Strengleikar

Steinunn J. Kristjánsdóttir

Leitin að klaustrunum

Fyrstu niðurstöður rannsókna

Fimmtudaginn 30. október 2014 kl. 16.30
Odda 101

Steinunn J. Kristjánsdóttir
Steinunn J. Kristjánsdóttir

Leitin að klaustrunum fjórtán sem rekin voru á Íslandi á miðöldum hefur nú staðið yfir í hálft annað ár. Leitað er í skjölum, örnefnum og munnmælum en einnig í efnislegum leifum þeirra úti á vettvangi. Farið var í vettvangsferðir á fimm klausturstaði á nýliðnu sumri og gagna aflað með jarðsjármælingum og töku könnunarskurða eftir yfirferð heimilda, korta og ljósmynda. Í fyrirlestrinum verður greint frá helstu áherslum í leitinni, vandamálum sem upp hafa komið og fyrstu niðurstöðum úr henni.

Steinunn J. Kristjánsdóttir lauk doktorsprófi í fornleifafræði árið 2004 og gegnir nú starfi prófessors við Háskóla Íslands og Þjóðminjasafn. Steinunn hefur lagt stund á rannsóknir á klaustrum og klausturhaldi og stjórnaði um árabil uppgrefti á Skriðuklaustri í Fljótsdal. Sem stendur vinnur hún að rannsókn á klausturhaldi almennt á Íslandi á miðöldum.