Klausturmenning á Íslandi og Norðurlöndum á miðöldum

Albína Hulda Pálsdóttir

Vitnisburður dýrabeina um lífið í íslenskum klaustrum

Fimmtudaginn 3. október 2013 kl. 16.30
Árnagarði 423

Albína Hulda Pálsdóttir 1
Albína Hulda Pálsdóttir

Dýrabein hafa verið greind úr uppgröftrum á klaustrum á Skriðuklaustri, Kirkjubæjarklaustri og Viðey. En hvað geta dýrabein sagt okkur um lífið í klaustrunum, efnahag þeirra og trúariðkun? Er einhver munur á dýrabeinasöfnunum frá þessum þremur ólíku klaustrum? Er eitthvað sambærilegt við dýrabeinasöfn frá klaustrum í Evrópu frá sama tíma? Hvernig eru dýrabeinasöfn úr klaustrum ólík þeim sem finnast við uppgröft á hefðbundnum bæjum? Ýmislegt bendir til þess að sérhæft handverk t.d. hornútskurður, handritagerð og hannyrðir hafi farið fram í klaustrunum og þess má einnig sjá merki í dýrabeinasöfnunum. Öll nýttu klaustrin sér auðlindir hafsins í einhverjum mæli en fiskibein, bein úr selum, hvölum og sjófuglum fundust í uppgröftunum þremur. Teknar verða saman helstu niðurstöður dýrabeinagreininga úr íslenskum klaustrunum og hvað þær geta sagt okkur um daglegt líf klausturbúa.

Albína Hulda Pálsdóttir starfar sem dýrabeinafornleifafræðingur við Auðlindadeild Landbúnaðarháskóla Íslands og vinnur að rannsóknum á uppruna íslenskra búfjárstofna með aðferðum dýrabeinafornleifafræði og fornDNA.