Landnám Íslands

skaftafell-eyrarros

Fyrirlestraröð Miðaldastofu Háskóla Íslands 2014–2015

Miðaldastofa Háskóla Íslands gengst í vetur fyrir röð fyrirlestra um landnám Íslands. Innlendir og erlendir fræðimenn fjalla þar um landnámið frá mörgum hliðum og frá sjónarhóli ólíkra fræðigreina, svo sem fornleifafræði, sagnfræði, bókmenntafræði, málfræði, nafnfræði, menningarfræði, þjóðfræði, minnisfræði og dýravistfræði.

Fyrirlestrarnir verða haldnir í stofu 101 í Odda kl. 16.30 á fimmtudögum (nema annað sé tekið fram), venjulega tveir hverju sinni. Dagskráin hefst með inngangsfyrirlestri Gunnars Karlssonar fimmtudaginn 25. september og lýkur með samantekt og umræðum um landnám Íslands fimmtudaginn 28. maí.

Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir.