Starfsreglur Miðaldastofu

1. grein

Almennt

Miðaldastofa er starfrækt við Háskóla Íslands í samræmi við 4. grein reglna um Hugvísindastofnun. Hún heyrir undir Hugvísindasvið og starfar innan vébanda Hugvísindastofnunar.

2. grein

Hlutverk og markmið

Miðaldastofa er vettvangur fyrir rannsóknir í miðaldafræðum og fyrir þverfræðilegt samstarf og verkefni sem varða málefni og miðlun miðaldafræða.

Markmið Miðaldastofu er að:

  • leiða saman miðaldafræðinga úr mismunandi fræðigreinum,
  • skipuleggja rannsóknaverkefni og eiga aðild að þeim,
  • standa fyrir ráðstefnum og málstofum,
  • stuðla að samstarfi við stofnanir innan og utan Háskóla Íslands,
  • beita sér fyrir útgáfu fræðilegs efnis um miðaldir.

3. grein

Aðild

Rétt til aðildar að stofunni eiga allir þeir sem stunda rannsóknir í miðaldafræðum við Háskóla Íslands og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Heimilt er stjórn stofunnar að veita öðrum fræðimönnum eða doktorsnemum, sem þess óska, aðild.

4. grein

Stjórn, fundir og fjármál

Rannsóknastofan skal hafa þriggja manna stjórn og þrjá til vara sem kjörin er til tveggja ára í senn á aðalfundi. Stjórnarseta er ólaunuð. Að lágmarki skal einn stjórnar-maður vera fastur starfsmaður Hugvísindasviðs og formaður stjórnar skal alltaf koma úr röðum fastra starfsmanna sviðsins. Formaður stjórnar er valinn á aðalfundi en stjórnin kemur sér saman um hver gegni hlutverki varaformanns. Stjórn Miðaldastofu skal halda a.m.k. einn stjórnarfund á ári, auk aðalfundar, og senda Hugvísindastofnun upplýsingar, þegar kallað er eftir þeim, til birtingar í ársskýrslu.

Rannsóknir innan Miðaldastofu eru að jafnaði fjármagnaðar með styrkjum og vinnu-framlagi fastra starfsmanna. Miðaldastofa nýtur ekki fastra fjárframlaga frá Hug-vísindasviði eða Hugvísindastofnun, en getur sótt um starfstengda styrki.

Hugvísindastofnun leitast til við að veita stofunni aðstöðu í samstarfi við aðra.

5. grein

Forstöðumaður og starfsmenn

Forseta hugvísindasviðs er heimilt að ráða stofunni forstöðumann að fenginni tillögu stjórnar stofunnar, sbr. 6. tölul. 4. mgr. 27. gr. reglna fyrir Háskóla Íslands. Forseti hugvísindasviðs setur forstöðumanni erindisbréf. Skal sá sem ráðinn er forstöðumaður að lágmarki hafa meistaragráðu eða annað sambærilegt háskólapróf en doktorsgráða er æskileg.

Forstöðumaður vinnur að rannsóknum á sviði miðaldafræða:

a) með eigin rannsóknum,
b) með umsóknum og þátttöku í innlendum, norrænum og evrópskum rann-sóknaráætlunum,
c) með því að hvetja til rannsókna á ofangreindu sviði.

Forstöðumaður annast daglegan rekstur stofunnar, sér um áætlanagerð og fjáröflun og samræmir fjáröflunarleiðir. Forstöðumaður sér enn fremur um framkvæmd á öðrum þeim málum, sem stjórnin felur honum.

Um ráðningu annars starfsfólks fer eftir ákvæðum reglna fyrir Háskóla Íslands. Sé um að ræða ráðningu í starf, og ekki er gert ráð fyrir því starfsheiti í reglunum, fer forstöðumaður með ráðningarmálið, að höfðu samráði við forseta Hugvísindasviðs og stjórnarformann Miðaldastofu.

Reglur Miðaldastofu eru staðfestar af stjórn Hugvísindastofnunar.