Cloisters and Culture in Iceland and the North 
in the Middle Ages

Jón Viðar Sigurðsson

„Atburðr á Finnmǫrk“: Samvinna erkibiskups, biskupa og ábóta á Íslandi

Fimmtudaginn 12. desember  2013 kl. 16.30
Odda 106

Jon Vidar Sigurdsson
Jón Viðar Sigurðsson

Um 1360 réð prestur einn af Hálogalandi sig á skip með kaupmönnum sem sigldu til Finnmarkar. Þar upplifði hann kraftaverk. Presturinn skrifaði til erkibiskups í Niðarósi og greindi frá þessum atburði. Erkibiskup lét opinbera hann í dómkirkjunni. Einn af klerkum erkibiskups skrifaði síðan niður þessa atburði á latínu og sendi bréf til tveggja bræðra á Möðruvöllum. Þeir fóru með það til Einars Hafliðasonar, officialis við Hólakirkju, sem „sneri í norrænumál“. Í fyrirlestri mínum nota ég þessa frásögn til að fjalla um þýðingar á gögnum erkibiskups og ræða hvort íslensku biskupsstólarnir hafi gegnt hlutverki sem skjalaþýðendur hans.

Jón Viðar Sigurðsson er prófessor í sagnfræði við Oslóarháskóla. Rannsóknir hans lúta einkum að stjórnmála- og kirkjusögu á Íslandi og í Noregi á miðöldum.