Fyrirlestrar Miðaldastofu

Vicki Szabo

Reassessing Whale Use in the Medieval North Atlantic

History, Archaeology, DNA, and New Species Stories

Þriðjudaginn 22. október 2019 kl. 16.30
Lögbergi 101

Vicki Szabo

Marine mammals fueled life and livelihood through much of the North Atlantic Middle Ages. Their meat sustained sailors and settlers, their travels and migrations aided navigation, and their skin and bones housed, supplied, and provided for countless households. Reliance upon marine mammals across the Norse North Atlantic is documented from the early Viking Age and beyond, from Norway all the way to North America. From the settlement of Iceland through the early modern period, Norwegian and Icelandic authors documented whales in great detail in sagas, laws, and illuminations, offering cultural and economic descriptions and natural histories related to each species. As our recent study has also revealed, the bones of whales left behind on Icelandic archaeological sites offer important new evidence for the history of whale use in the medieval North Atlantic.

This lecture looks at historical, literary, and visual data on whales from the premodern North Atlantic as a valuable form of environmental proxy data. Authors and texts surveyed will include Old Norse literary, historical, and legal sources reflecting marine mammal use and division. Comparison of northern authors’ accounts of marine mammals from the tenth through the sixteenth century offers a broad look at perceptions about whales, but also a unique source of proxy data that could reflect changing whale populations and habitats. Descriptions of species, in their presence, absence, quantities, qualities or behaviors could signal an early recognition of maritime change, as salinity, currents, temperatures, and prey patterns shifted across the North Atlantic in the Medieval Warm Period and the Little Ice Age. In short — whales can be seen as marine sentinels of climate change. Norse or Icelandic accounts are juxtaposed with more well-known medieval and classical authors’ descriptions of marine mammals, especially Pliny, Strabo, the Physiologus and Bestiary traditions. The lecture will conclude with a brief discussion of other transdisciplinary approaches to medieval marine mammal exploitation and premodern animal biogeographies, namely through the use of ancient DNA and other forms of molecular analysis of medieval marine mammal bones from archaeological contexts. An interdisciplinary approach to the medieval environment reveals a hitherto unappreciated depth of knowledge of marine species but also more realistic approximation of the value of marine resources in medieval economies.

Vicki Szabo received her Ph.D. in Medieval Studies at Cornell University and currently serves as an Associate Professor of History at Western Carolina University. Her research focuses on medieval environmental history, the medieval North Atlantic, and the history of whaling.

Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og er öllum opinn.

—o—

Fyrirlestrar Miðaldastofu

Ingunn Ásdísardóttir

Ein saga eða tvær? Fyrra og síðara dæmi Óðins í nýju ljósi

Fimmtudaginn 10. október 2019 kl. 16.30
Lögbergi 101

Ingunn Ásdísardóttir

Í erindinu setur Ingunn fram nýja túlkun á þeim vísum Hávamála sem nefndar hafa verið Fyrra og Síðara dæmi Óðins, þ.e. vísur 104–110 (heimsókn Óðins til Suttungs jötuns) og vísur 138–141/2 (sjálfsfórn Óðins); byggir hún á því í fyrsta lagi að þessi kvæðisbrot eigi saman og í öðru lagi að þau séu staðsett í kvæðinu í öfugri röð. Með þessari túlkun verður annars vegar til samhangandi og skiljanlegur söguþráður og hins vegar koma fram náin tengsl við ákveðin tilvik eða kringumstæður í nokkrum öðrum eddukvæðum, einkum að því er varðar hlutverk jötunkonunnar.

Samkvæmt viðtekinni heimildarýni skyldu menn ekki hringla í heimildunum eins og þær birtast í handritinu, þ.e. hvorki breyta vísnaröð í kvæðum né leiðrétta texta. Viðurkennt er aftur á móti að sum goðakvæða eddukvæðanna eru að öllum líkindum samsafn tveggja eða fleiri kvæða eða stakra vísna og að upprunakvæðið/kvæðin sé/u óþekkt. Þetta á, til dæmis, við um Hávamál sem talið er vera ósamstætt samsafn nokkurra kvæða eða kvæðahluta. Hér er litið svo á að í þessum tilfellum geti nálgun heimildarýninnar hugsanlega verið of ströng og í erindi verða færð rök fyrir því út frá ofannefndum vísum í Hávamálum.

Ingunn Ásdísardóttir, bókmennta- og þjóðfræðingur varði doktorsritgerð sína í norrænni trú vorið 2018 en þar fjallar hún um jötna hins norræna goðaheims og setur fram nýstárlegar kenningar um þá, sem ganga gegn viðteknum hugmyndum um að jötnar séu alfarið andstæðingar goðanna í Ásgarði. Ingunn er sjálfstætt starfandi fræðimaður í ReykjavíkurAkademíunni.

Fyrirlesturinn verður fluttur á íslensku og er öllum opinn.

Fyrirlestrar Miðaldastofu

Jonathan Wilcox

The Value of Treasure in Anglo-Saxon England

Beowulf, Mercia, and the Staffordshire Hoard Ten Years On

Fimmtudaginn 3. október 2019 kl. 16.30
Lögbergi 101

Jonathan Wilcox

In 2009, a metal detectorist brought to light a spectacular collection of high-status metal-work from Anglo-Saxon England, the Staffordshire Hoard. It primarily comprised weapons, richly decorated with gold and garnets, but all cut down into small pieces. The find greatly augments our knowledge of Anglo-Saxon swords and fills out the thin survival of high-status helmets, as well as including one textual inscription. In the ten years since the discovery, these objects have been the subject of intense research as they have been preserved and displayed. This talk will explore and illustrate the find, both in its original state and in some of the exciting recent reconstructions.

The discovery of the Staffordshire Hoard does much to illuminate the world of Mercian kings in the seventh or eighth century. Prior knowledge of early Mercia before the powerful king, Offa (reigned 757-796), was surprisingly thin, and the hoard provides a salutory reminder of the wealth of the region. It also serves to illustrate the world of the poem, Beowulf. The poem is hard to date or localize precisely. It is an epic tale of a hero’s combat with monsters, but it is also a poem obsessed with the shiny appearance of weapons, which occasionally serve in battle, but more often serve as signifiers of status and of glory. I will suggest that Beowulf can help anchor an understanding of the Staffordshire Hoard just as the Staffordshire Hoard can expand our understanding of Beowulf. While the link is not a precise one, the meaning of such glorious shiny metal-work was likely to have been strikingly similar for the Mercian king who buried the hoard to what it was for the poet and audience of Beowulf.

This talk, then, will explore the implications of the Staffordshire Hoard for understanding the ideology of Anglo-Saxon kings and the imaginative world of the poem, Beowulf. The talk will be illustrated and delivered in English.

Jonathan Wilcox is Professor of English and Faculty Fellow at the University of Iowa, where he teaches medieval literature. He holds a Ph.D. from the University of Cambridge, has published widely on Old English literature and culture, and is currently working on a book on Anglo-Saxon humor. He is a visiting Fulbright Scholar at the University of Iceland for Fall 2019.

Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og er öllum opinn.

Fyrirlestrar Miðaldastofu

Gottskálk Jensson

Að gefa út upp á guðbrenzku eða upp á koðrænu

Nýja textafræðin um miðbik nítjándu aldar og deilurnar um fyrstu málsögulegu útgáfurnar af íslenskum fornritum

Fimmtudaginn 26. september 2019 kl. 16.30
Lögbergi 101

Gottskálk Jensson

Á árunum 1857-1860 lentu tveir Hafnar-Íslendingar, þeir Konráð Gíslason (1808–1891) og Guðbrandur Vigfússon (1827–1889), í ritdeilu um aðferðirnar sem bæri að viðhafa þegar íslensk fornrit eru gefin út á prenti. Þótt efnið væri þurrt og sérhæft tókst þeim samt að skemmta meinfýsnum löndum sínum á kostnað hvor annars jafnframt því sem þeir miðluðu fræðslu um hvað væri efst á baugi í texta- og útgáfuvísindum í Kaupmannahöfn.

Guðbrandur vakti deiluna með grein í Nýjum félagsritum 1857 „Um stafróf og hneigíngar“ en þar gagnrýndi hann stafsetningu Konráðs, einkum það að skrifa „je“ í stað „é“, sem hann sagði ungt og komið frá prentsmiðjunni í Leirárgörðum. Konráð svaraði í akureyrska fréttablaðinu Norðra og sýndi Guðbrandi sem var yngri að árum og skemmra á veg kominn í fræðunum megna fyrirlitningu, uppnefndi málfræði hans „guðbrenzku“ en hann sjálfan „Goðbrand“ — og síðar í annarri grein „Joðbrand“ fyrir andstöðuna við „je“-stafsetninguna. Guðbrandur baðst þá hálfgert vægðar í Reykjavíkurblaðinu Þjóðólfi en reyndi þó eitthvað að svara í sömu mynt, meðal annars með því að kalla málfræðiskrif Konráðs „koðrænu“. Í Ný félagsrit 1858 skrifaði Guðbrandur síðan merkilegan ritdóm um nokkrar nýlegar Íslendingasagnaútgáfur frá Norræna fornritafélaginu í Kaupmannahöfn, þar á meðal útgáfu Konráðs af Gísla sögu frá 1849. Auk þess að benda á verulegan ágalla á útgáfunni (mikilvægt skinnbókarbrot hafði gleymst) skammar hann Konráð fyrir að gefa út „stafsetníngar útgáfur“ (þ.e. stafréttar útgáfur) sem hann fullyrðir að séu „erlendar að kyni“, Íslendingum hafi aldrei líkað slíkar útgáfur „því þeir vita sem er að sögur eru til þess, að læra á sagnafróðleik og forna siðu forfeðra sinna, en ekki til þess að læra á þeim skinnbóka eðr múnkaskript“. Konráð svaraði aftur með skætingi og útúrsnúningum í þremur stuttum greinum í Norðra árin 1858 og 1860 sem hann kallaði „Um guðbrenzku I-III“.

Þótt blaðadeilur þessar væru kersknisfullar bjó alvara að baki enda voru báðir menn frumkvöðlar í beitingu nýju textafræðinnar á íslensk fornrit og áttu þátt í því að móta tvenns konar viðmið um frágang fornritaútgáfna sem síðar urðu viðtekin vinnuregla. Í erindinu hyggst ég skoða bakgrunn ritdeilunnar í nýju textafræðinni en helsti fulltrúi hennar í Kaupmannahöfn var Johan Nicolai Madvig (1804–1886), prófessor í klassískum fræðum. Ég mun einkum reyna að lýsa framlagi Konráðs Gíslasonar, nemanda Madvigs, til þessara útgáfuvísinda en hann þróaði öðrum fremur nýja tegund vísindalegrar útgáfu sem sérstaklega var ætlað að vera rannsóknargagn fyrir íslenska málsögu og samanburðarmálfræði.

Gottskálk Jensson er doktor í klassískum fræðum. Hann er dósent á Árnasafni í Kaupmannahöfn og gestaprófessor við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Hann fæst einkum við athuganir á íslenskum latínubókmenntum og grísk-rómverskri frásagnarlist.

Fyrirlesturinn verður fluttur á íslensku og er öllum opinn.

Fyrirlestrar Miðaldastofu

Arngrímur Vídalín

Narfeyrarbók: Síðasta alfræðirit miðalda á Íslandi

Fimmtudaginn 12. september 2019 kl. 16.30
Lögbergi 101

Arngrímur Vídalín

Handritið AM 194 8vo hefur nokkra sérstöðu meðal íslenskra handrita. Ekki aðeins hafa skrifarar þess merkt sér handritið, þeir Ólafur Ormsson og Brynjólfur Steinraðarson, heldur er ritunartíma handritsins og einnig getið, árið 1387, og ritunarstaður: Geirríðareyri, nú Narfeyri, á Snæfellsnesi. Óvanalegt er að svo nákvæmar upplýsingar liggi fyrir um uppruna handrita.

Einnig er greinilegt að skrifarar AM 194 8vo hafa haft aðgang að hinum ýmsu ritum við gerð bókarinnar. Þetta má ekki síst merkja á því að fyrirmyndir ýmissa kafla bókarinnar eru til varðveittar í öðrum handritum, til að mynda í Hauksbók. Einkum er handritið þó þekkt fyrir að geyma leiðarlýsingu frá Íslandi til Jórsala, sem eignuð er Nikulási ábóta.

Sú leiðarlýsing er raunar hluti af talsvert stærri landafræðiritgerð, sem rammar inn efni bókarinnar að miklu leyti. Söguskoðun bókarinnar er kristileg, að í upphafi hafi Guð skapað heiminn og að mannkynið hafi átt sinn sess í paradís, en glatað honum. Síðan byggðist hver heimsálfa upp af sínum syni Nóa: Jafet varð ættfaðir Evrópumanna, Sem varð ættfaðir Asíumanna, og hinn fordæmdi Ham varð ættfaðir Afríkumanna. Á þessum grundvelli byggist svo landafræði AM 194 8vo og þau fræði sem fylgja í kjölfarið: kafli um skrímslislegar þjóðir, kafli um orma og dreka, kafli um steinafræði, kafli um læknisfræði, og svo mætti lengi telja. AM 194 8vo er í senn trúarrit og vísindarit, hugmyndafræði þess mjög í anda evrópskra lærdómsrita hámiðalda.

Handritið gaf Kristian Kålund út að mestu árið 1908, en skildi undan upphaf handritsins sakir þess að samsvarandi hluti úr öðru handriti, GKS 1812 4to, hafði áður verið gefinn út af Ludvig Larsson. Engin heildarútgáfa er því til af AM 194 8vo, og útgáfa Kålunds er komin nokkuð til ára sinna.

Í þessum fyrirlestri verður fjallað um nauðsyn nýrrar fræðilegrar útgáfu á AM 194 8vo sem fyrirlesari vinnur nú að. Útgáfan verður tvímála, á frummálinu og á ensku, enda hefur verið mikil þörf á þýðingum á minna þekktum íslenskum miðaldaritum.

Arngrímur Vídalín er doktor í íslenskum bókmenntum og aðjunkt í sömu grein við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Rannsóknir hans liggja á sviði bókmenntafræði og hugmyndasögu og nú vinnur hann að fræðilegri útgáfu á handritinu AM 194 8vo auk handbókar um Grettis sögu.

Fyrirlesturinn verður fluttur á íslensku og er öllum opinn.

Fyrirlestrar Miðaldastofu

Jón Viðar Sigurðsson

Sturlungaöld og aðrar borgarastyrjaldir að fornu og nýju

Fimmtudaginn 11. apríl 2019 kl. 16.30
Lögbergi 101

Jón Viðar Sigurðsson

Í fyrri hluti fyrirlestursins verður fjallað um rannsóknarverkefnið The Nordic ‘Civil Wars’ in the High Middle Ages from a cross-disciplinary and comparative perspective. Til að öðlast ný sjónarhorn á borgarastyrjaldir á Norðurlöndum á tímabilinu um 1130–1260 beindum við augum okkar annars vegar að umræðunni um hin „nýju stríð“ og hins vegar um borgarastyrjaldir sem átt hafa sér stað undafarin tuttugu ár, einkanlega í Gíneu-Bissá og Afganistan.

Síðari hluti fyrirlestursins fjallar um Sturlungaöldina, blóðugasta tímabil Íslandssögunnar. Í þessum hluta verður augunum beint að tveimur megineinkennum þessara átaka: hinni óljósu óvinamynd og erlendum áhrifum, þ.e.a.s. norska konungsvaldinu. Vinir og frændur tókust á. Það gat því verið erfitt að finna einhvern til að berjast við í vopnaviðskiptum Sturlungaaldar. Til að leysa þetta vandmál söfnuðu goðarnir sekum mönnum og gerðu að sínum fylgdarmönnum. Þessir útlagar, sem voru réttdræpir og áttu því vernd goðanna lífi sínu að þakka, urðu mikilvægasti hlekkurinn í „herjum“ þeirra.

Þátttaka erlendra aðila er ein meginástaða þess að margar af borgarastyrjöldum líðandi stundar virðast engan enda hafa. Átök Sturlungaaldar, eins og þekkt er, má að miklu leyti rekja til hlutdeilni norska konungsvaldsins. Hún kom þessum deilum af stað og þegar búið var að ryðja eina andstæðingi hennar úr vegi, Ásbirningum,  datt næstum allt í dúnalogn og Íslendingar gengu konungsvaldinu á hendur á árunum 1262, 1263 og 1264. Það var því norska konungsvaldið sem olli þessum átökum og batt jafnframt enda á þau. Norsk afskiptasemi af íslenskum stjórnmálum varð þess valdandi að það kerfi sem notað var til að leysa deilur milli höfðingja, að setja þær í gerð, — sem gert hafði Ísland að friðsælasta samfélagi miðalda — brotnaði niður.

Jón Viðar Sigurðsson er prófessor í miðaldasögu við Óslóarháskóla. Rannsóknir hans tengjast einkanlega norskri og íslenskri sögu tímabilsins um 800–1500. Hann hefur meðal annars gefið út: Skandinavia i vikingtiden (2017), Viking Friendship (2017), Norse-Gaelic Contacts in a Viking World ásamt Colman Etchingham, Máire Ní Mhaonaigh og Elizabeth Ashman Rowe (2019) og ritstýrt ásamt Bjørn Poulsen og Helle Vogt Nordic Elites in Transformation, c. 1050–1250. Volume I: Material Resources (2019).

Fyrirlesturinn verður fluttur á íslensku og er öllum opinn.

Fyrirlestrar Miðaldastofu

Lára Magnúsardóttir

Heimildavandinn skringilegi um kirkjuvald á síðmiðöldum

Þjóðsaga um skort í allsnægtum

Fimmtudaginn 4. apríl 2019 kl. 16.30
Lögbergi 101

Lára Magnúsardóttir

Árið 1930 skrifaði Einar Arnórsson: „Eftir Járnsíðu áttu biskupar að nefna 12 skynsama, lærða menn til þingreiðar. En eigi er kunnugt hvað a hlutverk þeir áttu að vinna á Alþingi.“ Þetta hefur enn ekki verið skýrt og ef að líkum lætur er staða kirkjunnar innan stjórnkerfisins á lögtöku kristinréttar Árna árið 1275 stærsta ráðgáta íslenskrar stjórnmálasögu. Ástæðan er vafi sem ríkir um gildi — og tilvist — heimilda sem gætu varpað ljósi á málið.

Á árunum 1924-1927 hafði komið út kirkjusaga eftir franska fræðimanninn August­ine Fliche (1884 –1951) — La réforme Grégorienne 1924–1927: Histoire de l’Église depuis les origines jusqu’à nos jours — þar sem umbótastarf almennu kirkj­unnar á 12. öld var rakið í ljósi trúarlegrar vakningar sem talið var hafa frels­að kirkj­una und­an spilltu valdi leikmanna. Sögð var saga af sigri páfa­valds­ins í baráttu við veraldarvald þar sem skýr afstaða var tekin með kirkjunni gegn ásókn leikmanna­valds­­ins til yfir­ráða yfir henni. Árið 1938 kom út lútherskt andsvar hins þýska Gerd Tellenbachs (1903–1999) — Libertas: Kirche und Weltordnung im Zeitalter des Investiturstreits —  við kaþólskum skiln­ingi Fliches. Umbrotatímar 12. aldar voru taldir endurspegla átök um grund­vall­ar­atriði heimssýnar þar sem tekist var á um hlutverk kon­­ungsvaldsins og kirkjunnar sem stjórnvalds. Samúð höfundar lá hjá kon­ungsvaldinu sem talið var hafa staðið í baráttu gegn spilltu kirkjuvaldi. Þessar andstæðu frásagnir lögðu nýjan grunn að tveimur stefnum í kirkjusögu.

Árið 1942 kom út rannsókn Jens Arup Seips á sættargerðinni sem Noregskonungur gerði við Rómakirkju árið 1277 um takmörk veraldlegs og andlegs valds. Seip skoðaði heimildirnar í ljósi aðstæðna heima fyrir í stað þess að tengja þær við gregorsku siðbótina og stjórnmála­þró­un­ í Vestur-Evrópu og í anda Tellenbachs tók hann afstöðu gegn kirkjuvaldi. Seip ályktaði að fulltrúar kirkjunnar hefðu beitt heimamenn brögðum og jafnvel falsað samningsgreinar. Hann taldi ólíklegt að niðurstaða hafi orðið bindandi og spurningar á borð við þá sem Einar Arnórsson bar upp var enn ósvarað. Af þessu leiddi langlífur norsk- íslenskur söguskilningur sem gerir ráð fyrir að óvissuástand hafi ríkt um stjórnskipan og réttarfar um margra alda skeið.

Á síðari áratugum hefur hins vegar borið æ meir á þeirri trú að heimildir um kirkjuvald séu ekki einvörðungu ónothæfar heldur of fáar til þess að hægt sé að greina stöðu þess í stjórnskipun síðmiðalda. Í fyrirlestrinum verður gerð tilraun til að kveða þetta niður.

Lára Magnúsardóttir lærði sagnfræði og almenn málvísindi við Háskóla Íslands og miðaldasagnfræði við Háskólann í Genf. Hún hlaut dr.phil.-gráðu frá Háskóla Íslands árið 2007 fyrir rannsókn á kirkjuvaldi á Íslandi á síðmiðöldum og forsendur rannsókna á heimildum um það. Síðastliðin ár hafa rannsóknir hennar beinst að breytingum á stjórnskipulegri stöðu trúarbragða frá 1275–1875.

Fyrirlesturinn verður fluttur á íslensku og er öllum opinn.

—o—

Fyrirlestrar Miðaldastofu

Orri Vésteinsson

Ójöfnuður og atbeini á Íslandi á miðöldum

Fimmtudaginn 28. mars 2019 kl. 16.30
Lögbergi 101

Orri Vésteinsson

Þó að fræðimenn hafi gert sér ólíkar hugmyndir um almenna hagsæld á Íslandi á miðöldum er yfirleitt gert ráð fyrir að fátækt hafi verið útbreidd. Til þess bendir löggjöf um ómaga og þurfamenn, sem og lýsingar fornrita á förufólki og fjárvana bændum. Örbirgð er hins vegar ekki fyrirferðarmikil í lýsingum sagnanna — hvort sem það stafar af því að lífskjör hafi almennt verið betri á miðöldum en seinna varð eða að sögurnar beini sjónum einfaldlega ekki að hinum verst settu í samfélaginu. Það kemur meira á óvart að vitnisburður fornleifa um lífskjör er ekki ótvíræður. Greinilegur munur er á stærð híbýla, sem virðist endurspegla efnahag og félagslega stöðu, en gripasöfn sýna ekki sambærilegan mun á kaupgetu heimilanna. Þvert á móti virðist fólk sem bjó í minnstu skálunum hafa haft jafngóðan aðgang að góðmálmum og öðrum innfluttum efnum eins og fólk sem bjó í þeim stærstu.

Þetta lítur út eins og þverstæða og til að skýra hvernig í málinu liggur verður sjónum beint að kaupmætti silfurs og „sæmilegra“ gripa. Í Íslendingasögum ber talsvert á því að það sem mætti kalla venjulegt fólk eigi silfur og góða gripi. Það kemur ágætlega heim við fornleifafundi sem sýna að á víkingaöld var miklu meira af silfri í umferð — á Íslandi eins og Norðurlöndum almennt — heldur en eftir 1100. Lýsingar fornrita á því hvað alþýða manna gat gert við silfur benda til að það hafi verið fátt annað en að greiða bætur, aðallega manngjöld. Kaupmáttur silfurs fólst í því að það færði fólki atbeina — og verða færð rök fyrir því að slíkur atbeini hafi einkum getað nýst fólki af lægri stéttum til að verjast yfirgangi sem það hefði ekki annars getað gert. Silfur virkaði ekki sem almennur gjaldmiðill nema fyrir stóreignafólk.

Í kapítalískum samfélögum er auður sjálfstætt hreyfiafl og viðhald stéttamunar gengur út á að koma í veg fyrir að lægri stéttir geti eignast mikinn auð. Í annars konar samfélögum er auður líka fyrst og fremst í höndum þeirra sem völdin hafa en þeim er ekki ógnað þó fólk af lægri stigum ráði fyrir verðmætum hlutum — notkunarsvið þeirra er einfaldlega svo takmarkað að það raskar engum hlutföllum þó almúgafólk eigi góðan grip eða lítinn silfursjóð. Þetta veldur því að verðmæti dreifast öðruvísi eftir samfélagsstigum og þau hafa ekki sömu merkingu og okkur er tamt að ætla. Í erindinu verða færð rök fyrir því að þó að verðmæti hafi getað fært venjulegu fólki takmarkaðan atbeina þá sé það ekki til marks um jöfnuð heldur einmitt einkenni á samfélagsgerð sem byggðist á gríðarlegum ójöfnuði. Verðfall silfurs á 12. og 13. öld gefur í þessu samhengi tilefni til að velta upp sambandi auðmagns og samþjöppunar valds á þeim tíma.

Orri Vésteinsson er prófessor í fornleifafræði við Háskóla Íslands. Hann er fæddur 1967 og lærði sagnfræði við Háskóla Íslands og fornleifafræði og sagnfræði við University College London þaðan sem hann lauk doktorsprófi 1996. Hann hefur kennt fornleifafræði við Háskóla Íslands frá 2002. Rannsóknir hans snúa meðal annars að íslenskri samfélagsgerð á miðöldum, landnámi, byggðaskipan og mótun samfélagsstofnana.

Fyrirlesturinn verður fluttur á íslensku og er öllum opinn.

—o—

Fyrirlestrar Miðaldastofu

Guðrún Sveinbjarnardóttir

Reykholt í Borgarfirði: vitnisburður fornleifanna

Fimmtudaginn 21. mars 2019 kl. 16.30
Lögbergi 101

Guðrún Sveinbjarnardóttir

Reykholt í Borgarfirði er óneitanlega best þekkt fyrir búsetu Snorra Sturlusonar þar á fyrri hluta 13. aldar en þetta stórbýli og kirkjustaður á sér mun lengri sögu. Elstu minjar sem fundist hafa þar í jörðu hafa verið tímasettar til um 1000 en elsta varðveitt samtímaritheimild um staðinn er máldagi kirkjunnar sem er nú tímasettur til um 1150. Atburðum sem áttu sér stað í Reykholti á 13. öld er lýst í Sturlunga sögu sem er nánast samtímaheimild og talin vera áreiðanleg sem slík. Fornleifarannsóknirnar sem fóru fram á staðnum um árabil frá því seint á 20. öld lauk árið 2007. Þær hafa varpað ljósi á búsetu þar frá um 1000 og fram á 19. öld. Í fyrirlestrinum verður farið yfir það helsta sem kom í ljós og þróun búsetunnar sett í víðara samhengi.

Núverandi vitneskja bendir ekki til þess að Reykholt hafi verið fyrsta býlið sem var byggt í dalnum en það hafði, samkvæmt ritheimildum, tekið forystu þar ekki síðar en um 1200. Rætt verður hvað gæti lengið hér að baki. Á þeim tíma sem Snorri bjó í Reykholti verða miklar breytingar á húsakosti og farið er út í miklar mannvirkjaframkvæmdir sem hafa útheimt bæði fé og mannskap. Í Sturlungu eru mörg þessara mannvirkja nefnd og gefið í skyn að Snorri hafi mjög svo haft umsjón með öllum framkvæmdum á staðnum. Rætt verður að hvaða marki unnt sé að heimfæra þessar framkvæmdir upp á hann út frá þeim heimildum sem tiltækar eru, hverjar líkurnar séu á því að áhrifa gæti í þeim erlendis frá og hvernig þessi mannvirki samlagast vitneskju okkar um húsakost annars staða í landinu á sama tíma. Að lokum verður gerð tilraun til þess að finna mannvirkjunum sem eru nefnd í Sturlungu stað í fornleifunum sem voru grafnar upp.

Guðrún Sveinbjarnardóttir hefur setið í rannsóknarstöðum við Birmingham-háskóla, University College London og Þjóðminjasafn. Hún stjórnaði fornleifarannsóknum í Reykholti, og er höfundur bókanna Reykholt: Archaeological Investigations at a High-status Farm in Western Iceland (2012) og Reykholt: The Church Excavations (2016). Á þessu ári er væntanleg bókin Reykholt í ljósi fornleifanna um rannsóknirnar.

Fyrirlesturinn verður fluttur á íslensku og er öllum opinn.

—o—