Út er komin hjá Miðaldastofu Háskóla Íslands og Háskólaútgáfunni bókin Íslensk klausturmenning á miðöldum með greinum níu fræðimanna um ýmsar hliðar klausturmenningar á Íslandi á miðöldum. Greinarnar eru allar byggðar á fyrirlestraröð Miðaldastofu um þetta efni. Bókin er alls 317 blaðsíður og efni hennar sem hér segir:
Gottskálk Jensson
Íslenskar klausturreglur og libertas ecclesie á ofanverðri 12. öld
Margaret Cormack
Monastic Foundations and Foundation Legends
Sverrir Jakobsson
Frá Helgafellsklaustri til Stapaumboðs
Elizabeth Walgenbach
Church Sanctuary in the Contemporary Sagas
Gunnar Harðarson
Viktorsklaustrið í París og norrænar miðaldir
Haraldur Bernharðsson
Kirkja, klaustur og norskublandið ritmálsviðmið á Íslandi á miðöldum
Guðvarður Már Gunnlaugsson
Voru scriptoria í íslenskum klaustrum?
Guðrún Harðardóttir
Myndheimur íslenskra klausturinnsigla
Guðbjörg Kristjánsdóttir
Handritalýsingar í benediktínaklaustrinu á Þingeyrum
Útgáfutilboð: kr. 5.900
Útsöluverð bókarinnar er kr. 6.900, en hún býðst nú á sérstöku útgáfutilboði á kr. 5.900 með heimsendingu. — Sendið nafn og kennitölu á netfangið haraldr@hi.is eigi síðar en 15. desember næstkomandi.
Miðaldastofa Háskóla Íslands og Háskólaútgáfan