Landnám Íslands

skaftafell-eyrarros

Fyrirlestraröð Miðaldastofu Háskóla Íslands 2014–2015

Miðaldastofa Háskóla Íslands gengst í vetur fyrir röð fyrirlestra um landnám Íslands. Innlendir og erlendir fræðimenn fjalla þar um landnámið frá mörgum hliðum og frá sjónarhóli ólíkra fræðigreina, svo sem fornleifafræði, sagnfræði, bókmenntafræði, málfræði, nafnfræði, menningarfræði, þjóðfræði, minnisfræði og dýravistfræði.

Fyrirlestrarnir verða haldnir í stofu 101 í Odda kl. 16.30 á fimmtudögum (nema annað sé tekið fram), venjulega tveir hverju sinni. Dagskráin hefst með inngangsfyrirlestri Gunnars Karlssonar fimmtudaginn 25. september og lýkur með samantekt og umræðum um landnám Íslands fimmtudaginn 28. maí.

Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

— o —

25. september 2014

Gunnar Karlsson

Landnámsrannsóknarsaga

Gunnar Karlsson
Gunnar Karlsson

Farið verður yfir meginlínur í rannsóknarsögu landnáms á Íslandi síðustu öldina, einkum hvernig ritheimildir og fornleifar hafa verið notaðar að mismiklu leyti. Meðal annars verður rakin sagan af endurteknum tilraunum til að hafna því og afsanna að Ísland sé norræn nýbyggð víkingaaldar. Fornleifar og náttúruleifar hafa smám saman tekið stöðu Íslendingabókar og Landnámabókar sem grunnheimildir um landnámið. Nákvæm tímasetning landnámsöskulagsins, sem birtist árið 1995, gefur nýtt tækifæri til að tímasetja upphaf landnáms. Í tengslum við þetta verður sagt stuttlega frá tilraun til að umreikna jarðvegsþykknun í tímalengd til að geta tímasett upphaf einstakra mannvistarminja út frá landnámslagi. Rannsókn á strontiumhlutfalli í tönnum skilar ómetanlegum en nokkuð vandtúlkuðum fróðleik, einkum um lok landnámstímabilsins. Þó reynist furðumargt eftir sem ekki verður komist að niðurstöðu um án þess að nota ritheimildirnar, og þá er mikilvægt að geta séð hvernig þær standa sig á sviðum þar sem fornleifar geta veitt áreiðanlegri vitneskju. Fornleifar hafa því orðið mikilvægur prófsteinn á áreiðanleika ritheimildanna. Við getum notað þær til að svara spurningum um það hvort höfundar Íslendingabókar og Landnámu bjuggu yfir sönnum fróðleik um landnám Íslands. Í ýmsum grófum dráttum reynist vitnisburður fornleifa býsna svipaður því sem Landnámabók segir, svo sem um að landnemar Íslands hafi verið blanda af norrænu og keltnesku fólki þar sem hið norræna var fleira. Í lokin verður varpað fram nokkrum hugmyndum um brýn rannsóknarefni og freistandi rannsóknartækifæri á þessu sviði.

Gunnar Karlsson, prófessor emeritus, er upphaflega íslenskufræðingur með Íslandssögu sem kjörsvið. Hann var lektor í sagnfræði við Háskóla Íslands 1976–80 og prófessor í sömu grein til starfsloka 2009. Hann hefur skrifað margt um Íslandssögu, meðal annars íslenska miðaldasögu, og vinnur nú að bók um landnám Íslands.

— o —

9. október 2014

Helgi Þorláksson

Fimmtíu ár forgefins?

Daufar undirtektir við fræðilegri gagnrýni á heimildargildi Landnámu

Helgi Þorláksson
Helgi Þorláksson

Nokkru fyrir og um 1970 settu allmargir fræðimenn fram gagnrýni á heimildar-gildi Landnámu. Í röðum sagnfræðinga sem fást við miðaldir telst þessi gagnrýni fullgild og þeir nota Landnámu almennt ekki sem heimild um persónur og atburði á landnámstíma. En utan hóps sagnfræðinga, og nokkurra fræðimanna í skyldum greinum, ber ekki mikið á slíkri tortryggni og Landnámu er sums staðar hampað sem einstakri heimild um landnámið og landnámsmenn. Fjallað verður um mismunandi hugmyndir af þessu tagi, ljósi varpað á gagnrýnina og hún metin. Settar verða fram ábendingar um sinnuleysi víða í ritum og á sýningum við gagnrýninni og hugleiðingar um það hvernig á þessum dauflegu undirtektum kunni að standa.

Helgi Þorláksson er prófessor í sagnfræði við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands.

— o —

9. október 2014

Orri Vésteinsson

Hvers vegna var Ísland numið í lok 9. aldar?

Orri Vesteinsson 2010
Orri Vésteinsson

Í erindinu verður gefið yfirlit yfir afrakstur fornleifarannsókna um landnám Íslands síðastliðinn aldarfjórðung. Augum verður einkum beint að þróun hugmynda um gang landnámsins og skipulag byggðarinnar í öndverðu. Nýlegar rannsóknir á Norðurlandi gefa tilefni til ályktana um hvers konar hagsmunir lágu að baki skipulagningu byggðarinnar og á grundvelli þeirra má setja fram tilgátur um ástæðurnar fyrir landnámi Íslands.

Orri Vésteinsson er prófessor í fornleifafræði við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands. Rannsóknir hans lúta einkum að landnámi Íslands og samfélagsþróun við Norður Atlantshaf á miðöldum.

— o —

23. október 2014

Auður Ingvarsdóttir

Forn fræði og ættartölur: sönn tíðindi eða goðsögur?

Heimildargildi Landnámabókar

Audur Ingvarsdottir
Auður Ingvarsdóttir

Margir nútímamenn hafna Landnámu sem heimild um atburði fortíðar og raunverulega landnámstíð en telja að hún geti aðeins nýst sem heimild um ritunartímann og samfélagslega háttu samtímamanna ritarans. Sögulegar frásagnir Landnámu hafa þannig jafnvel verið afskrifaðar sem „goðsögur og uppspuni“. Aðrir taka ekki eins djúpt í árinni og telja Landnámu geti nýst sem heimild um forna atburðasögu. Jón Jóhannesson telur t.d. að Landnámabók sé „aðalheimildin um byggingu Íslands“. Ekki voru allar frásagnir Landnámu þó jafn merkilegar því að hægt væri að skipta textanum í frumtexta og síðari viðbætur og innskot. En að hans mati var nauðsynlegt fyrir hvern þann sem vildi nota Landnámabók sem sögulega heimild „að kappkosta að komast svo nálægt frumtextanum sem unnt er“. Hvernig er hægt að komast að frumtextanum? Hvaða fílólógísk mælitæki eru möguleg til þess að grafa upp frumtextann? Jón Jóhannesson var áhrifamikill fræðimaður og skoðun hans endurómar í ritum síðari tíma fræðimanna. Jakob Benediktsson, sem var einn helsti Landnámufræðingur um langt árabil, segir t.d. að „allri varúð verði að beita við heimildargildi hennar, þó einkum í þeim köflum sem sannanlegt er eða líklegt að breytt hafi verið verulega í yngri gerðunum“. Hér liggur að baki ákveðinn skilningur á tilurð Landnámu og þróun og á því hvers konar rit hún hafi verið í upphafi. Var Landnáma upphaflega hugsuð sem fjölbreytilegt sagnarit um landnámsmenn og afkomendur og fyrstu byggð í landinu eða var hér um að ræða nytsama skrá höfðingjum landsins til hagræðis?

Auður Ingvarsdóttir er sjálfstætt starfandi sagnfræðingur við Reykjavíkurakademíuna. Rannsóknir hennar lúta einkum að Landnámu.

— o —

23. október 2014

Emily Lethbridge

Landnám in the Íslendingasögur

Some Digital Mapping Perspectives

emily_lethbridge
Emily Lethbridge

In this lecture I propose to introduce and then put to use the digital resource I have been developing (the Icelandic Saga Map) to explore certain motifs and narrative structures associated with the claiming and naming of land as represented in the Íslendingasögur.

Unsurprisingly, the opening chapters of sagas (or those describing the arrival of new settlers in Iceland) often have dense clusters of explanatory place-name anecdotes, e.g. „Fundu þeir þar andir margar og kölluðu Andakíl en Andakílsá er þar féll til sjávar“ (Egils saga, ch. 28). But why is it that some sagas — Egils saga, Harðar saga, and Laxdæla saga to name three examples — have such a high proportion of these place-name anecdotes whilst other sagas make use of this device much less frequently? In my paper, I will analyse the distribution of places around Iceland whose names are given specific narrative explanations in the opening chapters of many sagas. I will use the Icelandic Saga Map to identify variation from one saga to another, and to visually represent the extent to which discernible regional variation exists. Observations made by Þórhallur Vilmundarson (e.g. 1991) regarding the relationship between place-names and the origins of the sagas will be re-evaluated in light of the new perspectives offered by this spatial visualisation of place-name/anecdote trends or patterns in the sagas.

Finally, I will reflect on some of the advantages of developing and using digital resources such as the Icelandic Saga Map in conjunction with more traditional methods of edition/manuscript-based scholarly analysis of the Íslendingasögur.

Emily Lethbridge er nýdoktor við Miðaldastofu Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar lúta einkum að varðveislu Íslendingasagna, bæði í handritum og í landslagi í gegnum landslag og örnefni. Jafnframt hefur Emily verið stundakennari við Háskóla Íslands.

— o —

6. nóvember 2014

Kristján Árnason

Tunga nemur land

Kristjan Arnason
Kristján Árnason

Ég hyggst ræða um tungutak landnámsmanna og uppruna íslenskrar málmenningar í félagsmálfræðilegu ljósi: Hvaða tungumál eða mállýskur voru talaðar hér á landi fyrst eftir landnám?

Íslenska er norskt innflytjendamál og sagt hefur verið að hún hafi orðið til sem blanda úr mállýskum heimalandsins. Einnig heyrist því haldið fram að hér hafi verið fjölþjóðlegt samfélag og menningardeigla þar sem til dæmis Írar hafi verið fjölmennir meðal landnámsmanna og að þetta hafi getið af sér blómlegar bókmenntir. Samt sjást hér ekki merki um málblöndun (pidginiseringu) sem gjarna fylgir snertingu ólíkra tungna eða málafbrigða á menningarmótum. Við upphaf ritaldar verður ekki vart við álitamál um það hvaða málafbrigði beri að velja til skrásetningar á lögum, til sagnaritunar eða nota við þýðingar á latneskum textum.

Tilurð staðlaðra ritmála og menningartungna er í eðli sínu flókið ferli þar sem ólík viðmið eiga það til að keppa innbyrðis (samanber t.d. sögu ensku og þýsku við lok miðalda og ekki síður norsku á 19. og 20. öld). Slík vandamál komu ekki upp hér á landi eða í Noregi við upphaf ritaldar upp úr 1100. Stöðugleiki norræns, ekki síst íslensks, ritmáls á síðmiðöldum bendir þannig ekki til mállegs glundroða á landsnámstíð; frekar til þess að viðmið um rétt eða rangt mál hafi allt frá upphafi verið tiltölulega skýr. Þar hefur munnleg geymd skáldskapar og lagatexta eflaust haft áhrif. Á síðmiðöldum var þessi norræna tunga, sem síðar kallaðist íslenska, mál norska konungsríksins og nýlendna þess.

Kristján Árnason er prófessor í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands. Hann hefur fengist við rannsóknir á hljóðafari íslensku og færeysku í sögulegu og félagslegu ljósi. Einnig hefur hann sinnt bragfræði og skáldskaparfræði fornmálsins og fjallað um málstýringu og málrækt.

— o —

6. nóvember 2014

Nikola Trbojević

Investigating the Icelandic Landnám deforestation through agent-based modelling

Nikola Trbojevic 01
Nikola Trbojević

The process of settlement in Iceland in the late 9th and early 10th centuries was followed by an enormous rate of deforestation caused by the needs of the settler population for new arable land, pastures, fuel and building material. The clearance of woodlands, frequently unavoidable, resulted in significant and long-term consequences for the island’s fragile environment. Various research results have confirmed the drastic loss of woodlands and serious degradation of the environment in the period shortly after the settlement, and it is well known that lowlands in some parts of the country were completely deforested already by AD 920. More than a century of academic studies on the subject so far has produced a variety of descriptions of this environmental impact. However, the existing research has failed to offer a detailed account of the deforestation process in terms of its quantification, timing, complexity and dynamics.

The use of agent-based simulation models can amend this unfortunate situation and can improve our understanding of how and why the deforestation started, what the rate, timing and spatial distribution of the deforestation was, but also how the needs and concerns of individual settlers overlapped and affected the state of the forests during this period.

This paper dissertates the structure and outcomes of the series of spatially explicit agent-based models of the Icelandic Landnám deforestation and offers a closer description of what is today recognized as one of the most significant changes that the natural environment of Iceland underwent during the Holocene.

Nikola Trbojević is an archaeologist and a PhD student at the University of Iceland. He is currently completing a project which investigates, by means of spatially-explicit agent-based modelling, the Icelandic Landnám deforestation. His main research interests are human-environment interactions of the past, agent-based modelling and system dynamics.

— o —

20. nóvember 2014

Guðlaugur Rúnar Guðmundsson

Elstu nafngiftir á Innnesjum við Faxaflóa

Gudlaugur Runar Gudmundsson
Guðlaugur Rúnar Guðmundsson

Hinir fornu hreppar með Sundum við Faxaflóa, Seltjarnarneshreppur og Álftaneshreppur, voru áður fyrr kallaðir saman Innnes og íbúarnir Innnesingar. Íbúar Innnesja voru kallaðir ýmsum nöfnum. Þekktustu nöfnin voru Hraunamenn, Álftnesingar og Seltirningar. Höfuðborgarsvæðið, þar sem flestir Íslendingar búa, er nú að mestu í landi þessara fornu hreppa.

Fjallað verður um elstu heimildir um örnefni á Innnesjum og það landnámsmynstur sem lesa má út frá heitunum. Í þessum efnum eru Íslendingar vel staddir því að merkilegar fornar ritaðar heimildir styðja tilurð fjölmargra heitanna og má þá sérstaklega nefna Landnámu. Hún er okkur bjart leiðarljós og vísbending um upprunann. Nafnamynstrið skýrir að nokkru hvernig landnáms-menn tóku á vandanum og ögruninni í ónumdu landi. Nefna má nýtingu landgæða, bústaðaval og leiðakerfi.

Stuðst verður við loftmyndir, kort og ljósmyndir sem höfundur hefur safnað og unnið með við rannsóknir á kennimerkjum á Innnesjasvæðinu. Reynt verður að nýta rannsóknir á fjölmörgum fræðisviðum til þess að fá skýrari mynd af viðfangsefninu. Sagnfræði, jarðfræði, fornleifafræði og veðurfræði koma að góðum notum í þessum efnum.

Örnefnin segja margt um uppruna frumbyggjanna sem gáfu kennileitunum nafn á sinni tungu. Hugsunaháttur og lífssýn landnámsmannanna á Innnesjum skýrist fyrir okkur þegar við reynum að setja okkur í spor þeirra. Það sem veitir okkur Íslendingum sérstöðu er að við tölum að mestu sömu tungu og þeir sem gáfu kennimerkjunum heiti. Samhengið er órofið milli aldanna.

Guðlaugur Rúnar Guðmundsson er sjálfstætt starfandi sagnfræðingur. Rannsóknir hans lúta einkum að skólasögu fyrri alda á Íslandi og nafnfræði höfuðborgarsvæðisins.

— o —

20. nóvember 2014

Elisabeth Ida Ward

Landkunnátta: Place versus space

elisabeth-ward-090-9-10-13 copy
Elisabeth Ida Ward

In Ari inn fróði’s account of the settlement of Iceland, the impression is given that the top priority of the landnámsmenn is to fix Iceland within contemporary European intellectual constructs — legal, chronological, and spatial. Although logically compelling, this narrative of creating order out of chaos suggests an objective attitude of the settlers towards the Icelandic landscape, a desire to impose structures from without. However, such an attitude would be anomalous within a late-9th century context, when the supposed origin-culture—Viking Age Scandinavia—was exhibiting a strong preference for subjective, intimate, experiential respect for landscape as place. The question therefore emerges if traces of a phenomenological, place-based mindset can be uncovered for the early settlers in Iceland. This presentation summarizes the author’s efforts and methods to uncover such evidence in the Icelandic archeological record and in saga accounts. The archaeological project analyzed native stones found in pagan burial contexts, and the literary project looked at phenomenological representations of landscape in a selection of saga accounts. Other recent archaeological findings in Iceland, and tales from Landnámabók, are combined with these projects to suggest that the landnámsmenn fostered a significant sense of subjective place. Although an orientation toward the landscape as place does not necessarily exclude efforts to fix landscape into external spatial categories, it is important to recognize the phenomenological predilections in the landnámsmenn in order to better analyze the choices they made during the settlement process and later.

Elisabeth Ida Ward is Director of the Scandinavian Cultural Center at Pacific Lutheran University. She works at the intersection between archaeology, anthropology, and saga studies, first as the Assistant Curator for the Smithsonian’s Viking exhibition in 2000, and more recently for her dissertation from UC Berkeley on Þórðar saga hreðu.

— o —

4. desember 2014

Ólína Þorvarðardóttir

Misfarir eða missagnir?

Um „fjall eitt hátt“ og „melinn hjá Mosvöllum“

OlinaDV-2014 copy
Ólína Þorvarðardóttir

Fornsögur okkar geyma tvær frásagnir um staðhætti á Vestfjörðum, sem báðar hafa valdið heilabrotum og jafnvel efasemdum um að fái staðist.
Fyrra dæmið er frásögn Landnámu af því þegar Flóki Vilgerðarson gekk á köldu vori „upp á fjall eitt hátt ok sá norðr yfir fjöllin fjörð fullan af hafísum. Því kölluðu þeir landit Ísland …“ (Ísl.s. I, 27). Ýmsir afa dregið í efa sannleiksgildi frásagnar Landnámu af þessari fjallgöngu Hrafna-Flóka, enda sé ekki hægt að sjá niður í Ísafjarðardjúp af neinu fjalli þeim megin á kjálkanum og tæplega komi til greina að aðrir firðir hafi verið fullir af hafísum.

Síðara dæmið er frásögn Gísla sögu Súrssonar af því þegar menn Gísla fórust á mis við Véstein og menn hans í Önundarfirði við „melinn hjá Mosvöllum“. Hafa ýmsir dregið þessa frásögn í efa og því jafnvel verið fleygt að í Öndundarfirði sé hvergi hægt að farast á mis með þessum hætti.

Í fyrirlestrinum verður gerð grein fyrir vettvangskönnun sem höfundur gerði sumarið 2014 í þeim tilgangi að varpa ljósi á þessar tvær frásagnir og sannleiksgildi þeirra. Höfundur skoðaði tvö fjöll á Vestfjarðahálendinu sem ætla má að Flóki og félagar hafi getað gengið á og snúið af á innan við einum degi. Einnig verður lýst í máli og myndum staðháttum við mynni Bjarnardals í Önundarfirði þar sem ætla má að lið Vésteins og Gísla hafi farið fyrir ofan leiti og neðan.

Þó að fyrirlestrinum sé ekki ætlað að vekja upp gamlar bókfestu- og sagnfestuþrætur, mun hann varpa ljósi á það hversu vel höfundar og/eða skrásetjarar þekktu til staðhátta á sögusviði sagnanna.

Ólína Þorvarðardóttir þjóðfræðingur er með doktorspróf í íslenskum bókmenntum. Hún hefur verið háskólakennari, skólameistari, sérfræðingur hjá stofnun Fræðasetra og virkur fræðimaður um árabil. Eftir hana liggur fjöldi fræðigeina á sviði þjóðfræða og bókmennta. Rannsóknir hennar lúta einkum að sögu galdraofsókna á Íslandi, þjóðsagnahefð og menningarsögu.

— o —

4. desember 2014

Gísli Sigurðsson

Getur Landnáma líka verið heimild um landnámið?

GisliSig copy
Gísli Sigurðsson

Munnlegar og skrifaðar frásagnir, hvort sem þær lýsa samtímapersónum og atburðum eða fortíðinni, mótast af frásagnarlögmálum og aðstæðum þegar sögurnar eru sagðar/ritaðar, hæfileikum, ætlun og hugmyndum sagnamanns/-konu og væntingum áheyrenda/lesenda. Tengsl við veruleikann vefjast því fyrir hinum lærðustu mönnum. Þau eru nógu flókin þegar fengist er við samtímann — svo frásagnir séu ekki heimfærðar upp á raunheima mörgum öldum áður en sögurnar eru sagðar/ritaðar, líkt og með margar 12. og 13. aldar frásagnir sem ritaðar voru á Íslandi um persónur og atburði á 9., 10. og 11. öld. Minni einstaklinga er breytilegt og skapandi, fólk velur úr, man sumt og gleymir öðru af því sem það hefur sjálft upplifað, ekki síður en þegar það miðlar sögum annarra, frá kyni til kyns. Að órannsökuðu máli er ólíklegt að nokkur frásögn hafi „heimildagildi“ um ríkjandi aðstæður 2-300 árum áður. Minningasögur sem afi og amma segja barnabörnum sínum eru heimild um viðbrögð gamla fólksins við samtímanum og hverju það vill koma á framfæri við börnin í nýjum og síbreytilegum heimi. Um leið eru afi og amma treg til að viðurkenna að minningarnar byggist ekki á raunverulegri reynslu, jafnvel atburðum og fólki sem var til og hét ákveðnum nöfnum. Og þau hafa sitthvað til síns máls. Á svipaðan hátt er ekki útilokað að það sem skráð er í Landnámu endurspegli minningar um raunverulegt fólk, ættartengsl og atburði sem það tengdist – en spurningin er hvaða aðferðir dugi til að meta hversu líklegt það geti eða geti ekki verið.

Gísli Sigurðsson er rannsóknarprófessor við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Hann lærði við Háskóla Íslands, í Winnipeg og í Dyflinni. Rannsóknir hans hafa beinst að textum með rætur í munnlegri hefð að fornu og nýju. Hann hefur skrifað um gelísk áhrif á Íslandi, túlkun texta í ljósi munnlegrar hefðar og gefið út eddukvæði og sögur úr Vesturheimi.

— o —

8. janúar 2015

Pernille Hermann

The Landnám — Narratives of New Beginnings, Myths and the Weather

Pernille Hermann
Pernille Hermann

In this paper I will focus on a foundational discourse pertinent to sagas that are preoccupied with the coming into being of new social spaces, that is, narratives of new beginnings. I will focus on descriptions of the weather, in the sense of stormy weather, and argue that weather descriptions along with other features provide the sagas with a mythic status. This argument will be supported by the studies by, e.g. Lucien Boia (The Weather in the Imagination. London: Reaktion Books, 2005), showing that in a comparative perspective weather phenomena are frequently integral to myths of origin.

Pernille Hermann is an associate professor of Scandinavian Languages and Literature at Aarhus University. Her research focusses on Old Norse-Icelandic literature and she is currently working on the impact of memory on medieval Norse literature.

— o —

8. janúar 2015

Magdalena Schmid

Did the colonization of Iceland happen between 870 and 930 AD?

Magdalena Maria E Scmid
Magdalena Schmid

This paper aims to enhance the dating of archaeological and environmental data from the earliest sites of human occupation in Iceland in order to understand better the timing, scale and rate of the colonization of Iceland. This is important, because both the quantity of early sites — approximately 650 in total — as well as the quality of excavation methods have improved in the last 20 years. Furthermore, new statistical approaches, primarily Bayesian statistics, enable precise chronological frameworks that combine stratigraphy, tephrochronology, typology, historical dates, palaeoecological records and radiocarbon calibrations allowing both the maximum information to be produced from scarce archaeological resources and more detailed archaeological questions to be addressed. First: When did large-scale colonization begin? Second: What is the speed of colonization? Was it a rapid or a long and drawn-out process? This study focuses on the re-assessment of the archaeological and environmental data; it both discusses how reliable it is and how it can be used to test colonization models. A key motivation for this research is the idea that Iceland is located in the deep ocean, where in the ninth century neither indigenous people nor mammals lived, and agriculture had not yet been practised making this volcanic island the most extreme case study to test colonization models.

Magdalena M.E. Schmid is an archaeologist and PhD candidate at the University of Iceland. Her research focuses on the colonization of Iceland; she is exploring archaeological and environmental data from the earliest sites and tries to refine the chronology of Viking-Age Iceland.

— o —

22. janúar 2015

Sveinbjörn Rafnsson

Að trúa Landnámu

Sveinbjorn Rafnsson
Sveinbjörn Rafnsson

Viðhorfin til Landnámabókar hafa verið breytileg í aldanna rás á Íslandi. Samkvæmt gömlum eftirmála hennar og texta greinir hún frá upphafi þjóðarinnar. Það upphaf er tekið gott og gilt í flestum Íslendinga sögum. Þó getur Landnámabók ekki verið skrifuð fyrr en fyrsta lagi nær 200 árum síðar en hún telur landnám hafa farið fram á Íslandi. Það er því ljóst af Landnámabók sjálfri að hún fjallar um landnám eins og riturum hennar fannst hentast að hafa það á ritunartíma hennar. Hún skiptir því litlu eða engu máli um hið eiginlega sögulega landnám manna á Íslandi. En hún skiptir stundum miklu máli til að varpa ljósi á söguleg viðhorf manna á ýmsum tímum Íslandsögunnar og þar getur hún varðað líf og menningu, pólitík og jafnvel sálarlíf (t.d. sjálfsvitund) fólksins í landinu. Eitt er að skoða sérstaklega hvaða viðhorf koma fram í þeim texta Landnámu sem telja má upphaflegan, það er viðhorf höfunda hennar. Það verður ekki gert hér; það hefur fyrirlesari reynt fyrr annars staðar. Annað er að skoða að nokkru áhrif hennar á 19. og 20. öld, en þá urðu fornsögurnar, þar sem Landnáma var lögð til grundvallar, mikilvægur aflvaki í þjóðernissinnaðri sjálfstæðisbaráttu Íslendinga. Þær stöppuðu stálinu í fólk, gáfu því ákveðna sjálfsvitund, gagnvart nágrannaríkjum og þjóðum. Skáldin ortu lofsöngva og kvæði um landnámsmenn sem ættgöfugar hetjur frelsisins. Landnámutrú fékk blæ almennra trúarbragða, næstum opinbera pólitíska viðurkenningu. Af þessu eimir enn í samtíðinni og verður fjallað nánar um það og leiðir til að skapa nútímalegri og skynsamlegri viðhorf gagnvart Landnámabók.

Sveinbjörn Rafnsson er doktor í sagnfræði frá háskólanum í Lundi. Hann er prófessor emeritus frá Háskóla Íslands þar sem hann kenndi um árabil. Rannsóknir hans hafa að talsverðu leyti verið í íslenskri miðaldasögu, meðal annars um Landnámabók, íslenskar fornsögur og forn lög.

— o —

22. janúar 2015

Marion Lerner

Pólitísk goðsögn í framkvæmd

Íslensk ferðafélög og landnám í upphafi 20. aldar

Marion Lerner
Marion Lerner

Á þriðja og fjórða áratug 20. aldar stofnuðu Íslendingar ferðafélög á borð við Ferðafélag Íslands, Fjallamenn og Bandalag íslenskra farfugla. Í þessu samhengi ræddu þeir ýtarlega um gagn og nauðsyn félagsskapar af þessu tagi, um markmið þess, sérstöðu íslenska samfélagsins, fyrirmyndir í útlöndum o.s.frv. Við skoðun gagna sem liggja fyrir kom í ljós að áberandi oft var hér talað um „landnám“, jafnframt um „nýtt landnám“ eða um „landnám inn á við“. Minnið um landnám var augljóslega afar virkt og gegndi ákveðnu hlutverki. Í erindinu verður fjallað um landnám sem pólitíska goðsögn sem stofnendur ferðafélaga túlkuðu á mismunandi vegu og léðu þannig einnig mismunandi merkingu. Jafnframt má sjá kynslóðamun í þessari túlkun.

Marion Lerner er menningar- og þýðingafræðingur. Hún er lektor við Íslensku- og menningardeild á Hugvísindasviði Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar lúta einkum að ferðamenningu 19. og 20. aldar, ferðabókmenntum í víðum skilningi og þýðingum þeim tengdum. Einnig er hún þýðandi úr íslensku yfir á þýsku. Í doktorsritgerð sinni túlkaði hún stofnun ferðafélaga á Íslandi út frá kenningum um menningarlegt minni.

— o —

5. febrúar 2015

Páll Theódórsson

Nákvæm aldursgreining mannvistarleifa frá frumbyggð á Íslandi með nýrri úrvinnslu gjóskusniða

Páll Theódórsson
Páll Theódórsson

Innan áratugar getur orðið ljóst hvenær búseta hófst í flestum héruðum landsins og hvernig byggð þróaðist þar — ef nýir möguleikar gjóskutímatals Sigurðar Þórarinssonar verða nýttir á komandi árum. Gjóskusnið eru myndir sem sýna dýpt og þykkt gjóskulaga og jarðvegsþykktina milli þeirra í lóðréttum jarðvegssniðum. Gjóskutímatalið byggist hins vegar einungis á hinni sívaxandi þykkt jarðvegsins án gjóskulaganna. Nákvæm aldursgreining fæst einungis með því að fullnýta grunnupplýsingarnar sem felast í öllu sniðinu. Þetta næst með nýrri úrvinnsluaðferð sem byggist á grafiskri tölvuúrvinnslu sniðanna. Þykkt jarðvegslaganna milli hverra tveggja gjóskulaga er mæld á sniðmynd og færð í Excel-töflu. Forritið teiknar síðan graf sem sýnir fyrir hvert þekkt gjóskulag heildarþykkt jarðvegs (án gjósku) milli þess og landnámslagsins. Grafið sýnir allar grunnupplýsingar gjóskusniðsins.

Grafisk úrvinnsla fjölda sniða hefur sýnt að þau eru jafnan mun reglulegri en fram til þessa hefur verið talið; þykknunarhraðinn er oftast stöðugur í 6–10 aldir og eykst sjaldnast í kjölfar landnáms. Óvissan í tímasetningu mannvistarleifa er 6 til 12 ár. Til að sýna þetta hefur verið unnið úr nokkrum gjóskusniðum þar sem nú er mögulegt að ná meiri nákvæmni en áður í aldursgreiningu mannvistarleifa.

Að lokum er rætt um möguleika grafísku aðferðarinnar til að rekja athafnir frumbýlinganna allt frá upphafi landnáms með því að tímasetja mannvistarleifar út frá afstöðu til þekktra gjóskulaga: (1) upphaf búsetu út frá því á hvaða dýpi sótagnir úr reyk frá bæjum frumbýlinganna koma fyrst fram, (2) hvenær gert var til kola út frá dýpt sótagnanna í jarðveginum og (3) einstakar kolagrafir.

Páll Theódórsson er eðlisfræðingur, vísindamaður emeritus við Raunvísindastofnun Háskóla Íslands. Hann hefur þróað mælitæki sem einfaldar aldursgreiningar með kolefni-14 aðferðinni og hefur kannað möguleika gjóskutímatalsins til nákvæmra tímasetninga. Hann hefur með reynslu raunvísindamanns unnið úr margvíslegum skýrslum fornleifafræðinga um frumbyggð á Íslandi og komist að þeirri niðurstöðu að landnám á Íslandi hafi hafist löngu fyrir 870.

— o —

5. febrúar 2015

Helgi Skúli Kjartansson

Erfðamengi og atburðarás

Helgi Skuli Kjartansson
Helgi Skúli Kjartansson

Fyrir nokkrum árum birti erfðafræðingurinn Agnar Helgason röð rannsókna sem varpa nýju ljósi á skyldleika Íslendinga við grannþjóðir og þar með á uppruna þeirra. Um hlutföll norræns uppruna og vestræns eru niðurstöður hans — um eða yfir helmingur norrænn — traustari og trúverðugri en fyrri tilraunir til að reikna það hlutfall, ýmist á grundvelli erfðafræði eða ritheimilda. Þar við bætast óyggjandi niðurstöður um mikla kynjaskekkju, þar sem vestræni uppruninn er miklu frekar í kvenlegg, sá norræni frekar í karllegg. Þótt tölur Agnars þurfi ekki að vera hárnákvæmar eru þær traustari en flest annað sem við vitum um fyrstu aldir Íslandsbyggðar. En hvernig eigum við að laga sögumynd okkar að þeim? Koma þær heim við þá hugmynd að allra fyrstu landnemarnir hafi mest komið frá Noregi? Sýna þær samsetningu landnemahópsins í heild eða ýkja þær hlut þeirra kynsælustu — t.d. norrænna hástéttarkarla? Getur vestræni uppruninn að verulegu leyti komið um ambáttarbörn, og þá e.t.v. stafað að hluta af þrælaverslun eftir lok landnámsins sjálfs? Og hvað á að ráða af því um landnám Íslands að hliðstæðar rannsóknir benda til enn meiri kynjaskekkju í Færeyjum, hins vegar furðu lítillar í norrænum ættum á Hjaltlandi og Orkneyjum?

Helgi Skúli Kjartansson er cand.mag. í sagnfræði frá Háskóla Íslands, nú prófessor (í hlutastarfi) við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og doktorsnemi í íslenskum bókmenntum (fornri bragfræði) við sama skóla. Rannsóknir hans tengjast ýmsum sviðum Íslandssögu og íslenskra fræða, m.a. Grágás og fleiri fornmálstextum. Um landnám Íslands hefur hann skrifað greinina „Landnámið eftir landnám“ 1997.

— o —

19. febrúar 2015

Ramona Harrison

The archaeology of Eyjafjörður landnám sites

Ramona Harrison
Ramona Harrison

This paper presents recent data from recent archaeological excavations in Siglunes and Hörgárdalur which are both located in Eyjafjörður.

Siglunes, a known fishing site with a farm mound possibly dating back to very early Icelandic settlement, was investigated as part of a rescue and research project. The Hörgárdalur sites, part of a more regionally centered excavation project, revealed two early Icelandic farms, namely Oddstaðir and Skuggi. Skuggi in particular is of interest here due to its seemingly marginal setting, and its previously unknown archaeological remains.

The goal of this paper is to compare and contrast two very distinct areas in one region of North Iceland. Using the known archaeological and very fragmentary historic settlement histories of the sites mentioned above, a certain idea about the settlement pattern of Eyjafjörður can be developed.

While using data from the structural excavations at Skuggi and Siglunes, faunal remains from both sites and Oddstaðir build the foundation for any statement made on the sites’ chronologies, economies, and social status. All three sites supply us with early to late medieval faunal remains, and a discussion on changes observed over time from Settlement to the Middle Ages will therefore be included here. The medieval collections further help build a connection between the medieval trading station at Gásir and its hinterland sites. This allows for a discussion of how this center of exchange may have been supplied locally, and what potential impact the international exchange might have had on the local farmers and fishermen.

Ramona Harrison is CIE NSF Postdoctoral Fellow and a Research Associate at the City University of New York (CUNY), Hunter College and the University of Maryland. Dr. Harrison has been involved with archaeological research on North Atlantic Human Ecodynamics for more than a decade and she is co-director of the Gásir Hinterlands and Siglunes projects. Her ongoing work in Eyjafjörður covers the periods from Icelandic Settlement through the Modern Times.

— o —

19. febrúar 2015

Árni Einarsson

Landnámið í ljósi 600 km af forngörðum

Arni_Einarsson
Árni Einarsson

Kortlagningu fornaldargarða í Þingeyjarsýslum er nú um það bil að ljúka og hafa ríflega 600 km garða fundist, langflestir byggðir úr torfi. Garðlögin eru frá þjóðveldisöld, um 940–1100. Þau gefa fágæta mynd af byggðarmynstrinu í lok Landnámsaldar og á söguöld. Í Suður-Þingeyjarsýslu var garðakerfið samhangandi allt frá Mývatni og út á Tjörnes, girti byggðina af og hólfaði hana niður. Niðurstöður benda til þess að útbreiðsla og þéttleiki byggðarinnar hafi verið mun meiri en síðar varð og að landamerki hafi breyst mikið. Garðarnir voru girðingar til að hefta för búfjár. Engar heildstæðar kenningar eru til um forn girðingamynstur og er túlkun garðakerfisins því vandkvæðum bundin. Talsvert gagn má þó hafa af kenningum vistfræðinnar um helgun landsvæða, því að girðingar hafa tilhneigingu til að fylgja landamerkjum. Landamerkjum verður best lýst með stoð í vistfræðirannsóknum á landnámi þar sem samkeppni ríkir um jarðnæði og landnemar leitast við að eyða sem minnstum tíma í að verjast ágangi. Byggðamynstur sem skapast við slíkar aðstæður er bæði fyrirsjáanlegt og reglulegt og fer mest eftir landslagi. Auk merkjagarða voru garðar hlaðnir til að hólfa niður bústofna og vernda slægjulönd. Við kynnumst landnámi vélmenna í óbyggðu landi og lítum á frásögn Landnámuhöfunda af stofnun býla á Íslandi.

Árni Einarsson er dýravistfræðingur, forstöðumaður Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn og gestaprófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands. Hann lauk doktorsprófi frá Aberdeenháskóla í Skotlandi 1975 með rannsóknum á árlegu landnámi fugla á varpstöðvum. Árni hefur unnið að ýmsum rannsóknum á vistfræði Mývatns. Einnig hefur hann stundað rannsóknir á sviði fornvistfræði og tengdum greinum, m.a. á fornaldargarðlögum og öðrum minjum í Þingeyjarsýslum og túlkun fornrita.

— o —

5. mars 2015

Christopher Callow

The construction of colonisation stories

The case of the landnám in northern Iceland

Christopher Callow
Christopher Callow

The reality of when and how Iceland was colonised is unlikely to be represented in the surviving medieval narrative accounts we have in Íslendingasögur and other texts. This paper will consider instead how and why particular kinds of account of the landnám for Iceland’s medieval Northern Quarter were written in the particular form they were. It will consider these in the context of literary production in twelfth- and thirteenth-century Iceland and the likely wider political situation.

Christopher Callow er lektor í miðaldasögu við Birmingham-háskóla. Doktorsverkefni hans fjallaði um miðaldasögu Íslands. Hann hefur m.a. rannsakað lífsferil manna á miðöldum og viðhorf Landnámabókar til landnámskvenna.

— o —

19. mars 2015

Þorsteinn Vilhjálmsson

Settlement, ships, and sailing

Thorsteinn Vilhjalmsson 2011
Þorsteinn Vilhjálmsson

For settling in a distant ocean island you first have to be able to cross the ocean. History shows that this threshold, involving both knowledge, skill and intention, is far from trivial. The author of the present paper has previously written on several aspects of this, especially that of navigation in the ocean where you do not see land for days or weeks.

In this paper we will look at the present archaeological record on the development of ships in Scandinavia in the Viking age. It turns out that this shows an interesting change in shipbuilding data which seems to coincide in time with the Viking expansion westwards to Iceland and other North-Atlantic lands.

Interesting and novel observations also emerge when you compare the Atlantic traffic of the Vikings with the gradual settlement of humans in the islands of the Pacific Ocean. Of course, the discovery, exploration and settlement in the islands
of this area involved the same problems of seamanship of all kinds as here in the North-Atlantic. This will be further elaborated on in the paper, hoping to widen and deepen our understanding of the seafaring aspect of the settlement in Iceland.

Þorsteinn Vilhjálmsson is professor emeritus of physics and history of science at the University of Iceland. He has written books and papers on the general history of natural science as well as on aspects of Old Norse science and related skills. He was also the chief editor of the Science Web of the University (Vísindavefur) in the period 2000-2010.

— o —

19. mars 2015

Anders Gade Jensen

The historiography of Landnámabók in Hauksbók

Anders Gade Jensen copy
Anders Gade Jensen

In this lecture, based on parts of my 2013 dissertation, I will contextualize Landnámabók as a piece of historiography written at a time in Europe when the writing of history was a prolific preoccupation of emerging aristocracies.
It has been a well-known, albeit at times controversial, fact in the discipline of history for decades that the writing of historical prose narrative serves more profound epistemological purposes than the mere recounting of past events. However, the epistemological problems facing the scholar trying to make sense of the narrative structures of medieval texts are profound since we have very limited access to the worldview of the medieval Icelander. Nevertheless, we do have access to historical narratives formed under different political and geographical circumstances.

The blossom of historical writing in the latter half of the 13th century was not merely an Icelandic phenomenon. Especially in France a chronicle tradition bloomed which served its purpose by granting the aristocracy a genealogy that not only goes back to Adam, but also connected the current power structure to the divine ordering of the world.

Firstly, I will attempt an interpretation of Landnámabók in the Hauksbók compilation of texts that shows how it might fit into the overall epistemological structure of the manuscript, following a notion that Hauksbók might present a semi-coherent worldview. Secondly, I will discuss the similarities and differences between the historiography of Iceland as told in Landnámabók compared to its continental counterparts and give some possible interpretations of these differences.

Anders Gade Jensen is currently working at the Graduate School, Arts at Aarhus University. He defended his PhD on Landnámabók in 2013. Some main research interests are cultural memory, historiography, geography and place-construction in medieval Scandinavia.

— o —

16. apríl 2015

Kristján Ahronson

Into the ocean

Early Iceland and its Atlantic context

Kristján Ahronson
Kristján Ahronsson

Carved and rock-cut sculpture identifies a poorly understood facet of early Christianity, whether on Skellig Michael, rising as it does out of the ocean twelve kilometres off the coast of southwest Ireland, or perched on the Heimaklettur cliff face in Iceland’s Westman Islands. The special or sacred places marked by simple sculpture at hundreds of Atlantic places span a zone stretching from the Irish and Scottish coasts to Iceland. Established “certainties” and fundamental ambiguities characterize this northern region. For example, Scotland’s western islands are known as a core area for early medieval monastic communities, which are thought to have produced simple cross sculpture as the result of devotional impulse, and yet the nature and extent of early Christian settlements beyond the Gaelic-speaking world is unclear. Similarly, Old Norse speakers are seen to dominate this north Atlantic zone by the late Viking Age, but the timing and the way in which this region was transformed are difficult to perceive. By looking to Iceland, we may be able to resolve some of these ambiguities. Along with New Zealand, Iceland was among the last significant land masses to be settled by human populations. Crucially, the north Atlantic islands have proven importance as an arena for investigating cultural diffusion, the movements of people, and the interactions between humans and their environments, with the chronology of Iceland’s settlement being critical to these larger questions (on account of the island’s enviable sequence of dated volcanic airfall or tephra).

Kristján Ahronson. Kristján Ahronson is a Lecturer in Archaeology at Prifysgol Bangor University. He has fundamental interests in inter-disciplinary thinking and in the ways that people relate to their environments. Recent publications include Into the Ocean: Vikings, Irish and Environmental Change in Iceland and the North (University of Toronto Press, 2014).

— o —

30. apríl 2015

Ármann Jakobsson

Sannleikurinn er ekki í bókum

Landnámabók og landnám Íslands

Ármann Jakobsson
Ármann Jakobsson

Þó að uppruni og tilgangur Landnámabókar sé gamalt bitbein fræðimanna hafa bókmenntaleg og frásagnarleg einkenni textans sjaldan verið í miðdepli. Í þessu erindi verður tekist á við Landnámabók sem sagnarit í samanburði við Íslendingasögurnar enda má líta svo á að ýmsir þættir í Landnámu séu meiðir af sömu frásagnarhefð og ýmsar Íslendingasögur. Á hinn bóginn er talsverður munur á stöðu sagnaritaranna gagnvart efninu og sá greinarmunur verður ræddur í þessu erindi og um leið fengist við ýmsar helstu andstæður í rannsókn-um á íslenskum miðaldatextum: sagnfræði og skáldskap, satt og logið, sagnfestu og bókfestu, hefð og nýmæli.

Ármann Jakobsson lauk doktorsprófi í íslenskum bókmenntum frá Háskóla Íslands árið 2003. Hann er nú prófessor í íslenskum bókmenntum fyrri alda við Háskóla Íslands. Meðal nýlegra bóka eftir hann eru Nine Saga Studies: The Critical Interpretation of the Icelandic Sagas (2013), Íslendingaþættir: saga hugmyndar (2014) og A Sense of Belonging: Morkinskinna and the Icelandic Identity c. 1220 (2014).

— o —

30. apríl 2015

Helga Kress

Ilmur úr jörðu — Konur nema land

Helga Kress
Helga Kress

Í Landnámabók eru nefndir um 430 menn sem námu land eða eignuðust það úr landnámi annarra. Þar af eru í nafnaskrá við útgáfu Íslenzkra fornrita (1968) taldar fjórar konur, Auður djúpúðga, sem flestar sögur fara af, Arndís hin auðga, dóttir landnámsmannsins Steinólfs hins lága, Ásgerður Asksdóttir hins ómálga, amma Njáls á Bergþórshvoli, og Steinunn hin gamla, frændkona Ingólfs Arnarssonar, sem kaupir af honum land. Allar eru þessar konur einstæðar. Í nafnaskránni eru giftar konur ekki taldar til landnámsmanna. Má þar nefna Hallveigu Fróðadóttur, konu Ingólfs Arnarssonar, sem í textanum er að vísu aðeins getið ættfræðinnar vegna, og Þórunni hyrnu, konu Helga magra, sem á ferðalaginu varð léttari í Þórunnareyju og fæddi þar dótturina Þorbjörgu hólmasól. Þá eru konur sem koma út með bræðrum sínum eða sonum ekki heldur taldar til landnámsmanna. Meðal þeirra er Þuríður sundafyllir, sem er fjölkunnug og nemur land í Bolungarvík með syni sínum, og Geirríður, systir Geirröðar á Eyri (svo kynnt) sem nemur land í Borgardal og lætur þar gera skála „um þjóðbraut þvera“ með mat á borði fyrir hvern sem vill. Þannig má í Landnámu finna það sem kalla má örsögur, og ekki aðeins af nafngreindum konum, heldur einnig ónafngreindum, svo sem ambáttum. Af þessum sögum má ráða að landnámskonur virðast tengdari jörðinni og náttúrunni en landnámskarlar sem eru uppteknari við að treysta völd sín og byggja upp samfélag. Dæmigerð er frásögnin af landnámi þeirra Grélaðar Bjartmarsdóttur og Áns Rauðfelds við Arnarfjörð þar sem hún velur þeim land með líkama sínum og lyktarskyni.

Helga Kress er bókmenntafræðingur og prófessor emeritus í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands. Rannsóknasvið hennar er femínísk bókmenntafræði og íslensk bókmenntasaga að fornu og nýju. Um það hefur hún birt fjölda greina og bóka, auk þess sem hún hefur fengist við ritstjórn og þýðingar.

— o —

21. maí 2015

Sverrir Jakobsson

Ari fróði og landnám í Breiðafirði

Sverrir Jakobsson
Sverrir Jakobsson

Almennt hefur verið talið að Landnáma hafi verið rituð þegar á 12. öld og eitthvað af efni hennar eigi rætur að rekja til þess tíma. Hið sama kann að eiga við um Íslendingasögur, að einhver efnisgrunnur í þeim hafi verið orðinn til áður en þær voru ritaðar í þeirri gerð sem við þekkjum.

Ari fróði mun hafa átt hlutdeild í ritun elstu gerðar Landnámu. Í Laxdælu og Eyrbyggju er vitnað til Ara fróða sem heimildar um Þorstein rauð þegar kemur að falli hans á Katanesi og hins vegar um börn hans. Þorsteinn var forfaðir Ara í beinan karllegg og Ari hefur greinilega ritað eitthvað um hann. Í gegnum Þorstein gat Ari rakið ættir sínar frá Ragnari loðbrók, Upplendingakonungum, Svíakonungum og dularfullum Tyrkjakonungi. Samkvæmt Landnámabók og Eiríks sögu rauða vann Þorsteinn „meir en hálft Skotland“. Hann var sem sagt konungur og í gegnum hann var Ari tengdur öðrum konungum.

Í þessu erindi verður farið yfir vensl helstu forystumanna í Breiðafirði og þá þætti úr sögu þeirra sem hafa að öllum líkindum verið kunnir Ara fróða. Af þessari yfirferð má sjá að náin vensl hafa verið á milli þessara fjölskyldna frá fyrstu tíð og Ari var meira eða minna tengdur þeim öllum. Við vitum hins vegar ekki hvort þessi mynd er í samræmi við „sögulegan veruleika“ 9. og 10. aldar. Hún er veruleikinn eins og sagnaritarar 12. og 13. aldar skynjuðu hann og miðluðu til síðari kynslóða. Þar er hlutur Ara ekki sístur.

Sverrir Jakobsson er lektor í miðaldasögu við Háskóla Íslands. Hann hefur m.a. rannsakað heimsmynd og íslenskt þjóðerni, friðarviðleitni kirkjunnar og valdamiðstöðvar, m.a. í Breiðafirði.

— o —

21. maí 2015

Torfi H. Tulinius

Skrásetning og stjórnun lands og lýðs

Um landnámuritun og goðamenningu

Torfi Tulinius
Torfi H. Tulinius

Rannsóknir Sveinbjörns Rafnssonar á „sögugerð“ Landnámabókar hafa vakið athygli á því að hún er ekki aðeins safn frásagna af landnámsmönnum heldur myndar hún sjálf heillega frásögn af því hvernig landið byggðist. Telur Sveinbjörn að höfundur sögugerðarinnar hafi endurskipulagt að nokkru leyti fyrri gerðir Landnámu og bætt ýmsu við þær, í þeim tilgangi að semja rit sem væri undan¬fari Kristni sögu. Í ljósi kenninga heimspekingsins Paul Ricoeur um „sjálfsmynd sem afurð frásagna“ („identité narrative“), ætla ég að leitast við að bregða ljósi á hið mikla safn frásagna sem finna má í Landnámabók, en einnig í öðrum fornritum, svo sem Íslendingasögum en líka fleiri ritum. Spurt verður hvers vegna sögur voru sagðar af landnámi, hvaða tilgangi það þjónaði og hvers konar sjálfsmyndarsmíð átti sér stað í þessum frásögnum? Var hugsunin á bak við þessar sögur einsleit eða er hægt að lesa úr þeim mismunandi afstöðu til fortíðar, eignarhalds og valda, afstaða sem e.t.v. fór eftir félagslegum þáttum eins og kyni og þjóðfélagsstöðu? Þessar spurningar verða reifaðar og tilgáta sett fram um að frásagnir af landnámi í fornritum megi lesa sem vitnisburð um átök um skilgreiningu á íslensku samfélagi á miðöldum.

Torfi H. Tulinius er prófessor í íslenskum miðaldafræðum við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Í rannsóknum sínum hefur Torfi fengist við franskar miðalda- og nútímabókmenntir, en einkum þó við íslenskar miðaldabókmenntir, sem hann leitast við að skilja út frá því samfélagi sem ól þær af sér og með aðstoð ýmiss konar fræðikenninga. Hann hefur ritað¬ tvær bækur um efnið, aðra um fornaldarsögur Norðurlanda (The Matter of the North. The Rise of Literary Fiction in Thirteenty Century Iceland, 2002) og hina um Egils sögu (Skáldið í skriftinni. Snorri Sturluson og Egils saga, 2004).

— o —

28. maí 2015

Helgi Þorláksson

Endursýn landnáms að leiðarlokum

Helgi Þorláksson
Helgi Þorláksson

Í lok fyrirlestraraðar um landnám Íslands verður hér litið yfir farinn veg og nokkur álitamál og spurningar reifaðar eftir því sem tími vinnst til:

  • Af hverju nýtur Landnáma svo mikillar tiltrúar? Getur verið að íslensk dómarastétt líti almennt á hana sem trausta heimild um landnámið?
  • Er mögulegt að átta sig á hvernig texti frumgerðar Landnámu, sem til var snemma á 12. öld, muni hafa verið? Eða er engin von til þess?
  • Eru hneigðir í Landnámu, hlutdrægni sem fer í vissar áttir, t.d. að miklu leyti þöggun um keltneska frumbyggja?
  • Er þess að vænta að allur almenningur nái tökum á að nota Landnámu sem leif, þ.e.a.s. sem vitnisburð um ritunartíma gerðanna? Ætti almenningur að fara að venja sig á að líta á Landnámu sem skáldskap og njóta hennar sem bókmennta?
  • Er mögulegt að nýta fornleifar og vitnisburði aðra en Landnámabók, svo sem erfðamengi manna, einkenni húsdýra og almenn náttúruleg rök til að skilja og skýra landnámið?
  • Höfum við næga vitneskju um sjóhæfni skipa á landnámstíma, eigendur þeirra og stjórnendur og siglingatækni til að skilja landnámið? Voru skip almennt illa hæf til úthafssiglinga á landnámstíma? Voru skip sem nýtt voru til úthafssiglinga dýr og í fárra eigu?
  • Hvað ýtti einkum undir landnámsferðir? Bág kjör, mannfjöldi og landþrengsli heima fyrir, í Noregi og á skosku eyjunum, með ófriði og ofbeldi? Var landnám Íslands þá neyðarlausn fyrir flóttamenn? Eða á hinn bóginn: Var aðdráttarafl Íslands svo mikið, með nægum landkostum, að það lokkaði stórbændur og höfðingja?
  • Voru foringjar landnemanna víkingar eða friðsamir bændur?
  • Er þegar öllu er á botninn hvolft, skynsamlegast að bera landnám Íslands saman við Vesturheimsferðir og landnám í Vesturheimi á 19. öld og álykta um framvinduna út frá því?
  • Vitum við í raun svo lítið um landám Íslands að rök fyrir því að landið hafi verið numið á 8. öld eða 7. öld séu jafngild og önnur? Getur verið að við séum einkum komin af Herúlum?

Helgi Þorláksson er prófessor í sagnfræði við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands.

thingvellir-haustlitir-2011-103_hdr