The Settlement of Iceland

02 Landnám Helgi og Orri.003

— o —

Helgi Þorláksson

Fimmtíu ár forgefins?

Daufar undirtektir við fræðilegri gagnrýni á heimildargildi Landnámu

Fimmtudaginn 9. október 2014 kl. 16.30
Odda 101

Helgi Þorláksson
Helgi Þorláksson

Nokkru fyrir og um 1970 settu allmargir fræðimenn fram gagnrýni á heimildargildi Landnámu. Í röðum sagnfræðinga sem fást við miðaldir telst þessi gagnrýni fullgild og þeir nota Landnámu almennt ekki sem heimild um persónur og atburði á landnámstíma. En utan hóps sagnfræðinga, og nokkurra fræðimanna í skyldum greinum, ber ekki mikið á slíkri tortryggni og Landnámu er sums staðar hampað sem einstakri heimild um landnámið og landnámsmenn. Fjallað verður um mismunandi hugmyndir af þessu tagi, ljósi varpað á gagnrýnina og hún metin. Settar verða fram ábendingar um sinnuleysi víða í ritum og á sýningum við gagnrýninni og hugleiðingar um það hvernig á þessum dauflegu undirtektum kunni að standa.

Helgi Þorláksson er prófessor í sagnfræði við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands.

— o —

Orri Vésteinsson

Hvers vegna var Ísland numið í lok 9. aldar?

Fimmtudaginn 9. október 2014 kl. 16.30
Odda 101

Orri Vesteinsson 2010
Orri Vésteinsson

Í erindinu verður gefið yfirlit yfir afrakstur fornleifarannsókna um landnám Íslands síðastliðinn aldarfjórðung. Augum verður einkum beint að þróun hugmynda um gang landnámsins og skipulag byggðarinnar í öndverðu. Nýlegar rannsóknir á Norðurlandi gefa tilefni til ályktana um hvers konar hagsmunir lágu að baki skipulagningu byggðarinnar og á grundvelli þeirra má setja fram tilgátur um ástæðurnar fyrir landnámi Íslands.

Orri Vésteinsson er prófessor í fornleifafræði við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands. Rannsóknir hans lúta einkum að landnámi Íslands og samfélagsþróun við Norður-Atlantshaf á miðöldum.

— o —