Monthly Archives: September 2019

Centre for Medieval Studies Lecture Series

Jonathan Wilcox

The Value of Treasure in Anglo-Saxon England

Beowulf, Mercia, and the Staffordshire Hoard Ten Years On

Thursday, October 3, 2019, at 16.30
Lögberg 101

Jonathan Wilcox

In 2009, a metal detectorist brought to light a spectacular collection of high-status metal-work from Anglo-Saxon England, the Staffordshire Hoard. It primarily comprised weapons, richly decorated with gold and garnets, but all cut down into small pieces. The find greatly augments our knowledge of Anglo-Saxon swords and fills out the thin survival of high-status helmets, as well as including one textual inscription. In the ten years since the discovery, these objects have been the subject of intense research as they have been preserved and displayed. This talk will explore and illustrate the find, both in its original state and in some of the exciting recent reconstructions.

The discovery of the Staffordshire Hoard does much to illuminate the world of Mercian kings in the seventh or eighth century. Prior knowledge of early Mercia before the powerful king, Offa (reigned 757-796), was surprisingly thin, and the hoard provides a salutory reminder of the wealth of the region. It also serves to illustrate the world of the poem, Beowulf. The poem is hard to date or localize precisely. It is an epic tale of a hero’s combat with monsters, but it is also a poem obsessed with the shiny appearance of weapons, which occasionally serve in battle, but more often serve as signifiers of status and of glory. I will suggest that Beowulf can help anchor an understanding of the Staffordshire Hoard just as the Staffordshire Hoard can expand our understanding of Beowulf. While the link is not a precise one, the meaning of such glorious shiny metal-work was likely to have been strikingly similar for the Mercian king who buried the hoard to what it was for the poet and audience of Beowulf.

This talk, then, will explore the implications of the Staffordshire Hoard for understanding the ideology of Anglo-Saxon kings and the imaginative world of the poem, Beowulf. The talk will be illustrated and delivered in English.

Jonathan Wilcox is Professor of English and Faculty Fellow at the University of Iowa, where he teaches medieval literature. He holds a Ph.D. from the University of Cambridge, has published widely on Old English literature and culture, and is currently working on a book on Anglo-Saxon humor. He is a visiting Fulbright Scholar at the University of Iceland for Fall 2019.

The talk will be delivered in English. All are welcome to attend.

—o—

Centre for Medieval Studies Lecture Series

Gottskálk Jensson

Að gefa út upp á guðbrenzku eða upp á koðrænu

Nýja textafræðin um miðbik nítjándu aldar og deilurnar um fyrstu málsögulegu útgáfurnar af íslenskum fornritum

Thursday, September 26, at 16.30
Lögberg 101

Gottskálk Jensson

Á árunum 1857-1860 lentu tveir Hafnar-Íslendingar, þeir Konráð Gíslason (1808–1891) og Guðbrandur Vigfússon (1827–1889), í ritdeilu um aðferðirnar sem bæri að viðhafa þegar íslensk fornrit eru gefin út á prenti. Þótt efnið væri þurrt og sérhæft tókst þeim samt að skemmta meinfýsnum löndum sínum á kostnað hvor annars jafnframt því sem þeir miðluðu fræðslu um hvað væri efst á baugi í texta- og útgáfuvísindum í Kaupmannahöfn.

Guðbrandur vakti deiluna með grein í Nýjum félagsritum 1857 „Um stafróf og hneigíngar“ en þar gagnrýndi hann stafsetningu Konráðs, einkum það að skrifa „je“ í stað „é“, sem hann sagði ungt og komið frá prentsmiðjunni í Leirárgörðum. Konráð svaraði í akureyrska fréttablaðinu Norðra og sýndi Guðbrandi sem var yngri að árum og skemmra á veg kominn í fræðunum megna fyrirlitningu, uppnefndi málfræði hans „guðbrenzku“ en hann sjálfan „Goðbrand“ — og síðar í annarri grein „Joðbrand“ fyrir andstöðuna við „je“-stafsetninguna. Guðbrandur baðst þá hálfgert vægðar í Reykjavíkurblaðinu Þjóðólfi en reyndi þó eitthvað að svara í sömu mynt, meðal annars með því að kalla málfræðiskrif Konráðs „koðrænu“. Í Ný félagsrit 1858 skrifaði Guðbrandur síðan merkilegan ritdóm um nokkrar nýlegar Íslendingasagnaútgáfur frá Norræna fornritafélaginu í Kaupmannahöfn, þar á meðal útgáfu Konráðs af Gísla sögu frá 1849. Auk þess að benda á verulegan ágalla á útgáfunni (mikilvægt skinnbókarbrot hafði gleymst) skammar hann Konráð fyrir að gefa út „stafsetníngar útgáfur“ (þ.e. stafréttar útgáfur) sem hann fullyrðir að séu „erlendar að kyni“, Íslendingum hafi aldrei líkað slíkar útgáfur „því þeir vita sem er að sögur eru til þess, að læra á sagnafróðleik og forna siðu forfeðra sinna, en ekki til þess að læra á þeim skinnbóka eðr múnkaskript“. Konráð svaraði aftur með skætingi og útúrsnúningum í þremur stuttum greinum í Norðra árin 1858 og 1860 sem hann kallaði „Um guðbrenzku I-III“.

Þótt blaðadeilur þessar væru kersknisfullar bjó alvara að baki enda voru báðir menn frumkvöðlar í beitingu nýju textafræðinnar á íslensk fornrit og áttu þátt í því að móta tvenns konar viðmið um frágang fornritaútgáfna sem síðar urðu viðtekin vinnuregla. Í erindinu hyggst ég skoða bakgrunn ritdeilunnar í nýju textafræðinni en helsti fulltrúi hennar í Kaupmannahöfn var Johan Nicolai Madvig (1804–1886), prófessor í klassískum fræðum. Ég mun einkum reyna að lýsa framlagi Konráðs Gíslasonar, nemanda Madvigs, til þessara útgáfuvísinda en hann þróaði öðrum fremur nýja tegund vísindalegrar útgáfu sem sérstaklega var ætlað að vera rannsóknargagn fyrir íslenska málsögu og samanburðarmálfræði.

Gottskálk Jensson er doktor í klassískum fræðum. Hann er dósent á Árnasafni í Kaupmannahöfn og gestaprófessor við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Hann fæst einkum við athuganir á íslenskum latínubókmenntum og grísk-rómverskri frásagnarlist.

Fyrirlesturinn verður fluttur á íslensku og er öllum opinn.

Centre for Medieval Studies Lecture Series

Arngrímur Vídalín

Narfeyrarbók: Síðasta alfræðirit miðalda á Íslandi

Thursday, September 12, at 16.30
Lögberg 101

Arngrímur Vídalín

Handritið AM 194 8vo hefur nokkra sérstöðu meðal íslenskra handrita. Ekki aðeins hafa skrifarar þess merkt sér handritið, þeir Ólafur Ormsson og Brynjólfur Steinraðarson, heldur er ritunartíma handritsins og einnig getið, árið 1387, og ritunarstaður: Geirríðareyri, nú Narfeyri, á Snæfellsnesi. Óvanalegt er að svo nákvæmar upplýsingar liggi fyrir um uppruna handrita.

Einnig er greinilegt að skrifarar AM 194 8vo hafa haft aðgang að hinum ýmsu ritum við gerð bókarinnar. Þetta má ekki síst merkja á því að fyrirmyndir ýmissa kafla bókarinnar eru til varðveittar í öðrum handritum, til að mynda í Hauksbók. Einkum er handritið þó þekkt fyrir að geyma leiðarlýsingu frá Íslandi til Jórsala, sem eignuð er Nikulási ábóta.

Sú leiðarlýsing er raunar hluti af talsvert stærri landafræðiritgerð, sem rammar inn efni bókarinnar að miklu leyti. Söguskoðun bókarinnar er kristileg, að í upphafi hafi Guð skapað heiminn og að mannkynið hafi átt sinn sess í paradís, en glatað honum. Síðan byggðist hver heimsálfa upp af sínum syni Nóa: Jafet varð ættfaðir Evrópumanna, Sem varð ættfaðir Asíumanna, og hinn fordæmdi Ham varð ættfaðir Afríkumanna. Á þessum grundvelli byggist svo landafræði AM 194 8vo og þau fræði sem fylgja í kjölfarið: kafli um skrímslislegar þjóðir, kafli um orma og dreka, kafli um steinafræði, kafli um læknisfræði, og svo mætti lengi telja. AM 194 8vo er í senn trúarrit og vísindarit, hugmyndafræði þess mjög í anda evrópskra lærdómsrita hámiðalda.

Handritið gaf Kristian Kålund út að mestu árið 1908, en skildi undan upphaf handritsins sakir þess að samsvarandi hluti úr öðru handriti, GKS 1812 4to, hafði áður verið gefinn út af Ludvig Larsson. Engin heildarútgáfa er því til af AM 194 8vo, og útgáfa Kålunds er komin nokkuð til ára sinna.

Í þessum fyrirlestri verður fjallað um nauðsyn nýrrar fræðilegrar útgáfu á AM 194 8vo sem fyrirlesari vinnur nú að. Útgáfan verður tvímála, á frummálinu og á ensku, enda hefur verið mikil þörf á þýðingum á minna þekktum íslenskum miðaldaritum.

Arngrímur Vídalín er doktor í íslenskum bókmenntum og aðjunkt í sömu grein við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Rannsóknir hans liggja á sviði bókmenntafræði og hugmyndasögu og nú vinnur hann að fræðilegri útgáfu á handritinu AM 194 8vo auk handbókar um Grettis sögu.

The talk will be delivered in Icelandic. All are welcome to attend.