Steinunn J. Kristjánsdóttir
Leitin að klaustrunum
Fyrstu niðurstöður rannsókna
Fimmtudaginn 30. október 2014 kl. 16.30
Odda 101

Leitin að klaustrunum fjórtán sem rekin voru á Íslandi á miðöldum hefur nú staðið yfir í hálft annað ár. Leitað er í skjölum, örnefnum og munnmælum en einnig í efnislegum leifum þeirra úti á vettvangi. Farið var í vettvangsferðir á fimm klausturstaði á nýliðnu sumri og gagna aflað með jarðsjármælingum og töku könnunarskurða eftir yfirferð heimilda, korta og ljósmynda. Í fyrirlestrinum verður greint frá helstu áherslum í leitinni, vandamálum sem upp hafa komið og fyrstu niðurstöðum úr henni.
Steinunn J. Kristjánsdóttir lauk doktorsprófi í fornleifafræði árið 2004 og gegnir nú starfi prófessors við Háskóla Íslands og Þjóðminjasafn. Steinunn hefur lagt stund á rannsóknir á klaustrum og klausturhaldi og stjórnaði um árabil uppgrefti á Skriðuklaustri í Fljótsdal. Sem stendur vinnur hún að rannsókn á klausturhaldi almennt á Íslandi á miðöldum.