Aðrir viðburðir

4. ráðstefna nemenda í norrænum miðaldafræðum

við Háskóla Íslands

í samstarfi við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Miðaldastofu
Laugardaginn 5. apríl 2014
Odda 101

Sjá: http://histudentconference.wordpress.com/

The 4th annual

Háskóli Íslands Student Conference

on the Medieval North

in association with Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum and Miðaldastofa
Saturday April 5, 2014
Oddi 101

See: http://histudentconference.wordpress.com/

—o—

Old Norse Editorial Philology

Thursday March 27, 2014, at 16.30
Árnagarður 311

Scholars in the field of Old Norse studies rely on accurate editions of medieval texts. Even if the editing of pre-modern texts is based on a long-standing philological tradition, it continues to present us with new challenges. The field has also been revolutionized in the last few years with the rapid development of digital media. The Centre for Medieval Studies is pleased to present two of the leading scholars in the field of Old Norse editorial philology, Odd Einar Haugen of the University of Bergen and Alex Speed Kjeldsen of Copenhagen University, who will be discussing different aspects of Old Norse editorial philology.

Odd Einar Haugen

Documentary and Eclectic Editions

A case study of Konungs skuggsjá

Odd Einar Haugen
Odd Einar Haugen

Konungs skuggsjá is arguably the most important work conceived and written in Norway in the Middle Ages. It has been preserved in a large number of manuscripts, the earliest being Norwegian while the younger manuscripts are Icelandic. In spite of this, not one of the 15 manuscripts is complete. The primary manuscript is the Norwegian AM 243 b a fol (ca. 1275), which once contained 86 leaves, but now has 68 leaves extant. In other words, it is 80% complete, but even so is regarded as the obvious Leithandschrift for any edition of the text. Since there are many other manuscripts of the work, it is possible to piece together a complete text, as has been done in the eclectic edition by Keyser, Munch and Unger (1848). They present the whole work in the orthography of the main Norwegian manuscript throughout the whole text, even when the text is based on younger Icelandic manuscripts. The approach of Ludvig Holm-Olsen in his 1945 documentary edition is the opposite one: he records the text of the main manuscript as far as it goes, and supplies the rest of the text from various Icelandic manuscripts, especially the 16th century AM 243 e fol. As a consequence, the orthography switches from Norwegian 13th century to Icelandic 16th century language, often in the middle of a sentence. This talk will discuss the problems of editing texts with a considerable degree of fragmentation: should the edition be eclectic or documentary?

Odd Einar Haugen is professor of Old Norse Philology at the University of Bergen. He has published in a number of areas, including textual criticism, editorial philology and text encoding. He has also published an Old Norse grammar and edited Handbok i norrøn filologi (2nd ed. 2013).

Alex Speed Kjeldsen

The Dynamic Aspects of Electronic Editions

A presentation of a forthcoming edition of the oldest original Icelandic charters

Alex Speed Kjeldsen
Alex Speed Kjeldsen

One of the most interesting characteristics of the electronic edition is its dynamic aspect. This is apparent in both the edition as such and in the way we—as editors and philologists—work with the text prior to publication. In my talk I will focus on how the editor as well as the end user can benefit from this. The point of departure will be my own work on a forthcoming edition of the oldest Icelandic charters (c1300–1450). I will include a practical demonstration of a prototype of this edition which will include multiple levels of transcription (with linguistically annotated text) combined with tagged digital images, advanced search interfaces, KWIC concordances and linking to external resources, e.g. dictionaries and digital maps. I will try to show how the combination of such features can make the edition more interesting to a larger target audience.

Alex Speed Kjeldsen holds a postdoctoral position at The Arnamagnæan Institute (Copenhagen University). He has edited Old Icelandic texts and published within the field of palaeography and language history. He is working on an electronic edition of the oldest Icelandic charters along with an investigation of their language and writing.

—o—

Miðaldastofa og Alþjóðamálastofnun/Rannsóknasetur um smáríki

Ísland í átökum stórvelda 1400–1600

Þriðjudaginn 25. febrúar 2014 kl. 16:30
Lögbergi 101

Um tveggja alda skeið, á tímabilinu 1400–1600, var Ísland í hringiðu átaka milli nokkurra stórra áhrifaafla á Norður-Atlantshafssvæðinu. Kalmarsambandið, Danakonungar, þýskar verslunarborgir, Hansaveldið og Englendingar áttu í erjum og jafnvel styrjöldum sín á milli vegna hagsmunaárekstra á Íslandi. Hver var staða Íslands á þessu tímabili? Var hér pólitískt tómarúm og verslunarstríð eða naut landið skjóls af hálfu stærri nágranna? Miðaldastofa og Alþjóðamálastofnun/Rannsóknasetur um smáríki efna til málþings um þessar spurningar þriðjudaginn 25. febrúar 2014 kl. 16.30 í stofu 101 í Lögbergi. Helgi Þorláksson, Baldur Þórhallsson og Sverrir Jakobsson flytja þar erindi.

Helgi Þorláksson

Englendingar, völd og verslun á 15. öld

Helgi Þorláksson
Helgi Þorláksson

Því hefur iðulega verið haldið fram að konungsvald hafi verið afar veikt á Íslandi á 15. öld, jafnvel svo veikt að myndast hafi valdatóm um skeið. Það á einmitt að hafa gerst þegar Englendingar færðu sig upp á skaftið sem kaupmenn og buðu landsmönnum vörur á kjörum sem þeir gátu ekki staðist. Enska öldin hóf innreið sína af fullum þunga á bilinu 1430–50. Hvað merkir valdatóm í þessu samhengi? Losnaði Íslandi þá að mestu úr tengslum við dansk-norska konungsvaldið? Réðu Englendingar því sem þeir vildu ráða á Íslandi og voru höfðingjar þeim auðsveipir og þakklátir fyrir vöruflutninga þeirra til landsins?

Helgi Þorláksson er prófessor í sagnfræði við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands. Hann hefur meðal annars rannsakað verslunarsögu og fæðardeilur fyrir 1700.

Baldur Þórhallsson

Alþjóðasamskipti Íslendinga frá 1400 til siðaskipta

Efnahags- og menningarlegt skjól frá Englendingum og Þjóðverjum í pólitísku tómarúmi Danaveldis

Baldur Þórhallsson
Baldur Þórhallsson

Kenningar smáríkjafræða og alþjóðasamskipta gera ráð fyrir að smáríki njóti jafnan skjóls af hálfu stærri eininga í alþjóðakerfinu. Þær kenningar hafa fyrst og fremst miðast við ríkjakerfi nútímans, en hér er tekin upp sú nýbreytni að beita þeim á tímabilið frá 1400 til siðskipta og spyrja hvort Ísland hafi notið skjóls af hálfu nágranna sinna á því tímabili? Helstu niðurstöður eru þær að Ísland hafi notið efnahagslegs og félagslegs skjóls af hálfu Englendinga og Þjóðverja á tímabilinu en að pólitískt skjól hafi verið lítið í reynd, enda Danakonungur ófær um að beita sér að verulegu leyti á Íslandi fyrr en undir siðaskipti.

Baldur Þórhallsson er prófessor í stjórnmálafræði og Jean Monnet Chair í Evrópufræðum við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Rannsóknir hans eru á sviði Evrópufræða og smáríkjafræða og lúta meðal annars að mikilvægi alþjóðasamskipta í sögu Íslands.

Sverrir Jakobsson

Ríkisvald á Íslandi á 15.öld: Stjórnleysi eða stefnufesta?

Sverrir Jakobsson
Sverrir Jakobsson

Nokkrar breytingar urðu á skipulagi og ráðstöfun sýslumannsembætta í Breiðafirði frá og með miðri 15. öld og má tengja þær við stefnu Björns Þorleifssonar sem hirðstjóra og æðsta umboðsmanns konungs á Íslandi. Í þessu erindi er ætlunin að greina stefnu Björns í samhengi við stöðu konungsvalds á Íslandi og rótgrónar hugmyndir um að fyrri hluti 15. aldar hafi einkennst af stjórnleysi eða „alveldi Englendinga“.

Sverrir Jakobsson er lektor í miðaldasögu við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands. Hann hefur m.a. rannsakað heimsmynd og íslenskt þjóðerni, friðarviðleitni kirkjunnar og valdamiðstöðvar, m.a. í Breiðafirði.

—o—