Strengleikar 2015-2016

Program in reverse order:

William Ian Miller

Psychological Acuity in the Sagas

You don’t know what you’ve been missing

Fimmtudaginn 10. mars 2016 kl. 16.30
Öskju 132

William Ian Miller
William Ian Miller

It is commonly noted about the sagas that the narrator does not enter inside the heads of his characters, but remains a kind of reporter. There are of course exceptions which have been noted, and claimed as breaches of the classic saga style. I, however, find sophisticated dealings with internal states quite usual in the sagas. I want to deal at some length with two saga scenes in particular to show just how subtle and clever the treatments of internal states, whether these be emotions, or legal matters of intention, of ‘meaning it’. There is not time enough to deal with the issue adequately, but if you wish to get a heads up, take a glance at Njáls saga ch. 8 and the toe-pulling scene in Hrafnkatla, the latter I will show to be as good a treatment of the problem of verifying the content of ‘other minds’, the inter-subjectivity problem, as can be found outside philosophical treatments of the issue. Time permitting I will take an excursus into matter of intentionality, specifically how discerning intent in matters of “accidents” works and the deep distrust people have regarding the sincerity of apologies.

There is mild polemic that will inform the talk: that these medieval people were much better psychologists than we are in our age of therapy and neuroscience. How is it we suspend our disbelief sufficiently to let an author inside the head of her characters and think that is somehow more “realistic” than when the narrator stays outside the inside, and is instead relegated to reading interiority of another as you and I must do it in all our social interactions? And that is before we get to the fatuousness that allows us to believe that an fMRI is showing us the truth. Indeed we often find our readings of another’s internal states to be on average more accurate than readings of our own. Hence the whole basic assumption of our cult of therapy. The stakes were higher back then, in an honor culture, of mis-reading another’s internal states. And because the stakes were higher we should maybe not be surprised that so was their skill level in these matters.

William Ian Miller is the Thomas G. Long Professor of Law at the University of Michigan and Honorary Professor of history at the University of St. Andrews. He has written extensively on the bloodfeud, mostly as manifested in saga Iceland: Bloodtaking and Peacemaking (1990), Eye for an Eye (2006), Audun and the Polar Bear (2008); “Why is your Axe Bloody”: A Reading of Njáls saga (2014). He has also written books about various emotions, mostly unpleasant ones: Humiliation (1993), The Anatomy of Disgust (1997), The Mystery of Courage (2000), Faking It (2003), and Losing It (2011) about the loss of mental acuity, mostly his own, that comes with age.

—o—

Jóhanna Katrín Friðriksdóttir

„Bækr nem þú blíðliga“: Konungs skuggsjá, konur og handrit frá síðmiðöldum

Þriðjudaginn 9. febrúar 2016 kl. 16.30
Öskju 132

Jóhanna Katrín Friðriksdóttir
Jóhanna Katrín Friðriksdóttir

Konungs skuggsjá, norskt rit sem samið var um miðja 13. öld við hirð Hákonar Hákonarsonar, naut mikilla vinsælda á Íslandi á 15. og 16. öld eftir fjölda handrita að dæma. Hægt er að rekja mörg handritanna til valdaætta í Eyjafirði og virðist Konungs skuggsjá hafa notið meiri vinsælda þar en annars staðar á landinu. Nokkur þessara handrita voru pöntuð af eða rituð fyrir konur og sömuleiðis gengu þau sum í erfðir í kvenlegg allt þar til Árni Magnússon komst yfir þau. Í fyrirlestrinum verða þessi handrit skoðuð nánar og ég mun gera grein fyrir uppruna þeirra, eigendasögu, efnislegum einkennum og öðrum textum í þeim eftir því sem efni standa til. Af þessum upplýsingum er hægt að draga ýmsar ályktanir og ég mun leitast við að svara því, hvað þessi áhugi á Konungs skuggsjá og handritin hennar getur sagt okkur um bókmenntir og menningu í efri stéttum Íslands á síðmiðöldum, sérstaklega um viðhorf til erlendrar hirðmenningar og konungsvalds, en einnig til trúar og góðra dyggða. Í þessu samhengi mun ég einnig velta upp spurningum um hlutverk kvenna í bókmenningu sem og menntun barna. Þannig mun ég skoða íslenska menningu og sögu síðmiðalda í víðara samhengi út frá einum texta sem er ekki venjulega tengdur við Ísland á þessum tíma.

Jóhanna Katrín Friðriksdóttir er Marie Curie styrkþegi á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og stundar þar rannsóknir á bókmenntum og handritamenningu síðmiðalda. Hún lauk doktorsprófi frá Oxford árið 2010 og fjallaði doktorsritgerð hennar um konur og vald í norrænum fornbókmenntum. Jóhanna hefur birt ýmsar greinar um miðaldabókmenntir og ritstýrt bæði tímaritinu Griplu og greinasafninu Góssið hans Árna.

—o—

Timothy Bourns

Human-Animal Transformations in Medieval Icelandic Literature

Tuesday January 12, 2016, at 16.30
Öskju 132

Timothy Bourns
Timothy Bourns

A close reading of medieval Icelandic literature reveals how multiple dichotomies – animal/human, wild/domestic, savage/civilized, forest/city, nature/culture – can be mapped onto one another and become mutually destabilized when human and animal characters undergo physical and psychological transformations.

In the sagas, people acquire the ability to change into animals either through consumption of an animal’s flesh or blood, by wearing an animal’s fur or feathers, or via magic. Rather than inhabiting a stable and singular location in the liminal space between animal and human, these characters exhibit a constant oscillation between the two categories. Such a process is described by Deleuze and Guattari: ‘To become animal is to participate in movement, to stake out a path of escape in all its positivity, to cross a threshold, to reach a continuum of intensities’. In a transition from major (the constant) to minor (the variable), all classifications simultaneously deconstruct; when the categories of ‘human’ and ‘animal’ are interrupted, multiple movements are always at work.

Select examples, including the werewolves Sigmundr and Sinfjötli in Völsunga saga, the bear-man Björn in Hrólfs saga kraka, and the dog-king Saurr in Hákonar saga góða, suggest that medieval Icelandic authors and audiences had a nuanced understanding of the complex interconnections between themselves, animals, and their shared environments.

Timothy Bourns holds a master’s degree in Medieval Icelandic Studies. He is currently a Ph.D. student at Oxford University.

—o—

Alison Finlay

A Thing of Shreds and Patches

The Lacunae in Bjarnar saga Hítdœlakappa

Þriðjudaginn 17. nóvember 2015 kl. 16.30
Oddi 101

Alison Finlay
Alison Finlay

Bjarnar saga Hítdœlakappa is not one of the best known of the Sagas of Icelanders, partly because of its poor state of preservation. It survives only in paper manuscripts of the seventeenth century and later, apart from two leaves from a fourteenth-century manuscript — enough to show that the surviving copies do not closely represent the medieval text. The verses are particularly garbled. More significantly, the beginning of the saga is missing; and there is a further lacuna, probably caused by the loss of a single manuscript leaf.

By good luck, we can substitute for the lost beginning of the saga an extract from it that was incorporated in Bæjarbók, an expanded fourteenth-century version of the Separate Saga of St Óláfr that drew on the saga for material about Icelanders visiting the Norwegian court. The first five chapters of the edited saga use this text, substituted for an unknown number of chapters in the original. There is no way of reconstructing the later lacuna.

This paper deals with the strategies used by editors and copyists to reconstruct the saga as far as possible, and considers what can be known or surmised about what we have lost. Bjarnar saga is one of the so-called poets’ sagas, which share the narrative of a quarrel between poets over the love of a woman. What can be deduced from comparison with the other sagas of this group, and with other Íslendingasögur? What does the substituted beginning of Bjarnar saga tell us about relationship between konungasögur and Íslendingasögur? The construction of the saga is haphazard in many ways: to what extent have the textual problems served as an alibi for this?

The lecture will be delivered in English.

Alison Finlay is Professor of Medieval English and Icelandic Literature at Birkbeck College, University of London. She has written on the poets’ sagas, edited skaldic poetry and translated many texts into English, most recently Heimskringla in collaboration with Anthony Faulkes. She is currently working on a translation of Sturlunga saga.
—o—

Hildur Gestsdóttir

Fjölskyldan á Hofstöðum

Fornleifafræðileg rannsókn á kirkjugarði

Fimmtudaginn 5. nóvember 2015 kl. 16.30
Öskju 132

Hildur Gestsdóttir
Hildur Gestsdóttir

Sumarið 2015 lauk tíu ára fornleifauppgrefti á kirkjugarðinum á Hofstöðum í Mývatnssveit. Á þeim tíma voru grafnar upp leifar a.m.k. tveggja kirkna auk 170 grafa sem tímasettar eru frá seinni hluta 10. aldar og fram á 13. öld. Í erindinu verður farið yfir sögu rannsóknarinnar og sagt frá fyrstu niðurstöðum. Einnig verður fjallað um næstu skref í rannsókninni en fram undan er mikil úrvinnsla.

Stærsti þátturinn í því verki er rannsókn á mannabeinasafninu, stórsæjar fornmeinafræðilegar rannsóknir, auk ísótópa- og aDNA-greininga, og verður fjallað um möguleikana sem slíkar rannsóknir veita. Í doktorsrannsókn minni — þar sem ég skoðaði slitgigt í fornum beinasöfnum, þar með talið á hluta beinagrindasafnsins frá Hofstöðum — kom í ljós að mjög margir þeirra sem grafnir eru í kirkjugarðinum væru líklega líffræðilega skyldir. Er markmiðið í rannsókninni því meðal annars að svara spurningunni hvernig við getum fjallað um fjölskylduna innan fornleifafræðinnar út frá rannsóknum á fornum mannabeinum, en fram að þessu hefur hugtakið fjölskylda ekki fengið mikla athygli innan fornleifafræðinnar.

Hildur Gestsdóttir er með doktorsgráðu í fornleifafræði frá Háskóla Íslands en hún starfar núna sem verkefnastjóri á Fornleifastofnun Íslands. Sérgrein hennar er mannabeinarannsóknir en síðustu árin hefur helsta rannsóknarverkefni hennar verið uppgröfturinn á kirkjugarðinum á Hofstöðum í Mývatnssveit.

—o—

Anders Winroth

Canon Law in Iceland and in Europe

Tuesday November 3, 2015, at 16.30
Oddi 101

Anders Winroth
Anders Winroth

The medieval church regulated its internal affairs through canon law, which also claimed jurisdiction over many matters that today are thought of as thoroughly secular, such as sexual mores, marriages, and the law of war. The same rules were applied all over western Europe, including Iceland. The two episcopal sees in Skálholt and Hólar owned many canon law books, and I will argue that they possessed the essential works that were needed for the operation of the courts that over which each bishop presided. Other preserved sources allow us to observe at least snapshots of the practice of canon law in those courts, and I will compare that practice to how courts ran on the European continent. I will argue that the practice of Icelandic courts, insofar as we are able to reconstruct it, very well fits the European context.

The lecture will be delivered in English.

Anders Winroth is a Professor of History at Yale University. After studies in Stockholm, Anders Winroth earned his PhD at Columbia University, New York, in 1996. He is the Forst Family Professor of History at Yale University since 1998 and was a John D. and Catherine T. MacArthur Fellow, 2004-2008. He is secretary of the Institute of Medieval Canon Law. His current research concerns medieval law and the history of the Vikings.

—o—

Lísabet Guðmundsdóttir

Lækjargata hin eldri

Leifar af skála frá 10. eða 11. öld

Fimmtudaginn 22. október 2015 kl. 16.30
Öskju 132

Lísabet Guðmundsdóttir
Lísabet Guðmundsdóttir

Síðastliðið vor hófst fornleifauppgröftur á lóð Lækjargötu 10–12 vegna fyrirhugaðra framkvæmda. Í fyrirlestrinum verður fjallað um fornleifarannsóknina í sumar og helstu niðurstöður kynntar. Þess ber þó að geta að úrvinnsla er skammt á veg komin.

Lóðin ásamt svæðinu í kring var áður hluti af Austurvelli sem var tún Víkurbænda. Austurvöllur var lengi votlendur og því óhentugur til bygginga. Þar var þó Dómkirkjunni valinn staður árið 1787. Suðaustan við Dómkirkjuna reisti Einar Valdason tómthúsmaður torfbæinn Kirkjuból sem síðar var nefnur Lækjarkot. Lækjarkot var rifið árið 1887 og var þá byggt timburhús á lóðinni, Lækjargata 10a. Við fornleifarannsókn komu báðar þessar byggingar í ljós en minjarnar höfðu raskast verulega við ýmiss konar framkvæmdir í gegnum tíðina. Undir 18. og 19. aldar minjunum voru ummerki um eldra mannvirki. Varðveitt lengd mannvirkisins var 22 m en skorið hefur verið á bygginguna að sunnan- og norðanverðu. Breidd var um 4–5 m að innanmáli. Torfveggir voru strenghlaðnir og var landnámsgjóska í strengjum. Í norðurenda var mikill langeldur, 5,2 m á lengd. Í mannvirkinu voru að minnsta kosti fjögur rými og hefur mismunandi starfsemi átt sér stað í hverju rými fyrir sig. Starfsemin hefur svo tekið breytingum í gegnum tíð og tíma og byggingin þá löguð að því. Talsvert af gripum fannst við rannsóknina og má þá helst nefna snældusnúða, sörvistölur, brýni og ýmsa járngripi. Út frá gripasamsetningu og afstöðu gjóskulaga er talið að byggingin sé frá 10. eða 11. öld.

Lísabet Guðmundsdóttir er með MA-gráðu í fornleifafræði frá Háskóla Íslands. Hún starfar sem fornleifafræðingur hjá Fornleifastofnun Íslands. Hennar meginrannsóknarsvið er viðargreining og viðarnýting til forna.

—o—

Mikael Males

Vellekla, Snorri, and Óðinn in the Tree

Is This the Right Chronological Order?

Thursday October 8, 2015, at 16.30
Öskju 132

Mikael Males
Mikael Males

The stanzas in Hávamál describing how Óðinn is hanging in a wind-blown tree have been subject to much debate. Historians of religion find them particularly valuable since this is one of the rare instances where a ritual of sorts is described. Others have found them suspicious because of the many—or rather too many—parallels between these stanzas and the Passion of Christ. Needless to say, these two positions cannot easily be reconciled.

In this talk, I wish to reassess the evidence, but more importantly, I shall introduce a new and quite different argument into the debate. A semantic analysis of the word Óðrørir/Óðrerir will show that these stanzas have been affected by Snorri’s reinterpretation of Vellekla, and that the Christian parallels must therefore in all likelihood be understood as, indeed, Christian.

I will attempt to strike a middle ground between the two opposing schools of interpretation. Skaldic poetry shows us that Óðinn had been associated with hanging—indeed his own hanging—for a long time, and while he may not have been wounded by a spear before, the Passion suggested such a use of the weapon, the spear itself had been his all along. Óðinn’s lack of food or drink and his resurrection, by contrast, are probably pure borrowings. Even so, the analysis will show that Christian composition need not imply that an ostensibly traditional motif lacks all foundation in pre-Christian tradition.

Mikael Males is a postdoctoral fellow of Old Norse Philology at the University of Oslo. He specializes in skaldic poetry and Icelandic grammatical literature. His main focus lies on medieval reception of the native tradition and on the interplay Latin learning and local poetics.

The lecture will be delivered in English.

—o—

Kolbrún Haraldsdóttir

Eiríks saga víðfǫrla í miðaldahandritum

Fimmtudaginn 17. september 2015 kl. 16.30
Askja 132 — ath. nýjan stað

Kolbrún Haraldsdóttir
Kolbrún Haraldsdóttir

Eiríks saga víðfǫrla er varðveitt í u.þ.b. 60 handritum, sem má flokka í fjórar mismunandi gerðir, A, B, C og D. Af þeim eru A- og B-gerðirnar frá miðöldum, og C-gerðin, sem einvörðungu er varðveitt í handritum frá 17. öld, hefur eflaust verið það sömuleiðis, en D-gerðin er blendingsgerð líklegast frá 17. öld. Frá miðöldum eru því aðeins varðveitt handrit af A- og B-gerð, samtals fimm talsins: Af A-gerð: 1) GKS 1005 fol., Flateyjarbók, frá 1387 (sagan heil), 2) AM 720 a 4to VIII frá fyrri helmingi 15. aldar (rúmlega þriðjungur varðveittur) og 3) AM 557 4to, Skálholtsbók, frá því um 1420 (tæplega helmingur varðveittur); af B-gerð: 4) AM 657 c 4to frá síðari helmingi 14. aldar (sagan heil) og 5) GKS 2845 4to frá því um 1450 (rúmlega helmingur varðveittur). Ekki er ætlunin að ræða gerðirnar fjórar og þau textafræðilegu rök, sem flokkun handritanna er reist á, heldur verður hugað að því, hvaða orsakir hafa legið til þess, að Eiríks saga víðfǫrla var skráð í fyrrnefnd fimm miðaldahandrit og hvers vegna henni var skipað þar niður í handritunum, sem raun ber vitni. Ástæða er til að ætla, að ekki einvörðungu efni sögunnar, heldur einnig sögusýn miðalda hafi skipt höfuðmáli. Verður hugað að eftirmála, sem Jón Þórðarson, skrifari Flateyjarbókar, bætti við söguna, þar sem hann gerir grein fyrir, hvers vegna hann setti söguna fremst í Flateyjarbók. Verða ummæli Jóns skoðuð nánar og kannað, hvort sömu ástæður og í Flateyjarbók kunni að hafa verið fyrir skrásetningu sögunnar í hinum miðaldahandritunum fjórum.

Kolbrún Haraldsdóttir lauk cand.mag. prófi í íslensku frá Háskóla Íslands, stundaði framhaldsnám í miðaldafræðum við Ludwig-Maximilians-Universität München, var „førsteamanuensis“ í íslensku við háskólann í Björgvin 1988–1990, sendikennari í íslensku við háskólann í Erlangen 1991–2013 og jafnframt fastráðinn fræðimaður frá 2004. Rannsóknir hennar eru á sviði handrita- og textafræði og hafa einkum snúist um Flateyjarbók.