Greinasafn fyrir flokkinn: Uncategorized

Fyrirlestrar Miðaldastofu

Jón Viðar Sigurðsson

Sturlungaöld og aðrar borgarastyrjaldir að fornu og nýju

Fimmtudaginn 11. apríl 2019 kl. 16.30
Lögbergi 101

Jón Viðar Sigurðsson

Í fyrri hluti fyrirlestursins verður fjallað um rannsóknarverkefnið The Nordic ‘Civil Wars’ in the High Middle Ages from a cross-disciplinary and comparative perspective. Til að öðlast ný sjónarhorn á borgarastyrjaldir á Norðurlöndum á tímabilinu um 1130–1260 beindum við augum okkar annars vegar að umræðunni um hin „nýju stríð“ og hins vegar um borgarastyrjaldir sem átt hafa sér stað undafarin tuttugu ár, einkanlega í Gíneu-Bissá og Afganistan.

Síðari hluti fyrirlestursins fjallar um Sturlungaöldina, blóðugasta tímabil Íslandssögunnar. Í þessum hluta verður augunum beint að tveimur megineinkennum þessara átaka: hinni óljósu óvinamynd og erlendum áhrifum, þ.e.a.s. norska konungsvaldinu. Vinir og frændur tókust á. Það gat því verið erfitt að finna einhvern til að berjast við í vopnaviðskiptum Sturlungaaldar. Til að leysa þetta vandmál söfnuðu goðarnir sekum mönnum og gerðu að sínum fylgdarmönnum. Þessir útlagar, sem voru réttdræpir og áttu því vernd goðanna lífi sínu að þakka, urðu mikilvægasti hlekkurinn í „herjum“ þeirra.

Þátttaka erlendra aðila er ein meginástaða þess að margar af borgarastyrjöldum líðandi stundar virðast engan enda hafa. Átök Sturlungaaldar, eins og þekkt er, má að miklu leyti rekja til hlutdeilni norska konungsvaldsins. Hún kom þessum deilum af stað og þegar búið var að ryðja eina andstæðingi hennar úr vegi, Ásbirningum,  datt næstum allt í dúnalogn og Íslendingar gengu konungsvaldinu á hendur á árunum 1262, 1263 og 1264. Það var því norska konungsvaldið sem olli þessum átökum og batt jafnframt enda á þau. Norsk afskiptasemi af íslenskum stjórnmálum varð þess valdandi að það kerfi sem notað var til að leysa deilur milli höfðingja, að setja þær í gerð, — sem gert hafði Ísland að friðsælasta samfélagi miðalda — brotnaði niður.

Jón Viðar Sigurðsson er prófessor í miðaldasögu við Óslóarháskóla. Rannsóknir hans tengjast einkanlega norskri og íslenskri sögu tímabilsins um 800–1500. Hann hefur meðal annars gefið út: Skandinavia i vikingtiden (2017), Viking Friendship (2017), Norse-Gaelic Contacts in a Viking World ásamt Colman Etchingham, Máire Ní Mhaonaigh og Elizabeth Ashman Rowe (2019) og ritstýrt ásamt Bjørn Poulsen og Helle Vogt Nordic Elites in Transformation, c. 1050–1250. Volume I: Material Resources (2019).

Fyrirlesturinn verður fluttur á íslensku og er öllum opinn.

Fyrirlestrar Miðaldastofu

Lára Magnúsardóttir

Heimildavandinn skringilegi um kirkjuvald á síðmiðöldum

Þjóðsaga um skort í allsnægtum

Fimmtudaginn 4. apríl 2019 kl. 16.30
Lögbergi 101

Lára Magnúsardóttir

Árið 1930 skrifaði Einar Arnórsson: „Eftir Járnsíðu áttu biskupar að nefna 12 skynsama, lærða menn til þingreiðar. En eigi er kunnugt hvað a hlutverk þeir áttu að vinna á Alþingi.“ Þetta hefur enn ekki verið skýrt og ef að líkum lætur er staða kirkjunnar innan stjórnkerfisins á lögtöku kristinréttar Árna árið 1275 stærsta ráðgáta íslenskrar stjórnmálasögu. Ástæðan er vafi sem ríkir um gildi — og tilvist — heimilda sem gætu varpað ljósi á málið.

Á árunum 1924-1927 hafði komið út kirkjusaga eftir franska fræðimanninn August­ine Fliche (1884 –1951) — La réforme Grégorienne 1924–1927: Histoire de l’Église depuis les origines jusqu’à nos jours — þar sem umbótastarf almennu kirkj­unnar á 12. öld var rakið í ljósi trúarlegrar vakningar sem talið var hafa frels­að kirkj­una und­an spilltu valdi leikmanna. Sögð var saga af sigri páfa­valds­ins í baráttu við veraldarvald þar sem skýr afstaða var tekin með kirkjunni gegn ásókn leikmanna­valds­­ins til yfir­ráða yfir henni. Árið 1938 kom út lútherskt andsvar hins þýska Gerd Tellenbachs (1903–1999) — Libertas: Kirche und Weltordnung im Zeitalter des Investiturstreits —  við kaþólskum skiln­ingi Fliches. Umbrotatímar 12. aldar voru taldir endurspegla átök um grund­vall­ar­atriði heimssýnar þar sem tekist var á um hlutverk kon­­ungsvaldsins og kirkjunnar sem stjórnvalds. Samúð höfundar lá hjá kon­ungsvaldinu sem talið var hafa staðið í baráttu gegn spilltu kirkjuvaldi. Þessar andstæðu frásagnir lögðu nýjan grunn að tveimur stefnum í kirkjusögu.

Árið 1942 kom út rannsókn Jens Arup Seips á sættargerðinni sem Noregskonungur gerði við Rómakirkju árið 1277 um takmörk veraldlegs og andlegs valds. Seip skoðaði heimildirnar í ljósi aðstæðna heima fyrir í stað þess að tengja þær við gregorsku siðbótina og stjórnmála­þró­un­ í Vestur-Evrópu og í anda Tellenbachs tók hann afstöðu gegn kirkjuvaldi. Seip ályktaði að fulltrúar kirkjunnar hefðu beitt heimamenn brögðum og jafnvel falsað samningsgreinar. Hann taldi ólíklegt að niðurstaða hafi orðið bindandi og spurningar á borð við þá sem Einar Arnórsson bar upp var enn ósvarað. Af þessu leiddi langlífur norsk- íslenskur söguskilningur sem gerir ráð fyrir að óvissuástand hafi ríkt um stjórnskipan og réttarfar um margra alda skeið.

Á síðari áratugum hefur hins vegar borið æ meir á þeirri trú að heimildir um kirkjuvald séu ekki einvörðungu ónothæfar heldur of fáar til þess að hægt sé að greina stöðu þess í stjórnskipun síðmiðalda. Í fyrirlestrinum verður gerð tilraun til að kveða þetta niður.

Lára Magnúsardóttir lærði sagnfræði og almenn málvísindi við Háskóla Íslands og miðaldasagnfræði við Háskólann í Genf. Hún hlaut dr.phil.-gráðu frá Háskóla Íslands árið 2007 fyrir rannsókn á kirkjuvaldi á Íslandi á síðmiðöldum og forsendur rannsókna á heimildum um það. Síðastliðin ár hafa rannsóknir hennar beinst að breytingum á stjórnskipulegri stöðu trúarbragða frá 1275–1875.

Fyrirlesturinn verður fluttur á íslensku og er öllum opinn.

—o—

Fyrirlestrar Miðaldastofu

Orri Vésteinsson

Ójöfnuður og atbeini á Íslandi á miðöldum

Fimmtudaginn 28. mars 2019 kl. 16.30
Lögbergi 101

Orri Vésteinsson

Þó að fræðimenn hafi gert sér ólíkar hugmyndir um almenna hagsæld á Íslandi á miðöldum er yfirleitt gert ráð fyrir að fátækt hafi verið útbreidd. Til þess bendir löggjöf um ómaga og þurfamenn, sem og lýsingar fornrita á förufólki og fjárvana bændum. Örbirgð er hins vegar ekki fyrirferðarmikil í lýsingum sagnanna — hvort sem það stafar af því að lífskjör hafi almennt verið betri á miðöldum en seinna varð eða að sögurnar beini sjónum einfaldlega ekki að hinum verst settu í samfélaginu. Það kemur meira á óvart að vitnisburður fornleifa um lífskjör er ekki ótvíræður. Greinilegur munur er á stærð híbýla, sem virðist endurspegla efnahag og félagslega stöðu, en gripasöfn sýna ekki sambærilegan mun á kaupgetu heimilanna. Þvert á móti virðist fólk sem bjó í minnstu skálunum hafa haft jafngóðan aðgang að góðmálmum og öðrum innfluttum efnum eins og fólk sem bjó í þeim stærstu.

Þetta lítur út eins og þverstæða og til að skýra hvernig í málinu liggur verður sjónum beint að kaupmætti silfurs og „sæmilegra“ gripa. Í Íslendingasögum ber talsvert á því að það sem mætti kalla venjulegt fólk eigi silfur og góða gripi. Það kemur ágætlega heim við fornleifafundi sem sýna að á víkingaöld var miklu meira af silfri í umferð — á Íslandi eins og Norðurlöndum almennt — heldur en eftir 1100. Lýsingar fornrita á því hvað alþýða manna gat gert við silfur benda til að það hafi verið fátt annað en að greiða bætur, aðallega manngjöld. Kaupmáttur silfurs fólst í því að það færði fólki atbeina — og verða færð rök fyrir því að slíkur atbeini hafi einkum getað nýst fólki af lægri stéttum til að verjast yfirgangi sem það hefði ekki annars getað gert. Silfur virkaði ekki sem almennur gjaldmiðill nema fyrir stóreignafólk.

Í kapítalískum samfélögum er auður sjálfstætt hreyfiafl og viðhald stéttamunar gengur út á að koma í veg fyrir að lægri stéttir geti eignast mikinn auð. Í annars konar samfélögum er auður líka fyrst og fremst í höndum þeirra sem völdin hafa en þeim er ekki ógnað þó fólk af lægri stigum ráði fyrir verðmætum hlutum — notkunarsvið þeirra er einfaldlega svo takmarkað að það raskar engum hlutföllum þó almúgafólk eigi góðan grip eða lítinn silfursjóð. Þetta veldur því að verðmæti dreifast öðruvísi eftir samfélagsstigum og þau hafa ekki sömu merkingu og okkur er tamt að ætla. Í erindinu verða færð rök fyrir því að þó að verðmæti hafi getað fært venjulegu fólki takmarkaðan atbeina þá sé það ekki til marks um jöfnuð heldur einmitt einkenni á samfélagsgerð sem byggðist á gríðarlegum ójöfnuði. Verðfall silfurs á 12. og 13. öld gefur í þessu samhengi tilefni til að velta upp sambandi auðmagns og samþjöppunar valds á þeim tíma.

Orri Vésteinsson er prófessor í fornleifafræði við Háskóla Íslands. Hann er fæddur 1967 og lærði sagnfræði við Háskóla Íslands og fornleifafræði og sagnfræði við University College London þaðan sem hann lauk doktorsprófi 1996. Hann hefur kennt fornleifafræði við Háskóla Íslands frá 2002. Rannsóknir hans snúa meðal annars að íslenskri samfélagsgerð á miðöldum, landnámi, byggðaskipan og mótun samfélagsstofnana.

Fyrirlesturinn verður fluttur á íslensku og er öllum opinn.

—o—

Fyrirlestrar Miðaldastofu

Guðrún Sveinbjarnardóttir

Reykholt í Borgarfirði: vitnisburður fornleifanna

Fimmtudaginn 21. mars 2019 kl. 16.30
Lögbergi 101

Guðrún Sveinbjarnardóttir

Reykholt í Borgarfirði er óneitanlega best þekkt fyrir búsetu Snorra Sturlusonar þar á fyrri hluta 13. aldar en þetta stórbýli og kirkjustaður á sér mun lengri sögu. Elstu minjar sem fundist hafa þar í jörðu hafa verið tímasettar til um 1000 en elsta varðveitt samtímaritheimild um staðinn er máldagi kirkjunnar sem er nú tímasettur til um 1150. Atburðum sem áttu sér stað í Reykholti á 13. öld er lýst í Sturlunga sögu sem er nánast samtímaheimild og talin vera áreiðanleg sem slík. Fornleifarannsóknirnar sem fóru fram á staðnum um árabil frá því seint á 20. öld lauk árið 2007. Þær hafa varpað ljósi á búsetu þar frá um 1000 og fram á 19. öld. Í fyrirlestrinum verður farið yfir það helsta sem kom í ljós og þróun búsetunnar sett í víðara samhengi.

Núverandi vitneskja bendir ekki til þess að Reykholt hafi verið fyrsta býlið sem var byggt í dalnum en það hafði, samkvæmt ritheimildum, tekið forystu þar ekki síðar en um 1200. Rætt verður hvað gæti lengið hér að baki. Á þeim tíma sem Snorri bjó í Reykholti verða miklar breytingar á húsakosti og farið er út í miklar mannvirkjaframkvæmdir sem hafa útheimt bæði fé og mannskap. Í Sturlungu eru mörg þessara mannvirkja nefnd og gefið í skyn að Snorri hafi mjög svo haft umsjón með öllum framkvæmdum á staðnum. Rætt verður að hvaða marki unnt sé að heimfæra þessar framkvæmdir upp á hann út frá þeim heimildum sem tiltækar eru, hverjar líkurnar séu á því að áhrifa gæti í þeim erlendis frá og hvernig þessi mannvirki samlagast vitneskju okkar um húsakost annars staða í landinu á sama tíma. Að lokum verður gerð tilraun til þess að finna mannvirkjunum sem eru nefnd í Sturlungu stað í fornleifunum sem voru grafnar upp.

Guðrún Sveinbjarnardóttir hefur setið í rannsóknarstöðum við Birmingham-háskóla, University College London og Þjóðminjasafn. Hún stjórnaði fornleifarannsóknum í Reykholti, og er höfundur bókanna Reykholt: Archaeological Investigations at a High-status Farm in Western Iceland (2012) og Reykholt: The Church Excavations (2016). Á þessu ári er væntanleg bókin Reykholt í ljósi fornleifanna um rannsóknirnar.

Fyrirlesturinn verður fluttur á íslensku og er öllum opinn.

—o—

Fyrirlestrar Miðaldastofu

Klaus Johan Myrvoll og Mikael Males

The Date and Purpose 
of Vǫluspǫ́

Þriðjudaginn 19. mars 2019 kl. 16.30
Lögbergi 101

Klaus Johan Myrvoll

Mikael Males

Vǫluspǫ́ has attracted more scholarly and popular attention than any other eddic poem, partly because of its literary qualities and partly because of its enigmatic nature. It shares a structure and many motifs with central Biblical texts, and yet almost nothing in it is unequivocally Christian. Even though its anonymity, metrics and manuscript context place it among the eddic poems, it displays several conventions that are not found in other eddic poems, but only in skaldic poetry. In order to evaluate the significance of this strong tension between Christian and non-Christian, eddic and non-eddic features, it is necessary to reconstruct the original context of composition with as much precision as possible. Available methods must be reviewed and tested.

In this talk, we focus on three aspects in particular. First, we discuss formal criteria (metrics and historical linguistics), which are disregarded in much recent scholarship. These have the advantage over other criteria that they are more susceptible to testing. Second, we evaluate the circumstances under which similar content may with some confidence be said to reflect a shared background, with particular emphasis on Christian analogues. We argue that the matches must either be very specific or be arranged in a rare way in order to rule out coincidence as a likely explanation. Third, we make use of the datable skaldic corpus, rather than the less datable eddic corpus, as a chronological axis for comparison. This is a break with the majority of eddic scholarship, where eddic poems are compared to other eddic poems. By drawing skaldic poetry into the analysis, we are able to provide some absolute dates and a clearer picture of which texts have affected which. Finally, we outline a likely context of composition.

Klaus Johan Myrvoll is associate professor of Nordic languages at the University of Stavanger. His main fields of interest are skaldic poetry and metrics, language history and runology.

Mikael Males is associate professor of Old Norse philology at the University of Oslo. He specialises in skaldic poetry and grammatical literature.

Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og er öllum opinn.
—o—

Fyrirlestrar Miðaldastofu

Dale Kedwards

The Vikings and the Medieval Future of Space Exploration

Fimmtudaginn 14. mars 2019 kl. 16.30
Lögbergi 101

Dale Kedwards

In 1975, a pair of American space probes broke the Earth’s orbit to embark on a 10-month journey to Mars; their mission: to photograph the red planet from orbit, and deploy landers to study its surface. The mission’s name was debated at NASA’s Langley Research Centre in November 1968, and their decision — the Viking program — established the Viking voyages of exploration and settlement as a new metaphor for the exploration of our solar system.

This lecture considers the ways in which the Scandinavian Middle Ages have been invoked in discourses about space and its exploration: from the Viking program of the 1960s and 70s, to place-names derived from Old Norse mythology on Jupiter’s moon Callisto. I will focus on three examples: Valhalla (1979), the solar system’s largest multi-ring impact crater; Dellingr (2017), a NASA satellite named after an Old Norse god of the dawn mentioned in Eddic poetry; and Ultima Thule (2019), the farthest object in the solar system ever to be visited by a spacecraft. This lecture explores the ways in which planetary scientists and international space agencies continue to instrumentalise the Scandinavian Middle Ages in thinking about space exploration, and the broader frame of cultural and ethical concerns that this entails.

Dale Kedwards holds a Ph.D. from York University (2015). He began a Carlsberg-funded research project at Hugvísindastofnun in March 2019, in collaboration with partners at Þjóðminjasafn Íslands and Det Danske Nationalhistoriske Museum. His research focusses on Scandinavian medievalisms in discourses about space and its exploration.

Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og er öllum opinn.

—o—

Fyrirlestrar Miðaldastofu

Hélène Tétrel

The “matter of Britain” in the French Medieval Lays

Fimmtudaginn 7. mars 2019 kl. 16.30
Lögbergi 101

Hélène Tétrel

There is no clear-cut definition of the notion commonly used among medievalists of the “matière de Bretagne”. This lack of a definition raises several questions: is the “matière de Bretagne” limited to the Arthurian and Tristanian literatures or does it comprise other topics? What does “Bretagne” stand for? Does it suggest that Celtic legends lie behind?

The 12th-century Anglo-Norman lays are an excellent starting point to question this notion. Not only have the Lays, from the time of Marie de France onwards, been described as representative of the “matière de Bretagne”, but they have also been used, more than any other 12th-century Anglo-Norman verse-narrative, to sustain theories of Breton-Celtic origins.

In this talk, I shall try to summarize some of the major issues that the “Breton” lays have raised, from the Middle Ages until modern scholarship.

Hélène Tétrel is an associate professor (“maître de conférences habilitée à diriger les recherches”) at the University of Western Britanny, Brest, France, and a member of the Research Centre for Breton and Celtic Studies (CRBC). Her research interests include French and Icelandic medieval literature and more specifically translations from Old French to Old Icelandic. She is currently preparing an edition of the Old Icelandic translation of Geoffrey of Monmouth’s Historia regum Britannie in collaboration with Svanhildur Óskarsdóttir.

Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og er öllum opinn.

—o—

Fyrirlestrar Miðaldastofu

Arngrímur Vídalín

Trójumenn á Thule

Goðsögulegar rætur Íslendinga

Fimmtudaginn 21. febrúar 2019 kl. 16.30
Lögbergi 101

Arngrímur Vídalín

Íslenskar bókmenntir fyrri alda snúast að töluverðu leyti um sjálfsmyndarsköpun. Þær fjalla um forfeður Íslendinga, landnámsmenn, kappa og höfðingja, en ekki síður fjalla þær um uppruna Íslendinga allt aftur í fornöld. Þó nokkrir textar á forníslensku halda fram uppruna norræns samfélags í Tróju, oft með því að æsir undir stjórn Óðins hafi í raun verið brottfluttir Trójumenn í Skandinavíu, stundum með því að gefa í skyn að norrænu og grísk-rómversku guðirnir hafi verið hinir einu og sömu.

Klassíska arfleifðin sem Íslendingar gerðu að sinni virðist vera sprottin úr þeirri hefð Karlunga að réttlæta völd sín með goðsagnakenndri (heiðinni) ættfræði þrátt fyrir að þeir væru strangkristnir. Ný goðafræðileg hefð varð til þar sem leifar eldri trúarbragða eru nýttar og goð þeirra manngerð innan grundvallarskilnings kristilegrar heimsmyndar. Þessa nýju hefð ber ekki að kljúfa í heiðnar eða kristnar einingar heldur þarf að skilja þá heildarmynd hennar sem birtist okkur í heimildunum: sem smíði sjálfsmyndar og sögu þar sem grískir leiðtogar voru tilbeðnir sem guðir að grískri fyrirmynd og gátu síðan af sér ættir norrænu konunganna sem síðar tóku við hinum rétta kristna sið. Í þessum söguskilningi felst sú pólitíska afleiðing að Íslendingar eru álitnir fólk með göfugan uppruna og mikilfenglega menningararfleifð; með ættir konunga sem rekja má um goðsagnakennd heimsveldi til fyrsta mannsins: Adams, sem skapaður var af Guði sjálfum.

Þó að þetta efni varði sjálfan grundvöll íslenskrar sagnaritunar er það lítt rannsakað enn sem komið er. Í þessum fyrirlestri verður bókmenntafræðilegri og hugmyndasögulegri nálgun beitt til að skoða hvernig íslenskir miðaldamenn sköpuðu hugmynd um íslenskt sjálf og sögu með því að tileinka sér klassíska arfleifð og gera að sinni eigin.

Arngrímur Vídalín er doktor í íslenskum bókmenntum frá Háskóla Íslands. Hann hefur einkum beint sjónum að áhrifum evrópskra lærdómsrita á íslenskar miðaldabókmenntir, þ.m.t. á hugmyndir Íslendinga um skrímsl. Hann er nú sjálfstætt starfandi fræðimaður í ReykjavíkurAkademíunni og kennir íslensku við Keili háskólabrú.

Fyrirlesturinn verður fluttur á íslensku og er öllum opinn.

—o—

Fyrirlestrar Miðaldastofu

Albína Hulda Pálsdóttir

Kyngreining á hrossum úr kumlum með forn-DNA

Hestar lagðir í kuml á Íslandi á víkingaöld

Fimmtudaginn 14. febrúar 2019 kl. 16.30
Lögbergi 101

Albína Hulda Pálsdóttir

Hestar voru algengasta haugfé sem lagt var í kuml á Íslandi á víkingaöld. Beinagrindur hrossa er hægt að kyngreina á formi mjaðmagrindar og því hvort vígtennur eru til staðar. Vígtennur koma upp við 4-5 ára aldur í karldýrum en þó hafa rannsóknir sýnt að allt að þriðjungur hryssa getur haft vígtennur þó þær séu yfirleitt mun minni en í karldýrunum. Beinagreining hefur sýnt að öll hross sem hægt er að kyngreina úr íslenskum kumlum er úr karlkyns hestum en þar sem stór hluti þessara kumla fannst fyrir mörgum áratugum síðan við framkvæmdir eru beinagrindurnar oft of illa varðveittar til þess að hægt sé að kyngreina þær með vissu.

Í þessari rannsókn notum við forn-DNA-greiningu til að kyngreina 22 hross frá víkingaöld. 19 hross voru úr kumlum en þrjú bein úr hellum og býlum voru einnig greind. Rannsóknir okkar leiddu í ljós að af 19 hrossum úr kumlum sem greind voru reyndist aðeins vera ein hryssa en öll sýnin sem komu úr helli og býli reyndust vera hryssur.

Í greininni er einnig sýnt fram á að hægt er að kyngreina dýr jafnvel þó afar lítið sé varðveitt af DNA í hverju sýni og því má nota aðferðafræðina í greininni til að kyngreina fornleifafræðileg bein á mun stærri skala og fyrir minna fé en áður var talið.

Fjallað verður um niðurstöður í nýútkominni grein Heidi M. Nistelberger, Albínu Huldu Pálsdóttur, Bastiaan Star, Rúnars Leifssonar, Agötu T. Gondek, Ludovic Orlando, James H. Barrett, Jóns Hallsteins Hallssonar og Sanne Boessenkool „Sexing Viking Age horses from burial and non-burial sites in Iceland using ancient DNA,“ Journal of Archaeological Science 101 (2019), 115–122. https://doi.org/10.1016/j.jas.2018.11.007.

Albína Hulda Pálsdóttir er dýrabeinafornleifafræðingur og starfar við Landbúnaðarháskóla Íslands. Hún er doktorsnemi við Óslóarháskóla en doktorsverkefni hennar heitir „Hestar og sauðfé víkinganna: Fornerfðafræði húsdýra í Norður-Atlantshafi“. Hún hefur greint dýrabeinasöfn frá Íslandi, Írlandi, Grænlandi og Færeyjum. Leiðbeinendur Albínu eru dr. Sanne Boessenkool við Óslóarháskóla, dr. Jón Hallsteinn Hallsson við Landbúnaðarháskóla Íslands og dr. Juha Kantanen hjá LUKE í Finnlandi. Verkefnið er styrkt af rannsóknasjóði Rannís á styrk nr. 162783051

Fyrirlesturinn verður fluttur á íslensku og er öllum opinn.

Fyrirlestrar Miðaldastofu

Romina Werth

Cinderella in the North

The Cinderella Paradigm in Laxdæla saga and Njáls saga

Fimmtudaginn 7. febrúar 2019 kl. 16.30
Lögbergi 101

Romina Werth

Cinderella is probably the most popular fairy tale of all times, and has been innumerably adapted and translated within and across cultures. However, Cinderella is not only that one tale about a girl being persecuted by her evil stepmother and marrying a prince after fitting into a delicate slipper, which everybody tends to know or recognize. With its more than thousand variants disseminated throughout the world and with the oldest variants attested from Classical Antiquity, Cinderella is rather a whole tale cycle.

That Cinderella can also be detected in Old Norse literature has been shown by the British folklorist Marian Roalfe Cox as early as 1893. Cox claims Áslaug, daughter of the famous dragon slayer Sigurður in Ragnars saga loðbrókar, to be an early example of Cinderella. According to the Icelandic scholar Einar Ól. Sveinsson, the first recognizable Icelandic variant of this fairy tale is to be found in the chivalric saga Vilmundar saga viðutan, where a kitchen maid is named Öskubuska, which later became the Icelandic rendering of the name Cinderella.

However, no proper Cinderella has to that date been detected in the Sagas of Icelanders,
therefore, this presentation aims at showing how the Cinderella cycle or paradigm has been incorporated in Laxdæla saga and Njáls saga, sometimes with a considerable alteration of motifs in order to fit cultural and literary conventions.

Firstly, the paper focuses on the abducted Irish princess Melkorka in Laxdæla saga, who hides her identity and gets beaten with shoes. Melkorka as well as her illegitimate son Ólafur pái share common motifs belonging to the Cinderella cycle, where items known as recognition tokens play an important role. A more or less distorted adaptation of Melkorka may be found in Njáls saga, where the Irish slave Melkólfur almost loses a shoe after having convicted a crime and where oddly a chunk of cheese exposes the thief.

The paper offers a folkloristic-based reading of episodes of well-known saga texts with a focus on an international folktale pattern, which had been known and reworked in Iceland from the Middle Ages onwards.

Romina Werth holds an MA degree in Folkloristics and is currently a Ph.D. student in Icelandic literature and part-time teacher at the University of Iceland. Her research focuses on the fairy tale and its adaptation in Old Icelandic saga texts.

Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og er öllum opinn.

—o—