Landnám Íslands

10 Landnám Ramona og Árni.002

— o —

Ramona Harrison

The archaeology of Eyjafjörður landnám sites

Fimmtudaginn 19. febrúar 2015 kl. 16.30
Odda 101

Ramona Harrison
Ramona Harrison

This paper presents recent data from recent archaeological excavations in Siglunes and Hörgárdalur which are both located in Eyjafjörður.

Siglunes, a known fishing site with a farm mound possibly dating back to very early Icelandic settlement, was investigated as part of a rescue and research project. The Hörgárdalur sites, part of a more regionally centered excavation project, revealed two early Icelandic farms, namely Oddstaðir and Skuggi. Skuggi in particular is of interest here due to its seemingly marginal setting, and its previously unknown archaeological remains.

The goal of this paper is to compare and contrast two very distinct areas in one region of North Iceland. Using the known archaeological and very fragmentary historic settlement histories of the sites mentioned above, a certain idea about the settlement pattern of Eyjafjörður can be developed.

While using data from the structural excavations at Skuggi and Siglunes, faunal remains from both sites and Oddstaðir build the foundation for any statement made on the sites’ chronologies, economies, and social status. All three sites supply us with early to late medieval faunal remains, and a discussion on changes observed over time from Settlement to the Middle Ages will therefore be included here. The medieval collections further help build a connection between the medieval trading station at Gásir and its hinterland sites. This allows for a discussion of how this center of exchange may have been supplied locally, and what potential impact the international exchange might have had on the local farmers and fishermen.

Ramona Harrison is CIE NSF Postdoctoral Fellow and a Research Associate at the City University of New York (CUNY), Hunter College and the University of Maryland. Dr. Harrison has been involved with archaeological research on North Atlantic Human Ecodynamics for more than a decade and she is co-director of the Gásir Hinterlands and Siglunes projects. Her ongoing work in Eyjafjörður covers the periods from Icelandic Settlement through the Modern Times.

— o —

Árni Einarsson

Landnámið í ljósi 600 km af forngörðum

Fimmtudaginn 19. febrúar 2015 kl. 16.30
Odda 101

Arni_Einarsson
Árni Einarsson

Kortlagningu fornaldargarða í Þingeyjarsýslum er nú um það bil að ljúka og hafa ríflega 600 km garða fundist, langflestir byggðir úr torfi. Garðlögin eru frá þjóðveldisöld, um 940–1100. Þau gefa fágæta mynd af byggðarmynstrinu í lok Landnámsaldar og á söguöld. Í Suður-Þingeyjarsýslu var garðakerfið samhangandi allt frá Mývatni og út á Tjörnes, girti byggðina af og hólfaði hana niður. Niðurstöður benda til þess að útbreiðsla og þéttleiki byggðarinnar hafi verið mun meiri en síðar varð og að landamerki hafi breyst mikið. Garðarnir voru girðingar til að hefta för búfjár. Engar heildstæðar kenningar eru til um forn girðingamynstur og er túlkun garðakerfisins því vandkvæðum bundin. Talsvert gagn má þó hafa af kenningum vistfræðinnar um helgun landsvæða, því að girðingar hafa tilhneigingu til að fylgja landamerkjum. Landamerkjum verður best lýst með stoð í vistfræðirannsóknum á landnámi þar sem samkeppni ríkir um jarðnæði og landnemar leitast við að eyða sem minnstum tíma í að verjast ágangi. Byggðamynstur sem skapast við slíkar aðstæður er bæði fyrirsjáanlegt og reglulegt og fer mest eftir landslagi. Auk merkjagarða voru garðar hlaðnir til að hólfa niður bústofna og vernda slægjulönd. Við kynnumst landnámi vélmenna í óbyggðu landi og lítum á frásögn Landnámuhöfunda af stofnun býla á Íslandi.

Árni Einarsson er dýravistfræðingur, forstöðumaður Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn og gestaprófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands. Hann lauk doktorsprófi frá Aberdeenháskóla í Skotlandi 1975 með rannsóknum á árlegu landnámi fugla á varpstöðvum. Árni hefur unnið að ýmsum rannsóknum á vistfræði Mývatns. Einnig hefur hann stundað rannsóknir á sviði fornvistfræði og tengdum greinum, m.a. á fornaldargarðlögum og öðrum minjum í Þingeyjarsýslum og túlkun fornrita.