Monthly Archives: May 2015

The Settlement of Iceland

Helgi Þorláksson

Endursýn landnáms að leiðarlokum

Fimmtudaginn 28. maí 2015 kl. 16.30
Odda 101

Helgi Þorláksson
Helgi Þorláksson

Í lok fyrirlestraraðar um landnám Íslands verður hér litið yfir farinn veg og nokkur álitamál og spurningar reifaðar eftir því sem tími vinnst til:

  • Af hverju nýtur Landnáma svo mikillar tiltrúar? Getur verið að íslensk dómarastétt líti almennt á hana sem trausta heimild um landnámið?
  • Er mögulegt að átta sig á hvernig texti frumgerðar Landnámu, sem til var snemma á 12. öld, muni hafa verið? Eða er engin von til þess?
  • Eru hneigðir í Landnámu, hlutdrægni sem fer í vissar áttir, t.d. að miklu leyti þöggun um keltneska frumbyggja?
  • Er þess að vænta að allur almenningur nái tökum á að nota Landnámu sem leif, þ.e.a.s. sem vitnisburð um ritunartíma gerðanna? Ætti almenningur að fara að venja sig á að líta á Landnámu sem skáldskap og njóta hennar sem bókmennta?
  • Er mögulegt að nýta fornleifar og vitnisburði aðra en Landnámabók, svo sem erfðamengi manna, einkenni húsdýra og almenn náttúruleg rök til að skilja og skýra landnámið?
  • Höfum við næga vitneskju um sjóhæfni skipa á landnámstíma, eigendur þeirra og stjórnendur og siglingatækni til að skilja landnámið? Voru skip almennt illa hæf til úthafssiglinga á landnámstíma? Voru skip sem nýtt voru til úthafssiglinga dýr og í fárra eigu?
  • Hvað ýtti einkum undir landnámsferðir? Bág kjör, mannfjöldi og landþrengsli heima fyrir, í Noregi og á skosku eyjunum, með ófriði og ofbeldi? Var landnám Íslands þá neyðarlausn fyrir flóttamenn? Eða á hinn bóginn: Var aðdráttarafl Íslands svo mikið, með nægum landkostum, að það lokkaði stórbændur og höfðingja?
  • Voru foringjar landnemanna víkingar eða friðsamir bændur?
  • Er þegar öllu er á botninn hvolft, skynsamlegast að bera landnám Íslands saman við Vesturheimsferðir og landnám í Vesturheimi á 19. öld og álykta um framvinduna út frá því?
  • Vitum við í raun svo lítið um landám Íslands að rök fyrir því að landið hafi verið numið á 8. öld eða 7. öld séu jafngild og önnur? Getur verið að við séum einkum komin af Herúlum?

Helgi Þorláksson er prófessor í sagnfræði við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands.

The Settlement of Iceland

15 Landnám Sverrir og Torfi.002.002

—o—

Sverrir Jakobsson

Ari fróði og landnám í Breiðafirði

Fimmtudaginn 21. maí 2015 kl. 16.30
Odda 101

Sverrir Jakobsson
Sverrir Jakobsson

Almennt hefur verið talið að Landnáma hafi verið rituð þegar á 12. öld og eitthvað af efni hennar eigi rætur að rekja til þess tíma. Hið sama kann að eiga við um Íslendingasögur, að einhver efnisgrunnur í þeim hafi verið orðinn til áður en þær voru ritaðar í þeirri gerð sem við þekkjum.

Ari fróði mun hafa átt hlutdeild í ritun elstu gerðar Landnámu. Í Laxdælu og Eyrbyggju er vitnað til Ara fróða sem heimildar um Þorstein rauð þegar kemur að falli hans á Katanesi og hins vegar um börn hans. Þorsteinn var forfaðir Ara í beinan karllegg og Ari hefur greinilega ritað eitthvað um hann. Í gegnum Þorstein gat Ari rakið ættir sínar frá Ragnari loðbrók, Upplendingakonungum, Svíakonungum og dularfullum Tyrkjakonungi. Samkvæmt Landnámabók og Eiríks sögu rauða vann Þorsteinn „meir en hálft Skotland“. Hann var sem sagt konungur og í gegnum hann var Ari tengdur öðrum konungum.

Í þessu erindi verður farið yfir vensl helstu forystumanna í Breiðafirði og þá þætti úr sögu þeirra sem hafa að öllum líkindum verið kunnir Ara fróða. Af þessari yfirferð má sjá að náin vensl hafa verið á milli þessara fjölskyldna frá fyrstu tíð og Ari var meira eða minna tengdur þeim öllum. Við vitum hins vegar ekki hvort þessi mynd er í samræmi við „sögulegan veruleika“ 9. og 10. aldar. Hún er veruleikinn eins og sagnaritarar 12. og 13. aldar skynjuðu hann og miðluðu til síðari kynslóða. Þar er hlutur Ara ekki sístur.

Sverrir Jakobsson er prófessor í miðaldasögu við Háskóla Íslands. Hann hefur m.a. rannsakað heimsmynd og íslenskt þjóðerni, friðarviðleitni kirkjunnar og valdamiðstöðvar, m.a. í Breiðafirði.

— o —

Torfi H. Tulinius

Skrásetning og stjórnun lands og lýðs

Um landnámuritun og goðamenningu

Fimmtudaginn 21. maí 2015 kl. 16.30
Odda 101

Torfi Tulinius
Torfi H. Tulinius

Rannsóknir Sveinbjörns Rafnssonar á „sögugerð“ Landnámabókar hafa vakið athygli á því að hún er ekki aðeins safn frásagna af landnámsmönnum heldur myndar hún sjálf heillega frásögn af því hvernig landið byggðist. Telur Sveinbjörn að höfundur sögugerðarinnar hafi endurskipulagt að nokkru leyti fyrri gerðir Landnámu og bætt ýmsu við þær, í þeim tilgangi að semja rit sem væri undan¬fari Kristni sögu. Í ljósi kenninga heimspekingsins Paul Ricoeur um „sjálfsmynd sem afurð frásagna“ („identité narrative“), ætla ég að leitast við að bregða ljósi á hið mikla safn frásagna sem finna má í Landnámabók, en einnig í öðrum fornritum, svo sem Íslendingasögum en líka fleiri ritum. Spurt verður hvers vegna sögur voru sagðar af landnámi, hvaða tilgangi það þjónaði og hvers konar sjálfsmyndarsmíð átti sér stað í þessum frásögnum? Var hugsunin á bak við þessar sögur einsleit eða er hægt að lesa úr þeim mismunandi afstöðu til fortíðar, eignarhalds og valda, afstaða sem e.t.v. fór eftir félagslegum þáttum eins og kyni og þjóðfélagsstöðu? Þessar spurningar verða reifaðar og tilgáta sett fram um að frásagnir af landnámi í fornritum megi lesa sem vitnisburð um átök um skilgreiningu á íslensku samfélagi á miðöldum.

Torfi H. Tulinius er prófessor í íslenskum miðaldafræðum við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Í rannsóknum sínum hefur Torfi fengist við franskar miðalda- og nútímabókmenntir, en einkum þó við íslenskar miðaldabókmenntir, sem hann leitast við að skilja út frá því samfélagi sem ól þær af sér og með aðstoð ýmiss konar fræðikenninga. Hann hefur ritað¬ tvær bækur um efnið, aðra um fornaldarsögur Norðurlanda (The Matter of the North. The Rise of Literary Fiction in Thirteenty Century Iceland, 2002) og hina um Egils sögu (Skáldið í skriftinni. Snorri Sturluson og Egils saga, 2004).

Strengleikar

Beeke Stegmann

A collector at work

Árni Magnússon’s rearrangement of paper manuscripts

Þriðjudaginn 19. maí 2015 kl. 16.30
Odda 101

Beeke Stegmann
Beeke Stegmann

Árni Magnússon (1663-1730) famously collected Icelandic manuscripts and put the bits and pieces of dismembered medieval parchment manuscripts back together. Many of his younger manuscripts, however, were subject to the opposite fate: he frequently took them apart and rearranged them with parts of other manuscripts. This fact is obscured by the work of later librarians and conservators, who counteracted Árni’s efforts by rebinding and cataloguing his compilations based on the origins of their multiple parts.

My talk focuses on Árni Magnússon’s habits and working processes with respect to the younger manuscripts in his collection. Using the manuscripts AM 615 a-o 4to as examples, I trace when they came into Árni’s possession, which physical form they had then, and how Árni rearranged the parts.

Today, AM 615 a-o 4to form fourteen separate paper manuscripts containing rímur and related material. In 1730, however, right after Árni’s death, all the texts were kept together in one bundle. Keeping them in a bundle and adding newly incoming material over many years, Árni created an ‘open’ compilation, which could be augmented with the latest acquired material. Having many such bundles and folders with multiple works inside them, his collection was easily changed and improved. Not only could the separate manuscripts and compilations be moved around, but the texts inside them could be relocated as well as complimented by new material. Thus, Árni Magnússon’s library should be understood as a work-in-progress, a collection designed to constantly increase and improve.

Beeke Stegmann studied at the University of Bonn (Germany) and the University of Iceland. Currently she is a PhD fellow at the University of Copenhagen (Denmark), where she investigates paper codices that were rearranged by Árni Magnússon. In her research, she combines approaches of Material Philology with Digital Humanities.

Strengleikar

Rita Copeland

Why is emotion the property of style?

An etiology

Tuesday May 12, 2015, at 16.30
Oddi 101

copeland
Rita Copeland

How did style—figures of thought, rhythm, tropes, and other devices—become self-evidently the resource for shaping emotional response? In medieval poetics and rhetoric, emotion was seen as the property of style, an axiomatic truth that persists to the present day. I will trace the history of this apparent axiom and explore how generating emotion came to be treated in the Middle Ages and beyond as the domain of style or elocutio. Such an idea is not supported in the major rhetorical theory of classical antiquity (Aristotle, Cicero, Quintilian). Rather, it originated with the imperial rhetorics of the fourth and fifth centuries. But it was in patristic thought, especially in St. Augustine and in Cassiodorus, that this principle gained new authority for Christian rhetoric. The influential rhetorical thought of Augustine and Cassidorus perpetuated the notion that emotion is aroused through style. In medieval and even renaissance rhetorics, this notion became a fixture, a habit of practice that was naturalized into teaching and poetics.

Rita Copeland is Rosenberg Chair in the Humanities and Professor of Classics, English, and Comparative Literature at the University of Pennsylvania. Her fields include the history of rhetoric, literary theory, and medieval learning. Her new project is on rhetoric and the emotions in the Middle Ages.