Monthly Archives: March 2019

Centre for Medieval Studies Lectures

Lára Magnúsardóttir

Heimildavandinn skringilegi um kirkjuvald á síðmiðöldum

Þjóðsaga um skort í allsnægtum

Thursday, April 4, 2019, at 16.30
Lögberg 101

Lára Magnúsardóttir

Árið 1930 skrifaði Einar Arnórsson: „Eftir Járnsíðu áttu biskupar að nefna 12 skynsama, lærða menn til þingreiðar. En eigi er kunnugt hvað a hlutverk þeir áttu að vinna á Alþingi.“ Þetta hefur enn ekki verið skýrt og ef að líkum lætur er staða kirkjunnar innan stjórnkerfisins á lögtöku kristinréttar Árna árið 1275 stærsta ráðgáta íslenskrar stjórnmálasögu. Ástæðan er vafi sem ríkir um gildi — og tilvist — heimilda sem gætu varpað ljósi á málið.

Á árunum 1924-1927 hafði komið út kirkjusaga eftir franska fræðimanninn August­ine Fliche (1884 –1951) — La réforme Grégorienne 1924–1927: Histoire de l’Église depuis les origines jusqu’à nos jours — þar sem umbótastarf almennu kirkj­unnar á 12. öld var rakið í ljósi trúarlegrar vakningar sem talið var hafa frels­að kirkj­una und­an spilltu valdi leikmanna. Sögð var saga af sigri páfa­valds­ins í baráttu við veraldarvald þar sem skýr afstaða var tekin með kirkjunni gegn ásókn leikmanna­valds­­ins til yfir­ráða yfir henni. Árið 1938 kom út lútherskt andsvar hins þýska Gerd Tellenbachs (1903–1999) — Libertas: Kirche und Weltordnung im Zeitalter des Investiturstreits —  við kaþólskum skiln­ingi Fliches. Umbrotatímar 12. aldar voru taldir endurspegla átök um grund­vall­ar­atriði heimssýnar þar sem tekist var á um hlutverk kon­­ungsvaldsins og kirkjunnar sem stjórnvalds. Samúð höfundar lá hjá kon­ungsvaldinu sem talið var hafa staðið í baráttu gegn spilltu kirkjuvaldi. Þessar andstæðu frásagnir lögðu nýjan grunn að tveimur stefnum í kirkjusögu.

Árið 1942 kom út rannsókn Jens Arup Seips á sættargerðinni sem Noregskonungur gerði við Rómakirkju árið 1277 um takmörk veraldlegs og andlegs valds. Seip skoðaði heimildirnar í ljósi aðstæðna heima fyrir í stað þess að tengja þær við gregorsku siðbótina og stjórnmála­þró­un­ í Vestur-Evrópu og í anda Tellenbachs tók hann afstöðu gegn kirkjuvaldi. Seip ályktaði að fulltrúar kirkjunnar hefðu beitt heimamenn brögðum og jafnvel falsað samningsgreinar. Hann taldi ólíklegt að niðurstaða hafi orðið bindandi og spurningar á borð við þá sem Einar Arnórsson bar upp var enn ósvarað. Af þessu leiddi langlífur norsk- íslenskur söguskilningur sem gerir ráð fyrir að óvissuástand hafi ríkt um stjórnskipan og réttarfar um margra alda skeið.

Á síðari áratugum hefur hins vegar borið æ meir á þeirri trú að heimildir um kirkjuvald séu ekki einvörðungu ónothæfar heldur of fáar til þess að hægt sé að greina stöðu þess í stjórnskipun síðmiðalda. Í fyrirlestrinum verður gerð tilraun til að kveða þetta niður.

Lára Magnúsardóttir lærði sagnfræði og almenn málvísindi við Háskóla Íslands og miðaldasagnfræði við Háskólann í Genf. Hún hlaut dr.phil.-gráðu frá Háskóla Íslands árið 2007 fyrir rannsókn á kirkjuvaldi á Íslandi á síðmiðöldum og forsendur rannsókna á heimildum um það. Síðastliðin ár hafa rannsóknir hennar beinst að breytingum á stjórnskipulegri stöðu trúarbragða frá 1275–1875.

The talk will be delivered in Icelandic. All are welcome to attend.

—o—

Centre for Medieval Studies Lecture Series

Orri Vésteinsson

Ójöfnuður og atbeini á Íslandi á miðöldum

Thursday, March 28, 2019, at 16.30
Lögberg 101

Orri Vésteinsson

Þó að fræðimenn hafi gert sér ólíkar hugmyndir um almenna hagsæld á Íslandi á miðöldum er yfirleitt gert ráð fyrir að fátækt hafi verið útbreidd. Til þess bendir löggjöf um ómaga og þurfamenn, sem og lýsingar fornrita á förufólki og fjárvana bændum. Örbirgð er hins vegar ekki fyrirferðarmikil í lýsingum sagnanna — hvort sem það stafar af því að lífskjör hafi almennt verið betri á miðöldum en seinna varð eða að sögurnar beini sjónum einfaldlega ekki að hinum verst settu í samfélaginu. Það kemur meira á óvart að vitnisburður fornleifa um lífskjör er ekki ótvíræður. Greinilegur munur er á stærð híbýla, sem virðist endurspegla efnahag og félagslega stöðu, en gripasöfn sýna ekki sambærilegan mun á kaupgetu heimilanna. Þvert á móti virðist fólk sem bjó í minnstu skálunum hafa haft jafngóðan aðgang að góðmálmum og öðrum innfluttum efnum eins og fólk sem bjó í þeim stærstu.

Þetta lítur út eins og þverstæða og til að skýra hvernig í málinu liggur verður sjónum beint að kaupmætti silfurs og „sæmilegra“ gripa. Í Íslendingasögum ber talsvert á því að það sem mætti kalla venjulegt fólk eigi silfur og góða gripi. Það kemur ágætlega heim við fornleifafundi sem sýna að á víkingaöld var miklu meira af silfri í umferð — á Íslandi eins og Norðurlöndum almennt — heldur en eftir 1100. Lýsingar fornrita á því hvað alþýða manna gat gert við silfur benda til að það hafi verið fátt annað en að greiða bætur, aðallega manngjöld. Kaupmáttur silfurs fólst í því að það færði fólki atbeina — og verða færð rök fyrir því að slíkur atbeini hafi einkum getað nýst fólki af lægri stéttum til að verjast yfirgangi sem það hefði ekki annars getað gert. Silfur virkaði ekki sem almennur gjaldmiðill nema fyrir stóreignafólk.

Í kapítalískum samfélögum er auður sjálfstætt hreyfiafl og viðhald stéttamunar gengur út á að koma í veg fyrir að lægri stéttir geti eignast mikinn auð. Í annars konar samfélögum er auður líka fyrst og fremst í höndum þeirra sem völdin hafa en þeim er ekki ógnað þó fólk af lægri stigum ráði fyrir verðmætum hlutum — notkunarsvið þeirra er einfaldlega svo takmarkað að það raskar engum hlutföllum þó almúgafólk eigi góðan grip eða lítinn silfursjóð. Þetta veldur því að verðmæti dreifast öðruvísi eftir samfélagsstigum og þau hafa ekki sömu merkingu og okkur er tamt að ætla. Í erindinu verða færð rök fyrir því að þó að verðmæti hafi getað fært venjulegu fólki takmarkaðan atbeina þá sé það ekki til marks um jöfnuð heldur einmitt einkenni á samfélagsgerð sem byggðist á gríðarlegum ójöfnuði. Verðfall silfurs á 12. og 13. öld gefur í þessu samhengi tilefni til að velta upp sambandi auðmagns og samþjöppunar valds á þeim tíma.

Orri Vésteinsson er prófessor í fornleifafræði við Háskóla Íslands. Hann er fæddur 1967 og lærði sagnfræði við Háskóla Íslands og fornleifafræði og sagnfræði við University College London þaðan sem hann lauk doktorsprófi 1996. Hann hefur kennt fornleifafræði við Háskóla Íslands frá 2002. Rannsóknir hans snúa meðal annars að íslenskri samfélagsgerð á miðöldum, landnámi, byggðaskipan og mótun samfélagsstofnana.

The talk will be delivered in Icelandic. All are welcome to attend.

—o—

Centre for Medieval Studies Lectures

Guðrún Sveinbjarnardóttir

Reykholt í Borgarfirði: vitnisburður fornleifanna

Thursday, March 21, 2019, at 16.30
Lögberg 101

Guðrún Sveinbjarnardóttir

Reykholt í Borgarfirði er óneitanlega best þekkt fyrir búsetu Snorra Sturlusonar þar á fyrri hluta 13. aldar en þetta stórbýli og kirkjustaður á sér mun lengri sögu. Elstu minjar sem fundist hafa þar í jörðu hafa verið tímasettar til um 1000 en elsta varðveitt samtímaritheimild um staðinn er máldagi kirkjunnar sem er nú tímasettur til um 1150. Atburðum sem áttu sér stað í Reykholti á 13. öld er lýst í Sturlunga sögu sem er nánast samtímaheimild og talin vera áreiðanleg sem slík. Fornleifarannsóknirnar sem fóru fram á staðnum um árabil frá því seint á 20. öld lauk árið 2007. Þær hafa varpað ljósi á búsetu þar frá um 1000 og fram á 19. öld. Í fyrirlestrinum verður farið yfir það helsta sem kom í ljós og þróun búsetunnar sett í víðara samhengi.

Núverandi vitneskja bendir ekki til þess að Reykholt hafi verið fyrsta býlið sem var byggt í dalnum en það hafði, samkvæmt ritheimildum, tekið forystu þar ekki síðar en um 1200. Rætt verður hvað gæti lengið hér að baki. Á þeim tíma sem Snorri bjó í Reykholti verða miklar breytingar á húsakosti og farið er út í miklar mannvirkjaframkvæmdir sem hafa útheimt bæði fé og mannskap. Í Sturlungu eru mörg þessara mannvirkja nefnd og gefið í skyn að Snorri hafi mjög svo haft umsjón með öllum framkvæmdum á staðnum. Rætt verður að hvaða marki unnt sé að heimfæra þessar framkvæmdir upp á hann út frá þeim heimildum sem tiltækar eru, hverjar líkurnar séu á því að áhrifa gæti í þeim erlendis frá og hvernig þessi mannvirki samlagast vitneskju okkar um húsakost annars staða í landinu á sama tíma. Að lokum verður gerð tilraun til þess að finna mannvirkjunum sem eru nefnd í Sturlungu stað í fornleifunum sem voru grafnar upp.

Guðrún Sveinbjarnardóttir hefur setið í rannsóknarstöðum við Birmingham-háskóla, University College London og Þjóðminjasafn. Hún stjórnaði fornleifarannsóknum í Reykholti, og er höfundur bókanna Reykholt: Archaeological Investigations at a High-status Farm in Western Iceland (2012) og Reykholt: The Church Excavations (2016). Á þessu ári er væntanleg bókin Reykholt í ljósi fornleifanna um rannsóknirnar.

The talk will be delivered in Icelandic. All are welcome to attend.

—o—

Centre for Medieval Studies Lectures

Klaus Johan Myrvoll and Mikael Males

The Date and Purpose 
of Vǫluspǫ́

Tuesday, March 19, 2019, at 16.30
Lögbergi 101

Klaus Johan Myrvoll

Mikael Males

Vǫluspǫ́ has attracted more scholarly and popular attention than any other eddic poem, partly because of its literary qualities and partly because of its enigmatic nature. It shares a structure and many motifs with central Biblical texts, and yet almost nothing in it is unequivocally Christian. Even though its anonymity, metrics and manuscript context place it among the eddic poems, it displays several conventions that are not found in other eddic poems, but only in skaldic poetry. In order to evaluate the significance of this strong tension between Christian and non-Christian, eddic and non-eddic features, it is necessary to reconstruct the original context of composition with as much precision as possible. Available methods must be reviewed and tested.

In this talk, we focus on three aspects in particular. First, we discuss formal criteria (metrics and historical linguistics), which are disregarded in much recent scholarship. These have the advantage over other criteria that they are more susceptible to testing. Second, we evaluate the circumstances under which similar content may with some confidence be said to reflect a shared background, with particular emphasis on Christian analogues. We argue that the matches must either be very specific or be arranged in a rare way in order to rule out coincidence as a likely explanation. Third, we make use of the datable skaldic corpus, rather than the less datable eddic corpus, as a chronological axis for comparison. This is a break with the majority of eddic scholarship, where eddic poems are compared to other eddic poems. By drawing skaldic poetry into the analysis, we are able to provide some absolute dates and a clearer picture of which texts have affected which. Finally, we outline a likely context of composition.

Klaus Johan Myrvoll is associate professor of Nordic languages at the University of Stavanger. His main fields of interest are skaldic poetry and metrics, language history and runology.

Mikael Males is associate professor of Old Norse philology at the University of Oslo. He specialises in skaldic poetry and grammatical literature.

The talk will be delivered in English. All are welcome to attend.

—o—

Centre for Medieval Studies Lectures

Dale Kedwards

The Vikings and the Medieval Future of Space Exploration

Thursday, March 14, 2019, at 16.30
Lögberg 101

Dale Kedwards

In 1975, a pair of American space probes broke the Earth’s orbit to embark on a 10-month journey to Mars; their mission: to photograph the red planet from orbit, and deploy landers to study its surface. The mission’s name was debated at NASA’s Langley Research Centre in November 1968, and their decision — the Viking program — established the Viking voyages of exploration and settlement as a new metaphor for the exploration of our solar system.

This lecture considers the ways in which the Scandinavian Middle Ages have been invoked in discourses about space and its exploration: from the Viking program of the 1960s and 70s, to place-names derived from Old Norse mythology on Jupiter’s moon Callisto. I will focus on three examples: Valhalla (1979), the solar system’s largest multi-ring impact crater; Dellingr (2017), a NASA satellite named after an Old Norse god of the dawn mentioned in Eddic poetry; and Ultima Thule (2019), the farthest object in the solar system ever to be visited by a spacecraft. This lecture explores the ways in which planetary scientists and international space agencies continue to instrumentalise the Scandinavian Middle Ages in thinking about space exploration, and the broader frame of cultural and ethical concerns that this entails.

Dale Kedwards holds a Ph.D. from York University (2015). He began a Carlsberg-funded research project at Hugvísindastofnun in March 2019, in collaboration with partners at Þjóðminjasafn Íslands and Det Danske Nationalhistoriske Museum. His research focusses on Scandinavian medievalisms in discourses about space and its exploration.

The talk will be delivered in English. All are welcome to attend.

—o—