Landnám Íslands

03 Landnám Audur og Emily

—o—

Auður Ingvarsdóttir

Forn fræði og ættartölur: sönn tíðindi eða goðsögur?

Heimildargildi Landnámabókar

Fimmtudaginn 23. október 2014 kl. 16.30
Odda 101

Audur Ingvarsdottir
Auður Ingvarsdóttir

Margir nútímamenn hafna Landnámu sem heimild um atburði fortíðar og raunverulega landnámstíð en telja að hún geti aðeins nýst sem heimild um ritunartímann og samfélagslega háttu samtímamanna ritarans. Sögulegar frásagnir Landnámu hafa þannig jafnvel verið afskrifaðar sem „goðsögur og uppspuni“. Aðrir taka ekki eins djúpt í árinni og telja Landnámu geti nýst sem heimild um forna atburðasögu. Jón Jóhannesson telur t.d. að Landnámabók sé „aðalheimildin um byggingu Íslands“. Ekki voru allar frásagnir Landnámu þó jafn merkilegar því að hægt væri að skipta textanum í frumtexta og síðari viðbætur og innskot. En að hans mati var nauðsynlegt fyrir hvern þann sem vildi nota Landnámabók sem sögulega heimild „að kappkosta að komast svo nálægt frumtextanum sem unnt er“. Hvernig er hægt að komast að frumtextanum? Hvaða fílólógísk mælitæki eru möguleg til þess að grafa upp frumtextann? Jón Jóhannesson var áhrifamikill fræðimaður og skoðun hans endurómar í ritum síðari tíma fræðimanna. Jakob Benediktsson, sem var einn helsti Landnámufræðingur um langt árabil, segir t.d. að „allri varúð verði að beita við heimildargildi hennar, þó einkum í þeim köflum sem sannanlegt er eða líklegt að breytt hafi verið verulega í yngri gerðunum“. Hér liggur að baki ákveðinn skilningur á tilurð Landnámu og þróun og á því hvers konar rit hún hafi verið í upphafi. Var Landnáma upphaflega hugsuð sem fjölbreytilegt sagnarit um landnámsmenn og afkomendur og fyrstu byggð í landinu eða var hér um að ræða nytsama skrá höfðingjum landsins til hagræðis?

Auður Ingvarsdóttir er sjálfstætt starfandi sagnfræðingur við Reykjavíkurakademíuna. Rannsóknir hennar lúta einkum að Landnámu.

— o —

Emily Lethbridge

Landnám in the Íslendingasögur

Some Digital Mapping Perspectives

Fimmtudaginn 23. október 2014 kl. 16.30
Odda 101

emily_lethbridge
Emily Lethbridge

In this lecture I propose to introduce and then put to use the digital resource I have been developing (the Icelandic Saga Map) to explore certain motifs and narrative structures associated with the claiming and naming of land as represented in the Íslendingasögur.

Unsurprisingly, the opening chapters of sagas (or those describing the arrival of new settlers in Iceland) often have dense clusters of explanatory place-name anecdotes, e.g. „Fundu þeir þar andir margar og kölluðu Andakíl en Andakílsá er þar féll til sjávar“ (Egils saga, ch. 28). But why is it that some sagas — Egils saga, Harðar saga, and Laxdæla saga to name three examples — have such a high proportion of these place-name anecdotes whilst other sagas make use of this device much less frequently? In my paper, I will analyse the distribution of places around Iceland whose names are given specific narrative explanations in the opening chapters of many sagas. I will use the Icelandic Saga Map to identify variation from one saga to another, and to visually represent the extent to which discernible regional variation exists. Observations made by Þórhallur Vilmundarson (e.g. 1991) regarding the relationship between place-names and the origins of the sagas will be re-evaluated in light of the new perspectives offered by this spatial visualisation of place-name/anecdote trends or patterns in the sagas.

Finally, I will reflect on some of the advantages of developing and using digital resources such as the Icelandic Saga Map in conjunction with more traditional methods of edition/manuscript-based scholarly analysis of the Íslendingasögur.

Emily Lethbridge er nýdoktor við Miðaldastofu Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar lúta einkum að varðveislu Íslendingasagna, bæði í handritum og í landslagi í gegnum landslag og örnefni. Jafnframt hefur Emily verið stundakennari við Háskóla Íslands.