Fyrirlestrar Miðaldastofu

Miðaldastofa Háskóla Íslands og Samtök móðurmálskennara

SAGATID

Henrik Poulsen og Merete Stenum Nielsen
kynna Sagatid.dk — vef um íslenskar fornbókmenntir.

Mánudaginn 24. september 2018 kl. 16.30
Stofu 311 í Árnagarði í Háskóla Íslands

SAGATID er ætlað að blása nýju lífi í kennslu íslenskra fornbókmennta á Norðurlöndum. Vefurinn varpar ljósi á þann jarðveg sem Íslendingasögurnar eru sprottnar úr, bókmenntalegt gildi þeirra og tungutak. Vefurinn sýnir jafnframt hvernig þessar bókmenntir höfða til okkar í nútímanum í gegnum túlkun norrænna nútímahöfunda á völdum köflum og verkum norrænna ljósmyndara sem mynda valda sögustaði.

Miðaldastofa Háskóla Íslands og Samtök móðurmálskennara boða til fundar mánudaginn 24. september kl. 16.30 í stofu 311 í Árnagarði í Háskóla Íslands þar sem Henrik Poulsen og Merete Stenum Nielsen kynna vefinn Sagatid.dk. Allir áhugamenn um íslenskar fornbókmenntir velkomnir.

Henrik Poulsen cand.mag. er kennslubókahöfundur og ritstjóri og hefur sent frá sér meira en fjörutíu kennslubækur.

Merete Stenum Nielsen er verkefnisstjóri og ritstjóri hjá Sagatid.dk og víðar.

Fundurinn fer fram á dönsku og ensku. Allir velkomnir.

http://www.sagatid.dk