Mánaðarskipt færslusafn fyrir: mars 2016

Sturlungaöld

 

Kolfinna Jónatansdóttir

„Áður veröld steypist“

Um ragnarök Sturlungaaldar

31. mars 2016 kl. 16:30

Öskju 132

Kolfinna Jónatansdóttir
Kolfinna Jónatansdóttir

Miðaldaheimildir um ragnarök eru fáar. Ítarlegustu frásögnina er að finna í Gylfaginningu, verki sem eignað er einum af höfðingjum Sturlunga. Allt verkið snýst um ragnarök, stöðugt er vísað til þess sem gerist í lok veraldar og í lokaköflunum eru ólíkar heimildir fléttaðar saman í eina heild sem lýsa endalokunum og nýju upphafi. Í 51. kafla segir frá aðdraganda ragnaraka og lokabardaganum milli guða og óvætta og í lok kaflans er vitnað til nokkurra erinda Völuspár sem heimildar. Eitt erindið er þó inni í kaflanum sjálfum, að því er virðist til að leggja áherslu á upphafið að endalokunum.

„En áður [en fimbulvetur hefst] ganga svo aðrir þrír vetur að þá er um alla veröld orustur miklar. Þá drepast bræður fyrir ágirni sakir, og enginn þyrmir föður eða syni í manndrápum eða sifjasliti. Svo segir í Völuspá:

Bræður munu berjast
og að bönum verðast,
munu systrungar
sifjum spilla.
Hart er með höldum,
hórdómur mikill,
skeggöld, skálmöld,
skildir klofnir,
vindöld, vargöld
áður veröld steypist.“

Þetta erindi er í Gylfaginningu sett í annað samhengi en í Völuspá þar sem það birtist í miðri ragnarakalýsingu. Efni þess er mjög lýsandi fyrir atburði Sturlungaaldar og því er áherslan sem lögð er á það í Gylfaginningu áhugaverð, þar sem slíkir atburðir eru upphafið að endalokum heimsins. Enn fremur er áherslan sem lögð er á það í Gylfaginningu og Skáldskaparmálum að jötnar og æsir séu náskyldir, sem og að Óðinn sé alfaðir og faðir allra goða, áhugaverð í ljósi þess að helstu ættir Sturlungaaldar voru náskyldar og ættföður Sturlunga, Hvamm-Sturlu, er líkt við Óðin.

Í þessum fyrirlestri verður annars vegar fjallað um hliðstæður sem sjá má í lýsingu á ragnarökum og þátttakendum þeirra í Gylfaginningu og þeim höfðingjum sem kljást í Sturlungu, sem og dómsdagsímyndum í Sturlungu. Hins vegar verður því velt upp hvort Sturlungaöld og atburðir hennar hafi haft áhrif á þá áherslu sem lögð er á ragnarök og aðdraganda þeirra í Gylfaginningu.

Kolfinna Jónatansdóttir er doktorsnemi í íslenskum miðaldabókmenntum við Háskóla Íslands og hefur einkum fengist við rannsóknir á goðafræði. Doktorsritgerð Kolfinnu fjallar um ragnarök.

—o—

Viðar Pálsson

Ofbeldi og sagnaritun á öld Sturlunga

31. mars 2016 kl. 16:30

Öskju 132

VP1
Viðar Pálsson

Í fyrirlestrinum verður farið nokkuð vítt yfir þá útbreiddu skoðun að Sturlungaöld hafi einkennst af ofbeldi og upplausn umfram það sem áður gerðist í íslensku samfélagi og jafnvel lengst af síðan. Sjónum verður einkum beint að tvennu: Annars vegar að Sturlungu sem heimild um fordæmalaust ofbeldi og upplausn, hins vegar að viðleitni fræðimanna, einkum á 20. öld, til þess að setja ritun íslenskra fornsagna í beint samhengi við slíkt aldarfar. Hið síðara byggir mjög á hinu fyrra. Eftir því sem tími vinnst til verður vísað til rannsókna s.l. 20–30 ára á ofbeldi í evrópsku miðaldasamfélagi sem nýst geta við hugleiðingar um þessi efni en hafa lítt eða ekki komið til umræðu hér.

 
Viðar Pálsson er lektor í sagnfræði og réttarsögu við Háskóla Íslands. Hann lærði sagnfræði til BA-prófs við Háskóla Íslands og til meistaraprófs og doktorsprófs við Kaliforníuháskóla í Berkeley. Rannsóknarsvið Viðars er evrópsk miðaldasaga, einkum Norður-Evrópu með áherslu á Ísland og Noreg, ekki síst réttarsaga, valdasaga, félagssaga og menningarsaga.

Strengleikar

Emily Lethbridge

Landnáma sem ‘chorography’ og landakort

Þriðjudaginn 22. mars 2016 kl. 16.30
Öskju 132

Screen Shot 2016-03-10 at 11.38.58

Landnámabók er einstætt ritverk sem margir hafa beint athygli að og skrifað um. Mörgum veigamiklum spurningum eru samt enn ósvara, ekki síst hvað varðar uppruna Landnámabókar (þ.e.a.s. upprunalegan tilgang eða tilurð hennar), sköpunarferlið, og síðar notkun eða hagnýtingu hennar. Í þessu erindi mun ég ekki geta svarað þeim spurningum en með því að hugsa um Landnámabók og bera hana saman við 16- og 17-aldar bókmenntategund sem heitir ‚chorography‘ annars vegar, og hins vegar landakort eða landabréf, mun ég reyna að nálgast ritverkið og ritun þess frá nýju sjónarhorni.

Chorography hefur rætur sínar í klassískum bókmennta-hefðum þar sem ferðum, löndum, svæðum og stöðum var lýst, en einnig í miðaldatextum frá evrópu svo sem króníkum og öðrum textum þar sem landfræði er grundvöllur uppbyggingar þeirra. Chorography varð samt vinsælt sem ein af þremur greinum innan landafræði sem urðu sér fagsvið á 16. öld. Það má taka það fram að á Íslandi skrifaði Árni Magnússon slíkt verk sem hann kallaði ‚Chorographica Islandica‘. Það er athyglisvert að viðfangsefnið og efnisskipun í bókum sem eru flokkaðar sem ‚chorography‘ á mikið sameiginlegt með því sem finnst í Landnámabók. Í erindinu verða taldir upp nokkrir samanburðar-punktar.

Síðan verður rætt um hvernig kort og bókmenntir eiga ýmislegt sameiginlegt, og þjóna að mörgu leyti sambærilegum tilgangi. Bæði kort og frásagnir eru grindur eða formgerðir sem notuð eru til að skipuleggja upplýsingar eða fræði, með það að markmiði að hjálpa okkur að skynja heiminn og okkar stað í honum betur. Ég mun því ljúka þessu erindi með því að segja frá nokkrum hugleiðingum sem snúast um að túlka Landnámabók sem landakort eða landabréf — þó það kort sé skapað úr orðum, (frá-)sagna-kort (e. ‚narrative-map‘ eða ‚work of textual cartography‘).

Emily Lethbridge hlaut doktorsgráðu í forníslenskum bókmenntum frá Háskólanum í Cambridge en starfar nú sem sérfræðingur við Miðaldastofu innan Hugvísindasviðs, með aðstöðu á Árnastofun. Rannsóknasvið hennar eru m.a. íslensk handrit, samspil milli bókmennta og landslags, sérstaklega hvað varðar Íslendingasögurnar.

Sturlungaöld

170316.001

17. mars 2016

Marion Poilvez

Skógarmaðr minn

Function and dynamics of outlawry in the Age of the Sturlungs

Marion Poilvez
Marion Poilvez

During the saga-age, Icelandic outlaws tend to be depicted as beasts, hunted down to death by farmers and chieftains trying to get rid of the problem which came to their district. The outlaw leads a rather lonely life, looking for food, shelter, at best obtaining temporary help from family members or setting up a small community in the wilderness. Only rarely, they may receive protection from a chieftain. By contrast, outlaws are often mentioned in Sturlunga saga as subject to the authority of powerful chieftains who act as patrons. They appear as less menacing figures, being instead an integral part of existing power structures. They are no more a lingering threat within a district, but a hired force meant to play a role in the territorial struggles of the 13th century.

In this paper I intend to analyze the changes in the depiction of outlawry from the Saga Age to the Sturlung Age. In theory, the structure of the penalty did not change in the second era, though its function within the dynamics of Icelandic society may have. I will question whether this depiction is connected to an actual historical change, or rather to differences of genre, interest and literary style between the Íslendingasögur and Sturlunga saga. Finally, I aim to discuss how outlaws could have participated in the construction of the territorial power and aristocratic aspirations of the Sturlung age chieftains, and to which extent this transformation turned the institution of full outlawry obsolete.

Marion Poilvez studied at the University of Western Brittany (France) and at the University of Iceland. She is currently writing her Ph.D dissertation at the University of Iceland where she investigates the role of outlawry in medieval Icelandic society, its evolution and the literary meaning of stories about fugitives.

—o—

17. mars 2016

Sveinbjörn Rafnsson

Um grið og griðastaði á Sturlungaöld

Sveinbjörn Rafnsson
Sveinbjörn Rafnsson

Ein elsta löggjöf um griðastaði á Íslandi virðist vera um fjörbaugsgarð. Hún er, eins og hún er varðveitt, varla eldri en frá 11. öld enda ber hún glögg merki um áhrif frá Móselögum, eins og bent hefur verið á. Gamall siður virðist jafnframt hafa verið að mæla fyrir griðum og setja grið sem glöggt sést til í Sturlungu. Í átökum höfðingja á Sturlungaöld má sjá dæmi um fjörbaugssektir, en kirkjugrið virðast vera það form griða og griðastaða sem stöðugt sækir á þótt ekki sé kveðið á um þau í Kristinrétti forna. Fjörbaugsgarður hverfur úr íslenskum lögum með lögbókunum á síðari hluta 13. aldar.

Sveinbjörn Rafnsson er doktor í sagnfræði frá háskólanum í Lundi. Hann er prófessor emeritus frá Háskóla Íslands þar sem hann kenndi um árabil. Rannsóknir hans hafa að talsverðu leyti verið í íslenskri miðaldasögu, meðal annars um Landnámabók, íslenskar fornsögur og forn lög.

Strengleikar

Miller 2016

William Ian Miller

Psychological Acuity in the Sagas

You don’t know what you’ve been missing

Fimmtudaginn 10. mars 2016 kl. 16.30
Öskju 132

William Ian Miller
William Ian Miller

It is commonly noted about the sagas that the narrator does not enter inside the heads of his characters, but remains a kind of reporter. There are of course exceptions which have been noted, and claimed as breaches of the classic saga style. I, however, find sophisticated dealings with internal states quite usual in the sagas. I want to deal at some length with two saga scenes in particular to show just how subtle and clever the treatments of internal states, whether these be emotions, or legal matters of intention, of ‘meaning it’. There is not time enough to deal with the issue adequately, but if you wish to get a heads up, take a glance at Njáls saga ch. 8 and the toe-pulling scene in Hrafnkatla, the latter I will show to be as good a treatment of the problem of verifying the content of ‘other minds’, the inter-subjectivity problem, as can be found outside philosophical treatments of the issue. Time permitting I will take an excursus into matter of intentionality, specifically how discerning intent in matters of “accidents” works and the deep distrust people have regarding the sincerity of apologies.

There is mild polemic that will inform the talk: that these medieval people were much better psychologists than we are in our age of therapy and neuroscience. How is it we suspend our disbelief sufficiently to let an author inside the head of her characters and think that is somehow more “realistic” than when the narrator stays outside the inside, and is instead relegated to reading interiority of another as you and I must do it in all our social interactions? And that is before we get to the fatuousness that allows us to believe that an fMRI is showing us the truth. Indeed we often find our readings of another’s internal states to be on average more accurate than readings of our own. Hence the whole basic assumption of our cult of therapy. The stakes were higher back then, in an honor culture, of mis-reading another’s internal states. And because the stakes were higher we should maybe not be surprised that so was their skill level in these matters.

William Ian Miller is the Thomas G. Long Professor of Law at the University of Michigan and Honorary Professor of history at the University of St. Andrews. He has written extensively on the bloodfeud, mostly as manifested in saga Iceland: Bloodtaking and Peacemaking (1990), Eye for an Eye (2006), Audun and the Polar Bear (2008); “Why is your Axe Bloody”: A Reading of Njáls saga (2014). He has also written books about various emotions, mostly unpleasant ones: Humiliation (1993), The Anatomy of Disgust (1997), The Mystery of Courage (2000), Faking It (2003), and Losing It (2011) about the loss of mental acuity, mostly his own, that comes with age.

Strengleikar

Rott 2016

Dariusz Rott

Medieval Literature in Poland

Fimmtudaginn 10. mars 2016 kl. 12.05
Oddi 101

Screen Shot 2016-03-03 at 13.28.43
Dariusz Rott

In his lecture Professor Dariusz Rott will give a general presentation of medieval literature in Poland. Most literary works in Poland until the 16th century were written in Latin and had a religious character. The greater part of this literature was anonymous. However, some works were written in Polish. The earliest and the most famous theological poem in Polish, written in the 13th century, is the Anonymous Bogurodzica / Mother of God, “carmen patrium” (the song of our fathers), a prayer based on the idea of „deesis”. The song is an important work for Polish culture, and has become an inseparable part of Polish history as the battle song of Polish knights.

In the lecture, other anonymous works will also be presented. The De Morte prologus / Dialogue between the Master Polycarpus’ and Death, written in Latin (a moralistic-didactic poem, which contains a variant of the popular motif of the death-dance); the Ars bene moriendi / Lament of Dying Man, the lyrical poem Lament of our Lady under the Cross (a dramatic monologue of Saint Mary speaking to her Son who is dying on the cross), and the oldest text of religious prose, the anonymous The Holy Cross Sermons (a collection of six homilies for the holy days, written in Polish and Latin in 13th century). An important work of 12th century Polish Latin literature is the Galli Anonymi cronicae et gesta ducum sive principum Polonorum composed by a monk, the so-called “Gallus Anonymous” (probably from Provence in France). It is also the first written history of Poland. The chronicle became a popular genre of medieval historiography in Poland – gesta – description of the deeds of kings and princes with mysterious stories of Poland’s mythological origins.

Dariusz Rott graduated from the University of Silesia in Katowice (Poland, 1989). He is associate professor at the University of Silesia in Katowice and full professor at the Jesuit University Ignatianum in Cracow. His main field of research is the history of Old Polish literature.