Við Hugvísindasvið Háskóla Íslands er unnt að leggja stund á MA-nám í miðaldafræði á nokkrum kjörsviðum. Námið á að veita efnilegum stúdentum með viðeigandi bakgrunn tækifæri til þess að stunda markvisst rannsóknanám á kjörsviði sínu undir handleiðslu viðurkenndra fræðimanna og jafnframt búa þeim umgjörð sem gerir þeim kleift að öðlast þá þekkingu og færni sem krafist er á rannsóknarsviðinu. Jafnframt þessari braut eru starfræktar tvær alþjóðlegar brautir sem ætlaðar eru erlendum nemendum (Medieval Icelandic Studies og Viking and Medieval Norse Studies).
Kjörsvið í Miðaldafræði:
- Miðaldafræði
Námsleiðin er þverfagleg og hentar þeim sem vilja öðlast innsýn í ólík svið miðaldafræða. Meistaraverkefni er þó unnið á afmörkuðu kjörsviði. - Íslenskar miðaldabókmenntir
Kjörsviðið hentar þeim sem vilja sérhæfa sig í rannsóknum á íslenskum miðaldabókmenntum. - Evrópskar miðaldabókmenntir
Kjörsviðið hentar þeim sem vilja sérhæfa sig í rannsóknum á evrópskum miðaldabókmenntum. - Miðaldasaga
Kjörsviðið hentar þeim sem vilja sérhæfa sig í rannsóknum á íslenskri miðaldasögu. - Miðaldafornleifafræði
Kjörsviðið hentar þeim sem vilja sérhæfa sig í rannsóknum á íslenskri miðaldafornleifafræði.
Umsjónarkennari MA-náms í miðaldafræðum er Gunnar Harðarson, prófessor við Sagnfræði- og heimspekideild. Sjá nánar í Kennsluskrá Háskóla Íslands.