Landnám Íslands

05 Landnám Gudlaugur og Elisabeth.002

—o—

Guðlaugur Rúnar Guðmundsson

Elstu nafngiftir á Innnesjum við Faxaflóa

Fimmtudaginn 20. nóvember 2014 kl. 16.30
Odda 101

Gudlaugur Runar Gudmundsson
Guðlaugur Rúnar Guðmundsson

Hinir fornu hreppar með Sundum við Faxaflóa, Seltjarnarneshreppur og Álftaneshreppur, voru áður fyrr kallaðir saman Innnes og íbúarnir Innnesingar. Íbúar Innnesja voru kallaðir ýmsum nöfnum. Þekktustu nöfnin voru Hraunamenn, Álftnesingar og Seltirningar. Höfuðborgarsvæðið, þar sem flestir Íslendingar búa, er nú að mestu í landi þessara fornu hreppa.

Fjallað verður um elstu heimildir um örnefni á Innnesjum og það landnámsmynstur sem lesa má út frá heitunum. Í þessum efnum eru Íslendingar vel staddir því að merkilegar fornar ritaðar heimildir styðja tilurð fjölmargra heitanna og má þá sérstaklega nefna Landnámu. Hún er okkur bjart leiðarljós og vísbending um upprunann. Nafnamynstrið skýrir að nokkru hvernig landnáms-menn tóku á vandanum og ögruninni í ónumdu landi. Nefna má nýtingu landgæða, bústaðaval og leiðakerfi.

Stuðst verður við loftmyndir, kort og ljósmyndir sem höfundur hefur safnað og unnið með við rannsóknir á kennimerkjum á Innnesjasvæðinu. Reynt verður að nýta rannsóknir á fjölmörgum fræðisviðum til þess að fá skýrari mynd af viðfangsefninu. Sagnfræði, jarðfræði, fornleifafræði og veðurfræði koma að góðum notum í þessum efnum.

Örnefnin segja margt um uppruna frumbyggjanna sem gáfu kennileitunum nafn á sinni tungu. Hugsunaháttur og lífssýn landnámsmannanna á Innnesjum skýrist fyrir okkur þegar við reynum að setja okkur í spor þeirra. Það sem veitir okkur Íslendingum sérstöðu er að við tölum að mestu sömu tungu og þeir sem gáfu kennimerkjunum heiti. Samhengið er órofið milli aldanna.

Guðlaugur Rúnar Guðmundsson er sjálfstætt starfandi sagnfræðingur. Rannsóknir hans lúta einkum að skólasögu fyrri alda á Íslandi og nafnfræði höfuðborgarsvæðisins.

— o —

Elisabeth Ida Ward

Landkunnátta: Place versus space

Fimmtudaginn 20. nóvember 2014 kl. 16.30
Odda 101

elisabeth-ward-090-9-10-13 copy
Elisabeth Ida Ward

In Ari inn fróði’s account of the settlement of Iceland, the impression is given that the top priority of the landnámsmenn is to fix Iceland within contemporary European intellectual constructs — legal, chronological, and spatial. Although logically compelling, this narrative of creating order out of chaos suggests an objective attitude of the settlers towards the Icelandic landscape, a desire to impose structures from without. However, such an attitude would be anomalous within a late-9th century context, when the supposed origin-culture—Viking Age Scandinavia—was exhibiting a strong preference for subjective, intimate, experiential respect for landscape as place. The question therefore emerges if traces of a phenomenological, place-based mindset can be uncovered for the early settlers in Iceland. This presentation summarizes the author’s efforts and methods to uncover such evidence in the Icelandic archeological record and in saga accounts. The archaeological project analyzed native stones found in pagan burial contexts, and the literary project looked at phenomenological representations of landscape in a selection of saga accounts. Other recent archaeological findings in Iceland, and tales from Landnámabók, are combined with these projects to suggest that the landnámsmenn fostered a significant sense of subjective place. Although an orientation toward the landscape as place does not necessarily exclude efforts to fix landscape into external spatial categories, it is important to recognize the phenomenological predilections in the landnámsmenn in order to better analyze the choices they made during the settlement process and later.

Elisabeth Ida Ward is Director of the Scandinavian Cultural Center at Pacific Lutheran University. She works at the intersection between archaeology, anthropology, and saga studies, first as the Assistant Curator for the Smithsonian’s Viking exhibition in 2000, and more recently for her dissertation from UC Berkeley on Þórðar saga hreðu.