Centre for Medieval Studies Lecture Series 2016–2017

Guðmundur J. Guðmundsson

Íslenskir innflytjendur í Englandi 
1438 til 1524

Thursday October 13, 2016, at 16.30
Lögberg 101

gudmundur-j-gudmundsson-2016-02
Guðmundur J. Guðmundsson

Í Englandi hefur á undanförnum árum verið byggður upp gríðarmikill gagnagrunnur yfir þá erlendu innflytjendur sem settust að á Englandi á síðmiðöldum og fram á árnýöld og heimildir finnast um í gögnum The National Archives. Í þessum gagnagrunni er að finna upplýsingar um um það bil 155 Íslendinga sem fluttu til Englands á árunum 1438–1526. Í þessum fyrirlestri verður fjallað um þennan Íslendingahóp eftir því sem heimildir leyfa, greint frá hvar þeir bjuggu, hvað þeir fengust við í nýjum heimkynnum og hvernig þeim vegnaði þar. Stærstu Íslendingahóparnir settust að í Hull og nágrenni og svo í verslunarborginni Bristol en kaupmenn og sæfarar frá báðum þessum borgum voru áberandi í Íslandssiglingum á Ensku öldinni sem svo hefur verið nefnd. Íslendingahóparnir í Hull og Bristol verða síðan bornir saman við tvo aðra hópa innflytjenda sem einnig hösluðu sér völl á sömu slóðum, franska og hollenska innflytjendur.

Guðmundur J. Guðmundsson er cand. mag. í sagnfræði frá Háskóla Íslands og kennari við Menntaskólann í Reykjavík. Helstu rannsóknarsvið hans í sagnfræði eru samtímasaga, einkum þorskastríð Íslendinga og Breta, og svo íslensk miðaldasaga. Hann hefur einnig fengist við fornleifafræði og rannsakað manngerða hella og önnur neðanjarðarmannvirki, svo sem námur. Hann er einnig höfundur kennslubóka í Íslands- og mannkynssögu fyrir grunn- og framhaldsskóla.

The talk will be delivered in Icelandic. All are welcome to attend.