Monthly Archives: September 2018

Centre for Medieval Studies Lecture Series

Sverrir Tómasson

Ormsbók og riddaramennt Skarðverja

Thursday, October 4, 2018, at 16.30
Lögberg 101

Sverrir Tómasson

Orðið riddaramennt er haft um margvíslega menntun riddara hér á landi undir lok 14. aldar og á 15. öld. Menntin snýst ekki aðeins um burtreiðar, turniment, heldur líka um klæðaburð, borðsiði, siðfágun, mataræði og ástir. Samkvæmt elstu norrænu riddarabókmentunum skyldi riddarinn, sem yfirleitt var karlmaður, hafa til að bera ákveðnar dygðir sem oftast má rekja til siðfræði Cicerós. Þetta eru þó mjög kristilegar dygðir, riddarinn skyldi elska föður sinn og móður, sýna staðfestu og hóf og gera það eitt sem gott þykir. Riddarinn skyldi vera fagur álitum, ríkur, áburðarmaður og metnaðargjarn. Guðs riddari var sá sem gerði það eitt sem guði var þóknanlegt; hann var hluti af himneskri hirðsveit. Riddari gat sá einn orðið sem var aðalsmaður af ætt og sökum sinnislags var líka aðalsmaður. Um hann gilti að fagur riddari var bonus corporis og sýndi líka bona fortuna, en í öllu atferli sínu birtist stöðugt togstreita milli ástar og hugrekkis eða drengskapar. Skarðverjar voru allflestir riddarar, sumir svo gamlir í þeim búningi, að þeir höfðu verið dubbaðir upp í þá tign á dögum Hákonar háleggs á öndverðri 14. öld. En hvaða skyldur gengu þeir undir þegar þeir gerðust hirðmenn Noregskonungs — með öðrum orðum hvernig var riddaramennt þeirra háttað?

Sverrir Tómasson er prófessor emeritus við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Eftir hann liggja fjölmörg fræðirit og útgáfur, þ. á m. doktorsritgerðin, Formálar íslenskra sagnaritara á miðöldum (1988), Nikulás sögur erkibyskups, Helgastaðabók 1982 og Pipraðir páfuglar 2017. Sverrir hefur gefið út Íslendinga sögur I-III 1987, Sturlunga sögu I-III 1988, Bósa sögu og Herrauðs 1996 og Heilagra karla sögur 2007. Hann vinnur nú að riti um íslenskar rómönsur og útgáfu á öllum gerðum af Nikulás sögu erkibyskups.

The talk will be delivered in Icelandic. All are welcome to attend.

Centre for Medieval Studies Lecture Series

Sverrir Jakobsson

Hvernig skal Krist kenna?

Nútímasagnaritun um forna sögu

Thursday, September 27, 2018, at 16.30
Lögberg 101

Sverrir Jakobsson

Jesús Kristur er einn kunnasti, áhrifamesti og umdeildasti einstaklingur í sögu mannkyns. Saga hans hefur verið sögð oft og mörgum sinnum enda er hún undirstaða hugmynda fólks um trú, siðfræði, réttlæti og líf eftir dauðann í mörgum löndum víða um heim. Saga Jesú er mikilvægur hluti af menningu kristinna manna og hefur verið það í tæplega 2000 ár. Samfélag nútímans hvílir hins vegar í æ ríkari mæli á öðrum gildum og hugmyndum en hinum kristnu. Hvernig er hægt að segja þessa fornu sögu með nýjum hætti í upphafi 21. aldar? Er hægt að fjalla um sögu kristni á öðrum forsendum en trúarlegum? Hvernig getur sagnfræðingur nálgast á hlutlausan hátt persónu sem margir líta á sem guð og hefur mótað líf flestra sem kennivald og fyrirmynd?

Hér er ætlunin að ræða hvaða merkingu sagan um Krist hefur frá sjónarmiði almennrar mannkynssögu og hugmyndasögu. Reynt verður að greina þróunarsögu þessarar hugmyndar út frá kenningum um menningarlegt minni, sem fræðimenn á borð við Jan og Aleidu Assmann hafa skilgreint. Hvaða máli skipta þær hugmyndir sem ríkjandi voru innan Rómarveldis þegar sagan um Krist kom fyrst fram? Hvaða áhrif hafði það að sagan um Krist varð til innan samfélags og menningar Gyðinga í Palestínu? Af hverju er myndin af Kristi mismunandi í ólíkum heimildum sem urðu til um hann strax á fyrstu öld? Hvernig þróuðust þær í framhaldinu og af hverju? Að hvaða leyti getur textafræðin varpað ljósi á þróunarsögu hugmyndarinnar um Krist?

Einnig verður rétt hvernig hugmyndir um Krist tóku á sig staðlaða mynd og sum rit um ævi hans hlutu almenna viðurkenningu en öðrum hafnað. Eftir að kristni hlaut opinbera stöðu innan Rómarveldis breyttist eðli trúarinnar og ríkari krafa var gerð um staðlaða trúarjátningu og samræmingu hugmynda um Krist. Hófst þá klofningur kristinna manna í rétttrúaða og villutrúarmenn sem síðan hefur mótað sögu þeirra. Vikið verður að ýmsum vandamálum sem tengjast hugtökunum rétttrúnaður og villutrú og bent á sögulegt afstæði þeirra þar sem hugmyndir sem skiptu gríðarlega miklu máli voru síðar fordæmdar sem villutrú. Tekin verða nokkur dæmi um klofning kristinna manna sem höfðu mikla pólitíska þýðingu á sínum tíma og mótuðu alla sögu samfélaga þeirra í framhaldinu.

Sverrir Jakobsson er prófessor í miðaldasögu við Háskóla Íslands og höfundur bókarinnar Kristur. Saga hugmyndar (2018).

The talk will be delivered in Icelandic. All are welcome to attend.

Centre for Medieval Studies Lecture Series

Miðaldastofa Háskóla Íslands og Samtök móðurmálskennara

SAGATID

Henrik Poulsen og Merete Stenum Nielsen
kynna Sagatid.dk — vef um íslenskar fornbókmenntir.

Mánudaginn 24. september 2018 kl. 16.30
Stofu 311 í Árnagarði í Háskóla Íslands

SAGATID er ætlað að blása nýju lífi í kennslu íslenskra fornbókmennta á Norðurlöndum. Vefurinn varpar ljósi á þann jarðveg sem Íslendingasögurnar eru sprottnar úr, bókmenntalegt gildi þeirra og tungutak. Vefurinn sýnir jafnframt hvernig þessar bókmenntir höfða til okkar í nútímanum í gegnum túlkun norrænna nútímahöfunda á völdum köflum og verkum norrænna ljósmyndara sem mynda valda sögustaði.

Miðaldastofa Háskóla Íslands og Samtök móðurmálskennara boða til fundar mánudaginn 24. september kl. 16.30 í stofu 311 í Árnagarði í Háskóla Íslands þar sem Henrik Poulsen og Merete Stenum Nielsen kynna vefinn Sagatid.dk. Allir áhugamenn um íslenskar fornbókmenntir velkomnir.

Henrik Poulsen cand.mag. er kennslubókahöfundur og ritstjóri og hefur sent frá sér meira en fjörutíu kennslubækur.

Merete Stenum Nielsen er verkefnisstjóri og ritstjóri hjá Sagatid.dk og víðar.

Fundurinn fer fram á dönsku og ensku. Allir velkomnir.

http://www.sagatid.dk

Centre for Medieval Studies Lecture Series

Kate Heslop

Ynglingatal: death in place

Thursday, September 20, 2018, at 16.30
Lögberg 101

Kate Heslop

Ynglingatal ‘Enumeration of the Ynglingar’ is a poem that we think we know—a genealogy that presents the Yngling kings as a bizarre collection of bumblers, prone to avenging sparrows, getting shut into rocks, and falling overboard. Medieval sources attribute it to the famous Norwegian skald Þjóðólfr of Hvin, composing in the late ninth or early tenth century for the obscure Rǫgnvaldr heiðumhár, who seems to have been a ruler in the borderland between the Christian Danish kingdom and the small polities of southeastern Norway. Its stanzas are transmitted in Heimskringla as the poetic backbone of the narrative of Ynglinga saga.

In my talk, I will argue that viewing Ynglingatal in the context of other poetry in the kviðuháttr metre—the metre of around 15% of the lines in the skaldic corpus, including such important encomia as Þórarinn loftunga’s Glælognskviða (c. 1032) and Sturla Þórðarson’s Hákonarkviða, from the 1260s— suggests alternative perspectives on the poem that may accord better with Ynglingatal’s place in literary history. In particular, I will explore what it could mean to turn from reading Ynglingatal as a genealogy, to reading it as an itinerary, and discuss the role that places and monuments play in its memorial rhetoric. My talk will conclude by considering Þjóðólfr’s claim to mediate memory of the distant past in the light of contemporary memorial practices in other media, in order to throw light on the evolving social institution of the skald in the ninth and tenth centuries.

Kate Heslop is an Assistant Professor in the Department of Scandinavian, UC Berkeley, where she teaches Old Norse literature. Her doctorate is from the University of Sydney. Her research focuses on the poetry of Viking and medieval Scandinavia. She is a contributing editor to the Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages project.

The talk will be delivered in English. All are welcome to attend.

Centre for Medieval Studies Lecture Series

Simon Halink

A Story of Many Snorris

The Long Afterlife of Snorri Sturluson in the Cultural Memory of Scandinavia

Thursday, September 13, 2018, at 16.30
Lögberg 101

Simon Halink

Few Icelanders have been the subject of so much praise and slander as the medieval writer, poet and chieftain Snorri Sturluson in the nearly eight centuries since his death. Already the medieval sources present the reader with an ambiguous image of a man, who was simultaneously a brilliant scholar and a great political strategist, but also a betrayer of his people and a puppet of the Norwegian king. In this presentation, I will chart the posthumous reception, or the afterlife of a man who was, as Tim Machan stated in a recent publication, so important, that he “would have to have been invented if he had not lived”. Especially his History of the Norwegian Kings (Heimskringla) and the Prose Edda attributed to him have determined the image of ancient Scandinavia well beyond his native Iceland. Yet, Snorri’s rise to prominence is by no means self-evident, and did not begin until several centuries after his death. What is easily forgotten, is that Snorri was not always considered the ‘greatest of all Scandinavian geniuses’, nor was his legacy (both literary and political) always received in a positive light. It is my intention to demonstrate how processes of secular canonisation, and nationally inspired veneration which developed around his persona and his (presumed) oeuvre in the course of the long nineteenth century (entailing the establishment of a corpus and the organisation of commemorations, among other things) could transform the memory of a long-dead medieval poet like Snorri into an instrument for articulating cultural identities in modernity. In order to do so, I will examine the profoundly ambivalent and divergent images of Snorri Sturluson in Iceland, Denmark, Norway, and in the context of more universal discourses, while focussing on an intricate ‘traitor-hero complex’ that many of these narratives appear to revolve around. How does Snorri’s role in the cultural memory of the Scandinavians differ from country to country? And how can this divergence of modern receptions be explained in the context of national identity formation?

Simon Halink is a cultural historian specialized in the study of nationalism,  currently conducting his postdoctoral research at the University of Iceland. In 2017, he took his Ph.D. at the University of Groningen, where he studied the cultivation of Old Norse mythology in modern Icelandic nationalism.

The talk will be delivered in English. All are welcome to attend.