Allar færslur eftir Hjalti Ægisson

Strengleikar

Miller 2016

William Ian Miller

Psychological Acuity in the Sagas

You don’t know what you’ve been missing

Fimmtudaginn 10. mars 2016 kl. 16.30
Öskju 132

William Ian Miller
William Ian Miller

It is commonly noted about the sagas that the narrator does not enter inside the heads of his characters, but remains a kind of reporter. There are of course exceptions which have been noted, and claimed as breaches of the classic saga style. I, however, find sophisticated dealings with internal states quite usual in the sagas. I want to deal at some length with two saga scenes in particular to show just how subtle and clever the treatments of internal states, whether these be emotions, or legal matters of intention, of ‘meaning it’. There is not time enough to deal with the issue adequately, but if you wish to get a heads up, take a glance at Njáls saga ch. 8 and the toe-pulling scene in Hrafnkatla, the latter I will show to be as good a treatment of the problem of verifying the content of ‘other minds’, the inter-subjectivity problem, as can be found outside philosophical treatments of the issue. Time permitting I will take an excursus into matter of intentionality, specifically how discerning intent in matters of “accidents” works and the deep distrust people have regarding the sincerity of apologies.

There is mild polemic that will inform the talk: that these medieval people were much better psychologists than we are in our age of therapy and neuroscience. How is it we suspend our disbelief sufficiently to let an author inside the head of her characters and think that is somehow more “realistic” than when the narrator stays outside the inside, and is instead relegated to reading interiority of another as you and I must do it in all our social interactions? And that is before we get to the fatuousness that allows us to believe that an fMRI is showing us the truth. Indeed we often find our readings of another’s internal states to be on average more accurate than readings of our own. Hence the whole basic assumption of our cult of therapy. The stakes were higher back then, in an honor culture, of mis-reading another’s internal states. And because the stakes were higher we should maybe not be surprised that so was their skill level in these matters.

William Ian Miller is the Thomas G. Long Professor of Law at the University of Michigan and Honorary Professor of history at the University of St. Andrews. He has written extensively on the bloodfeud, mostly as manifested in saga Iceland: Bloodtaking and Peacemaking (1990), Eye for an Eye (2006), Audun and the Polar Bear (2008); “Why is your Axe Bloody”: A Reading of Njáls saga (2014). He has also written books about various emotions, mostly unpleasant ones: Humiliation (1993), The Anatomy of Disgust (1997), The Mystery of Courage (2000), Faking It (2003), and Losing It (2011) about the loss of mental acuity, mostly his own, that comes with age.

Strengleikar

Rott 2016

Dariusz Rott

Medieval Literature in Poland

Fimmtudaginn 10. mars 2016 kl. 12.05
Oddi 101

Screen Shot 2016-03-03 at 13.28.43
Dariusz Rott

In his lecture Professor Dariusz Rott will give a general presentation of medieval literature in Poland. Most literary works in Poland until the 16th century were written in Latin and had a religious character. The greater part of this literature was anonymous. However, some works were written in Polish. The earliest and the most famous theological poem in Polish, written in the 13th century, is the Anonymous Bogurodzica / Mother of God, “carmen patrium” (the song of our fathers), a prayer based on the idea of „deesis”. The song is an important work for Polish culture, and has become an inseparable part of Polish history as the battle song of Polish knights.

In the lecture, other anonymous works will also be presented. The De Morte prologus / Dialogue between the Master Polycarpus’ and Death, written in Latin (a moralistic-didactic poem, which contains a variant of the popular motif of the death-dance); the Ars bene moriendi / Lament of Dying Man, the lyrical poem Lament of our Lady under the Cross (a dramatic monologue of Saint Mary speaking to her Son who is dying on the cross), and the oldest text of religious prose, the anonymous The Holy Cross Sermons (a collection of six homilies for the holy days, written in Polish and Latin in 13th century). An important work of 12th century Polish Latin literature is the Galli Anonymi cronicae et gesta ducum sive principum Polonorum composed by a monk, the so-called “Gallus Anonymous” (probably from Provence in France). It is also the first written history of Poland. The chronicle became a popular genre of medieval historiography in Poland – gesta – description of the deeds of kings and princes with mysterious stories of Poland’s mythological origins.

Dariusz Rott graduated from the University of Silesia in Katowice (Poland, 1989). He is associate professor at the University of Silesia in Katowice and full professor at the Jesuit University Ignatianum in Cracow. His main field of research is the history of Old Polish literature.

Sturlungaöld

torfivesteinn

3. mars 2016

Torfi Tulinius

Áföll, minningar og skáldskapur

Um samband ofbeldis og sagnaritunar á Sturlungaöld

Fimmtudaginn 3. mars 2016 kl. 16:30

Askja 132

Torfi H Tulinius 2Í erindi mínu mun ég leitast við að varpa ljósi á það hvernig stormasöm samtíð höfunda Íslendingasagna hafði áhrif á sagnaritun þeirra. Fræðileg hugtök verða sótt til minnis- og áfallafræða, ekki síst þeirra sem vinna úr arfleifð Freuds. Dæmin verða meðal annars tekin úr Brennu-Njáls sögu og Íslendingasögu Sturlu Þórðarsonar.

 

Torfi H. Tulinius er prófessor í íslenskum miðaldafræðum við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Í rannsóknum sínum hefur Torfi fengist við franskar miðalda- og nútímabókmenntir, en einkum þó við íslenskar miðaldabókmenntir, sem hann leitast við að skilja út frá því samfélagi sem ól þær af sér og með aðstoð ýmiss konar fræðikenninga. Hann hefur ritað tvær bækur um efnið, aðra um fornaldarsögur Norðurlanda (The Matter of the North. The Rise of Literary Fiction in Thirteenty Century Iceland, 2002) og hina um Egils sögu (Skáldið í skriftinni. Snorri Sturluson og Egils saga, 2004).

—o—

3. mars 2016

Vésteinn Ólason

Enn um Íslendingasögur og Sturlungaöld

Fimmtudaginn 3. mars 2016 kl. 16:30

Askja 132

vesteinnÍ umræðunni um upphaf og aldur Íslendingasagna er stundum farið nokkuð hratt yfir sögu og ályktanir á köflum byggðar á veikum grunni. Í fyrirlestrinum verður fyrst rætt stuttlega um aðferðafræði sögulegra rannsókna á sviðum þar sönnunum verður ekki við komið. Þá verður vikið að textafræðilegum rökum fyrir því að allmargar sögur hafi verið skrifaðar á 13. öld. Síðan verður fjallað um almennari rök sem beitt hefur verið til að setja fram tilgátu um upphaf og þróun Íslendingasagna og lúta einkum að rótum sagnaritunarinnar í þjóðfélagsgerð og þjóðfélagsaðstæðum. Bent verður á almennar líkur til þess að upphaf og  blómaskeið ritunar Íslendingasagna sé á 13. öld og eigi rætur í þeim breytingum sem þá voru að verða á samfélaginu. Þetta er ekki ný tilgáta, en þeir sem hafna henni þurfa að hrekja forsendur hennar og setja fram aðra betur rökstudda.

 

Vésteinn Ólason er prófessor emeritus við Háskóla Íslands og fyrrverandi forstöðumaður Árnastofnunar. Helstu rannsóknasvið hans eru sagnadansar og íslenskar miðaldabókmenntir, einkum Íslendingasögur og eddukvæði. Meðal rita hans má nefna Samræður við söguöld. Frásagnarlist Íslendingasagna og fortíðamynd, 1998, og Eddukvæði I-II, útg. ásamt Jónasi Kristjánssyni, 2014.

Sturlungaöld

armannadalheidur

18. febrúar 2016

Ármann Jakobsson

Ferð án fyrirheits

Upphaf Íslendingasagnaritunar og endalok þjóðveldisins

Fimmtudaginn 18. febrúar 2016 kl. 16:30

Oddi 101

Ármann Jakobsson
Ármann Jakobsson

Það hefur verið haft fyrir satt undanfarna áratugi að Sturlungaöldin sé jafnframt sagnaritunaröld og sem kunnugt er lýsti Sigurður Nordal þróun Íslendingasagna­ritunar í fimm þrepum þar sem 13. öldin var í aðalhlutverki en aðeins ódæmi­gerðar sögur ritaðar eftir 1300. En hversu öruggar eru þær niðurstöður og hvaða máli skiptir fyrir hugmyndir okkar um Íslendingasögur hvort drjúgur hluti þeirra var ritaður í þjóðveldi eða í konungsríki? Í erindinu verður farið yfir þessa umræðu frá Sigurði Nordal til okkar daga og sjónum sérstaklega beint að elstu Íslendingasögunum og hugmyndum um uppruna þeirra.
Ármann Jakobsson lauk doktorsprófi í íslenskum bókmenntum frá Háskóla Íslands árið 2003. Hann er nú prófessor í íslenskum bókmenntum fyrri alda við Háskóla Íslands. Meðal nýlegra bóka eftir hann eru Nine Saga Studies: The Critical Interpretation of the Icelandic Sagas (2013), Íslendingaþættir: saga hugmyndar (2014) og A Sense of Belonging: Morkinskinna and the Icelandic Identity c. 1220 (2014).

18. febrúar 2016

Aðalheiður Guðmundsdóttir

Um sagnamenningu, miðlun og frumskeið fornaldarsagna

Fimmtudaginn 18. febrúar 2016 kl. 16:30

Oddi 101

Aðalheiður Guðmundsdóttir
Aðalheiður Guðmundsdóttir

Í fyrirlestrinum verður varðveisla fornaldarsagnaefnis á munnlegu stigi skoðuð og gerð verður grein fyrir elstu heimildum um sagnaskemmtun þar sem fornaldarsögur eða skyldar sögur ber á góma. Áhersla verður þó einkum lögð á frásögn Þorgils sögu og Hafliða af þeim Hrólfi frá Skálmarnesi og Ingimundi presti Einarssyni, en báðir skemmtu þeir með sögum og kvæðum í hinu fræga Reykjahólabrúðkaupi árið 1119. Í tengslum við þetta verður rætt um hugtakið „söguminni“, sem í samhengi þess efniviðar sem hér um ræðir má segja að feli í sér tvennt: sögulegar minningar og „sameiginlegt“ minni, sem ber þá vott um almenna þekkingu á efniviði sagnanna og sameiginlegri heimsmynd þeirra.

Í framhaldinu verður rætt um eðli fornaldarsagnaefnis og hlutverk þess í samfélaginu. Að sumu leyti einkennist það af endurliti og er þar með eins konar arfur sem rekja má til fyrstu alda Íslandsbyggðar. Með tímanum verður efniviðurinn svo að skriflegum sögum, bókmenntum, sem færa fólkinu minningar úr fortíðinni og um fortíðina, og tengingar aftur í tímann. Á sama tíma tilheyra sögurnar þó einnig sjálfsmyndarsköpun hins unga samfélags, og birtingarmyndir þeirra á hverjum tíma fyrir sig eru því ekki eingöngu háðar fortíðinni heldur ekki síður hlutverki þeirra í samtímanum.

Að lokum verður litið til skráningar sagnanna og á hvern hátt sagnaritarar fornaldarsagna skera sig frá þeim sagnariturum sem leituðust við að skrá sögulegan fróðleik eða „sagnfræði“. Hvorir tveggju voru lærðir menn en viðhorf þeirra til sagnaefnisins og hinna baklægu munnmælasagna var engu að síður með ólíku sniði.

Aðalheiður Guðmundsdóttir er dósent í íslenskum bókmenntum fyrri alda við Háskóla Íslands. Í rannsóknum sínum hefur hún einkum fengist við miðaldabókmenntir með áherslu á fornaldarsögur Norðurlanda og tengingu þeirra við samevrópska sagnamenningu, munnlega hefð, rímur og fornminjar. Hún var áður dósent í þjóðfræði við sama háskóla.

Strengleikar

jkfaugl

Jóhanna Katrín Friðriksdóttir

„Bækr nem þú blíðliga“: Konungs skuggsjá, konur og handrit frá síðmiðöldum

Þriðjudaginn 9. febrúar 2016 kl. 16.30
Lögbergi 101

Jóhanna Katrín Friðriksdóttir
Jóhanna Katrín Friðriksdóttir

Konungs skuggsjá, norskt rit sem samið var um miðja 13. öld við hirð Hákonar Hákonarsonar, naut mikilla vinsælda á Íslandi á 15. og 16. öld eftir fjölda handrita að dæma. Hægt er að rekja mörg handritanna til valdaætta í Eyjafirði og virðist Konungs skuggsjá hafa notið meiri vinsælda þar en annars staðar á landinu. Nokkur þessara handrita voru pöntuð af eða rituð fyrir konur og sömuleiðis gengu þau sum í erfðir í kvenlegg allt þar til Árni Magnússon komst yfir þau. Í fyrirlestrinum verða þessi handrit skoðuð nánar og ég mun gera grein fyrir uppruna þeirra, eigendasögu, efnislegum einkennum og öðrum textum í þeim eftir því sem efni standa til. Af þessum upplýsingum er hægt að draga ýmsar ályktanir og ég mun leitast við að svara því, hvað þessi áhugi á Konungs skuggsjá og handritin hennar getur sagt okkur um bókmenntir og menningu í efri stéttum Íslands á síðmiðöldum, sérstaklega um viðhorf til erlendrar hirðmenningar og konungsvalds, en einnig til trúar og góðra dyggða. Í þessu samhengi mun ég einnig velta upp spurningum um hlutverk kvenna í bókmenningu sem og menntun barna. Þannig mun ég skoða íslenska menningu og sögu síðmiðalda í víðara samhengi út frá einum texta sem er ekki venjulega tengdur við Ísland á þessum tíma.

Jóhanna Katrín Friðriksdóttir er Marie Curie styrkþegi á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og stundar þar rannsóknir á bókmenntum og handritamenningu síðmiðalda. Hún lauk doktorsprófi frá Oxford árið 2010 og fjallaði doktorsritgerð hennar um konur og vald í norrænum fornbókmenntum. Jóhanna hefur birt ýmsar greinar um miðaldabókmenntir og ritstýrt bæði tímaritinu Griplu og greinasafninu Góssið hans Árna.

Sturlungaöld

thorhallsdottir-paulsen

4. febrúar 2016

Guðrún Þórhallsdóttir

Bragur og breytingar

Kolbeinn og himnasmiðurinn

Fimmtudaginn 4. febrúar 2016

Askja 132

Guðrún Þórhallsdóttir
Guðrún Þórhallsdóttir

Í fyrirlestrinum verður fjallað um gildi kveðskapar sem heimildar um íslenskt mál að fornu og málbreytingar á fyrstu öldum ritaldar á Íslandi. Tekið verður dæmi af skáldinu Kolbeini Tumasyni og kveðskap hans, ekki síst sálminum Heyr, himna smiður, kvæði sem sker sig úr bæði efnisins vegna og bragarháttarins. Þessi elsti sálmur Norðurlanda er ef til vill sá forníslenski texti sem oftast er fluttur um þessar mundir, eftir að lag Þorkels Sigurbjörnssonar varð þekkt og vinsælt, en segja má að lag Þorkels miðist fremur við framburð nútímamáls en brageyra Kolbeins.

Guðrún Þórhallsdóttir er dósent í íslenskri málfræði við Hugvísindasvið Háskóla Íslands. Hún lauk doktorsprófi í almennum málvísindum frá Cornell-háskóla árið 1993 með indóevrópska og germanska samanburðarmálfræði sem sérgrein. Aðalrannsóknarsvið hennar er hljóðsaga og beygingarsaga íslensku og forsaga íslenskrar tungu.

—o—

4. febrúar 2016

Robert Kristof Paulsen

Sturlungaöld — málþróunaröld

Thursday  February 4 2016

Askja 132

Robert Paulsen 2
Robert Kristof Paulsen

The age of the Sturlungs was a time of social turmoil and political change. But not only Icelandic society took a path that would be followed for centuries to come: Also on the linguistic level, routes were taken that shape the Icelandic language to the present day.

Many of the specifically Icelandic sound changes—from the unrounding of front vowels to the lenition of stops after unstressed vowels—took place or were initiated in the course of the 13th century. Even though these innovations often only become fully apparent in manuscript sources from a somewhat later time in the 14th century, we can assume their earlier presence for the spoken language due to conservative orthography lagging behind the spoken idiom.

In my presentation, I will discuss these phonological developments and show how they continue earlier trends and trigger later ones. Even though the sound changes in 13th-century Icelandic are expressions of trends found in other Old Norse dialects as well, the course they took in Iceland is unique. It is these linguistic innovations of the Sturlungaöld that made Icelandic Old Norse truly Icelandic—as similar as the two might be.

With the Sturlungaöld being a period of social and political conflict, one must ask the question whether the fast-forward phonological development is connected to this. To put it differently: does social instability trigger sound change?

Robert Kristof Paulsen has a master’s degree in Indo-European studies and North-Germanic philology from the University of Freiburg (Breisgau). He is currently a Ph.D. candidate at the University of Bergen. His main research interests are Old Norse historical linguistics (with a focus on graphematics and phonology) as well as Old Norse digital philology.