Monthly Archives: January 2016

The Age of the Sturlungs

08 Kristjan og Jon Axel.003

Kristján Árnason

Önnur málfræðiritgerðin, Snorri og Ólafur hvítaskáld

Fimmtudaginn 21. janúar 2016 kl. 16.30
Odda 101

Kristján Árnason
Kristján Árnason

Sturlungaöldin var tími afreka í íslenskri málfræði og skáldskaparfræði, þótt ekki beri mikið á því í sagnfræðilegum frásögnum þess tíma. Þrjú lykilrit, önnur málfræðiritgerðin, sú þriðja og að sjálfsögðu Snorra-Edda eru talin frá 13. öld. Eldri verk voru meðal annars Háttalykill og fyrsta málfræðiritgerðin. Að vissu leyti var „tungumálavandi“ Íslendinga gagnvart latínumenningu svipaður og sá sem Dante fæst við á Ítalíu í bók sinni Um kveðskap á þjóðtungu (De vulgari eloquentia), nema hvað norræn skáldmenning stóð hér á gömlum merg. Glöggt má greina, bæði hjá Snorra og Ólafi hvítaskáldi, að viðamikill lærdómur hefur safnast fyrir um kveðskaparform (hætti) og skáldamál. Lýsingar Háttatals á bragformum sýna að norrænir menn nálgast efnið með allt öðrum aðferðum og hugtökum en latínumenn og Grikkir og skáldamálið vísar mjög til norræns goðsagnaefnis. Ólafur bætir við erlendum lærdómi, en er íhaldssamur hvað varðar rímvenjur (vill ógjarna ríma gamalt kringt ǿ á móti ókringdu æ). Og bæði hjá Snorra og Ólafi gætir nokkurs metnaðar fyrir hönd hins þjóðlega menningararfs. Önnur málfræðiritgerðin er dálítið sér á parti og má kalla „hreina“ málfræði, jafnvel heimspeki, sem sækir innblástur í tónfræði og tónlist án beinna erlendra eða innlendra fyrirmynda.

Í heild má segja að það sæti furðu hve ólík þessi þrjú rit eru og hversu margvísleg sjónarmið koma þar fram. Í fyrirlestrinum mun ég stikla á stóru um greiningaraðferðir og hugmyndafræði ritanna og reyna að skilja milli þess sem rekja má til norræns arfs, erlendra áhrifa, eða til höfundanna sjálfra sem skapandi hugsuða.

Kristján Árnason er prófessor í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands. Hann hefur fengist við rannsóknir á hljóðafari íslensku og færeysku í sögulegu og félagslegu ljósi. Einnig hefur hann sinnt bragfræði og skáldskaparfræði fornmálsins og fjallað um málstýringu og málrækt.

—o—

Jón Axel Harðarson

Dónat og Priscían á Íslandi

Þriðja málfræðiritgerðin

Fimmtudaginn 21. janúar 2016 kl. 16.30
Odda 101

Jon Axel Hardarson 02
Jón Axel Harðarson

Þriðja málfræðiritgerðin svokallaða er málfræði og mælskufræði sem byggist að mestu á ritum hinna kunnu málfræðinga Dónats og Priscíans en þeir eru afar mikilvægir í tengslum við varðveizlu og miðlun klassískrar menntunar allt frá fornöld til nýaldar og verðskulda heitið „skólameistarar Evrópu“. Í fyrirlestrinum verður athugað hvernig höfundurinn, Ólafur hvítaskáld Þórðarson (uppi frá um 1210 til 1259), vinnur úr hinum erlendu fræðum og heimfærir á innlent efni. Greinilegt er að sumt í texta Ólafs er ekki tekið beint upp úr áðurnefndum ritum heldur byggist fremur á einhverjum hinna fjölmörgu skýringarrita við texta Dónats og Priscíans sem til voru á miðöldum. Þá hefur Ólafur bætt ýmsu við frá eigin brjósti. Reynt verður að varpa ljósi á hvaða menntamenn erlendir eða menntasetur hafi helzt haft áhrif á Ólaf og reyndar fleiri íslenzka málfræðinga á 12. og 13. öld. Enn fremur verður ritið borið saman við skáldskaparfræði Snorra Sturlusonar, föðurbróður Ólafs. Í því sambandi verður m.a. vikið að hugmyndum þeirra frænda um upphaf norræns kveðskapar.

Jón Axel Harðarson, prófessor í íslenzkri málfræði við Háskóla Íslands, er með doktorspróf í indóevrópskri samanburðarmálfræði (með latínu og norræn fræði sem aukagreinar) frá Albert-Ludwigs-háskóla í Freiburg. Hann hefur verið fastráðinn kennari í íslenzkri málfræði við Háskóla Íslands frá 1999. Rannsóknir hans lúta einkum að sögulegum málvísindum og íslenzkri, germanskri og indóevrópskri málfræði.

Strengleikar

Timothy Bourns

Human-Animal Transformations in Medieval Icelandic Literature

Tuesday January 12, 2016, at 16.30
Askja 132

Timothy Bourns
Timothy Bourns

A close reading of medieval Icelandic literature reveals how multiple dichotomies – animal/human, wild/domestic, savage/civilized, forest/city, nature/culture – can be mapped onto one another and become mutually destabilized when human and animal characters undergo physical and psychological transformations.

In the sagas, people acquire the ability to change into animals either through consumption of an animal’s flesh or blood, by wearing an animal’s fur or feathers, or via magic. Rather than inhabiting a stable and singular location in the liminal space between animal and human, these characters exhibit a constant oscillation between the two categories. Such a process is described by Deleuze and Guattari: ‘To become animal is to participate in movement, to stake out a path of escape in all its positivity, to cross a threshold, to reach a continuum of intensities’. In a transition from major (the constant) to minor (the variable), all classifications simultaneously deconstruct; when the categories of ‘human’ and ‘animal’ are interrupted, multiple movements are always at work.

Select examples, including the werewolves Sigmundr and Sinfjötli in Völsunga saga, the bear-man Björn in Hrólfs saga kraka, and the dog-king Saurr in Hákonar saga góða, suggest that medieval Icelandic authors and audiences had a nuanced understanding of the complex interconnections between themselves, animals, and their shared environments.

Timothy Bourns holds a master’s degree in Medieval Icelandic Studies. He is currently a Ph.D. student at Oxford University.