Heimur í brotum: GKS 1812 4to og alfræði miðalda

Heimur í brotum: GKS 1812 4to og alfræði miðalda

Viðey
20.–21. október 2016

gks_1812_4to_0002r___4_360Ráðstefnan er haldin í tilefni af því að öld er liðin frá því að íslenskir alfræðitextar frá miðöldum voru gefnir út undir heitinu Alfræði íslenzk I–III. Bindin þrjú komu út á árunum 1908–1918 á vegum Samfund til udgivelse for gammel nordisk litteratur. Það var danski fræðimaðurinn Kristian Kålund sem bar hitann og þungann af útgáfunni en við útgáfu annars bindis (1914–16) — þar sem einkum eru prentuð rímtöl — naut hann fulltingis Svíans Natanaëls Beckman. Eitt mikilvægasta handritið sem þeir Kålund og Beckman notuðu við útgáfuna er GKS 1812 4to og á ráðstefnunni verður sjónum beint sérstaklega að því. Handritið var um langt skeið varðveitt í Konungsbókhlöðu í Kaupmannahöfn en var afhent Íslendingum árið 1984 í samræmi við samkomulag sem gert var um lausn handritamálsins.

GKS 1812 4to er eitt af merkari alfræðihandritum íslenskum sem varðveist hafa frá miðöldum. Færð hafa verið rök fyrir því að það hafi einhvern tímann verið í Viðeyjarklaustri. Handritið er samtals 36 blöð og eru þau leifar af a.m.k. þremur skinnbókum. Elsti hluti handritsins er frá því um 1190–1200. Í þessum hluta er m.a. að finna íslenskt-latneskt orðasafn, ritgerðir um tímatalsfræði, kafla úr Íslendingabók, og latnesk-íslenskar glósur. Næst elsti hlutinn eru fjögur blöð úr handriti frá öðrum fjórðungi 13. aldar. Þessi hluti hefur m.a. að geyma landakort, teikningar heimsfræðilegs efnis, calendarium og aðra tímatalsfræði. Yngstu hlutarnir eru leifar af handriti frá 14. öld. Þessir hlutar innihalda einkum stjörnufræði og tímatalsfræði, m.a. teikningar af níu merkjum dýrahringsins og skiptingu heimspekinnar.

Ráðstefnan er haldin í Viðey dagana 20.–21. október 2016. Til hennar er boðið 13 fyrirlesurum af ólíkum sviðum miðaldafræða — handritafræði, listfræði, latínu, heimspeki, stærðfræði, stjörnufræði og landafræði — til þess að fjalla um handritið og efni þess frá ólíkum sjónarhornum.

Skráning á ráðstefnuna

Dagskrá

Thursday, 20 October 2016

9.30–10.15 The Edition

 • Ragnheiður Mósesdóttir (University of Copenhagen) – Icelandic encyclopaedic literature in the hands of Kristian Kålund & Natanael Beckmann

10.15–10.30 Coffee

10.30–11.45 The Manuscript

 • Svanhildur Óskarsdóttir (Institute of Árni Magnússon) – Fragments United: The Codicology of GKS 1812 4to
 • Haraldur Bernharðsson (University of Iceland) – GKS 1812 4to: Scribes and scribal practice

12.00–12.45 Latin Glosses

 • Åslaug Ommundsen (University of Bergen) – Latin memory aids in GKS 1812 4to

13.00–14.00 Lunch

14.15–15.30 Computus and Astronomy

 • Þorsteinn Vilhjálmsson (University of Iceland) – Indigenous Observations or Imported Texts: The Origins of Medieval Icelandic Manuscripts on Science
 • Christian Etheridge (University of Southern Denmark) – From Carolingian star maps to Arabic astronomical instruments: Assessing the different types of astronomy represented by the hands of GKS 1812 I 4to and GKS 1812 II 4to

15.30–16.00 Coffee

16.00–17.15 Medieval Mathematics

 • Abdelmalek Bouzari (École normale supérieure, Algiers) – Le Calculus dans al-Khwârizmî (d. 850): une example de circulation.
 • Kristín Bjarnadóttir (University of Iceland): Algorismus – Hindu-Arabic arithmetic in GKS1812 4to

17.30–18.15 Icelandic Astronomers in the Middle Ages

 • Marteinn H. Sigurðsson (Íslenzk fornrit) – The Homecoming of Sæmundr and Stjörnu-Oddi’s Dream: Star-gaziong Lore in Medieval Iceland

18.30 Reception and conference dinner

Friday, 21 October 2016

9.30–10.45 Mapping the World

 • Alfred Hiatt (Queen Mary University of London) – Time and the map
 • Dale Kedwards (Centre for Medieval Literature, SDU) – An Icelandic world map and the Ark treatises of Hugh of Saint Victor

10.45–12.00 Fragments of Medieval Learning

 • Gunnar Harðarson (University of Iceland) – Medieval Encyclopedias and Icelandic Manuscripts
 • Guðrún Nordal (Institute of Árni Magnússon) – The long shadow of Ari Þorgilsson: The learned context of the earliest sections of GKS 1812

12.00–13.00 Lunch

Conference closing

Conference program (pdf)

Fyrirlestrar Miðaldastofu 2016–2017

Guðmundur J. Guðmundsson

Íslenskir innflytjendur í Englandi 
1438 til 1524

Fimmtudaginn 13. október 2016 kl. 16.30
Lögbergi 101

gudmundur-j-gudmundsson-2016-02
Guðmundur J. Guðmundsson

Í Englandi hefur á undanförnum árum verið byggður upp gríðarmikill gagnagrunnur yfir þá erlendu innflytjendur sem settust að á Englandi á síðmiðöldum og fram á árnýöld og heimildir finnast um í gögnum The National Archives. Í þessum gagnagrunni er að finna upplýsingar um um það bil 155 Íslendinga sem fluttu til Englands á árunum 1438–1526. Í þessum fyrirlestri verður fjallað um þennan Íslendingahóp eftir því sem heimildir leyfa, greint frá hvar þeir bjuggu, hvað þeir fengust við í nýjum heimkynnum og hvernig þeim vegnaði þar. Stærstu Íslendingahóparnir settust að í Hull og nágrenni og svo í verslunarborginni Bristol en kaupmenn og sæfarar frá báðum þessum borgum voru áberandi í Íslandssiglingum á Ensku öldinni sem svo hefur verið nefnd. Íslendingahóparnir í Hull og Bristol verða síðan bornir saman við tvo aðra hópa innflytjenda sem einnig hösluðu sér völl á sömu slóðum, franska og hollenska innflytjendur.

Guðmundur J. Guðmundsson er cand. mag. í sagnfræði frá Háskóla Íslands og kennari við Menntaskólann í Reykjavík. Helstu rannsóknarsvið hans í sagnfræði eru samtímasaga, einkum þorskastríð Íslendinga og Breta, og svo íslensk miðaldasaga. Hann hefur einnig fengist við fornleifafræði og rannsakað manngerða hella og önnur neðanjarðarmannvirki, svo sem námur. Hann er einnig höfundur kennslubóka í Íslands- og mannkynssögu fyrir grunn- og framhaldsskóla.

Fyrirlesturinn verður fluttur á íslensku og er öllum opinn.

Fyrirlestrar Miðaldastofu 2016–2017

Patricia Pires Boulhosa

The Writing of the Icelandic Laws ca. 1250–1300 or Scribes as Law-Makers

Þriðjudaginn 11. október 2016 kl. 16.30
Lögberg 101

patricia-boulhosa
Patricia Pires Boulhosa

The famous account in Íslendingabók of how Hafliði Másson and other ‘learned men’ had the laws written down in a book for the first time in 1117 has often supported the idea that Icelandic laws were, to some extent, codified earlier on, and that the numerous and variant texts of the laws recorded in the thirteenth century were ‘private’ books. These law-books did not have the firm authority of Hafliði’s book, which would have remained the main textual reference to all agents involved in law-making. Variance in the Icelandic laws is often seen as problematic: Peter Foote, for instance, speaks of the “legal confusion caused by the number of written sources with competing claims to authority”. Icelanders, according to this view, would have striven to preserve the unity and synthesis of their laws, which was presumably inherent to Hafliði’s laws.

The recording of the Icelandic laws in ca. 1250-1300, including the production of the two best known manuscripts of Grágás (GkS 1157 fol and AM 334 fol), has complex connections to the submission to the Norwegian king. The recording was an effort not only of unity and synthesis, but also a desire to display that unity and synthesis. However, the nature of the Icelandic laws (and I think specially of the way the laws were created) made this effort difficult to realize. This difficulty, I will argue, can be seen on the pages of the manuscripts.

In this lecture, I will explain how a comparison of different Grágás texts and the material evidence of their manuscripts (initials, page layout, revisions, corrections) allows us to understand the nature of Icelandic laws and how they were made. I would also like to question whether the legal texts make claims to authority, and if they do, how this is visible on the written page. I will discuss how people gathered and wrote texts, decorated and displayed them, and how these acts made the scribes and those involved in the making of manuscripts into law-makers too.

Patricia Pires Boulhosa is Honorary Research Associate in the Department of Anglo-Saxon, Norse and Celtic, University of Cambridge. She works on medieval Icelandic law, its social, economic and historical circumstances, its immediate material circumstance — the manuscript — and the interpretative context of scribes and their readers.

Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og er öllum opinn.

Fyrirlestrar Miðaldastofu 2016–2017

Lena Rohrbach

The Textuality of Law

Modes of Rewriting in Late-Medieval Icelandic Legal Manuscripts

Fimmtudaginn 29. september 2016 kl. 16.30
Lögbergi 101

lena-rohrbach-2016-02
Lena Rohrbach

Virtually all medieval Icelandic legal manuscripts contain more than one legal text, beginning with the 13th-century Staðarhólsbók, AM 334 fol., one of the two manuscripts of Grágás, that also contains the only medieval text of Járnsíða. Many of the codices from 1300 onwards contain both Jónsbók and Bishop Árni’s Church Law, and most of them also feature royal amendments, archiepiscopal statutes, historiographical notes and theological material in varying compilations. These texts are presented as material units in the manuscripts: The individual texts in the codices are arranged, connected and conjoined by means of different types of paratexts. Many manuscripts feature extracts and conflations of several texts with a notable peak of retextualisations of this kind in the latter half of the fourteenth century.

In this paper I will explore these compilations and rearrangements of texts in the medieval Icelandic legal manuscript tradition in the period 1300 to 1500 as they manifest themselves in individual manuscripts. I will discuss how the scribes formed coherent corpora of ‘the law’ by means of making use of the material qualities of the medium of the book. I will identify and discuss different modes of rewriting at work in the manuscripts. These modes are not exclusive to the legal textual tradition, but they unfold specific effect in these codices because of the administrative and at the same time highly political and ideological quality of legal texts. Drawing on media-theoretical and discursive notions of the archive, I will suggest to approach the codices as textual archives that claim—and unfold—normative status. These normative archives can be interpreted as material endeavours and strategies to inscribe the Icelandic legal community into different political discourses and entities over time.

Lena Rohrbach is professor of Medieval Scandinavian studies at Humboldt-Universität zu Berlin. She holds a Dr. phil. in Scandinavian Studies from the university of Erlangen (published in 2009 as Der tierische Blick. Mensch-Tier-Relationen in der Sagaliteratur) and worked as a postdoctoral researcher in the Swiss NCCR Mediality — Historical Perspectives at the university of Zurich in the years 2006-09. Her research in the Nordic medieval tradition is informed by cultural narratology, as well as mediality and literacy studies, with a special focus on the Icelandic contemporary sagas and administrative textual culture. She is currently working on a book on new textual and paratextual forms in the late medieval Icelandic legal manuscript tradition

Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og er öllum opinn.

Fyrirlestrar Miðaldastofu 2016–2017

Elizabeth Walgenbach

Outlawry as Secular Excommunication in Medieval Iceland

Fimmtudaginn 15. september 2016 kl. 16.30
Lögbergi 101

elizabeth-walgenbach-2016
Elizabeth Walgenbach

This talk argues that the sentence of outlawry in Old Norse-Icelandic sources from the thirteenth and fourteenth centuries was a sentence derived from and continually influenced by the ecclesiastical sanction of excommunication. In the first part of this talk I offer an account of the legal phenomenon of excommunication with special reference to its presentation in Icelandic sources. I next give an account of the legal concept of outlawry, the assumptions that are often made about it, and present a detailed examination of the evidence that directly documents how full and lesser outlawry were defined in medieval Iceland.

One of my key arguments is that the notion of outlawry that we have access to is the outlawry of the thirteenth century and later. This chronology is based on the dating of the manuscripts that survive to document the idea, most of which are from the thirteenth century and later, even if some of the narrative material refers to the tenth and eleventh centuries.

I then consider the often-observed similarities between excommunication and outlawry in northern sources from the Middle Ages. I argue that these similarities are best explained by viewing outlawry as an outgrowth or adaptation of Christian excommunication into secular justice systems. It is difficult to prove this argument but possible to support it by making recourse to a variety of evidence from legal materials, the dating of manuscripts, and the examination of common assumptions about outlawry.

Elizabeth Walgenbach earned her Ph.D. in Medieval Studies from Yale University in May 2016. Her research focuses on canon law in the northern European Middle Ages. She is currently working to turn her dissertation into a book while studying Icelandic at the University of Iceland.

Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og er öllum opinn.

Strengleikar: Lars Lönnroth

Lönnroth.001

Last year three new books and several articles about Njáls saga were published in non-Scandinavian countries, indicating that this saga is nowadays considered one of the greatest  masterpieces in Western literature. In my lecture I will discuss the American law professor William Ian Miller’s Why is your Axe Bloody? A Reading of Njáls Saga, which is, in my view, a complete misreading of the text, treating it as if it were a modern naturalistic crime story and not a medieval saga  with religious overtones.

Furthermore, I will discuss new books about Njála by the German professor Alois Wolf and the British scholar Andrew Hamer, both considerably more useful than Miller’s book. But I will also try to show why Einar Ólafur Sveinsson’s Icelandic works on the saga are still very much worth reading, in spite of the fact that some of his interpretations are nowadays, and for good reasons,  being revised by a new generation of Icelandic scholars.

Lars Lönnroth started his career in Uppsala, Sweden. HIs doctoral dissertation, European Sources of Icelandic Saga-Writing, was published in 1965. He was a teacher of Scandinavian literature at the University of California, Berkeley, between 1965 and 1974, when he became a professor at the University of Aalborg in Denmark. In 1982 he returned to Sweden and served as a professor of Comparative Literature at the University of Gothenburg until 2000. During this period he was also for some years (1991-93) editor of the cultural section in the newspaper Svenska Dagbladet. His most well-known books about Icelandic literature are Njáls Saga: A Critical Introduction (1976), Skaldemjödet i berget. Essayer om fornisländsk ordkonst och dess återanvändning i nutiden (1996) and The Academy of Odin: Selected Papers on Old Norse Literature (2011). He has also published his autobiography, Dörrar till främmande rum. Minnesfragment (2009)

Sturlungaöld

GNordal.001

28. apríl 2016

Guðrún Nordal

Hvað gerðist í raun og veru á Sturlungaöld?

Frá atburði á kálfskinn — og til nútíma

Guðrún Nordal
Guðrún Nordal

Sturlungaöld dregur nafn sitt af Sturlungum, en sögur þeirra hafa mótað hugmyndir nútímamanna um þrettándu öldina og það fólk sem þá lifði. Þar ber vitaskuld hæst Íslendingasögu og Hákonar sögu Sturlu Þórðarsonar. Nafn Sturlu er ekki ritað aftan við Íslendingasögu í handritum Sturlungu, en skáldskapur hans er þar nafngreindur. Sturla fléttaði margræðum dróttkvæðum kveðskap inn í lausamálið en myndmál vísnanna mátti túlka á fleiri en einn veg — og söguna þar með. Í lærdómi og kveðskap skáldanna birtist hin alþjóðlega vídd enn skýrar en í frásögnum af atburðum á Íslandi, hvort sem um er að ræða samtímaviðburði eða frásagnir af formæðrum og forfeðrum í Íslendingasögum eða af fólki í löngu liðinni fortíð. Karllægt yfirstéttarlegt sjónarhorn Sturlu og samtímamanna hans hefur þrengt sýn okkar á þessa öld umbreytinga og nýsköpunar. Nákvæm staðsetning á sagnaritaranum í tíma, rúmi, samfélagi og ætt gefur okkur hins vegar tækifæri til að kafa dýpra en ella, skoða nákvæmlega samspil þjóðfélagsstöðu og atburða, stöðu karla og kvenna, og tengingar við evrópska ritmenningu og samfélagsbreytingar. Sturlungaöld var ekki aðeins róstursöm á Íslandi heldur víða í Evrópu; miðlægar valdastofnanir, kirkja og krúna, styrktust þá mjög í sessi. Íslendingasaga var sett saman á þrettándu öld, en hún er komin til okkar um hendur ritstjóra handrita í lok fjórtándu aldar. Í fyrirlestrinum verður sett spurningarmerki við texta Íslendingasögu. Spyrja má hvort að Íslendingasaga sé í raun texti frá Sturlungaöld. Hvernig  mótaðist sagan í handritum fjórtándu aldar? Var tekist á um „réttu“ gerðina af sögunni af afkomendum Sturlunga og birta þau átök samfélagslega ólgu á fjórtándu öld? Hvernig breyttist Íslendingasaga í meðferð skrifara sautjándu aldar sem blönduðu saman texta skinnhandritanna tveggja? Og hvernig túlkum við svo þennan flókna textavefnað á 21. öldinni? Vitum við enn eða hvað?

Guðrún Nordal er forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og prófessor við Háskóla Íslands. Hún hefur ritað bækur og greinar um Sturlungaöld, samfélag og bókmenntir miðalda. Hún lauk doktorsprófi frá Oxford-háskóla árið 1988. Meðal bóka má nefna Ethics and action in thirteenth-century Iceland (Odense University Press 1998) og Tools of Literacy (University of Toronto Press 2001). Hún er í aðalritstjórn heildarútgáfu dróttkvæða, en þrjú bindi eru komin út hjá Brepols (2007, 2009 og 2012).

Sturlungaöld

14. apríl 2016

Úlfar Bragason

Hvað ber að gera?

Um Íslendinga sögu

Úlfar Bragason
Úlfar Bragason

Sturlunga er samsteypa eldri texta sem ritstjórinn skeytti saman, felldi úr og bætti við. Íslendinga saga, sem ritstjórinn eignaði Sturlu Þórðarsyni sagnaritara (1214–1284) í greinargerð fyrir verkinu, er lengst textanna sem hann steypti saman. Í greinargerðinni segir ritstjórinn að Sturla hafi reist frásögn sína á vísindum fróðra manna, bréfum samtíðarmanna og eigin reynslu og minni. Lofar hann bæði réttsýni hans og skilning. Í augum ritstjórans er Sturla óbilugt vitni um sameiginlegt minni um atburði samtímans.

Hayden White segir í nýrri bók sinni, The Practical Past (2014):

Recall that since its inception with Herodotus and Thucydides, history had been conceived as a pedagogical and indeed practical discipline par excellence. […] In ancient, modern, and even medieval times, historical discourse was recognized as a branch of rhetoric, itself second only to theology as a site of the ethical question: what is to be done? (12–13)

Í Íslendinga sögu var fest á skinn þekking um liðna tíð sem hafði gengið manna á meðal en öðlaðist nú aftur líf á skrifstofu Sturlu. Vitnisburð sögunnar verður hins vegar að skoða í ljósi þess við hvaða aðstæður hún var skrifuð, hver lét skrifa hana og hvenær. Í fyrirlestrinum verður fjallað um hvernig Sturla Þórðarson sagnaritari svaraði í Íslendinga sögu siðferðilegu spurningunni um hvað bæri að gera.

Úlfar Bragason Ph.D. er rannsóknarprófessor við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Meginrannsóknarsvið hans eru íslenskar miðaldabókmenntir og Vesturheimsferðir Íslendinga.

—o—

14. apríl 2016

Orri Vésteinsson

Hvernig væri Sturlungaöldin án Sturlu Þórðarsonar?

Orri Vésteinsson
Orri Vésteinsson

Ímyndum okkur að Davíð Oddsson sitji nú við og skrifi stjórnmálasögu Íslands 1960-2010 og að fyrir ótrúlega röð atvika muni ekki önnur heimild um þetta tímabil verða tiltæk eftir hundrað ár. Hvers konar mynd hefðu komandi kynslóðir þá af samtíma okkar? Hún myndi ekki aðeins endurspegla eina hlið málanna heldur sýndi hún örugglega aðeins úrval af því sem gerðist og skipti máli. Sturla Þórðarson hefur löngum þótt traustur leiðsögumaður um sögu Sturlungaaldar. Frásögn hans virðist hlutlæg, hún er laus við gildisdóma eða réttlætingar og ekki er bersýnilegt að hann reyni að fegra sinn eigin hlut eða ættmenna sinna og vina. Traustvekjandi vinnubrögð Sturlu hafa valdið því að við höfum einnig gleypt við sýn hans á sögu 13. aldar eins og hún væri sú eina mögulega og sú sem best skýrði allt sem var í gangi á þeirri öld. Það bætir ekki úr skák að sá sem steypti saman Sturlungasögu hefur ekki haft svo ólík viðhorf að hægt sé að átta sig á hvar fólk gæti hafa greint á í túlkun á sögu Sturlungaaldar.

Í fyrirlestrinum verða kannaðar heimildir sem leyfa mat á sögu 13. aldar óháð sýn Sturlu og Sturlungasögu. Þó að þeir séu ekki óháðir öðrum sagnaritum 13. aldar verður leitað fanga í annálum til að leggja mat á undirliggjandi munstur í stjórnmálaþróun en einnig verður hugað að hagsögulegum vísbendingum sem gætu orðið grundvöllur að sjálfstæðu mati á því sem gekk á.

Orri Vésteinsson er prófessor í fornleifafræði við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands. Rannsóknir hans lúta einkum að landnámi Íslands og samfélagsþróun við Norður-Atlantshaf á miðöldum.