Monthly Archives: February 2019

Centre for Medieval Studies Lectures

Hélène Tétrel

The “matter of Britain” in the French Medieval Lays

Fimmtudaginn 7. mars 2019 kl. 16.30
Lögbergi 101

Hélène Tétrel

There is no clear-cut definition of the notion commonly used among medievalists of the “matière de Bretagne”. This lack of a definition raises several questions: is the “matière de Bretagne” limited to the Arthurian and Tristanian literatures or does it comprise other topics? What does “Bretagne” stand for? Does it suggest that Celtic legends lie behind?

The 12th-century Anglo-Norman lays are an excellent starting point to question this notion. Not only have the Lays, from the time of Marie de France onwards, been described as representative of the “matière de Bretagne”, but they have also been used, more than any other 12th-century Anglo-Norman verse-narrative, to sustain theories of Breton-Celtic origins.

In this talk, I shall try to summarize some of the major issues that the “Breton” lays have raised, from the Middle Ages until modern scholarship.

Hélène Tétrel is an associate professor (“maître de conférences habilitée à diriger les recherches”) at the University of Western Britanny, Brest, France, and a member of the Research Centre for Breton and Celtic Studies (CRBC). Her research interests include French and Icelandic medieval literature and more specifically translations from Old French to Old Icelandic. She is currently preparing an edition of the Old Icelandic translation of Geoffrey of Monmouth’s Historia regum Britannie in collaboration with Svanhildur Óskarsdóttir.

The talk will be delivered in English. All are welcome to attend.

—o—

Centre for Medieval Studies Lectures

Arngrímur Vídalín

Trójumenn á Thule

Goðsögulegar rætur Íslendinga

Thursday, February 21, 2019, at 16.30
Lögberg 101

Arngrímur Vídalín

Íslenskar bókmenntir fyrri alda snúast að töluverðu leyti um sjálfsmyndarsköpun. Þær fjalla um forfeður Íslendinga, landnámsmenn, kappa og höfðingja, en ekki síður fjalla þær um uppruna Íslendinga allt aftur í fornöld. Þó nokkrir textar á forníslensku halda fram uppruna norræns samfélags í Tróju, oft með því að æsir undir stjórn Óðins hafi í raun verið brottfluttir Trójumenn í Skandinavíu, stundum með því að gefa í skyn að norrænu og grísk-rómversku guðirnir hafi verið hinir einu og sömu.

Klassíska arfleifðin sem Íslendingar gerðu að sinni virðist vera sprottin úr þeirri hefð Karlunga að réttlæta völd sín með goðsagnakenndri (heiðinni) ættfræði þrátt fyrir að þeir væru strangkristnir. Ný goðafræðileg hefð varð til þar sem leifar eldri trúarbragða eru nýttar og goð þeirra manngerð innan grundvallarskilnings kristilegrar heimsmyndar. Þessa nýju hefð ber ekki að kljúfa í heiðnar eða kristnar einingar heldur þarf að skilja þá heildarmynd hennar sem birtist okkur í heimildunum: sem smíði sjálfsmyndar og sögu þar sem grískir leiðtogar voru tilbeðnir sem guðir að grískri fyrirmynd og gátu síðan af sér ættir norrænu konunganna sem síðar tóku við hinum rétta kristna sið. Í þessum söguskilningi felst sú pólitíska afleiðing að Íslendingar eru álitnir fólk með göfugan uppruna og mikilfenglega menningararfleifð; með ættir konunga sem rekja má um goðsagnakennd heimsveldi til fyrsta mannsins: Adams, sem skapaður var af Guði sjálfum.

Þó að þetta efni varði sjálfan grundvöll íslenskrar sagnaritunar er það lítt rannsakað enn sem komið er. Í þessum fyrirlestri verður bókmenntafræðilegri og hugmyndasögulegri nálgun beitt til að skoða hvernig íslenskir miðaldamenn sköpuðu hugmynd um íslenskt sjálf og sögu með því að tileinka sér klassíska arfleifð og gera að sinni eigin.

Arngrímur Vídalín er doktor í íslenskum bókmenntum frá Háskóla Íslands. Hann hefur einkum beint sjónum að áhrifum evrópskra lærdómsrita á íslenskar miðaldabókmenntir, þ.m.t. á hugmyndir Íslendinga um skrímsl. Hann er nú sjálfstætt starfandi fræðimaður í ReykjavíkurAkademíunni og kennir íslensku við Keili háskólabrú.

The talk will be delivered in Icelandic. All are welcome to attend.

—o—

Centre for Medieval Studies Lectures

Albína Hulda Pálsdóttir

Kyngreining á hrossum úr kumlum með forn-DNA

Hestar lagðir í kuml á Íslandi á víkingaöld

Thursday, February 14, 2019, at 16.30
Lögberg 101

Albína Hulda Pálsdóttir

Hestar voru algengasta haugfé sem lagt var í kuml á Íslandi á víkingaöld. Beinagrindur hrossa er hægt að kyngreina á formi mjaðmagrindar og því hvort vígtennur eru til staðar. Vígtennur koma upp við 4-5 ára aldur í karldýrum en þó hafa rannsóknir sýnt að allt að þriðjungur hryssa getur haft vígtennur þó þær séu yfirleitt mun minni en í karldýrunum. Beinagreining hefur sýnt að öll hross sem hægt er að kyngreina úr íslenskum kumlum er úr karlkyns hestum en þar sem stór hluti þessara kumla fannst fyrir mörgum áratugum síðan við framkvæmdir eru beinagrindurnar oft of illa varðveittar til þess að hægt sé að kyngreina þær með vissu.

Í þessari rannsókn notum við forn-DNA-greiningu til að kyngreina 22 hross frá víkingaöld. 19 hross voru úr kumlum en þrjú bein úr hellum og býlum voru einnig greind. Rannsóknir okkar leiddu í ljós að af 19 hrossum úr kumlum sem greind voru reyndist aðeins vera ein hryssa en öll sýnin sem komu úr helli og býli reyndust vera hryssur.

Í greininni er einnig sýnt fram á að hægt er að kyngreina dýr jafnvel þó afar lítið sé varðveitt af DNA í hverju sýni og því má nota aðferðafræðina í greininni til að kyngreina fornleifafræðileg bein á mun stærri skala og fyrir minna fé en áður var talið.

Fjallað verður um niðurstöður í nýútkominni grein Heidi M. Nistelberger, Albínu Huldu Pálsdóttur, Bastiaan Star, Rúnars Leifssonar, Agötu T. Gondek, Ludovic Orlando, James H. Barrett, Jóns Hallsteins Hallssonar og Sanne Boessenkool “Sexing Viking Age horses from burial and non-burial sites in Iceland using ancient DNA,” Journal of Archaeological Science 101 (2019), 115–122. https://doi.org/10.1016/j.jas.2018.11.007.

Albína Hulda Pálsdóttir er dýrabeinafornleifafræðingur og starfar við Landbúnaðarháskóla Íslands. Hún er doktorsnemi við Óslóarháskóla en doktorsverkefni hennar heitir „Hestar og sauðfé víkinganna: Fornerfðafræði húsdýra í Norður-Atlantshafi“. Hún hefur greint dýrabeinasöfn frá Íslandi, Írlandi, Grænlandi og Færeyjum. Leiðbeinendur Albínu eru dr. Sanne Boessenkool við Óslóarháskóla, dr. Jón Hallsteinn Hallsson við Landbúnaðarháskóla Íslands og dr. Juha Kantanen hjá LUKE í Finnlandi. Verkefnið er styrkt af rannsóknasjóði Rannís á styrk nr. 162783051

The talk will be delivered in Icelandic. All are welcome to attend.