Monthly Archives: January 2018

Centre for Medieval Studies Lecture Series

Helgi Þorláksson

Frúin í Hamborg

Um upptök þýskrar verslunar á Íslandi á 15. öld og blómaskeið hennar á 16. öld

Thursday, February 1, 2018, at 16.30
Lögberg 101

Helgi Þorláksson

Haustið 2017 kom út ritverkið Líftaug landsins, um sögu íslenskrar utanlandsverslunar, í tveimur bindum, og tekur til tímans 900-2010. Þar ritar Helgi Þorláksson um utanlandsverslun Íslands frá um 900 til um 1600. Í fyrirlestri sínum hjá Miðaldastofu fjallar hann um það hvernig þýsk verslun á síðmiðöldum tengdist Íslandi og Íslendingum. Ensk verslun á Ensku öldinni, 15. öld, er nokkuð þekkt en þekking á þýskri Íslandsverslun á umræddum tíma hefur verið takmörkuð. Í ritverkinu er reynt að bæta nokkuð úr því. Íslensk skreið barst fyrst að marki til meginlands Evrópu um og upp úr 1500 og í forystu um flutningana voru kaupmenn frá Hamborg. Þegar mest var komu þeir á um 20 skipum árlega til landsins og þýskir kaupmenn í heild á allt að 30 skipum, sumum stórum, með fjölmenni í áhöfn, allt að 60 manns. Enskir kaupmenn létu í minni pokann fyrir hinum þýsku eftir grimmileg átök. Víða um Ísland fór fólk í fyrsta sinn að venjast árvissum aðflutningum margbreytilegrar vöru og þá dró úr svonefndri sjálfsþurft. Sagt verður frá samskiptum þýskra kaupmanna og landsmanna og fjallað nokkuð um margvísleg áhrif hinnar þýsku verslunar. Athygli verður beint að veru þýskra kaupmanna í Hafnarfirði, höfuðstað Hamborgara á Íslandi, og umsvifum á Suðurnesjum og eins að athöfnum hinna þýsku á Snæfellsnesi, einkum í Kumbaravogi (hjá Bjarnarhöfn) og Nesvogi (núna í Stykkishólmi). Hamborg skipti Íslendinga höfuðmáli og varð dyr þeirra til umheimsins. Þaðan bárust margvíslega áhrif, svo sem lútherskar trúarhugmyndir. Danakonungur hafði áhyggjur af veldi þýskra kaupmanna á Íslandi og duldist ekki ágóði þeirra af versluninni. Hann hugsaði sér að auka tekjur sínar af þessari verslun, koma böndum á þýsku kaupmenina og jafnframt að tryggja dönskum kaupmönnum nokkurn hluta af ágóðanum. Þetta leiddi til átaka og af þeim er mikil saga. Eftir að dönsk stjórnvöld komu á verslunareinokun á Íslandi árið 1602 voru eftirmæli þýskrar verslunar m.a. svona: „Þá Hamborgarar héldu landið/hörð var ekki tíðin grandið“. Íslendingar söknuðu þýskra kaupmanna og meira vöruúrvals og hagstæðari kjara en danskir kaupmenn buðu.

Helgi Þorláksson er dr. phil frá Háskóla Íslands og fv. prófessor í sagnfræði við skólann. Hann hefur fengist við sögu landsins fram til 1700, einkum þó sögu tímans 1100 til 1400.

The talk will be delivered in Icelandic. All are welcome to attend.

Centre for Medieval Studies Lecture Series

Jan Alexander van Nahl

“… ok vissu þeir eigi, hvert at þeir fóru”

Viking Ships and Navigation

Thursday, January 25, 2018, at 16.30
Lögberg 101

Jan Alexander van Nahl

Composed around 1250, the Old Norse King’s Mirror (Konungs skuggsjá) mentions three reasons for people to go abroad against all odds: glory, curiosity, and wealth. It is not far-fetched to assume that the same reasons were effective some four or five centuries earlier, when the Vikings started their trading and raiding. Their venturous undertakings brought wealth to Scandinavia, stimulated the development and improvement of ships, and accumulated knowledge about the vast extent of the world. The synergy of these factors, among others, eventually allowed for the settlement of as remote a place as Iceland more than 1,100 years ago.

The first part of my lecture intends to give an overview over a selection of ships that a time traveller might observe sailing the Atlantic Ocean at the time of the Icelandic settlement. Not for nothing is the ship among the most popular symbols for the Viking Age, but most settlers probably arrived in a kind of open merchant vessel rather than richly-ornamented long ships.
Knowing how to build a reliable ship is one thing, knowing how to navigate it another thing. Many theories have been put forth as to how the Vikings possibly knew where they went, prominently including the usage of the Polar Star and dubious types of compass-like instruments. But how did these things possibly work? Did they work at all? And by what other means could an experienced Viking-age sailor make sure that he was not totally off course? The second part of my lecture will focus on these question.

Rather than being an exhaustive report, my talk seeks to arouse interest among landlubbers, and asks both for approval and contradiction from experts.

Jan Alexander van Nahl holds a Dr. phil. in Scandinavian Studies and Archaeology from the University of Munich. Among his publications are two books on Snorri Sturluson, a book on Digital Humanities, and most recently a book on Icelandic language and culture. He is currently finishing a book on the Old Icelandic Kings’ sagas, based on his postdoctoral research at the Árni Magnússon Institute since 2014.

The talk will be delivered in English. All are welcome to attend.

Centre for Medieval Studies Lecture Series

Aðalheiður Guðmundsdóttir

Rafurlogar og vafurlogar

Um norðurljós í íslenskum heimildum

Thursday, January 18, 2018, at 16.30
Lögberg 101

Aðalheiður Guðmundsdóttir

Fyrir Íslendingum eru norðurljósin hluti af hinum hversdagslega reynsluheimi en fyrir erlendum ferðamönnum sem falla í stafi og jafnvel bresta í grát við það eitt að sjá norðurljós í fyrsta skipti — þegar sá áralangi draumur rætist — eru þau ný og ævintýraleg upplifun; þau eru töfrum gædd. En þótt e.t.v. megi segja að erlendir ferðamenn hafi beint athygli Íslendinga að norðurljósunum hin síðari ár, er ekki þar með sagt að þau hafi ekki verið okkur hugleikin hingað til. Með þessum aukna áhuga ferðamanna vakna þó eðlilega spurningar. Hversu algeng voru norðurljósin hér áður fyrr? Tóku Íslendingar eitthvað frekar eftir norðurljósunum við aðrar aðstæður en nú, þegar áreitið var minna og myrkrið dýpra? Skildu þeir eftir sig sögur um norðurljós og bera slíkar sögur þá e.t.v. vott um hjátrú sem tengjast þeim?

Íslenskar heimildir um norðurljós eru af ólíku tagi, hvort sem um er að ræða náttúrulýsingar, þjóðtrúarsagnir eða rómantískar náttúrumyndir í skáldskap. Í fyrirlestrinum verður gerð grein fyrir eðli þessara heimilda allt frá síðari hluta 16. aldar, þegar Oddur Einarsson Skálholtsbiskup lýsti norðurljósunum með eftirminnilegum hætti í riti sínu Qualiscunque descriptio Islandiae. Meðal annars verður dvalið við þjóðtrúarsagnir, þar sem norðurljósin voru talin fyrirboðar veðrabrigða, ógæfu og jafnvel dauða. Eftir það verður athyglinni beint að miðaldaheimildum, þar sem leitast verður við að draga fram og varpa ljósi á valda texta. Hingað til hafa menn einkum stuðst við hina norsku Konungsskuggsjá, sem var skrifuð á bilinu 1250–60 og segir frá norðurljósum yfir Grænlandi. Frásögnin er því hvorki íslensk né beinlínis heimild um norðurljós yfir Íslandi. En þótt aðrar miðaldaheimildir séu um margt óljósari en frásögn Konungsskuggsjár, má túlka goðsögur og sögur með goðfræðilegu ívafi sem svo að þar sé bústöðum goða, vætta og valkyrja líkt við norðurljós.

Í fyrirlestrinum verður því haldið fram að norðurljósasögur og trúarhugmyndir þeim tengdar hljóti að teljast hefðbundnar á Íslandi, þótt heimildir séu eðlilega fleiri eftir því sem nær dregur nútímanum. Ýmiss konar hjátrú tengist norðurljósunum sérstaklega, og vera má að þau hafi verið innblástur goðsagna og tengd guðunum jafnt sem yfirnáttúrlegum öflum. Um elstu heimildirnar verður ekki fullyrt, en víst er að erlendir ferðamenn líkja þeim enn þann dag í dag við töfra og töfraheima, og að með þeim hætti tengjast gamlar hugmyndir og nýjar.

Aðalheiður Guðmundsdóttir er prófessor í íslenskum bókmenntum fyrri alda við Háskóla Íslands. Í rannsóknum sínum hefur hún einkum fengist við miðaldabókmenntir með áherslu á fornaldarsögur Norðurlanda og tengingu þeirra við samevrópska sagnamenningu, munnlega hefð, rímur og fornminjar.

The talk will be delivered in Icelandic. All are welcome to attend.