Strengleikar

Adolf Friðriksson

Kringum kuml

Táknmál og staðhættir á járnöld

Fimmtudaginn 5. desember 2013 kl. 16.30
Odda 101

Adolf Fridriksson copy
Adolf Friðriksson

Á síðustu árum hafa verið gerðar rannsóknir á staðsetningu greftrunarstaða úr heiðni. Hin hefðbundna skoðun var að staðir til greftrunar hafi verið valdir af handahófi. Skráning og kortlagning þekktra kumlfunda hefur þvert á móti leitt í ljós að kumlum hefur verið valinn staður eftir fastmótuðum hugmyndum. Algengt er að þau finnist á útjaðri landareigna og við gamlar leiðir.

Í erindinu verður fjallað um heimildagildi kumla um greftrun og samfélag. Sagt verður frá kortlagningu þekktra kumla hringinn í kringum landið og tilraunum til að finna áður óþekktar grafir eftir þeim vísbendingum sem lesa má úr staðháttum. Greint verður frá nokkrum túlkunarmöguleikum, m.a. um þróun samfélagsgerðar á fyrstu öldum Íslandsbyggðar, og nýjum rannsóknartækifærum sem felast í kumlafræðum.

Erindið er kynning á doktorsritgerðinni La place du mort. Les tombes vikings dans le paysage culturel islandais er höfundur varði nýlega við Sorbonne-háskóla og fjallar um staðarval og greftrun í samfélagi víkingaaldar.

Adolf Friðriksson er fornleifafræðingur hjá Fornleifastofnun Íslands ses. Hann lauk nýlega doktorsprófi við Sorbonne-háskóla og vinnur m.a. við rannsóknir á kumlum og menningarlandslagi.

— o —