Klausturmenning á Íslandi og Norðurlöndum á miðöldum

Guðrún Harðardóttir

Hvað segja innsiglin? Myndheimur íslenskra klausturinnsigla

Fimmtudaginn 9. janúar  2014 kl. 16.30
Árnagarði 423

Gudrun Hardardottir
Guðrún Harðardóttir

Innsigli voru mikilvægur þáttur í menningu miðalda og sem slík heimild um sjónmenningu þessa tíma. Ætla má að myndefni innsigla sé að stórum hluta táknrænt og í því felist einhver tjáning á sjálfsmynd eigenda þeirra. Í fyrirlestrinum verður sjónum beint að íslenskum klausturinnsiglum. Skoðað verður hvort áberandi munur sé milli innsigla klausturreglnanna tveggja sem störfuðu á Íslandi, benediktína og ágústína. Einnig hvort myndirnar birta almennar hefðir viðkomandi klausturreglu eða hvort um einhver „séríslensk“ afbrigði sé að ræða. Til að sjá íslensku innsiglin í skýrara ljósi er nauðsynlegt að skoða þau í samhengi hinnar alþjóðlegu miðaldakirkju, einkum innan Niðarósserkibiskupsdæmis, eftir því sem tök eru á.

Guðrún Harðardóttir er sérfræðingur við húsasafn Þjóðminjasafns Íslands. Rannsóknir hennar lúta einkum að kirkjubyggingum miðalda og ýmsum öðrum þáttum byggingararfsins.