Monthly Archives: January 2014

Cloisters and Culture in Iceland and the North 
in the Middle Ages

Gottskálk Jensson

Íslenskar klausturreglur og libertas ecclesie á ofanverðri 12. öld

Fimmtudaginn 6. febrúar 2014 kl. 16.30
Árnagarði 311

Gottskalk Jensson
Gottskálk Jensson

Á ofanverðri 12. öld tóku Benediktsmunkar og Ágústínusarmunkar á Íslandi þátt í hugmyndafræðilegum deilum sem geisuðu víða í Evrópu. Í þeim átökum stóð annars vegar Rómakirkja með páfann í fararbroddi og hins vegar keisarinn, einkum Friðrik rauðskeggur (1152–1190), ásamt ýmsum smærri kóngum álfunnar. Deilurnar snerust um hver réði kjöri og löggildingu embættismanna, veraldlegra sem andlegra, en á þessu sviði hafði Rómakirkja sérlegu hlutverki að gegna. Kristin kenning réttlætti allt miðstjórnarvald í álfunni og prelátar vígðu embættismenn við hátíðlegar athafnir. Var látið svo heita sem hinn ungi Noregskonungur Magnús Erlingsson (vígður 1164) fengi Noreg að léni frá kirkjudýrlingnum Ólafi helga (d. 1030), sem titlaður var rex perpetuus Norwegie. Lítið er vitað um dýrkun Ólafs á 11. öld en Eysteinn Erlendsson erkibiskup í Niðarósi, sem hafði sterk tengsl við Ágústínusarkanoka í París, lét skipulega efla átrúnað á hann og skrifa á latínu Passio et miracula beati Olaui. Ólafi var vígð ný dómkirkja við erkistólinn og hann var notaður sem tákn fyrir yfirráð kirkjunnar yfir konungsvaldinu í Noregi. Hinn Parísarmenntaði Þorlákur Þórhallsson var augljós fulltrúi kirkjuvaldsins á Íslandi. Hann stofn­aði kanokasetur í Þykkvabæ í Veri 1168, hið fyrsta undir reglu Ágústínusar. Annað slíkt munklífi var stofnað í Flatey á Breiðafirði 1172 en flutti að Helgafelli rúmum áratug síðar. Fyrir komu Ágústínusarkanoka til Íslands höfðu verið í landinu Benediktsklaustur, hið merkasta á Þing­eyrum (stofnað 1133). Benediktsmunkunum hefur litist illa á valdabrölt Ágústín­usarkanoka. Um 1173 voru báðir ábótarnir í hinum nýju kanoka­setrum, Þorlákur og Ögmundur Pálsson, í vali til biskups í Skálholti, og 1178 var Þorlákur vígður í embættið. Jafnvel sem Skálholtsbiskup klædd­ist Þorlákur kanokabúnaði. Framgangur kirkjuvaldsins og hugmynda­fræði Parísarkanokanna virtist óstöðvandi enda voru þeir studdir ein­arð­lega af páfa og sátu í helstu kirkjuembættum í Noregi og á Íslandi. En 1177 gerðist það óvænt í Noregi að fram kom nýtt konungsefni, presturinn Sverrir frá Kirkjubæ í Færeyjum. Gerði hann tilkall til valda sem laun­son­ur Sigurðar munns og varð foringi Birkibeina. Árið 1184 hafði hann sigrað og drepið Magnús konung og Eysteinn erkibiskup var kominn í útlegð til Englands. Veraldlegir höfðingjar á Íslandi, sem nátengdir voru norsku konungsvaldi, veittu nú Sverri lið og leituðu til íslenskra Benediktsmunka á Þingeyrum til að réttlæta nýja skipan mála í Noregi í nokkrum rit­verk­um, Sverris sögu á norrænu og tveimur latneskum historíum um öðruvísi og eldri fornkonung en Ólaf helga, konung sem hafði biskup sér við hlið en lét hann ekki ráða yfir sér. Þetta var Ólafur Tryggason, apostolus Norwagiensium.

Gottskálk Jensson er bókmenntafræðingur og Marie Curie prófessor við Kaupmannahafnarháskóla. Hann fæst við rannsóknir á sviði latneskrar bókmenntasögu.

Strengleikar

Erika Sigurdson

Administrative Literacy in Late Medieval Iceland

Thursday, January 30th, 2014, at 16.30
Árnagarður 311

Erika Sigurdson
Erika Sigurdson

In the fourteenth and fifteenth centuries, Icelanders started to produce and keep registers, charters, inventories, and other administrative documents in larger and larger numbers. The study of the interconnected topics of orality and literacy has long been of interest in the context of Old Norse literature. However, the question of administrative literacy—the use of written contracts and inventories as an administrative or legal tool—has yet to be addressed in the Icelandic context.

One of my primary research questions is to identify the people or institutions most closely involved with documentary production in the fourteenth century. Early Icelandic documents were written and used by people from many different backgrounds, both secular and clerical. At the same time, these documents may reveal connections between people that would otherwise be undetectable. Part of my project then is to identify networks of people involved in documentary production, as well as identifying regional or local centres of written production.

In this paper, I will present some of the results of my initial study, a pilot project involving just over one hundred documents dating from 1280 to 1398. I will discuss some of the trends and research questions brought to light from the pilot study, and share my initial findings.

Erika Sigurdson is a historian and postdoctoral fellow at the Árni Magnússon Institute for Icelandic Studies. Her research focuses on administrative literacy and the Church in fourteenth-century Iceland.

Strengleikar

Jakub Morawiec

Slavs in Old Norse Literature

Tuesday January 28, 2014, at 16.30 Árnagarður 311

Jakub Morawiec
Jakub Morawiec

The role of Slavs (Vindr) appears to be rather marginal in the Scandinavian medieval literature. From the perspective of saga authors, their lands (Vindland) were located outside Scandinavian world and they were generally encountered as others and strangers. Their image in Old Norse narratives seems to be quite ambiguous. On one hand, Slavs are portrayed as hostile pagans, adversaries of St. Olaf and his followers. As ‘illvirkjar’ and ‘ókristnir’ they are among arch enemies of the Christian king. On the other hand, Slavs are present at crucial moments during the political career of another Norwegian missionary king, Olaf Tryggvason, playing the role of the only supporters of the deserted monarch. Jómsborg, the residence of famous viking band, is located in Vindland as a result of encounters with its famous ruler, Burizleifr. The latter figure becomes important political partner for Scandinavian kings and nobles. The Slavs’ presence at famous military encounters of the saga world (Danevirke, Hjørungavåg, Svoldr) points at their military skills, appreciated by Scandinavian leaders. The aim of this paper will be to look at what factors are decisive with regard to the complex image and role of Slavs in Old Norse literature. Jakub Morawiec is a lecturer in the Institute of History, University of Silesia in Katowice, Poland. His research focuses on history of Scandinavia in the early Middle Ages. He is the author of Vikings among the Slavs (Wien 2009), Knut Wielki (ok. 995-1035). Król Anglii, Danii i Norwegii (Kraków 2013) and the translator of Hallfreðar saga vandræðaskálds into Polish (Wrocław 2011).

Cloisters and Culture in Iceland and the North 
in the Middle Ages

Grégory Cattaneo

Fimmtudaginn 23. janúar 2014 kl. 16.30
Árnagarði 423

Benedictine monasticism and local powers. An examination of two 13th-century charters from Þingeyraklaustur

Grégory Cattaneo 01
Grégory Cattaneo

This paper proposes to analyse how the Icelandic Benedictine house of Þingeyrar in the Northern diocese exerted power over the neighbouring territory from its foundation in the first half of the 12th century to the middle of the 13th century. Of the four Benedictine monasteries founded in Iceland, Þingeyraklaustur is the oldest and the most influential during this period. I will first present briefly the status of Benedictine monasticism in the 12th-13th centuries and its relation to local powers in Western Europe. The study is based on two 13th-century charters preserved in Þingeyrabók (AM 279 a 4to, fols. 8r and 12-13). I will analyse these documents and reposition them—where possible—within the wider context of Benedictine monasticism.

Grégory Cattaneo is a doctoral student in history at Sorbonne and the University of Iceland where his doctoral project concentrates on power in medieval Iceland. His research deals especially with military history and feudal societies.

Strengleikar

Þórir Jónsson Hraundal

Norrænir menn í arabískum miðaldaheimildum

Fimmtudaginn 16. janúar 2014 kl. 16.30
Árnagarði 423

Thorir Jonsson Hraundal mynd
Þórir Jónsson Hraundal

Á níundu og tíundu öld héldu norrænir menn í margvíslegum erindum langt inn í austanverða Evrópu þar sem samtímaheimildir vísa yfirleitt til þeirra sem „Rús“. Í gegnum tíðina hafa sagnfræðingar einna helst beint sjónum sínum að samneyti þeirra og samruna við þær slavnesku þjóðir sem fyrir voru og þátt norrænna manna í uppbyggingu Rús-ríkisins á níundu öld með höfuðból í Kænugarði (Kiev). Þessi efnistök eiga ekki síst upptök sín í mikilvægri slavneskri heimild frá öndverðri tólftu öld, hinni svokölluðu Sögu liðinna ára (Povest Vremennikh Let) sem fyrir ýmsar sakir hefur notið forgangs í þessari sagnaritun.

Margt virðist þó benda til að ákveðinn flokkur samtímaheimilda frá níundu og tíundu öld hafi ekki notið athygli sem skyldi. Í rannsókn minni á arabískum heimildum frá þessum tíma, aðallega landalýsingum og sagnfræðilegum textum, reyni ég að sýna fram á að sú mynd sem þær draga upp af Rús er talsvert önnur en í Sögu liðinna ára. Í fyrsta lagi eru þeir sagðir halda sig á mun austlægari slóðum, við syðri hluta Volgu og við Kaspíahaf. Í öðru lagi virðast Rús í arabísku heimildunum hvorki hafa áhuga á kristnitöku né stofnun ríkis, en þetta hafa jafnan verið tvö meginþemu í sagnaritun um Rús. Í þriðja lagi leggja arabískar heimildir talsverða áherslu á samband Rús við hinar sterku túrkísku þjóðir þess tíma, svo sem Khazara og Volgu-Búlgara, sem réðu yfir stóru svæði í austanverðri Evrópu og léku lykilhlutverk í umfangsmikilli verslun sem náði allt frá norðanverðri Evrópu til Miðjarðarhafs.

Niðurstöður rannsóknar minnar benda fyrst og fremst til þess að endurskoða þurfi efnistök og samhengi sagnaritunar um norræna menn í austurvegi og taka mið af hinu flókna menningarlega og pólitíska landslagi eins og það var þar á þeim tíma. Sjónum er enn fremur beint sérstaklega að hlutverki verslunar og viðskipta í menningartengslum og mögulegum áhrifum þeirra eins og lesa má úr arabískum samtímaheimildum.

Þórir Jónsson Hraundal lauk nýlega doktorsprófi í miðaldafræðum við Björgvinjarháskóla. Rannsóknir hans lúta einkum að frásögnum í arabískum miðaldaheimildum um ferðir norrænna manna í austanverðri Evrópu.