic. All are welcome to attend.

Centre for Medieval Studies Lecture Series 2016–2017

Gottskálk Jensson

Antiquitates Danicae: Vísindi og pólitík í norrænum fræðum í Kaupmannahöfn 1600 til 1900

Thursday November 17, 2016, at 16.30
Lögberg 101

gottskalk-jensson-2016
Gottskálk Jensson

Í erindinu hyggst ég svipast um í sögu norrænna fræða í Kaupmannahöfn frá öndverðri 17. öld og fram til einveldiskreppunnar á síðari hluta 18. aldar, og þaðan áfram til gróskunnar miklu í móðurmálsfræðum á gullöld fílólógíu og þjóðlegrar sagnfræði á 19. öld. Fræðigreinin sem um ræðir er ekki ómerkilegri en svo að hún hefur mótað að töluverðu leyti þjóðerni og sjálfsmynd Dana og Íslendinga, og raunar Norðurlandabúa allra. Þegar saga fræðanna í Kaupmannahöfn er skoðuð af fjarlægum sjónarhóli 21. aldar má greina, að ég tel, ákveðnar útlínur og uppákomur, sem sýna að drifkraftur þessara vísinda hefur ekki einvörðungu verið akademísk þekkingarþrá. Síst veigaminni þáttur var smíð sögulegra raka sem rennt gætu stoðum undir menningar- og utanríkispólitík danska konungsríkisins, svo ekki sé minnst á viðleitni fræðimannanna til að styrkja í sessi ákveðin lútersk viðhorf til kristni og konungsvalds. Danska konungsveldið var, sem kunnugt er, leiðandi stjórnmálaafl á Norðurlöndum frá stofnun Kalmarsambandsins á ofanverðri 14. öld og nokkuð fram á 16. öld. Með siðaskiptunum klofnaði sambandið og sænska konungsveldið tók mjög að eflast undir forystu Gustavs Vasa. Þótt stórveldistími Svía stæði aðeins yfir í rúmlega eina öld náðu sænskir að koma sér upp heimasmíðaðri fornöld sem að nokkru leyti byggði á Danasögu Saxa málspaka (u.þ.b. 1200) en yfirbauð hana stórkostlega í smíð glæstrar fornaldar fyrir Svía. Lærðum mönnum í Danmörku þótti skorta mjög á sögulegar heimildir sem undirbyggðu trúverðugleika hinnar nýju sænsku fornaldar. En svipuðum mótbárum hafði raunar verið hreyft gegn sjálfum Saxa málspaka, þar til dönsku fjölfræðingunum Ole Worm og Stephen Stephanius tókst, með aðstoð lærðra presta á Íslandi, að finna nokkrar af frumheimildum Saxa í íslenskum handritum, rúnakvæði á „danskri tungu“, sem þeir prentuðu með rúnaletri (og latneskum þýðingum til hægðarauka). Þessar útgáfur urðu upphafið að nýrri háskólagrein, Antiquitates Danicae, sem síðar fékk heitið norræn fræði. Frá sjónarhóli 21. aldar fólust þessi 17. aldar vísindi í athugunum á ímyndaðri fornmenningu Dana, sýndarheiðnu rúnasamfélagi stríðsmanna sem líktust furðu mikið rétttrúuðum siðbótarmönnum í hollustu sinni gagnvart konungsvaldinu sem meginstoð samfélagsins. Í erindinu mun ég rekja áfram til 19. aldar þróun þessarar fræðigreinar í ljósi umbrotanna í sögu Norðurlanda, sem verða næstu aldirnar, og freista þess að skýra að einhverju marki hið flókna samhengi fræða og pólitíkur.

Gottskálk Jensson er gestaprófessor við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands og rannsóknardósent á Árnasafni í Kaupmannahöfn. Hann er doktor í klassískum fræðum frá University of Toronto. Undanfarin ár hefur hann einkum rannsakað latínuskrif í íslensku samhengi fyrr á öldum.

The talk will be delivered in Icelandic. All are welcome to attend.

Centre for Medieval Studies Lecture Series 2016–2017

Susanne M. Arthur

Relationship status: “It’s complicated”

The struggles of revising Njáls saga’s stemma

Thursday November 10, 2016, at 16.30
Lögberg 101

susanne-arthur-2016-01
Susanne M. Arthur

In 1883, Lehmann and Schnorr von Carolsfeld published a stemma codicum for Njáls saga in Die Njálssage insbesondere in ihren juristischen Bestandtheilen. Jón Þorkelsson used this stemma as the basis for the one he published in the second volume of Konráð Gíslason’s and Eiríkur Jónsson’s 1875-1889 edition of the saga. His stemma was supported later by Einar Ól. Sveinsson (1954), the editor of the Íslenzk fornrit edition. As was common at the time, these scholars based their stemma primarily or exclusively on medieval parchment codices, establishing three major branches, related to the medieval manuscripts Reykjabók and Kálfalækjarbók (X-branch), Möðruvallabók (Y-branch), as well as Gráskinna and Skafinskinna (Z-branch).
Post-medieval manuscripts were considered of little value for stemmatological research, and so the task of studying the post-medieval manuscript transmission of Njáls saga and of revisiting and revising the saga’s stemma lay dormant for about 60 years. For the past few years, however, various researchers—including Ludger Zeevaert, Svanhildur Óskarsdóttir, Margrét Eggertsdóttir, and Alaric Timothy Hall—and participants of the International Arnamagnæan Summer Schools in Manuscript Studies have taken very important steps towards establishing a new comprehensive stemma for Njáls saga, which includes the neglected post-medieval manuscript transmission.
This presentation explores a small number of variants among the Njáls saga manuscripts, which aid in solidifying some and revising other parts of the stemma established by Zeevaert et al. Some of the chosen variants exemplify aspects of manuscript transmission, such as censorship, scribal errors, and restructuring of the text. Susanne’s focus lies on the seventeenth-century manuscripts NKS 1220 fol. (Vigursbók). Vigursbók is suggested to be related to both the so-called Oddabók-branch (named after a fifteenth-century Njáls saga manuscript) as well as the *Gullskinna-branch. *Gullskinna refers to a lost medieval codex, whose text survives in a large number of post-medieval manuscripts. However, due to the aforementioned lack of interest in post-medieval manuscript transmission by earlier scholars, the *Gullskinna-branch has barely been researched; this is a gap that recent Njáls saga research is trying to fill.

Susanne Arthur was awarded a three-year postdoc grant (2016–2019) from the Recruitment Fund of the University of Iceland after having received her Ph.D. in Scandinavian Studies from the University of Wisconsin-Madison. She focuses on material aspects as well as textual variance of Icelandic medieval and post-medieval manuscripts.

The talk will be delivered in English. All are welcome to attend.

Centre for Medieval Studies Lecture Series 2016–2017

Judith Jesch

The literary history of Skáld-Helgi

Rímur and a lost saga between Iceland and Greenland

Tuesday November 8, 2016, at 16.30
Lögberg 101

judith-jesch-2016
Judith Jesch

The cycles of narrative poems kown as rímur were inordinately popular in late medieval Iceland and the genre continued to be productive well into modern times. The late medieval rímur are best characterised as a highly derivative genre. While all literature is derivative of other literature in some way or other, rímur are explicitly and obviously so. The medieval rímur of Iceland are almost always reworkings of sagas, sometimes quite slavish ones. In most cases, they are based on the more popular late medieval genres such as riddarasögur or lygisögur, but there are a couple of examples of rímur based on sagas of Icelanders, such as Grettisrímur and Króka-Refs rímur. The rímur of Skáld-Helgi, ‘the most remarkable man in Greeland’, however, have no surviving source. They are difficult to date: the oldest surviving manuscripts are from the 16th century but those who have thought about the question have concluded that the rímur might be somewhat older, perhaps from the 15th century. Scholars also tend to agree that the rímur were based on a lost saga about Skáld-Helgi, a saga that is generally classified as an Íslendingasaga and is described as ‘late’.

Although the rímur-poets were highly dependent on their saga-sources, they had different literary interests, and the change from prose to poetry also enforced different literary strategies on them. It is interesting to speculate on the ways in which the lost saga might have differed from the surviving rímur, particularly since they belong to this very small group of rímur based on Sagas of Icelanders. The paper will explore the ways in which the story of Skáld-Helgi is adapted and appropriated for different contexts using the very different conventions of sagas and rímur – was the lost saga really a typical Íslendingasaga, and what aspects of it did the rímur-poet appropriate for his narrative, and what might he have left out? Finally, what indications might there be of the time and place in which both saga and rímur were produced and enjoyed by their audiences?

Judith Jesch (PhD University of London) is Professor of Viking Studies at the University of Nottingham. She is interested in and has published on many different topics in Old Norse-Icelandic Literature and Viking Age and Medieval Scandinavian Studies.

The talk will be delivered in English. All are welcome to attend.