Már Jónsson
Ný útgáfa Grágásar
Fimmtudaginn 30. október 2025 kl. 16.30 / Thursday, October 30, 2025, at 16.30
Fyrirlestrasal Eddu (E-103) / Edda auditorium (E-103)

Hið íslenzka fornritafélag áformar að á aldarafmæli þess árið 2028 komi á markað útgáfa á íslenskum lögum miðalda í þremur bindum. Í þriðja bindinu verða Járnsíða, kristinréttur Árna Þorlákssonar og Jónsbók ásamt helstu réttarbótum og fáeinum öðrum skjölum. Grágásarhandritin tvö, Konungsbók (GKS 1154 fol.) og Staðarhólsbók (AM 334 fol.), verða gefin út hvort í sínu bindi ásamt varðveittum skinnbókarbrotum. Útgefendur eru Patricia Pires Boulhosa og Már Jónsson. Í erindinu verður Grágásarútgáfunni lýst og helstu úrlausnarefni reifuð, með hliðsjón af fyrri útgáfum hins mikla lagasafns.
Már Jónsson er prófessor í sagnfræði og sérhæfir sig í útgáfu eldri texta, ekki hvað síst réttarheimilda. Nýjust bóka er Þessi frægu glæpamál. Morðin á Sjöundá og Illugastöðum (2024) í samvinnu við Jón Torfason. Núna vinnur Már að nýrri útgáfu miðaldalaga eins og hann lýsti í greininni „Ný útgáfa íslenskra miðaldalaga,“ Tímarit lögfræðinga 74:4 (2023), bls. 775-813.
Fyrirlesturinn verður haldinn á íslensku og er öllum opinn. / The talk will be delivered in Icelandic and is open to all.
—o—o—o—