Monthly Archives: November 2013

Cloisters and Culture in Iceland and the North 
in the Middle Ages

Haraldur Bernharðsson

Norsk máláhrif og kirkja og klaustur á Íslandi

Fimmtudaginn 28. nóvember 2013 kl. 16.30
Árnagarði 423

Haraldur Bernharðsson
Haraldur Bernharðsson

Á síðari hluta þrettándu aldar og á fjórtándu öld má sjá aukin norsk áhrif á stafsetningu og málfar í íslenskum handritum. Þessi áhrif haldast í hendur við aukin norsk áhrif á menningu og stjórnarfar hér á landi og verður að teljast líklegt að kirkja og klaustur hafi átt drjúgan þátt í þeim, meðal annars í gegnum norska biskupa og reglubræður hér á landi. Margt er óljóst um hve djúpt þessi norsku áhrif ristu. Margir þættir virðast hafa horfið furðuhratt á öndverðri fimmtándu öld en aðrir entust lengur. Norsk áhrif á skrift og stafsetningu hafa þó greinilega verið bæði útbreiddari og endingarbetri en norsk máláhrif, enda hafa kirkja og klaustur verið áhrifamiklar stofnarnir í kennslu og bókagerð. Hafi norsk skriftar- og ritvenja verið í hávegum höfð þar hefur hún haft mótandi áhrif á allan þorra þeirra er lærðu skrift og bókagerð á þrettándu og fjórtándu öld. Áhrif kirkju og klaustra á tungumálið hafa aftur á móti fyrst og fremst verið bundin við orðaforða en áhrif á kerfislega þætti í máli landsmanna hafa verið takmörkuð. Norsk máleinkenni í íslenskum handritum frá þrettándu og fjórtándu öld eru sjaldnast mjög regluleg og birtast jafnan við hlið samsvarandi íslenskra einkenna. Líklegt má því teljast að þessi norsku máleinkenni hafi haft takmarkaða fótfestu í mæltu máli og fyrst og fremst verið ritmálsviðmið sem skrifararnir leituðust við að fylgja.

Haraldur Bernharðsson er málfræðingur og dósent við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Rannsóknir hans lúta einkum að íslenskri málsögu, meðal annars breytileika í íslensku máli á 14. öld.

Strengleikar

Chris Callow, University of Birmingham

Iceland and the viking diaspora, c. 900—c. 1400

Thursday November 21st, 2013, at 16.30
Árnagarður 423

Christopher Callow
Chris Callow

Iceland’s relations with the wider Scandinavian world in the middle ages were diverse and multi-faceted. This paper aims to explore some aspects of the research which form part of a broader project on ‘the viking diaspora’ which will be published as a book. Iceland is at the heart of the study, especially the latter half of it, because of its later medieval literary texts which preserve varied perspectives on the Old Norse-Icelandic-speaking world. After considering some methodological and historiographical issues the paper will look briefly at  Iceland’s relationship with Norway.

Chris Callow is a Lecturer in Medieval History at the University of Birmingham. He wrote his PhD thesis on the history of medieval western Iceland and has published on topics connected with Iceland (on Landnámabók, burial archaeology) and early medieval western Europe.

Cloisters and Culture in Iceland and the North 
in the Middle Ages

14. nóvember 2013

Guðlaugur Rúnar Guðmundsson

Skólastarf í íslenskum klaustrum

Gudlaugur Runar Gudmundsson
Guðlaugur Rúnar Guðmundsson

Sigur kristindóms í Evrópu leiddi til mikilla þáttaskila. Kirkjan tók að sér uppeldis- og skólamál. Klausturskólar, dómskólar og síðar háskólar risu upp til styrktar kristnum heimi. Tengsl hins lenda manns í Noregi, Gissurar hvíta, máttu sín mikils og honum tókst að senda Ísleif son sinn í klausturskólann í Herford (Herfurðu) í Saxlandi þar sem væntanlegir höfðingjar hins nýja siðar lærðu fræðin. Ísleifur Gissurarson og Rúðólfur (Hróðólfur) biskup eru komnir til landsins árið 1030, m.a. með karlungaletrið og septem artes liberales skólakerfið.  Rúðólfur stofnar klaustur í Bæ í Borgarfirði og starfar þar um 20 ár (1030–1049) og Ísleifur sest að í Skálholti. Ísleifur var vígður biskup 1056. Þá er hann þegar búinn að undirbúa fyrstu kynslóð presta í landinu.

Upphaf skólastarfs á Íslandi má rekja til fyrirkomulags ytri skóla (schola exterior) klaustursins í Herford. Þar lærðu brautryðjendurnir, Ísleifur og Gissur fræðin og þær aðferðir sem kaþólska kirkjan tók upp til að festa sig í sessi og ætlaðar voru þeim höfðingasonum sem áttu að taka við eftir sigur kristninnar. Rætur skólastarfsins í íslensku klaustrunum má að mestu rekja til Þýskalands þótt ensk áhrif væru áberandi á fyrstu árum elleftu aldar. Menntun yfirstéttarinnar á Íslandi á 11. öld og allt fram að siðskiptum tengist beint klaustrum og dómskólum Evrópu.

Karl mikli keisari hins heilaga rómverska ríkis hafði mælt svo fyrir um 789 að í hverju biskupsdæmi og í hverju klaustri skyldu kenndir Davíðssálmar, nótnalestur, söngur, reikningslist og málfræði. Skólastarfið innan íslensku klaustranna áttu einna drýgstan þátt í þeirri menningarbyltingu sem hófst á Íslandi á 11. öld og þar vegur kennslan og iðkun fræðanna, bæði í ytri og innri skólum klaustranna, einna þyngst.

Guðlaugur Rúnar Guðmundsson er sjálfstætt starfandi sagnfræðingur. Rannsóknir hans lúta einkum að skólasögu fyrri alda á Íslandi og nafnfræði höfuðborgarsvæðisins.

Strengleikar

Tarrin Wills, University of Aberdeen

The electronic representation of the Old Norse world

Þriðjudaginn 12. nóvember 2013 kl. 16.30
Árnagarði 423

Tarrin_Wills 02
Tarrin Wills

This paper presents the work of the Skaldic Project in the context of developments in the use of the Internet. The last decade has seen enormous changes to the way in which we share data on the Internet, with user-provided content becoming ubiquitous in the form of ‘social media’. Social media allow users to create structured and linked content, comment on the content of other users, and restrict access according to various rules and networks. Their success derives from the way they mirror the processes of human networks and sharing information in the ‘real world’. Many of these processes are seen in the production of scholarly work in collaborative settings, meaning that these techniques can be used to promote data sharing in our own small field of Old Norse studies. In Old Norse we have a number of digitisation projects working to produce reliable data on the texts, manuscripts and other phenomena of early Scandinavia. What is currently lacking is the ability to share and link common reference points — people, places, manuscripts, bibliographic items, texts and poetry — between the many projects that encompass and refer to them. Additionally, these projects often go unnoticed as legitimate research outputs because of unstable publishing on the web and informal peer review processes. The Skaldic Database has provided solutions to many of these problems for various projects; this paper will further elaborate on solutions to the remaining issues, and the possibilities they offer our field.

Tarrin Wills is Senior Lecturer in the Department of History at the University of Aberdeen. He is a long-standing member of the Skaldic Project and has recently joined the research project Pre-Christian Religions of the North.

Strengleikar

Íslenskar miðaldakirkjur í nýju ljósi

Thursday 7th November 2013, 16.30
Lögberg 101

Two lectures about the Church in medieval Iceland will be held as part of the Miðaldastofa seminar series on Thursday 7th November at 16.30. Þorsteinn Gunnarsson will talk about the Hólar churches Hálldórukirkja and Péturskirkja, and Gunnar Harðarson will discuss new ideas about Gíslakirkja and Klængskirkja, Skálholt.

Þorsteinn Gunnarsson

Halldórukirkja og Péturskirkja á Hólum í nýju ljósi

ÞG 3
Þorsteinn Gunnarsson

This lecture will focus on two of the older Hólar churches, in particular their sizes and construction, on the basis of written sources.

Þorsteinn Gunnarsson is an architect from the School of Architecture, Royal Danish Academy of Fine Arts. He also studied the archaeology of buildings at the French School of Archaeology in Athens.  He is the secretary for the Kirkjur Íslands publication series.

 

Gunnar Harðarson

Nýjar hugmyndir um Gíslakirkju og Klængskirkju í Skálholti

gunnar_agust_hardarson618596282_90x120
Gunnar Harðarson

Three cathedral churches were built at Skálholt in the medieval period — Gissurarkirkja (1082), Klængskirka (1153) and Árnakirkja (1311) — and two were erected during the Reformation period — Ögmundarkirkja (1527) and Gíslakirkja (1570). It is generally reckoned that each church was similar to its predecessor and the later ones built on the foundations of the earlier ones. This paper will compare certain written sources with archaeological findings with regard to this question.

 

Gunnar Harðarson is a Professor in the Faculty of History and Philosophy and director of the MA programme in Medieval Studies.

Cloisters and Culture in Iceland and the North 
in the Middle Ages

Sverrir Jakobsson

Frá Helgafellsklaustri til Stapaumboðs: Góss í íslensku og breiðfirsku samhengi

Fimmtudaginn 5. nóvember 2013 kl. 16.30
Árnagarði 423

Sverrir Jakobsson

Most research into real estate holdings and the class system in Iceland has focused on the country as a whole and drawn general conclusions on this basis. By so doing, knowledge about regional differences has not been gained. There is, however, reason to examine the different manifestations of land/property ownership better, and working customs from one local area to the next.  Locally-focused research presents the possibility for better charting developments within particular areas though sources are lacking for other areas at the same time. Around Breiðafjörður, real estate ownership increased during the 14th century and sources show clearly that individuals and places on a par with Helgafellsklaustur looked to increase their holdings within delineated areas. Helgafellsklaustur’s estate holdings were thus amassed relatively quickly over a period of a few decades shortly after the middle of the 14th century.  In the 15th century, there was yet more concentrated land acquisition and chieftains owned many estates in many areas. A class of land-owner came into being which virtually controlled the whole country and dominated the economy without major change until the 18th century. The especially local distribution of the Helgafellsklaustur estates was, however, a legacy from the 14th century when the monastery’s land holdings were concentrated around Snæfellsnes. In the 16th century, these holdings fell to the Stapaumboð but chieftains, being foremost politically, could make the most of this in order to strengthen their positions locally around Breiðafjörður. In the lecture, the extent to which the Helgafellsklaustur landholdings were significant with regard to the process of the Reformation in Breiðafjörður will be discussed, and whether the Stapaumboð in later centuries owed its existence to these origins.

Sverrir Jakobsson is lecturer in medieval history at the University of Iceland.  Amongst other topics, he has worked on identity and the Icelandic nation, the Peace of God in medieval Iceland, and power centres in Breiðafjörður and elsewhere in Iceland.