Mánaðarskipt færslusafn fyrir: apríl 2016

Sturlungaöld

GNordal.001

28. apríl 2016

Guðrún Nordal

Hvað gerðist í raun og veru á Sturlungaöld?

Frá atburði á kálfskinn — og til nútíma

Guðrún Nordal
Guðrún Nordal

Sturlungaöld dregur nafn sitt af Sturlungum, en sögur þeirra hafa mótað hugmyndir nútímamanna um þrettándu öldina og það fólk sem þá lifði. Þar ber vitaskuld hæst Íslendingasögu og Hákonar sögu Sturlu Þórðarsonar. Nafn Sturlu er ekki ritað aftan við Íslendingasögu í handritum Sturlungu, en skáldskapur hans er þar nafngreindur. Sturla fléttaði margræðum dróttkvæðum kveðskap inn í lausamálið en myndmál vísnanna mátti túlka á fleiri en einn veg — og söguna þar með. Í lærdómi og kveðskap skáldanna birtist hin alþjóðlega vídd enn skýrar en í frásögnum af atburðum á Íslandi, hvort sem um er að ræða samtímaviðburði eða frásagnir af formæðrum og forfeðrum í Íslendingasögum eða af fólki í löngu liðinni fortíð. Karllægt yfirstéttarlegt sjónarhorn Sturlu og samtímamanna hans hefur þrengt sýn okkar á þessa öld umbreytinga og nýsköpunar. Nákvæm staðsetning á sagnaritaranum í tíma, rúmi, samfélagi og ætt gefur okkur hins vegar tækifæri til að kafa dýpra en ella, skoða nákvæmlega samspil þjóðfélagsstöðu og atburða, stöðu karla og kvenna, og tengingar við evrópska ritmenningu og samfélagsbreytingar. Sturlungaöld var ekki aðeins róstursöm á Íslandi heldur víða í Evrópu; miðlægar valdastofnanir, kirkja og krúna, styrktust þá mjög í sessi. Íslendingasaga var sett saman á þrettándu öld, en hún er komin til okkar um hendur ritstjóra handrita í lok fjórtándu aldar. Í fyrirlestrinum verður sett spurningarmerki við texta Íslendingasögu. Spyrja má hvort að Íslendingasaga sé í raun texti frá Sturlungaöld. Hvernig  mótaðist sagan í handritum fjórtándu aldar? Var tekist á um „réttu“ gerðina af sögunni af afkomendum Sturlunga og birta þau átök samfélagslega ólgu á fjórtándu öld? Hvernig breyttist Íslendingasaga í meðferð skrifara sautjándu aldar sem blönduðu saman texta skinnhandritanna tveggja? Og hvernig túlkum við svo þennan flókna textavefnað á 21. öldinni? Vitum við enn eða hvað?

Guðrún Nordal er forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og prófessor við Háskóla Íslands. Hún hefur ritað bækur og greinar um Sturlungaöld, samfélag og bókmenntir miðalda. Hún lauk doktorsprófi frá Oxford-háskóla árið 1988. Meðal bóka má nefna Ethics and action in thirteenth-century Iceland (Odense University Press 1998) og Tools of Literacy (University of Toronto Press 2001). Hún er í aðalritstjórn heildarútgáfu dróttkvæða, en þrjú bindi eru komin út hjá Brepols (2007, 2009 og 2012).

Sturlungaöld

14. apríl 2016

Úlfar Bragason

Hvað ber að gera?

Um Íslendinga sögu

Úlfar Bragason
Úlfar Bragason

Sturlunga er samsteypa eldri texta sem ritstjórinn skeytti saman, felldi úr og bætti við. Íslendinga saga, sem ritstjórinn eignaði Sturlu Þórðarsyni sagnaritara (1214–1284) í greinargerð fyrir verkinu, er lengst textanna sem hann steypti saman. Í greinargerðinni segir ritstjórinn að Sturla hafi reist frásögn sína á vísindum fróðra manna, bréfum samtíðarmanna og eigin reynslu og minni. Lofar hann bæði réttsýni hans og skilning. Í augum ritstjórans er Sturla óbilugt vitni um sameiginlegt minni um atburði samtímans.

Hayden White segir í nýrri bók sinni, The Practical Past (2014):

Recall that since its inception with Herodotus and Thucydides, history had been conceived as a pedagogical and indeed practical discipline par excellence. […] In ancient, modern, and even medieval times, historical discourse was recognized as a branch of rhetoric, itself second only to theology as a site of the ethical question: what is to be done? (12–13)

Í Íslendinga sögu var fest á skinn þekking um liðna tíð sem hafði gengið manna á meðal en öðlaðist nú aftur líf á skrifstofu Sturlu. Vitnisburð sögunnar verður hins vegar að skoða í ljósi þess við hvaða aðstæður hún var skrifuð, hver lét skrifa hana og hvenær. Í fyrirlestrinum verður fjallað um hvernig Sturla Þórðarson sagnaritari svaraði í Íslendinga sögu siðferðilegu spurningunni um hvað bæri að gera.

Úlfar Bragason Ph.D. er rannsóknarprófessor við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Meginrannsóknarsvið hans eru íslenskar miðaldabókmenntir og Vesturheimsferðir Íslendinga.

—o—

14. apríl 2016

Orri Vésteinsson

Hvernig væri Sturlungaöldin án Sturlu Þórðarsonar?

Orri Vésteinsson
Orri Vésteinsson

Ímyndum okkur að Davíð Oddsson sitji nú við og skrifi stjórnmálasögu Íslands 1960-2010 og að fyrir ótrúlega röð atvika muni ekki önnur heimild um þetta tímabil verða tiltæk eftir hundrað ár. Hvers konar mynd hefðu komandi kynslóðir þá af samtíma okkar? Hún myndi ekki aðeins endurspegla eina hlið málanna heldur sýndi hún örugglega aðeins úrval af því sem gerðist og skipti máli. Sturla Þórðarson hefur löngum þótt traustur leiðsögumaður um sögu Sturlungaaldar. Frásögn hans virðist hlutlæg, hún er laus við gildisdóma eða réttlætingar og ekki er bersýnilegt að hann reyni að fegra sinn eigin hlut eða ættmenna sinna og vina. Traustvekjandi vinnubrögð Sturlu hafa valdið því að við höfum einnig gleypt við sýn hans á sögu 13. aldar eins og hún væri sú eina mögulega og sú sem best skýrði allt sem var í gangi á þeirri öld. Það bætir ekki úr skák að sá sem steypti saman Sturlungasögu hefur ekki haft svo ólík viðhorf að hægt sé að átta sig á hvar fólk gæti hafa greint á í túlkun á sögu Sturlungaaldar.

Í fyrirlestrinum verða kannaðar heimildir sem leyfa mat á sögu 13. aldar óháð sýn Sturlu og Sturlungasögu. Þó að þeir séu ekki óháðir öðrum sagnaritum 13. aldar verður leitað fanga í annálum til að leggja mat á undirliggjandi munstur í stjórnmálaþróun en einnig verður hugað að hagsögulegum vísbendingum sem gætu orðið grundvöllur að sjálfstæðu mati á því sem gekk á.

Orri Vésteinsson er prófessor í fornleifafræði við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands. Rannsóknir hans lúta einkum að landnámi Íslands og samfélagsþróun við Norður-Atlantshaf á miðöldum.

Strengleikar

John Hines

The Earliest Welsh Court Poetry

Meilir Brydydd’s Death-Song for Gruffudd ap Cynan and the Skaldic Tradition

Thursday 7 April 2016 kl. 16.30
Askja 132

John Hines

Starting in the early twelfth century, the Middle Welsh literary corpus contains an important body of eulogistic court poetry, composed by a well-trained cadre of court-associated poets in praise of the rulers and princes of the regional kingdoms/principalities of Wales. These poets are known as the gogynfeirdd, the successors of the cynfeirdd or ‘ancient poets’ of the sixth to tenth centuries A.D.

The earliest extant complete court poem is Meilir Brydydd’s Marwnad (Death-Song) for Gruffudd ap Cynan, ruler of Gwynedd in North-West Wales from the late 1090s to 1137. Gruffudd was the son of a Welsh prince of Gwynedd and a Hiberno-Norse princess, Ragnhildr, daughter of Óláfr, son of Sigtryggr silkiskeggi. Gruffudd appears to have lived the first 20 years of his life in Dublin, and so presumably had Norse and Irish as his first languages in addition to Welsh.

The principal sources for Gruffudd’s life are a Latin Historia (with an early Welsh translation), the Marwnad, and some annalistic entries. These portray a turbulent early life involved in military struggles for power around the Irish Sea and the Scottish coast and islands, until Gruffudd finally achieved secure power (pragmatically accepted by King Henry I of England and the Norman Earl of Chester) and could focus on building the infrastructure of his territory, not least of the Church, over the last 30 years or so of his life. Both formally and in content, the Marwnad can be directly paralleled in contemporary skaldic poetry. While it is inconceivable that Gruffudd could have fostered court poetry without awareness of the skaldic tradition, it is argued that the poetic parallels are general rather than specific, and yet still of great significance as evidence of the common context, interests and character of the early poetry of the gogynfeirdd and that of the skalds, and also of the generally under-recognized dynamism of the multi-lingual Irish Sea zone in the High Middle Ages.

John Hines worked as a field archaeologist before taking a BA degree (in English Language and Literature) and a DPhil in Archaeology at Oxford. He was Lecturer and Reader in English at Cardiff University before transferring as Reader and Professor to the School of History, Archaeology and Religion. His research focuses upon the integration of archaeological, linguistic and literary evidence from northern Europe across the medieval period (5th–16th centuries A.D.).

Strengleikar

Fulton.001

Helen Fulton

Troy on the Margins

The Welsh Troy Story and the Middle English Seege or Batayle of Troye

Wednesday 6 April 2016 kl. 16.30
Oddi 101

Helen Fulton

The Trojan legend as it was recounted by Dares Phrygius was translated from Latin into Welsh on the border of Wales and England in the early fourteenth century. The Welsh prose version, Ystorya Dared, turns the Latin text into the discourse of medieval Welsh storytelling, domesticating the late-antique history into a naturalistic story of territorial warfare and the loss of sovereignty. At about the same time that Ystorya Dared was being written down, and in much the same area of the March of Wales, a medieval English poet was adapting the legend into a lively narrative of competition between feudal lords and urban gentry. In comparing the two versions of the legend as products of a border culture, this paper argues that the Welsh and English authors looked across the border from opposite sides, one from the viewpoint of a nation and the other from the viewpoint of a frontier city.

Helen Fulton is Professor of Medieval Literature at the University of Bristol, UK. Her research focuses on medieval English and Welsh literatures and how they can be read as expressions of political dynamics in and between the two countries. She has published on topics including Welsh court poetry, Chaucer’s Canterbury Tales, the Trojan legend, political prophecy, and Arthurian literature. Her most recent edited collections are the Companion to Arthurian Literature, published by Blackwell in 2009, and Urban Culture in Medieval Wales, published by the University of Wales Press in 2012. She leads a research cluster at the University of Bristol on Borders and Borderlands and she is currently working on a collaborative project to study literary production and the transmission of books and manuscripts on the medieval March of Wales.