Landnám Íslands

03 Landnám Kristjan og Nikola.003
—o—

Kristján Árnason

Tunga nemur land

Fimmtudaginn 6. nóvember 2014 kl. 16.30
Odda 101

Kristjan Arnason
Kristján Árnason

Ég hyggst ræða um tungutak landnámsmanna og uppruna íslenskrar málmenningar í félagsmálfræðilegu ljósi: Hvaða tungumál eða mállýskur voru talaðar hér á landi fyrst eftir landnám?

Íslenska er norskt innflytjendamál og sagt hefur verið að hún hafi orðið til sem blanda úr mállýskum heimalandsins. Einnig heyrist því haldið fram að hér hafi verið fjölþjóðlegt samfélag og menningardeigla þar sem til dæmis Írar hafi verið fjölmennir meðal landnámsmanna og að þetta hafi getið af sér blómlegar bókmenntir. Samt sjást hér ekki merki um málblöndun (pidginiseringu) sem gjarna fylgir snertingu ólíkra tungna eða málafbrigða á menningarmótum. Við upphaf ritaldar verður ekki vart við álitamál um það hvaða málafbrigði beri að velja til skrásetningar á lögum, til sagnaritunar eða nota við þýðingar á latneskum textum.

Tilurð staðlaðra ritmála og menningartungna er í eðli sínu flókið ferli þar sem ólík viðmið eiga það til að keppa innbyrðis (samanber t.d. sögu ensku og þýsku við lok miðalda og ekki síður norsku á 19. og 20. öld). Slík vandamál komu ekki upp hér á landi eða í Noregi við upphaf ritaldar upp úr 1100. Stöðugleiki norræns, ekki síst íslensks, ritmáls á síðmiðöldum bendir þannig ekki til mállegs glundroða á landsnámstíð; frekar til þess að viðmið um rétt eða rangt mál hafi allt frá upphafi verið tiltölulega skýr. Þar hefur munnleg geymd skáldskapar og lagatexta eflaust haft áhrif. Á síðmiðöldum var þessi norræna tunga, sem síðar kallaðist íslenska, mál norska konungsríksins og nýlendna þess.

Kristján Árnason er prófessor í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands. Hann hefur fengist við rannsóknir á hljóðafari íslensku og færeysku í sögulegu og félagslegu ljósi. Einnig hefur hann sinnt bragfræði og skáldskaparfræði fornmálsins og fjallað um málstýringu og málrækt.

— o —

Nikola Trbojević

Investigating the Icelandic Landnám deforestation through agent-based modelling

Fimmtudaginn 6. nóvember 2014 kl. 16.30
Odda 101

Nikola Trbojevic 01
Nikola Trbojević

The process of settlement in Iceland in the late 9th and early 10th centuries was followed by an enormous rate of deforestation caused by the needs of the settler population for new arable land, pastures, fuel and building material. The clearance of woodlands, frequently unavoidable, resulted in significant and long-term consequences for the island’s fragile environment. Various research results have confirmed the drastic loss of woodlands and serious degradation of the environment in the period shortly after the settlement, and it is well known that lowlands in some parts of the country were completely deforested already by AD 920. More than a century of academic studies on the subject so far has produced a variety of descriptions of this environmental impact. However, the existing research has failed to offer a detailed account of the deforestation process in terms of its quantification, timing, complexity and dynamics.

The use of agent-based simulation models can amend this unfortunate situation and can improve our understanding of how and why the deforestation started, what the rate, timing and spatial distribution of the deforestation was, but also how the needs and concerns of individual settlers overlapped and affected the state of the forests during this period.

This paper dissertates the structure and outcomes of the series of spatially explicit agent-based models of the Icelandic Landnám deforestation and offers a closer description of what is today recognized as one of the most significant changes that the natural environment of Iceland underwent during the Holocene.

Nikola Trbojević is an archaeologist and a PhD student at the University of Iceland. He is currently completing a project which investigates, by means of spatially-explicit agent-based modelling, the Icelandic Landnám deforestation. His main research interests are human-environment interactions of the past, agent-based modelling and system dynamics.