Mánaðarskipt færslusafn fyrir: október 2013

Klausturmenning á Íslandi og Norðurlöndum á miðöldum

Elizabeth Walgenbach

Clerical Immunities in Icelandic Context

Fimmtudaginn 31. október 2013 kl. 16.30
Árnagarði 423

Johanna Olafsdottir
Elizabeth Walgenbach

This talk focuses on medieval cloisters in Iceland, and the clerics in them, from the perspective of legal history. I will concentrate on two interrelated issues: the legal protections against violence enjoyed by all clerics under canon law and the related protection of sanctuary within churches. In theory, by the high middle ages all clerics enjoyed legal protections from violence under canon law. One incurred automatic excommunication for assaulting a cleric. Moreover, all churches in the Christian west, again at least in theory, in addition to being spaces where bloodshed was strictly prohibited, provided sanctuary for accused criminals to seek refuge from secular justice and its punishments.

My lecture will examine some of the ways that we can see these rules being expressed (and flouted) in specific cases in Iceland, especially in the context of Icelandic monastic foundations. It will also provide an assessment of the evidence for the practice of sanctuary in Icelandic monasteries and churches in the medieval period. I will concentrate on the thirteenth and fourteenth centuries, connecting this evidence with more general trends and developments in canon law.

Elizabeth Walgenbach er doktorsnemi í sagnfræði við Yale-háskóla. Doktorsverkefni hennar fjallar um bannfæringu og útlegð á Íslandi og rannsóknir hennar lúta einkum að kristinrétti á Norðurlöndum.

Strengleikar

Mathias Nordvig

What happens when Fjalarr and Galarr
go sailing with Gillingr?

Snorri’s myth of the mead of poetry in light of geomythology and disaster response

Fimmtudaginn 24. október  2013 kl. 16.30
Árnagarði  423

mathias nordvig
Mathias Nordvig

The myth of the Mead of Poetry is extant in two very different versions. Hávamál 104-10 accounts for a myth whereby Óðinn steals Óðrerir from Suttungr by promising to marry Gunnlǫð, betrays his oath and flees the scene of a banquet in the hall. Snorri’s version in Skáldskaparmál is fundamentally different. It begins with the peace settlement between the Æsir and the Vanir. Kvasir is created by the Æsir and he travels the world far and wide, spreading his wisdom. Eventually, he is killed by some dwarves and they turn him into mead. As wergild for killing a jǫtunn named Gillingr during a sailing trip, the dwarves give the mead to Suttungr who stores it in the bottom of the mountain Hnitbjǫrg with his daughter Gunnlǫð. Óðinn enters the tale under the name Bǫlverkr and manages to kill the slaves of Suttungr’s brother Baugi. In return for working to bring in the harvest, Óðinn asks Baugi to help him get a drink of the mead from Suttungr. They try but fail, and instead Óðinn and the jǫtunn go to mountain Hnitbjǫrg and drill a hole into it. Óðinn transforms himself into a snake and crawls inside, copulates with Gunnlǫð, drinks the mead and bursts out of the mountain as an eagle. He returns to Ásgarðr in eagle form with Suttungr (also in eagle form) right at his heels and in order to escape Suttungr, Óðinn erupts, sending out the liquid skáldfíflahlutr backwards against Suttungr. In my presentation, I will outline a theory about why this myth is so much more extensive in Snorri’s version: why it involves several deaths, the entire expanse of the cosmos with several landscape features, and not least, a boat ride on an underworldly sea. I will argue that when Fjalarr (‘Hider’) and Galarr (‘Screamer’) go sailing with Gillingr (‘Noisy’), it is time to prepare for a volcanic eruption.

Mathias Nordvig is a Ph.D. student at Aarhus University. His research focuses on the transformation of Old Norse mythology in response to places and spaces in the Viking Age and medieval times. He works with concepts of Icelandic volcanism in Old Norse myths and investigates how certain myths may have changed as a result of early Icelanders’ encounters with volcanoes. He also works with conceptions of the sea in the myth of Thor’s fishing for the World Serpent, investigating how the migration across the North Atlantic sea may have altered the parameters within which the myth was told and retold.

— o —

Klausturmenning á Íslandi og Norðurlöndum á miðöldum

Fyrirlestri frestað

Áður auglýstum fyrirlestri Sverris Jakobssonar verður að fresta vegna veikinda. Nýr tími auglýstur síðar.

17. október 2013 — frestað; nýr tími auglýstur síðar

Sverrir Jakobsson

Frá Helgafellsklaustri til Stapaumboðs: Góss í íslensku og breiðfirsku samhengi

Sverrir Jakobsson

Flestar rannsóknir á eignarhaldi og stéttaskiptingu á Íslandi hafa beinst að því að skoða landið í heild og draga af því almennar niðurstöður. Með því glatast hins vegar vitund um héraðsbundinn mun. Hins vegar er ástæða til að rannsaka betur ólík form eignarhalds og atvinnuhátta á milli landsvæða. Einnig gefa staðbundnar rannsóknir möguleika á að fylgjast betur með þróun í einstökum héruðum þó að heimildir skorti um önnur héruð á sama tíma. Við Breiðafjörð var gósseign í vexti á 14. öld og í heimildum sést glögglega að einstaklingar og staðir á borð við Helgafellsklaustur leituðust við að koma sér upp safni jarðeigna á afmörkuðum svæði. Gósseign Helgafellsklausturs myndaðist þannig tiltölulega hratt á fáeinum áratugum skömmu eftir miðja 14. öld. Á 15. öld varð svo enn meiri samþjöppun jarðeigna og höfðingjar áttu þá miklar jarðeignir í mörgum héruðum. Til varð stétt landeigenda sem hafði iðulega allt landið undir og ríkti sú efnahagsskipan án mikilla breytinga fram á 18. öld. Mikil staðbundin jarðeign Helgafellsklausturs er hins vegar leif frá þróun 14. aldar þar sem eignir klaustursins voru mjög samþjappaðar á Snæfellsnesi. Á 16. öld urðu þessar eignir að Stapaumboði en höfðingjar gátu nýtt sér forræði yfir því til að öðlast sterka héraðsbundna stöðu við Breiðafjörðinn. Í fyrirlestrinum verður rætt hvaða máli eignir Helgafellsklausturs skiptu fyrir gang siðaskiptanna við Breiðafjörð og hvort tilvist Stapaumboðs á síðari öldum hafi mótast af þessum uppruna.

Sverrir Jakobsson er lektor í miðaldasögu við Háskóla Íslands. Hann hefur m.a. rannsakað heimsmynd og íslenskt þjóðerni, friðarviðleitni kirkjunnar og valdamiðstöðvar, m.a. í Breiðafirði.

Klausturmenning á Íslandi og Norðurlöndum á miðöldum

Albína Hulda Pálsdóttir

Vitnisburður dýrabeina um lífið í íslenskum klaustrum

Fimmtudaginn 3. október 2013 kl. 16.30
Árnagarði 423

Albína Hulda Pálsdóttir 1
Albína Hulda Pálsdóttir

Dýrabein hafa verið greind úr uppgröftrum á klaustrum á Skriðuklaustri, Kirkjubæjarklaustri og Viðey. En hvað geta dýrabein sagt okkur um lífið í klaustrunum, efnahag þeirra og trúariðkun? Er einhver munur á dýrabeinasöfnunum frá þessum þremur ólíku klaustrum? Er eitthvað sambærilegt við dýrabeinasöfn frá klaustrum í Evrópu frá sama tíma? Hvernig eru dýrabeinasöfn úr klaustrum ólík þeim sem finnast við uppgröft á hefðbundnum bæjum? Ýmislegt bendir til þess að sérhæft handverk t.d. hornútskurður, handritagerð og hannyrðir hafi farið fram í klaustrunum og þess má einnig sjá merki í dýrabeinasöfnunum. Öll nýttu klaustrin sér auðlindir hafsins í einhverjum mæli en fiskibein, bein úr selum, hvölum og sjófuglum fundust í uppgröftunum þremur. Teknar verða saman helstu niðurstöður dýrabeinagreininga úr íslenskum klaustrunum og hvað þær geta sagt okkur um daglegt líf klausturbúa.

Albína Hulda Pálsdóttir starfar sem dýrabeinafornleifafræðingur við Auðlindadeild Landbúnaðarháskóla Íslands og vinnur að rannsóknum á uppruna íslenskra búfjárstofna með aðferðum dýrabeinafornleifafræði og fornDNA.