Helgi Þorláksson
Klofasteinar fyrir norðan
Geta klofasteinar sagt eitthvað um landnám Íslands og þá hvað helst?
Fimmtudaginn 27. nóvember 2025 kl. 16.30 / Thursday, November 27, 2025, at 16.30
Fyrirlestrasal Eddu (E-103) / Edda auditorium (E-103)

Fyrirlesari birti grein árið 2023 þar sem settar eru fram ábendingar um að stórtækir landnámsmenn á Íslandi muni hafa getað ákveðið hvar mörk skyldu vera milli svæða eða stórra jarða sem þeir námu og útdeildu. Vísbendingar um þetta taldi fyrirlesari vera allstóra, klofna steina, svonefnda klofasteina, á mörkum á Suðurlandi, suðvesturhorni landsins og í Borgarfirði, alls 34 dæmi. Hann rökstuddi að steinarnir hefðu iðulega fengið þetta hlutverk á elstu tíð. Fyrirlesari ber núna saman við 39 klofasteina á mörkum í þremur sýslum nyrðra, Húnavatnssýslu, Skagafjarðarsýslu og Eyjafjarðarsýslu.
Helgi Þorláksson er prófessor emeritus í sagnfræði við Háskóla Íslands. Hann fékkst í kennslu og rannsóknum einkum við Íslands- og Norðurlandasögu frá um 900 til um 1800, svið pólitískrar sögu, félagssögu og hagsögu. Doktorsritgerð hans fjallar um hagsögu Íslands á 13. og 14. öld og náin tengsl við Noreg.
Fyrirlesturinn verður haldinn á íslensku og er öllum opinn. / The talk will be delivered in Icelandic and is open to all.
—o—o—o—